Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 53 ÞRÓUNIN í afþreyingariðnaði und- anfarin ár hefur í vaxandi mæli lýst sér í eins konar miðlaflökti og -sam- runa. Þannig eru kvikmyndir gerðar eftir bókum, tölvuleikir eftir eftir kvikmyndum, sjónvarpsþættir eftir kvikmynd o.s.frv. Frumsýnt á myndbandi nú er kvik- myndin Ghost World, en hún er gerð eftir samnefndri myndasögu Daniel Clowes sem hlotið mikið lof. Clowes þykir með bestu myndasöguhöfund- um Bandaríkjanna en áður hefur hann gert t.d. hið undurfurðulega safn, Like a Velvet Glove Cast in Iron og hina myrku David Boring en ferill Clowes hófst af alvöru með Eight- ball-sögunum, sem komu fyrst út ár- ið 1989. Sagan, sem er meinhæðin sam- félagsrannsókn, fjallar um vinstúlk- urnar Enid (Thora Birch, sem lék í hinnu mögnuðu American Beauty) og Rebeccu (Scarlett Johansson) sem eiga það sameiginlegt að vera ut- anveltu í lífinu. Í myndinni fylgjumst við með þeim stöllum og tilraunum þeirra til að átta sig á merkingu þess sem í kringum þær eru og þrá þeirra eftir einhverju sönnu og haldbæru. Líkt og með Batman-myndirnar hefur verið nokkur taugatitringur hvað aðlögun Ghost World að hvíta tjaldinu varðar. Myndasöguaðdá- endur kalla síst allt ömmu sína í þess- um efnum en Clowes er virtur neð- anjarðarhöfundur í þeim geira. Hann var með í ráðum hvað framleiðsluna varðar og vann handritið náið með leikstjóranum, Terry Zwigoff. „Titillinn, Ghost World, ber með sér margar, og djúpar merkingar,“ segir Clowes. „Hann tekur t.d. á því hvernig Bandaríkin eru smátt og smátt að missa niður allt sem mætti kalla „raunverulegt“ og er að breyt- ast í gerviheim. Einnig er þetta til- vísun í stúlkurnar og vinskapinn sem þau hafa misst.“ Þess má að lokum geta að hinn lit- ríki Steve Buscemi leikur veigamikið hlutverk í myndinni. Í draugaheimi                                                             !  !  !     "#$ "#$ !  "#$ "#$ %&' "( "#$ ) !    "#$ %&' "( "#$ "#$ "#$ !  %   %   * * %   * * %   * %   * * %   * %   %   * +  %   %                                 !  "  #  $! %   ! & ' !( )     !      ' ' *  ! ( (+         ,    "    % "     Scarlett Johansson og ThoraBirch í hlutverkum sínum. Athyglisvert myndband: Ghost World arnart@mbl.is Stóra tækifærið/Prime Gig  Vel leikinn svikahrappamynd um símasölumenn dauðans. Vince Vaughn og Ed Harris traustir. Samsæri/Conspiracy Stórmagnað sjónvarpsleikrit um frægan fund hæstráðenda í nas- istastjórn Hitlers, í Wansee í Þýskalandi, þar sem ákvörðunin var tekin um „lokalausnina“ svo- kölluðu í gyðingaofsóknum. Í tómu rugli/ Fucked Up  Um margt athyglisverð tilvísun í Dog Day Afternoon. Höfundurinn Ash lofar góður en verður fyrst að læra að hemja sig. Dánarorsök/Determination of Death  Þétt sakamálamynd sem uppfyllir helstu kröfur sem til slíkra kvik- mynda eru gerðar. Kvennaskálinn/Pavilion of Women  Kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu frá 1946, er lýsir ástum einstklinga í skugga kínversks ætt- arveldis. Vel gerð kvikmynd með léttu melódramatísku yfirbragði. Opnaðu augun/Abre los ojos Sú áleitna og snjalla saga sem sögð er í þessari kvikmynd spænska leik- stjórans Alejandro Amenábar hefur líklega ratað til fleiri kvikmynda- húsagesta í formi bandarísku end- urgerðarinnar Vanilla Sky. Upp- runalegi gripurinn er síst verri. Er gesti ber að garði/When Strangers Appear  Lætur lítið yfir sér en býr yfir lúmskum krafti þessi ástralski óbyggðakrimmi. Salsa  Hin ómótstæðilega sveifla kúb- verskrar salsatónlistar er drifkraft- urinn í þessari frönsku rómantísku gamanmynd. Myndin hefur góðan húmor og leiðir sagan ýmislegt óvænt í ljós. Næturklúbbar/Club Land  Ágæt kvikmynd þar sem dregin er upp mynd af skemmtanalífinu í New York á sjötta áratugnum og saga feðga sögð á nærfærinn hátt. GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Hildur Loftsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson/  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.