Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 2

Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Örn Ólafsson úr Ösp setti fimm Íslandsmet í sínum flokki á opna danska meistaramótinu í sundi fatl- aðra sem fór fram í 50 m sundlaug í H¢rsholm í Dan- mörku um sl. helgi. Sjö Ís- lendingar tóku þátt í mótinu en þátttakendur komu frá Danmörku, Englandi, Skot- landi, Svíþjóð, Færeyjum, Úkrínu, Slóvakíu, Taílandi og Spáni. Gunnar Örn var sigurveg- ari í tveimur greinum, í öðru sæti í tveimur og í þriðja sæti í tveimur greinum í flokki S14 Vala Guðmundsdóttir setti eitt Íslandsmet, en hún var sigurvegari í fjórum sund- greinum í flokki S6. Kristín Rós Hákonardóttir tók þátt í sex sundgreinum í S7 flokki og fagnaði sigri í þeim öllum. Bára B. Erlingsdóttir keppti í sex greinum í S14 flokki, varð önnur í fjórum greinum og þriðja í tveimur. Þrír aðrir keppendur tóku þátt í mótinu – Jóna Dagbjört Pétursdóttir, sem náði þriðja sæti í einni sundgrein í S9 flokki og Jón Gunnarsson og Anton Kristjánsson. Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Örn Ólafsson GUÐJÓN Þórðarson segir engan vafa leika á að fjarvera fyrirliða Stoke, Peters Handyseides, hafi veikt liðið til muna og átt sinn þátt í því að það tapaði fyrir Wycombe, 1:0, í ensku 2. deildinni á laug- ardaginn. Við tapið féll Stoke niður í fjórða sæti, en átti með sigri möguleika á að ná hinu langþráða öðru sæti. Handyside hefur verið einn traustasti leikmaður Stoke í vetur. Hann tábrotnaði hins vegar heima hjá sér fyrir helgina og gat ekki leikið með af þeim sökum. „Við söknuðum Handysides, fjarvera hans hafði mikil áhrif á leik liðs- ins,“ sagði Guðjón sem einnig sagði frammistöðu Stoke hafa verið mikil vonbrigði, ekki síst þar sem nær því sami leikmannahópur hafi leikið hreint ágætlega upp á síðkastið. Stoke getur öðrum fremur þakk- að markverði sínum, Neil Cutler, að hafa ekki tapað með meiri mun en einu marki. Hann varði mjög vel hvað eftir annað. Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson og Arnar Gunn- laugsson voru í byrjunarliði Stoke gegn Wycombe. Brynjar lék leikinn til enda en Bjarni skipti við Marc Goodfellow á 78. mínútu en sex mínútum áður hafði Arnar farið af leikvelli í skiptum við Andy Cooke. Þá kom Stefán Þórðarson inn á sem varamaður á 72. mínútu. STOKE TAPAÐI Guðjón saknar fyrirliðans KYLFINGARNIR Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni og Björg- vin Sigurbergsson úr Keili kom- ust ekki áfram á öðru áskor- endamótinu sem þeir taka þátt í. Keppnin fór fram í Zambíu og eftir að hafa leikið fyrsta hring á tveimur undir pari lék Birgir Leifur þann næsta á einu yfir pari og því samtals á einu höggi undir pari en þeir sem léku á tveimur undir pari komust áfram í næstu tvo hringi. Björgvin lék fyrri hringinn á fimm höggum yfir pari en þann síðari mun betur eða á tveimur yfir en það dugði ekki eins og að framan greinir. Úrhellisrigning setti svip sinn á mótið annan daginn og varð að fresta leik um tíma. Sigurvegari varð Marco Cayeux frá Zimb- abve, en hann lék á 22 höggum undir pari í heildina, fyrsta hringinn á fjórum undir, síðan á sjö undir, þá átta undir og síð- asta daginn lék hann á þremur höggum undir pari. Morgunblaðið/Sverrir Birgir Leifur Högg undir pari dugði ekki Vagga skautaíþróttarinnar á Ís-landi er á Akureyri og hefur ís- hokkílið Skautafélags Akureyrar verið sigursælt allt frá upphafi. Til langs tíma var Akureyri eini stað- urinn á landinu þar sem greinin var stunduð að nokkru marki. Brottflutt- ir Akureyringar fóru svo að spila ís- hokkí í Reykjavík og má segja að Sveinn heitinn Kristdórsson hafi flutt hokkíið með sér suður og hélt úti liði Skautafélags Reykjavíkur um árabil. Liðin tvö reyndu að heim- sækja hvort annað og spila nokkuð reglulega. Fyrsta Íslandsmótið var haldið veturinn 1991–1992 og síðan þá hefur íþróttinni vaxið fiskur um hrygg. Yfirbyggð skautasvell eru komin í Reykjavík og á Akureyri og iðkendum fjölgar jafnt og þétt bæði í hokkíinu og listhlaupi. Nú eru þrjú karlalið að berjast á svellinu því Björninn hefur bæst í hópinn og tvö kvennalið eru komin á fullt, Birnurnar og SA. Systkinin Hulda og Sigurður Sveinn Sigurðarbörn eru fyrirliðar karla- og kvennaliðs SA, en þau er alin upp í Innbænum á Akureyri. Þar kynnstust þau íþróttinni snemma, enda var þetta og er líklega enn þjóð- aríþrótt Innbæinga eins og þeir kall- ast sem búa í elsta bæjarhluta Ak- ureyrar. Sigurður, eða Siggi eins og hann er venjulega kallaður, byrjaði að æfa sex ára gamall og hefur því verið á svellinu í 20 ár. Hann starfar sem framkvæmdastjóri Skautahallarinn- ar á Akureyri og hefur í nógu að snú- ast. Alltaf Íslandsmeistari Hann hefur náð þeim einstaka ár- angri að hafa orðið Íslandsmeistari með liðum sínum öll þau ár sem keppt hefur verið í meistaraflokki karla. Hann var aðeins 16 ára þegar hann vann sinn fyrsta titil með SA árið 1992. Síðan hafa bæst við níu titlar, þar af tveir með SR, 1999 og 2000, en Siggi spilaði í tvo vetur með erkifjendunum á meðan hann var við nám sunnan heiða. Í fyrra virtist sem þessari sigurhefð væri lokið er Björninn var búinn að vinna tvo leiki í úrslitarimmunni gegn SA, báða á Akureyri. Með ótrúlegri seiglu tókst Akureyringunum að snúa við blaðinu og sigra tvívegis í Reykjavík. Þeir fylltu svo Skautahöllina á Akureyri í úrslitaleiknum og lönduðu dísætum sigri eftir frábæran leik sem bauð upp á mikla spennu og hasar. „Já, ég held að af þessum tíu titl- um hafi sigurinn í fyrra verið sá sæt- asti. Öll úrslitakeppnin var mjög spennandi og bæði liðin sýndu góð tilþrif. Erlendu leikmennirnir voru mjög góðir og Íslendingarnir ferskir. Liðin sýndu hraðara, betra og einnig harðara hokkí en áður hafði sést,“ segir Siggi, er hann er inntur eftir því hvaða titill sé eftirminnilegastur. Með sigrinum má segja að SA hafi náð bikarnum aftur „heim“ eftir að SR hafði unnið hann tvö árin á undan með viðmælanda okkar innanborðs. En hvað olli því að leikmenn SR náðu titlinum? „Það var fyrst og fremst munur á aðstöðu. Þeir voru komnir með höll til að æfa í en á Akureyri var að- staðan háð veðráttu og í slæmu tíð- arfari var lítið hægt að æfa. Svo fór- um við nokkrir suður og við það þynntist hópurinn hjá SA. Seinna tímabilið sem SR vann fengu Akur- eyringar höllina um áramót og við það jafnaðist þetta nokkuð og SR þurfti fimm leiki og bráðabana til sigurs. Höllin hefur skipt sköpum fyrir fé- lagið og við erum að ná fyrri styrk ekki bara í meistaraflokki heldur einnig í yngri flokkunum. Það sést greinilegur munur á þeim yngri flokkum sem hafa æft inni í fjögur ár í Reykjavík en bara tvö hér. Við er- um enn að reyna að vinna upp það forskot sem Reykjavíkurliðin náðu á sínum tíma.“ Lið nánast upp úr þurru Hulda, sem orðin er 30 ára, á ekki sömu hefð að baki enda var hún í raun hætt allri íshokkíiðkun þegar kvennaliðið var sett á laggirnar fyrir rúmum tveimur árum. „Ég var búin að vera á skautum nánast frá því ég man eftir mér. Ég byrjaði að leika mér á Tjörninni hérna í Innbænum nokkrum árum áður en gamli skautavöllurinn var byggður. Ég var eina stelpan og við höfðum engar skipulagðar æfingar, skiptum bara í lið og spiluðum. Svo var ég lengi með Old-Boys áður en ég hætti fyrir þremur árum. Eitthvað var nú búið að reyna að koma saman kvennaliði en það gekk aldrei. Í hitteðfyrra varð svo til lið nánast upp úr þurru þegar nokkrar stelpur úr Menntaskólanum hóuðu saman vinkonum sínum til að spila við stráka. Þær gátu ekki neitt og höfðu aldrei spilað áður en áhug- inn var mikill og smám saman vatt þetta upp á sig og reglulegar æfing- ar hófust. Ég dró því fram skautana á ný og sé ekki eftir því.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í Ís- landsmótinu þrjú síðustu ár og hafa keppt við Birnurnar um titilinn. Á dögunum kræktu þær sér í sinn ann- an Íslansmeistaratitil í röð og eru án efa með öflugasta lið landsins í dag. Daginn sem viðtalið fór fram var móttaka fyrir liðið á Jafnréttisstofn- un enda þykir það merkur áfangi að kvenþjóðin sé nú farin að stunda þessa hörðu og hröðu karlmennsku- íþrótt. „Það er gaman að segja frá því að þær stelpur sem hafa áður spilað handbolta og fótbolta segja þetta vera skemmtilegustu íþróttina og þær fá langmesta útrás í hokkíinu, það bara gerist ekki betra. Við höfum haft hér fjölmennan hóp af stelpum í listdansinum, sem er fínt, og í vetur erum við með einn yngri flokk stelpna í hokkíinu sem reyndar er fámennur enn sem komið er. Þetta tekur allt sinn tíma en ég er bjartsýn á framhaldið.“ Mæðgur leika saman Enn er rætt um landvinninga kvenfólksins því nú er kominn vísir að kvennalandsliði. Hulda er fyrirliði liðsins, en athygli vekur að dóttir hennar, Anna Sonja Ágústsdóttir sem er rétt ófermd, er einnig í liðinu. Það er líklega einsdæmi að mæðgur séu saman í úrvalsliði, en þær fóru einmitt í fyrstu keppnisferð kvenna- liðs út fyrir landsteinana fyrir rétt- um mánuði. „Við töpuðum tvívegis 18-0 fyrir „Meistari“ Sigurður Sveinn Sigurðsson þekkir ek Sigursæl systk- ini úr Innbænum á Akureyri Það má með sanni segja að íshokkí á Íslandi sé fjölskylduíþrótt. Fyrirliðar Íslandsmeist- ara Skautafélags Akureyrar í karla- og kvennaflokki eru systkini – Sigurður Sveinn og Hulda Sigurðarbörn. Einar Sigtryggs- son komst að því að eiginmaður Huldu er einn farsælasti leikmaður SA frá upphafi og fyrsti þjálfarinn hennar og kona „meistara“ Sigurðar er í kvennaliði SA. ’ Ég var eina stelp-an og við höfðum engar skipulagðar æfingar, skiptum bara í lið og spil- uðum ‘ HULDA Gunnar Örn með fimm Íslandsmet SUND FATLAÐRA Í DANMÖRKU FYLKISMENN hafa gert enska 2. deildarliðinu Peterborough tilboð í Helga Val Daníelsson, fyrrum leikmann Árbæjarliðsins. Helgi Valur á rúmlega eitt ár eft- ir af samningi sínum við félagið en fyrir nokkrum vikum óskaði hann eftir því að verða settur á sölulista. Helgi Valur hefur verið á mála hjá enska liðinu frá árinu 1998. Hann lék fyrst með ung- lingaliðinu en í fyrra fékk hann að spreyta sig með aðalliði fé- lagsins og hefur á þessari leiktíð spilað 12 deildarleiki með liðinu. Helgi Valur, sem er 21 árs og hefur verið fastamaður í U-21 árs landsliðinu, lék vel með Fylk- isliðinu sumarið 2000 og hann á að baki 16 leiki með liðinu í efstu deild. Fylkir með tilboð í Helga Val

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.