Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 4
KNATTSPYRNA
4 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRÐI Guðjónssyni var skipt út
af á 70. mínútu í liði Preston þegar
það lagði Rotherham, 2:1, á heima-
velli.
HEIÐAR Helguson tók út leik-
bann þegar Watford lagði Crystal
Palace á útivelli, 2:0, á laugardaginn.
ÍVAR Ingimarsson lék allan tím-
ann í vörn Brentford er liðið lagði
Wrexham, 3:0, á útivelli í ensku 2.
deildinni. Brentford er nú komið í 3.
sæti í deildinni.
HELGI Valur Daníelsson kom inn
á sem varamaður á 46. mínútu þegar
lið hans, Peterborough, vann Col-
chester, 3:1 í 2. deildinni ensku.
HELGI Kolviðsson lék allan leik-
inn með Kärnten sem tapaði, 2:0,
fyrir Rapid Wien í austurrísku úr-
valsdeildinni.
STEFÁN Gíslason lék allan leik-
inn með Grazer AK sem gerði jafn-
tefli, 0:0, við Salzburg í sömu deild.
CELTIC heldur tíu stiga forskoti á
Rangers í skosku úrvalsdeildinni eft-
ir jafntefli, 1:1, í slag stórveldanna á
sunnudaginn. Stilian Petrov kom
Celtic yfir en Arthur Numan jafnaði
fyrir Rangers með miklum þrumu-
fleyg.
KNATTSPYRNUSAMBAND
Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir helgi
að heimaleikur Hapoel Tel Aviv frá
Ísrael gegn AC Milan í UEFA-bik-
arnum verði leikinn í Nikósíu, höf-
uðborg Kýpur, fimmtudaginn 13.
mars. Áður hafði verið ákveðið að
hann færi fram á hlutlausum velli
vegna stríðsástandsins í Ísrael.
FYRR í vetur hafði UEFA heim-
ilað Hapoel að leika heimaleiki sína
gegn Parma og Chelsea í keppninni
á sínum heimavelli, þrátt fyrir
ótryggt ástand í landinu. „Við mun-
um meta ástandið frá leik til leiks,“
sagði Gerhard Aigner, fram-
kvæmdastjóri UEFA.
LEIKMENN Hapoel hafa ekki far-
ið varhluta af stríðsátökunum. Tveir
þeirra, Yossi Abuksis og Asi Domb,
voru staddir á veitingastað í Tel
Aviv fyrr í þessari viku þegar palest-
ínskur byssumaður réðst þar inn og
banaði þremur Ísraelsmönnum.
Knattspyrnumennina sakaði ekki.
TEITUR Þórðarson, knatt-
spyrnustjóri Brann frá Noregi,
mátti horfa upp á enn eitt tap sinna
manna fyrir helgi. Brann beið þá
lægri hlut fyrir Malmö frá Svíþjóð,
2:0, í æfingaleik á La Manga á Spáni.
Þetta er sjöundi leikur Brann í röð
án sigurs gegn liðum úr efstu deild-
um í Noregi og Svíþjóð.
FÓLK
Leikmenn Fulham áttu mun meiraí leiknum, en leikmenn WBA
áttu sína spretti og hefðu með
heppni getað klórað í bakkann.
Þetta er í fyrsta sinn í 27 ár sem
Fulham kemst í undanúrslit ensku
bikarkeppninnar, en andstæðingur
liðsins í undanúrslitunum verður
Chelsea með Eið Smára Guðjohnsen
innanborðs.
Gary Megson, knattspyrnustjóri
WBA, var allt annað en ánægður
með tapið og þá einkum hvernig sig-
urmark Fulham bar að. Sendi hann
mönnum sínum tóninn og sagði að
þeir hefðu ekki verið með á nótunum
þegar Fulham tók aukaspyrnuna.
„Það eru vonbrigði að tapa með þess-
um hætti fyrir vel skipuðu og dýru
liði Fulham,“ sagði Megson. „Við
lærðum sömu lexíuna í þessum leik
og á móti Gillingham, Preston og
Millwall fyrr í vetur. Hún er sú að ef
menn eru ekki á tánum í vörninni
þegar kemur að föstum leikatriðum
þá fá þeir á baukinn,“ bætti Megson
við. John Collins, miðvallarleikmað-
ur Fulham, var í sjöunda himni.
„Þessi sigur færir okkur skrefi nær
bikarúrslitaleiknum,“ sagði Collins
og lauk lofsorði á liðsmenn WBA,
sagði þá hafa veitt Fulham verðuga
keppni. „Við gátum ekki bókað sigur
fyrr en dómarinn flautaði til leiks-
loka. Leikmenn WBA héldu okkur
við efnið allt þar til yfir lauk.“
McClaren var orðlaus
„Ég vissi ekkert hvað ég átti að
segja við menn í hálfleik, ég hef bara
aldrei verið í þessarri stöðu áður,“
sagði Steve McClaren, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, eftir 3:0 sigur
liðsins á máttlitlu liði Everton. Öll
mörkin komu á sjö mínútna kafla
undir lok fyrri hálfleiks og því staða
liðsins býsna góð í hálfleik og óvenju-
leg eins og glöggt má lesa út úr orð-
um McClarens. Mörk „Boro“ skor-
uðu Noel Whelan á 35. mínútu,
Szilard Nemeth tveimur mínútum
síðar og loks Paul Ince á 42. mínútu.
Síðari hálfleikur var tilþrifalítill og
Everton gerði fátt til þess að klóra í
bakkann.
Newcastle og Arsenal skildu jöfn,
1:1, í 8-liða úrslitum bikarkeppninn-
ar á laugardaginn á St. James’ Park.
Verða þau að mætast á nýjan leik til
þess að fá úr því skorið hvort liðið
glímir við Middlesbrough í undanúr-
slitum. Sú viðureign fer fram á High-
bury laugardaginn 23. marz.
Mörkin tvö á St. James’ Park
komu hvort í sínum hálfleiknum.
Edu kom Arsenal yfir á 14. mínútu
eftir fyrirgjöf frá Sylvain Wiltord en
Laurent Robert jafnaði fyrir New-
castle á 52. mínútu með skoti af 20
metra færi.
Megson var
ekki hress
LÁRUS Orri Sigurðsson og samherjar urðu að bíta í það súra epli að
falla úr ensku bikarkeppninn á sunnudaginn er WBA tapaði, 1:0,
fyrir Fulham á útivelli. Lárus Orri kom mikið við sögu í WBA og þótti
standa sig allvel, m.a. bjargaði hann liði sínu frá því að lenda undir í
fyrri hálfleik er hann varði á marklínu. Eina mark leiksins skoraði
Steve Marlet með skalla úr miðjum vítateig eftir sendingu úr auka-
spyrnu sem tekin var rétt utan vítateigs eftir að Lárus Orri hafði
gerst brotlegur. Lárus kom í humátt á eftir Marlet er hann skoraði
sigurmarkið, en kom ekki við vörnum.
Bayern með
í baráttunni
BAYERN München er enn
með í baráttunni um þýska
meistaratitilinn í knatt-
spyrnu eftir sigur á ná-
grönnunum, 1860 München,
2:1, á laugardaginn. Varn-
armaðurinn Thorsten Fink
skoraði sigurmark Bayern á
síðustu mínútu leiksins en í
lið meistaranna vantaði átta
leikmenn sem ýmist voru
meiddir eða í leikbanni.
„Við vissum að eitt stig
myndi duga okkur skammt,
þá væru möguleikarnir á
titlinum ekki miklir, og við
náðum að knýja fram þetta
sigurmark,“ sagði Oliver
Kahn, fyrirliði og markvörð-
ur Bayern.
„Nú vita keppinautar okk-
ar að við erum á lífi á ný, við
erum með í baráttunni og
þurfum að halda okkar striki
og sjá til þess að hin liðin ótt-
ist okkur,“ sagði Ottmar
Hitzfeld, þjálfari Bayern.
Dortmund og Leverkusen
unnu sína leiki og eru áfram
í tveimur efstu sætunum.
Hertha Berlín burstaði
Hamburger SV, 6:0, og skor-
aði belgíski miðjumaðurinn
Bart Goor fjögur markanna.
Eyjólfur Sverrisson sat á
varamannabekknum hjá
Herthu og kom ekki við
sögu.
AP
Eiður Smári Guðjohnsen fagnaði tveimur mörkum fyrir Chelsea á sunnudaginn. Á myndunum
þremur hér á síðunni til hliðar sést hann skora annað mark sitt – sendi knöttinn framhjá Neil
Sullivan, markverði Tottenham.
AP
Eiður Smári Guðjohnsen á hér í höggi við enska landsliðsmanninn
hjá Tottenham, Darren Anderton, í bikarleik á sunnudaginn.
BERTI Vogts, landsliðs-
þjálfari Skotlands, er að
safna liði þessa dagana, en
Skotar koma til Reykjavík-
ur í undankeppni EM
næsta haust og leika á
Laugardalsvellinum. Fyrir
helgina tilkynnti Gary
McAllister að hann gæfi
kost á sér í landsliðið og
um helgina ræddi Vogts
við Paul Lambert, miðvall-
arleikmann hjá Celtic, og
óskaði eftir kröftum hans.
Lambert, 32 ára, ætlar
að ræða við fjölskyldu sína
og Martin O’Neill, knatt-
spyrnustjóra Celtic, áður
en hann gefur Vogts svar.
Vogts
ræddi við
Lambert