Morgunblaðið - 12.03.2002, Qupperneq 7
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 B 7
stemmningunni þar, bæði fyrir og
eftir leikinn, er mjög erfitt að lýsa
með orðum. Hávaðinn var þvílíkur að
erfitt var að tala við mann sem stóð
þér næst. Fólk var mætt á völlinn til
að skemmta sér og öðrum og taka
þátt í karnivalhátíð sem við Íslend-
ingarnir upplifum ekki á hverjum
degi.
Undirritaður hefur verið á Old
Trafford og verið viðstaddur leik
Manchester United og Liverpool
ásamt 64.000 áhorfendum og eins á
leik Milan-liðanna AC Milan og Inter
Milano á San Síró leikvanginum í Míl-
anó þar sem saman voru komnir um
90.000 manns. Þó svo að stemmningin
og andrúmsloftið í þeim leikjum hafi
verið stórskostleg þá toppar hún ekki
þá umgjörð sem var á leik Brasilíu og
Íslands. Fyrir leikinn var flugelda-
sýning að hætti hjálparsveita skáta
heima á Fróni og eftir hann var haldið
áfram að skjóta upp rakettum. Ekki
skal mann undra þótt þeir ungu og
óreyndu strákar, sem að mestu skip-
uðu íslenska liðið í leiknum, hafi
hreinlega farið í annan heim þegar
liðin gengu út á leikvöllinn. Og það er
eins líklegt að þeir hafi enn verið í
öðrum heimi þegar leikurinn var
flautaður á því eftir aðeins 240 sek-
úndur höfðu Brassarnir skorað mark
og þar með gefið tóninn hvað koma
skyldi. Úrslitin vita allir en ekki efast
ég um eitt andartak að með leiknum
og ferðinni í heild öðluðust leikmenn
íslenska landsliðsins ómetanlega
reynslu sem þeir eiga eftir að búa að
allan sinn feril.
Fara í Brasilíubúningana og
halda með Brasilíu á HM
Brasilía er heillandi land og heim-
sóknin í þetta mikla knattspyrnuland
var í alla staði ævintýraferð og með
henni rættist draumur margra leik-
manna íslenska liðiðsins frá því þeir
voru smápeyjar. Um brasilíska lands-
liðið er fátt annað hægt að segja en að
leikmenn þess eru listamenn og
knattspyrnuáhugamenn heima á Ís-
landi ættu að leggja nöfn eins og
Kaká, Belletti, Polga, Kleberson,
Edilson og Juan á minnið áður en þeir
setjast inn í stofu í sumar til að fylgj-
ast með HM í knattspyrnu. Sumir af
þessum strákum koma til með að
bætast í hóp með snillingum á borð
við Rivaldo, Carlos, Cafu, Denilson,
Junior, Ronaldinho, Serginho og
Marcelinho, sem ekki léku á móti Ís-
lendingum, þegar Scolari, landsliðs-
þjálfari Brasilíu, velur hóp sinn sem
leikur á HM. Fyrir hönd brasilísku
þjóðarinnar vona ég að Romario
hljóti náð fyrir augum landsliðsþjálf-
arans því hann er í guða tölu hjá íbú-
um landsins og sumir þeirra sem
blaðamaður ræddu við sögðust vona
að liðinu gengi illa á HM færi svo að
Romario yrði ekki valinn.
Íslensku landsliðsmennirnir koma
örugglega flestir til að halda með
Brasilíumönnum í keppninni eftir
heimsóknina til S-Ameríkulandsins
og eflaust munu þeir klæðast bras-
ilísku búningunum sem þeir náðu að
skipta við liðsmenn Brassanna eftir
leikinn þegar þeir setjast fyrir fram-
an sjónvarpið og fylgjast með leikjum
þeirra á HM.
Morgunblaðið/Guðmundur Hilmarsson
e Fragelli-leikvanginum í Cuiabá. Eftri röð frá vinstri: Þórhallur Dan Jó-
steinsson, Hjálmar Jónsson og Haukur Ingi Guðnason. Neðri röð frá
utur Arason, fyrirliði, Ólafur Stígsson og Grétar Hjartarson.
Brasilískur trúður gefur til kynna ást sína á keppnistreyju númer 10 en þetta númer á bakinu bar
Pele, þekktasti knattspyrnumaður Brasilíu, og þótt víða væri leitað.
Íslensku landsliðsmennirnir höfðu ekki undan að gefa fólki á öllum
aldri eiginhandaráritanir í Cuiabá. Hér er markvörðurinn Ólafur Þór
Gunnarsson umkringdur ungum brasilískum stúlkum fyrir utan dval-
arstað landsliðsins en allar vildu þær fá Ólaf til að rita nafn sitt.
Grétar Rafn Steinsson varð fyrsti Íslendingurinn til að skora
gegn fjórföldum heimsmeisturum Brasilíu. Hér er Grétar kominn
í búning miðjumannsins snjalla Kaká eftir leikinn og gefur til
kynna hver skoraði eina mark Íslendinga í leiknum.
ri: Ólafur Þór Gunnarsson, Guð-
orvaldur Makan Sigbjörnsson.
Nokkrar ungar brasilískar blómarósir taka hér létt sambaspor á götu úti í miðborg Cuiabá en þar voru
þær að hita upp fyrir landsleik sinna manna á móti Íslendingum. gummih@mbl.is