Morgunblaðið - 12.03.2002, Page 9
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 B 9
Missið ekki af páskaferð til Manchester 29.-31. mars
Útvegum miða á alla leiki
í enska boltanum!
Verð aðeins kr. 46.600 + skattar,
þjónustugjald og miði á leik
ÍT ferðir, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
sími 588 9900, e-Mail: info@ittravel.is
Fótboltaferðir til Englands með ÍT ferðum
skipulagðar af Luka Kostic
Bókaðu strax!
Laugardagskvöld: Guðni Bergsson heiðraður og hylltur!
• Leeds - Man. Utd. • Bolton - Aston Villa
• Liverpool - Charlton
Laugard. 30. mars - veljið milli:
Bandarískir
dómarar á
Seltjarnarnesi
TVEIR bandarískir dómarar
blésu í flautuna á leik Gróttu/
KR og Vals á sunnudaginn en
þeir verða hér á landi í um
vikutíma og munu dæma
nokkra leiki í efstu deild karla
og kvenna. Þeir eru hingað
komnir fyrir tilstilli Alþjóða-
handknattleikssambandsins,
sem sendi erindi til íslenska
handknattleiksdómarafélags-
ins um að leyfa þeim að
spreyta sig hér. Að sögn dóm-
ara eru þeir félagar, Tugom-
ar Anusic og Thomas Bojsen,
taldir vera 10. til 11. besta
dómarapar í heimi enda hafa
þeir dæmt á mörgum Ólymp-
íuleikum og öðrum stórmót-
um. Þess má reyndar geta að
Stefán Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson eru sagðir fimmtu
á þeim lista.
Í leiknum voru þeir dugleg-
ir við að sýna gula spjaldið til
að byrja með en slíkt dugar
oft til að stilla leikmenn og
sýna hver ræður. Einnig virt-
ust þeir nokkuð strangir.
„Þeir voru ágætir þó að sumir
dómar orki tvímælis og jafn-
vel þessir brottrekstrar í síð-
ari hálfleik en mér fannst þeir
vera á svipaðri línu og ís-
lensku pörin,“ sagði Ólafur
Lárusson, þjálfari Gróttu/KR,
eftir leikinn.
Það eru ákveðin vonbrigði að hafaekki unnið,“ sagði Atli Hilmars-
son, þjálfari KA, í leikslok. „Einkum
vegna þess að við
vorum komnir með
vænlega stöðu í fyrri
hálfleik, fimm marka
forskot. Það átti að
nægja okkur til þess að gera út um
leikinn, en leikir þessara liða á síð-
ustu árum hafa einkennst af sveiflum
og þessi var engin undantekning þar
á. Undir lok leiksins vorum við komn-
ir þremur mörkum undir en tókst að
jafna og komast yfir svo það má segja
að maður geti nokkuð vel við unað að
fá eitt stig á þessum erfiða velli. En
auðvitað stefndum við að sigri, við
þurftum á honum að halda til þess að
færast nær því marki okkar að vinna
sæti í úrslitakeppninni,“ sagði Atli
ennfremur.
KA-menn voru sterkari lengst af
fyrri hálfleiks og höfðu ævinlega
frumkvæðið. Eftir 13 mínútna leik
tóku heimamenn leikhlé er þeir voru
7:4 undir. Sóknarleikur þeirra gekk
illa og vörnin var ekki eins öflug og
t.d. gegn ÍR í síðasta heimaleik.
Leikhlé þeirra Mosfellinga hafði lítið
að segja. KA-menn héldu sínu striki.
Sterk 6/0 vörn þeirra hélt sóknar-
mönnum Aftureldingar niðri og skil-
aði dýrmætum hraðaupphlaupum
sem voru vel nýtt. Þegar sjö mínútur
voru til hálfleiks var forskot KA-
manna fimm mörk, 13:8. Sem hendi
væri veifað urðu ótrúleg umskipti á
leiknum, flöt vörn heimamanna
hrökk í gang og sóknarleikurinn um
leið. KA-mönnum virtist falla allur
ketill í eld fram að hálfleik, sex síð-
ustu sóknir þeirra fóru í súginn á
sama tíma og leikmenn Aftureldingar
skoruðu fimm mörk úr sex upphlaup-
um. Jöfnuðu þeir metin, 13:13, og
þannig stóðu leikar í hálfleik.
Í síðari hálfleik var gríðarleg bar-
átta í leiknum og sjaldan munaði
meira en einu mark á fylkingunum.
KA-menn voru fyrri til að skora
framan af. Bjarki Sigurðsson skoraði
átjánda mark Aftureldingar á 41.
mínútu og kom sínum mönnum í
fyrsta sinn yfir í leiknum, 18:17. Þar
með skiptu leikmenn KA úr 6/0 vörn
yfir í framliggjandi 3:2:1 vörn. Til að
byrja með virtist breytingin ekki ætla
að skila árangri, þvert á móti leit út
fyrir að leikmenn Aftureldingar ætl-
uðu að gera út um leikinn. Þeir náðu
þriggja marka forskoti, 22:19 þegar
13 mínútur voru eftir. En þrjóskan og
seiglan er sem fyrr fyrir hendi í liði
KA-manna. Þeir skoruðu fjögur
mörk í röð og komust yfir á ný, 23:22.
Eftir það var gríðarleg spenna í
leiknum. KA var áfram yfir, 24:23.
Þegar 2,20 mínútur voru eftir var
Jónatani Magnússyni vikið af leikvelli
í tvær mínútur og þótti mörgum tími
vera kominn til. Aðeins fimmtán sek-
úndum síðar fór félagi hans, Heimir
Örn Árnason, sömu leið fyrir heldur
léttbærar sakir. KA var því tveimur
færri svo að segja þann tíma sem eftir
var. Bjarki jafnaði metin, 24:24, þeg-
ar tvær mínútur voru eftir og einni
mínútu síðar kom Andrius Stemokas
KA yfir á ný með marki úr horninu.
Heimamenn geystust upp og unnu
vítakast. Egidius Petkevicius, mark-
vörður KA, varði vítakastið, Bjarki
náði frákastinu og reyndi markskot
en var hindraður, annað vítakast var
dæmt. Að þessi sinni urðu Bjarka
ekki á nein mistök, hann jafnaði met-
in. Fjórir KA-menn fóru í sókn, sem
varð býsna tafsöm, en þeim tókst að
teygja lopann allt þar til brotið var á
Arnóri Atlasyni undir lokin. Ekki í
fyrsta sinn í viðureignum þessara liða
var aukakastið tekið á vitlausum stað.
Það kom þó ekki að sök þar sem skot
Arnórs fór yfir markið, jafntefli var
því niðurstaðan, 25:25.
Reynir Þór Reynisson var jafn-
besti leikmaður Aftureldingar að
þessu sinni. Hann fór á tíðum á kost-
um í markinu og varði alls 22 skot,
mörg úr opnum færum. Bjarki lék
mjög vel í síðari hálfleik og bar leik
sinna manna á tíðum uppi. Sverrir
var góður í sókninni í fyrri hálfleik en
náði sér ekki á strik í þeim síðari þeg-
ar leikmenn KA færðu sig framar í
vörninni. Valgarð Thoroddsen var
einnig ágætur svo og Magnús Már
Þórðarson.
Petkevicius, markvörður KA, var
einnig fremstur meðal jafningja í sínu
liði. Stelmokas var og sterkur. Einnig
er ekki annað hægt en hrífast með
þegar Arnór Atlason er annars veg-
ar. Þar er á ferð hreint frábær skytta
og skemmtilegur leikmaður sem er
aðeins 17 ára, en leikur og skýtur á
markið eins og sá sem valdið hefur.
Pilturinn hans Atla þjálfara er einn
hreinasti gullmolinn sem komið hefur
fram í íslenskum handknattleik.
Algjört burst
Þór sigraði ÍBV á sunnudaginnfyrir norðan í leik sem hafði
mikla þýðingu fyrir bæði lið. Það var
þó ekki að sjá á gest-
unum sem voru á
hælunum allan leik-
inn og Þórsarar
þurftu engan stórleik
til að innbyrða ellefu marka sigur,
35:24. Með þessum sigri jafnaðist enn
staðan í deildinni. Þór kom sér upp að
hlið ÍBV og KA og eru því erkifjend-
urnir með jafnmörg stig fyrir leik lið-
anna sem fram fer á Akureyri í kvöld.
Fyrri hálfleikur var fremur bragð-
daufur en Þórsarar voru mun betri.
Eftir rúmar 4 mínútur komst Þór í
3:1 en þá tók Sigbjörn Óskarsson,
þjálfari ÍBV, leikhlé og las hressilega
yfir sínum mönnum. Skipti það ósköp
litlu því Hafþór Einarsson, mark-
vörður Þórs, varði hvert skotið af
öðru en eftir 10 mínútur var hann bú-
inn að verja 8 skot Eyjamanna. Þórs-
arar héldu góðu forskoti allt fram í
miðjan hálfleikinn en þá náðu Eyja-
menn að minnka muninn í eitt mark.
Markvörður þeirra, Hörður Flóki
Ólafsson, var þá búinn að verja sex
skot á skömmum tíma. Þórsarar
spýttu í lófana á ný og héldu til bún-
ingsherbergja með fimm marka for-
skot, 15:10.
Seinni hálfleikur bauð fyrst og
fremst upp á mikla markasúpu.
Sóknir voru í styttra lagi og markveð-
irnir sem báðir höfðu varið mjög vel í
þeim fyrri duttu alveg úr stuði.
Fyrstu mínúturnar hélst óbreyttur
munur en þegar Eyjamenn misstu
sinn besta mann útaf með rautt
spjald, var eins og þeir gæfust upp.
Þórsarar tóku fljótlega öll völd á vell-
inum og jókst munurinn jafnt og þétt.
Smám saman fóru óreyndari leik-
menn að tínast útaf er Eyjamenn ját-
uðu ósigur sinn.
Þórsliðið spilaði sterka vörn og
lagði hún grunninn að sigri þeirra.
Þorvaldur Þorvaldsson var þar sem
klettur og Hafþór varði vel í fyrri
hálfleik. Aigars Lazdins var öflugur í
sókninni og gaman var að sjá tilþrifin
hjá Þorvaldi Sigurðssyni og Páli
Gíslasyni.
Eyjamenn vilja eflaust gleyma
leiknum sem fyrst og þeir einu sem
eitthvað gátu voru Hörður Flóki,
Petras Rauperas og Mindaugas
Andriuskas en hann var sérlega
óheppinn með vafasama brottrekstra
og þurfti að lokum að yfirgefa sam-
kvæmið.
Halldór með
stórleik á Selfossi
Haukar unnu Selfyssinga meðfjögurra marka mun á Selfossi á
sunnudagskvöldið
32:28. Haukar voru
yfir nær allan tímann
en undir lokin var
leikurinn jafnari en
lokatölur hans gefa til kynna. Halldór
Ingólfsson átti stórleik og skoraði 10
mörk Hauka en Jón Karl var þó ekki
langt undan en hann var verulega at-
kvæðamikill og skoraði 9 mörk.
Framan af var leikur Selfoss og
Hauka jafn en það var ekki fyrr en
undir lok fyrri hálfleiksins sem Hauk-
ar náði afgerandi forystu. Í hálfleik
var staðan 14:18. Selfoss minnkaði
muninn strax í eitt mark í upphafi
seinni hálfleiks en þá kom Bjarni
Frostason inn á í markið og átti hann
ekki minnstan þáttinn í að Haukar
kæmu sér aftur upp fjögurra marka
forskoti.
Selfyssingar eiga líka ágætis
markverði en Jóhanni Inga var skipt í
markið fyrir bróður sinn um miðjan
hálfleikinn í stöðunni 23:25. Á tímabili
lokaði Jóhann markinu algerlega og
komust heimamenn einu marki yfir,
26:25, þegar 11 mínútur voru eftir.
Haukarnir sýndu það og sönnuðu
hins vegar á lokasprettinum að þeir
hafa eitt besta handknattleikslið
landsins í dag.
Halldór Ingólfsson átti stórleik
með Haukum, skoraði hann 10 mörk,
þar af þrjú úr vítum. Þá sýndi Jón
Karl Björnsson hvað í honum bjó og
Rúnar Sigtryggsson var sem klettur í
vörninni. Aron Kristjánsson lenti
snemma í því að vera tvisvar sinnum
rekinn út af og átti erfitt með að beita
sér í vörninni en fór aftur á móti mik-
inn í sókninni. Hjá Selfyssingum voru
þeir Robertas Pauzuoilis og Ram-
únas Mikalonis atkvæðamestir með
sjö mörk hvor. Þá átti Þórir Ólafsson
ágæta spretti í seinni hálfleiknum.
Skyldusigur FH-inga
á Víkingum
Það voru engin vettlingatök notuðhjá heimamönnum í Kaplakrika
á sunnudag þegar FH tók á móti
botnliði Víkings í 1.
deild karla í hand-
knattleik. FH-ingar
keyrðu upp hraðann í
leiknum og kaffærðu
Víkinga strax í fyrri hálfleik, en þá
skoruðu þeir 19 mörk gegn 13 mörk-
um Víkinga og lögðu grunninn að
góðum sigri, 36:27.
Sóknarnýting FH-inga í fyrri hálf-
leik var afburðagóð, 19 mörk í 24
sóknum. Víkingar voru ekki eins
nýtnir en gátu huggað sig við það að
þeir náðu að ljúka flestum sóknum
sínum með skoti, sem er jú forsenda
þess að skora mörk.
Síðari hálfleikurinn var ekki ósvip-
aður hinum fyrri, FH-ingar juku for-
skotið hægt og bítandi en það hlýtur
að vera þeim áhyggjuefni hversu illa
gekk í varnarleiknum. Björgvin Rún-
arsson, besti leikmaður FH, var sam-
mála því mati blaðamanns í leikslok.
„Þetta var skyldusigur, en staða okk-
ar í deildinni sýnir okkur að við get-
um ekki leyft okkur slíkan munað að
vanmeta Víkingana,“ sagði Björgvin.
„Við stöndum vörnina mjög illa og ég
held að við höfum ekki staðið al-
mennilega vörn síðan í leiknum gegn
Gróttu/KR í fyrri umferðinni og í
seinni hálfleiknum gegn Val núna um
daginn. Svona er boltinn, við eigum
að vera það þroskaðir í þessu að við
eigum að geta notað svona leiki til að
laga eitt og annað. Við megum aldeilis
bretta upp ermarnar ef við ætlum
okkur í úrslitakeppnina,“ sagði
Björgvin. Hann og Sigurgeir Árni
Ægisson fóru mikinn í leiknum og
skoruðu samtals 21 mark. FH-ingar
mega vel við una með sigurinn í leikn-
um, þeir eru nú í 8. sæti deildarinnar
og eru þar með síðasta lið inn í úrslit-
in, en það er hart að þeim sótt af
Eyjamönnum og Frömurum og
Hafnfirðingar verða að gera betur
varnarlega en þeir gerðu í þessum
leik ætli þeir sér í úrslitin.
Víkingar sitja sem fyrr í botnsæti
deildarinnar. Þrátt fyrir 9 marka tap
geta þeir ágætlega við unað eftir
þennan leik. Á köflum sáust virkilega
góðir taktar hjá liðinu, sérstaklega
sóknarlega og ef þeim tekst að loka
vörninni þá geta Víkingar orðið ör-
lagavaldar annarra liða í deildinni á
lokasprettinum.
Morgunblaðið/Ásdís
Valsmenn réðu ekkert við Aleksandr Peterson, sem skoraði 14 mörk fyrir Gróttu/KR.
Það sem
koma skal
VIÐUREIGN Aftureldingar og KA að Varmá á laugardaginn var vænt-
anlega forsmekkurinn að því sem koma skal þegar og ef liðin
tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þetta var alvöru baráttuleikur
sem bauð upp á talsverða skemmtun, spennu, sveiflur og síðast en
ekki síst baráttu fram á síðustu sekúndu. KA-menn voru nær því að
tryggja sér sinn fyrsta sigur undir stjórn Atla Hilmarssonar í Mos-
fellsbænum, en heimamenn að vinna bæði stigin. Niðurstaðan var
„stórmeistarajafntefli“ sem hvorugt liðanna var sátt við, bæði vildu
þau sigur í harðri baráttu sinni um sæti í úrslitakeppninni.
Ívar
Benediktsson
skrifar
Einar
Sigtryggsson
skrifar
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Helgi
Valberg
skrifar