Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 12

Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 12
FÓLK  BJÖRN Viðar Ásbjörnsson skor- aði tvö mörk fyrir Fylki sem vann Val, 3:0, í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á sunnudaginn. Theó- dór Óskarsson gerði fyrsta mark Árbæinga en báðir markaskorararn- ir komu inn á sem varamenn.  ÞORVALDUR Guðmundsson gerði þrennu fyrir hið nýja 1. deild- arlið Aftureldingar sem vann KFS frá Vestmannaeyjum, 7:2, í fyrsta leik neðri deildar í deildabikarkeppni KSÍ í Reykjaneshöll á laugardaginn.  JÓHANN B. Guðmundsson skor- aði síðara mark norska liðsins Lyn sem sigraði Elfsborg frá Svíþjóð, 2:0, á La Manga á Spáni í gær. Helgi Sigurðsson lék ekki með Lyn.  TRYGGVI Guðmundsson skoraði eitt marka Stabæk sem vann Lille- ström, 3:1, í viðureign norsku félag- anna. Marel Baldvinsson lék ekki með Stabæk vegna meiðsla í hné en Indriði Sigurðsson og Gylfi Einars- son voru í byrjunarliði Lilleström.  ANNA María Sveinsdóttir, körfu- knattleikskonan reynda, lék sinn 400. leik með Keflavík þegar liðið vann KFÍ, 81:56, í lokaumferð 1. deildar kvenna á laugardaginn. Leikur liðanna fór fram á Flateyri og er það fyrsti leikurinn í efstu deild í flokkaíþrótt sem háður er þar í bæ.  ÞRÖSTUR Stefánsson, fyrrver- andi fyrirliði knattspyrnuliðs ÍA, var fyrsti Siglfirðingurinn til að leika landsleik í knattspyrnu. Nafn hans datt út þegar rifjað var upp fyrir helgi, hvaða Siglfirðingar hafa leikið landsleik í knattspyrnu.  TVEIR bræður Þrastar voru einn- ig landsliðsmenn í íþróttum – Frið- leifur í frjálsíþróttum og badminton, og Hjálmar á skíðum. Árni, sonur Friðleifs, var landsliðsmaður í hand- knattleik.  HILMAR Þórlindsson skoraði 9 mörk þegar lið hans Modena vann Pan D’Este Rovigo, 33:25, á heima- velli í ítölsku 1. deildinni í handknatt- leik um helgina.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og samherjar í Papillon Conversano töpuðu á útivelli, 29:24, fyrir Coop Essepiu’ Trieste. Guðmundur stóð að vanda í marki Papillon sem er í fjórða sæti ítölsku 1. deildarinnar. Hilmar og Modena eru í 8. sæti.  GUÐFINNUR Kristmannsson, fyrirliði sænska 1. deildarliðsins Wasaiterna, lá veikur á sunnudaginn þegar hans menn unnu Irsta/Väst- erås, 30:25. Þetta var áttundi sigur Wasaiterna í röð.  KRISTJÁN Yngvason var endur- kjörinn formaður Glímusambands Íslands á ársþingi glímumanna.  ÞÁ var Guðmundur Ágúst Ingv- arsson einnig endurkjörinn formað- ur Handknattleikssambands Íslands um helgina. Forráðamenn Ciduad gerðu Ólafifyrst tilboð undir lok Evrópu- keppninnar í Svíþjóð í byrjun febr- úar og síðan hefur málið verið í gerjun að sögn Ólafs. Hann varð markahæsti leikmaður Evrópu- keppninnar, átti hvað flestar stoð- sendingar og þótti af mörgum vera besti leikmaður Evrópumótsins þótt öðrum hafi reyndar hlotnast það hnoss að leikslokum. En tilboð Spán- verjanna var hagstætt og Ólafur ákvað að slá til. Þýski vefmiðillinn Sport1 segir að hér sé á ferðinni samningur upp á milljónir þýskra marka. Hvað sem því líður þá er víst að Ólafur er á meðal fremstu hand- knattleiksmanna heims og ekki síst á meðal þeirra eftirsóttustu. Daniel Constantini, fyrrverandi landsliðs- þjálfari Frakka, sagði við Morgun- blaðið á meðan Evópukeppnin fór fram í Svíþjóð, að Ólafur gengi inn í hvaða landslið sem er í keppninni. Spánverjarnir vilja fá Ólaf í vor Ólafur segist ekki reikna með öðru en að verða áfram í herbúðum þýsku meistaranna Magdeburg það ár sem hann á eftir af samningi sínum við fé- lagið. „Spánverjarnir eru eitthvað að reyna að kaupa mig eftir núverandi keppnistímabil, en ég held að það gangi ekki. Takist þeim það hins vegar, mun ég að sjálfsögðu taka því, en eins og staðan er nú þá ætla ég að leggja mig allan fram við að spila fyr- ir Magdeburg. Það er það eina sem skiptir máli núna,“ segir Ólafur og bætir því við að hann hafi rætt þetta mál ítarlega við Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg. „Alfreð er sátt- ur við þessar málalyktir, það er að ég fari til Spánar vorið 2003. Forráðamenn Magdeburg reyndu ekki að neinu ráði að bjóða mér sam- bærilegan samning, þeir vöknuðu aðeins upp á lokasprettinum, en það var ekkert að ráði. Enda breytti það ekki miklu þar sem mín ætlan var ætíð sú að breyta til þegar samning- ur minn við Magdeburg rynni út,“ segir Ólafur og viðurkennur að það sé vissulega ekki alvanalegt að gera samning við annað félag með svo löngum fyrirvara. „Það er líka já- kvætt að fara frá einum stað til ann- ars án þess að þurfa að láta sparka í rassinn á sér. Lífið er alltaf að taka breytingum, ekkert stendur að ei- lífu. Um leið og ég fer til Spánar tekst ég á við nýja áskorun á mínum ferli og vonandi gerir það mig betri.“ Real Madrid vill kaupa Ciudad Ciudad Real er borg í Castilla la Mancha, rúmlega 200 km beint suð- ur af Madríd, . Þar búa rúmlega 60.000 manns. „Þetta virðist vera ró- legur og góður bær í nágrenni Madr- ídar og það er stutt í fjörið ef maður hefur áhuga á því á annað borð.“ Uppi hafa verið vangaveltur um að knattspyrnufélagið Real Madrid hafi í hyggju að kaupa Ciudad Real, inn- lima það í stórveldi sitt og koma sér þannig upp sterku handknattleiks- liði jafnframt því að eiga eitt allra besta knattspyrnu- og körfuknatt- leiksfélag Evrópu. Ólafur segist hafa heyrt af áhuga Real Madrid á Ciud- ad, en hann telur að það sé a.m.k. biðstaða í því máli nú um stundir, all- tént reiknar hann ekki með því að hann keppi undir merki Real Madrid þegar hann flyst til Spánar. „Þessi kaupum eða sameiningu hefur eitt- hvað seinkað eða eru þá dottin upp fyrir, að minnsta kosti var ekkert um það rætt þegar ég var þarna í heim- sókn um helgina,“ sagði Ólafur. Sterkt félag, góðir leikmenn Ólafur sagði að sér litist ákaflega vel á allar aðstæður hjá Ciudad og þar hefði stefnan verið sett á að kom- ast í allra fremstu röð, bæði á Spáni og í Evrópu. Þegar við bættist einkar hægstætt tilboð þá hefði ekki verið hægt annað en ganga til samn- inga. Liðið væri auk þess skipað góð- um leikmönnum s.s. Talant Dusch- ebajev, markverðinum Henning Wiechers, Dönunum Christian Hjermind, Ian-Marco Fog og Rúss- anum Sergej Pogorelov. Auk þess hefði það á að skipa spænskum landsliðsmönnum. „Félagið er í und- anúrslitum Evrópukeppni bikarhafa og stefnir að sæti í Meistaradeild Evrópu þannig að menn stefna hátt á þessum bæ. Eini gallinn er að það er reykt í keppnishöllinni, en þannig er þetta á Spáni, því miður,“ sagði Ólaf- ur sem segir það lengi hafa verið draum sinn að leika með sterku spænsku félagi í framhaldi af ferli sínum í Þýskalandi. Þar hefur hann leikið í sex ár, fyrst í tvö ár hjá Wuppertal og síðastliðin fjögur ár hjá Magdeburg. Spænsk menning heillar Ólafur segist lengi hafa alið með sér þann draum að leika á Spáni og nú sjái hann fram á að draumurinn rætist. En hvað er það sem dregur hann til Spánar? „Aðallega er það menningin sem heillar mig. Eins hef ég heyrt það hjá Alfreð að á Spáni sé allt mun af- slappaðra en í Þýskalandi. Um leið er gaman að kynnast einhverju nýju, læra að slaka á og lifa lífinu.“ Gott að hreinsa loftið Ólafur segir mikið vera eftir af nú- verandi leiktíð hjá Magdeburg. Fé- lagið sé víða í eldlínunni, m.a. komið í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu, í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar auk þess sem menn hafi ekki gefið upp alla von um að verja þýska meistaratitilinn sem félagið vann sl. vor í fyrsta sinn eftir sameiningu þýsku ríkjanna. „Vegna þessa alls er mikilvægt að vera búinn að hreinsa andrúmsloftið þannig að maður geti einbeitt sér að því að leika með Magdeburg þann tíma sem eftir er af samningnum, þurfa ekki að vera að velta sér upp úr því hvað tekur við að loknum ferlinum hér í Magdeburg,“ segir Ólafur Stefánsson handknatt- leiksmaður. Ólafur Stefánsson gerir samning við Ciudad Real til ársins 2007 Morgunblaðið/Jens Wolf Ólafur Stefánsson og félagar hafa sett stefnuna á Evrópumeistaratitilinn. „ÞETTA er mjög góður samn- ingur og til fjögurra ára þannig að ég ákvað að slá til,“ sagði Ólafur Stefánsson, landsliðs- maður í handknattleik, en hann skrifaði á laugardaginn undir fjögurra ára samning við spænska félagið Ciudad Real. Samningurinn tekur gildi sum- arið 2003 og er til loka leiktíð- arinnar vorið 2007. „Þetta er auk þess gott félag sem er nú í öðru sæti í spænsku deildinni og stefnir hærra þannig að þetta er allt saman mjög lof- andi,“ sagði Ólafur, sem sótti félagið heim um helgina og inn- siglaði samninginn. Um leið sá hann liðið vinna Valencia, 32:23. Menning- in á Spáni heillar mig Eftir Ívar Benediktsson VALDIMAR Grímsson og stjórn handknattleiksdeildar HK hafa komist að sam- komulagi um að Valdimar hætti að þjálfa meistara- flokk félagsins. Árni Stef- ánsson, aðstoðarmaður Valdimars, tekur við liðinu og stjórnaði sinni fyrstu æf- ingu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu mun Valdimar hafa ákveðið að hætta þjálfun í vor vegna vinnu sinnar en vegna slæms gengis liðsins varð úr að hann hætti strax. Valdimar hættur með HK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.