Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Í FRÉTTATILKYNNINGU frá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fellabæ segir að þetta sé svar TF við verðlitlum fasteignum á ótryggum búsetusvæðum. Þetta eru færanleg íbúðarhús sem hægt er að reisa með stuttum fyrirvara og taka með sér ef hús- eigandinn flytur búferlum. Húsin eru afhent í tveimur til þremur einingum, eftir stærð íbúðarinnar. 85–95 fermetra íbúð er afhent í tveimur einingum, en 130 fermetra íbúð í þremur einingum. Þessa húshluta er auðvelt að flytja á tengivögnum eða pallbílum með lengri pall og stór bílkrani er nægjanlegur til að hífa húshlutana á til flutnings. „Færanleg íbúðarhús eru fullbú- in heilsárshús framleidd í eininga- verksmiðju TF,“ segir Orri Hrafn- kelsson, framkvæmdastjóri Tré- smiðju Fljótsdalshéraðs. „Með þessari byggingaraðferð geta þeir, sem búa við ótrygg atvinnu- og bú- setuskilyrði, fjárfest í nýju íbúðar- húsi, en tekið það með sér þurfi þeir að flytjast búferlum. Þetta gerir fólki til dæmis kleift að setj- ast að á svæðum sem það hefur hingað til ekki treyst sér til að flytja á, af ótta við að geta ekki losnað við fasteignir ef búsetan reynist ekki varanleg,“ segir Orri. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hef- ur framleitt hús frá því árið 1974 og reynslan undanfarin ár sýnir að þörfin fyrir færanleg íbúðarhús hefur aukist. Húseigendur sem byggt hafa hús sín á svæðum þar sem búsetuskilyrði hafa versnað og hafa neyðst til að flytja búferl- um þess vegna, horfa upp á hús sín verða verðlaus vegna lítillar eftirspurnar. Í þess konar tilfellum halda verðmæti færanlegra húsa sér, eigandinn getur flutt húsið með sér og þarf ekki að kaupa sér nýtt hús á nýjum stað. Fyrsta færanlega húsið hjá Tré- smiðju Fljótsdalshéraðs hefur þeg- ar verið selt og töluvert hefur ver- ið spurst fyrir um færanleg íbúðarhús af þessu tagi, þrátt fyfir að þau hafi enn ekki verið auglýst eða markaðssett af neinu tagi. Verð á 86 fm færanlegu húsi frá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs er 8,3 milljónir og er þá miðað við fullbú- ið hús, án sökkuls. 125 fermetra hús kostar um 11,5 millj. og er af- greiðslufrestur 3–5 mánuðir. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi Trésmiðju Fljótsdalshéraðs undanfarið. Fyr- irtækið hefur hætt að versla með byggingarvörur og einbeitir sér nú að grunnstarfseminni, sem er framleiðsla TF-einingahúsa. Þau hafa nú verið framleidd í nær þrjá áratugi og hafa um 500 TF-hús risið vítt og breitt um landið. Nýjar áherslur hafa auk þess orðið í markaðssetningu TF-húsa og í þeim tilgangi hefur Trésmiðja Fljótsdalshéraðs opnað nýjan vef á slóðinni www.tfhus.is og geta þeir sem eru í byggingarhugleiðingum nú í fyrsta sinn skoðað TF-hús á vefnum. Færanleg íbúðarhús 125 fm færanlegt hús frá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hefur hafið framleiðslu á færanlegum íbúðarhúsum. Húsin er auðvelt að taka með sér við búferlaflutninga, verðmæti eignarinnar heldur sér og lágt fasteignaverð á ótryggum búsetu- svæðum hefur þar ekki áhrif. Orri Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, afhendir Guðmundi Eiríkssyni og Hrönn Guðjónsdóttur, Brimnesi í Fáskrúðsfirði, fyrsta færanlega TF-íbúðarhúsið. SELÁS - FRÁBÆRT ÚTSÝNI Glæsilegt nýtt framúrstefnuhús 183 fm á tveimur hæðum ásamt 49,3 fm tvöföldum bílskúr. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar mjög nýtískulegar og vandaðar. Gólfefni eru náttúruflísar og gegnheilt parket. Mikil lofthæð á efri hæð, stórar svalir. Útsýni er frábært yfir Elliðaárdalinn. Áhv. 8,5 millj. Verð 35 millj. Tilv. 30600-1 4RA - 5 HERBERGJA ENGJASEL - MEÐ BÍLSKÝLI 4- 5 herb. mjög góð íbúð á 1. hæð ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Stór stofa, góðar innréttingar, parket. Tengi f. þvottavél og þurrkara á baði. Húsið klætt. Verðlauna- lóð. Verð 12,9 millj. Tilv. 27303-1 DÚFNAHÓLAR - LYFTA Góð 4 herb. 103 fm íbúð á 6. hæð í góðu lyftu- húsi með frábæru útsýni yfir Reykjavík. Yf- irbyggðar svalir og hús klætt að utan ‘91. Áhv. 4,7 m. Verð 11,9 m. Tilv. 31435-1 SÓLHEIMAR - ÚTSÝNI Einstak- lega góð 123,4 fm 5 herb. endaíbúð á 8. hæð í Sólheimum í mjög góðu lyftuhúsi, auk 24,6 fm bílskúrs. Samliggjandi skipt- anlegar stofur með parketi. Þrjú svefnher- bergi. Eldhús með endurn. innr. Suður- svalir. Mjög góð sameign. Frábært útsýni. Tilv. 30375-1 HRAUNBÆR Mjög góð 4 herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Eldhús með nýlegri innréttingu. Flísalagt baðherbergi. Rúmgóð björt stofa með parketi á gólfi. Suðursvalir. Áhv. 2,6 millj. Byggsj. Verð 11,4 millj. Tilv. 30925-1 HRAUNBÆR Snyrtileg og vel með farin 4 herb. 103 fm íbúð í góðu fjölbýlis húsi. Samliggjandi skiptanlegar rúmgóðar stofur. Yfirbyggðar svalir. Mjög góð að- staða fyrir börn. Laus fljótlega. Verð 10,9 millj. Tilv.31725-1 BARÐASTAÐIR - LYFTUHÚS Mjög góð fullfrágengin vönduð ný 119 fm íbúð á annari hæð í lyftuhúsi. 3 góð her- bergi og stór stofa, þvottah. innan íbúðar. Verð 14,3 m. Áhv. ca 8,3 m. Tilv. 30022-1 3 HERBERGJA SKIPHOLT Rúmgóð 3ja herbergja 84 fm íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi á mótum Skipholts og Bólstaðarhlíðar: Parket á holi og stofu. Tengi fyrir þvotta- vél á baðherbergi. Áhv.6,3 millj. Verð 9,9 millj. Tilv. 31809-1 HJALLABRAUT HAFNARFIRÐI Mjög góð 94,2 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í nýviðgerðu fjölbýli. Stór stofa, tvö góð svefnherbergi, stórt eldhús, gott baðher- bergi og þvottaherbergi í íbúð. Parket. Verð 10,9 millj. Tilv. 29624-1 SÓLHEIMAR - LYFTUHÚS 3ja herb. góð 85.2 fm mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi. Nýtt baðher- bergi, nýtt parket, endurnýjað gler að hluta. Húsvörður. Fallegt útsýni. Laus fljótlega. Tilv. 31503-1 BOLLAGATA - ÞRÍBÝLI 3ja herb. 82 fm mjög góð íbúð í þríbýli. Mikið end- urnýjuð og gott skipulag, 2 stór svefnher- bergi, góð stofa. Góður garður. Rólegt umhverfi. Verð 8,8 m. Tilv. 23932-1 HRÍSATEIGUR 2 ÍBÚÐIR + BÍLSK. Tvær góðar 3ja herbergja íbúðir í þessu húsi auk bílskúrs. Íbúðirnar eru 68 og 69 fm og geta selst í sitt hvoru lagi eða húsið allt og bílskúrinn. Íbúðin á jarðhæð er öll nýstandsett. Stór lóð. Laust fljót- lega. Allar frekari uppl. á skrifst. Tilv. 28809-1 Í SMÍÐUM SÚLUHÖFÐI - PARHÚS Glæsilegt parhús 152,5 fm auk 37,2 fm bílskúrs alls 189,7 fm, allt á einni hæð. Húsið afhendist fullbúið að utan en fok- helt að innan. 3 svefnherbergi, vinnuher- bergi og björt stofa. Afhendist strax. Verð 14,8 millj. Tilv. 4127-6 HAMRAVÍK - SÖKKLAR Til sölu sökklar undir fallegt einbýlishús á tveimur hæðum. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu Ásbyrgis. Tilv. 20776-42 TIL LEIGU VIÐARHÖFÐI Mjög gott iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum. Húsnæðið skiptist í ca 230 fm sal og ca 100 fm vandað skrif- stofuhúnæði. Tilv. 31216-1 SKÚTUVOGUR - LAGERHÚSN. Til leigu um 210 fm mjög gott lagerhús- næði með góðri lofthæð og tvennum inn- keyrsludyrum. Laust strax. Tilv. 1756-2 ELDSHÖFÐI - MIKIL LOFT- HÆÐ Til leigu ca 330 fm mjög gott iðnaðar- eða lagerhúsnæði með stórum innkeyrsludyr- um og lofthæð um 9 m. Möguleiki á að setja milliloft á hluta eða allt. Stór malbik- uð lóð. Laust 1.4.’02. Tilv. 18247-3 HLÍÐARSMÁRI 19 - VIÐ SMÁRALIND Til leigu 400 fm mjög bjart og gott verslun- arhúsnæði á jarðhæð í sama húsi og Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í einingum frá um 100 fm. Mikið auglýsinga- gildi. Til afhendingar strax. T ilv. 15599-2 STÆRRI EIGNIR FROSTAFOLD - BÍLSKÚR- ÚT- SÝNI Falleg 6 herb. 158 fm íbúð á tveimur hæðum í mjög góðu 6 íbúða húsi, ásamt 25 fm bílskúr. 4 góð svefnherb. möguleiki á 5. Góð stofa, stórt sjónvarps- hol, þvottaherb. og baðherbergi. Gríðal. stórar suðursvalir, Frábært útsýni. Verð 17,9 millj. Tilv.-30483-1 NAUSTABRYGGJA - RAÐHÚS Þrjú ný raðhús á þessum sérstaka stað al- veg við sjóinn. Hús ca 230 fm og bílskúrar 36-40 fm Húsin afhendast fullfrágengin að utan en tilbúin til innréttingar að innan. Tilv. 16017-1 KALDASEL Mjög gott og vandað ein- býlishús á þremur hæðum, alls 316 fm þar af innbyggður ca 28 fm bílskúr. Stórar stofur með arni. 4 stór svefnherb. Gesta wc og glæsilegt baðh. Eldhús með vönd- uðum innréttingum, gott þvottahús og geymsla. Aukarými á j.hæð. Tilv. 27001-1 BRÚNASTAÐIR - RAÐHÚS Mjög vel skipulagt 131 fm raðhús á einni hæð, þar af er 21,5 fm bílskúr. Í húsinu er m.a. 3 góð svefnherb., sjónvarpshol, stór stofa, gott eldhús með sprautulakkaðri innréttingu og borðkrók. Húsið er nær full- búið. Verð 17,5 millj. Tilv.31220-1 STEINÁS GARÐABÆ Glæsilegt nýtt 174 fm einbýlishús auk 42,4 fm bíl- skúrs alls 216,4 fm á einni hæð. Húsið er í smíðum og ekki fullbúið en íbúðarhæft. Fjögur góð svefnherbergi öll með fata- skápum, borðstofa, stofa, glæsilegt fullfrá- gengið flísalagt baðherbergi. Stór bílskúr með flísalögðu gólfi. Tilv. 4127-14 Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. BARÐASTAÐIR - RAÐHÚS GLÆSILEGT, FOKHELT, STEINSTEYPT RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM M. TVÖFÖLDUM INNBYGGÐUM BÍLSKÚR, ALLS 225,6 FM. Húsið afhendist fullfrá- gengið að utan, en í fokh. ástandi að innan, steinað að utan með kvarsi. 4 stór svefnherbergi, stofa og borðstofa með frábæru útsýni. Verð frá 15,5 millj. Tilv.-19808-15 asbyrgi@asbyrgi.is www.asbyrgi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.