Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 C 19HeimiliFasteignir www.lyngvik.is Sími 588 9490 • fax 568 4790 Sigrún Gissurardóttir, lögg. fasteignasali Steinar S. Jónsson, sölustjóri, GSM 898 5254 Daníel Björnsson, sölufulltrúi GSM 897 2593 Félag Fasteignasala OPIÐ mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9-18, föstudaga frá kl. 9-16. Svo er GSM-inn alltaf opinn. NÝBYGGINGAR SÓLARSALIR - AFHENDING Í MARS Það er ein íbúð eftir í þessu glæsilega fimm íbúða húsi við Sólarsali. Íbúðin er 137 fm og fimm herbergja. Íbúðin skilast fullbúin án gólfefna fyrir utan bað- herbergi með skilast flísalagt. Að utan skilast húsið fullbúið, lóð tyrfð og bílaplan malbikað, að innan skilast sameign fullfrá- gengin. Öll þjónusta, þ.e.a.s. verslun, heilsugæsla, skóli, leikskóli, sundlaug ásamt íþróttasvæði verður í göngufæri. All- ar nánari upplýsingar og teikningar á Lyngvík. SKJÓLSALIR - RAÐHÚS Nú styttist í afhendingu á þessum þremur rað- húsum við Skjólsali 12-16. Húsin eru 183 fm með innbyggðum 30 fm bílskúr, skilast fullbúin að utan til málningar og lóð gróf- jöfnuð, að innan skilast húsin fokeld. V. 13,5 m. (1228) BLÁSALIR - MEÐ BÍLSKÚR Vörum að fá til sölu 207 fm parhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr. Í húsinu eru 5 svefnherbergi, stofa og sjónvarpshol. Á efri hæðinni er hátt til lofts og búið er að setja klæðningu í loftið. Húsið er til afhend- ingar strax tilbúið til innréttinga. Verð 21,9 M. Áhv. 7,2 M Húsbréf. LANDSBYGGÐIN TRYGGVAGATA Á SELFOSSI Vorum að fá til sölumeðferðar glæsilegt 138 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 27 fm bílskúr. Þrjú svefnherbergi, glæsilegt eldhús með ALNO innréttingu, stór stofa, gegnheilt parket og flísar. Húsið er til af- hendingar strax. V. 13,9 m. 2JA HERBERGJA ENGIHJALLI Vorum að fá í sölu 62 fm 2ja herbergja íbúð í lyftuhúsi við Engihjalla. (1562) GRUNDARSTÍGUR Vorum að fá í sölu 2ja herbergja íbúð á þessum eftirsótta stað. Íbúðin er til afhendingar strax. Verð 5,9 M. Áhv 3,3 M. VÍÐIMELUR Vel staðsett 2ja herbergja 47,2 fm kjallara íbúð á þessum sívinsæla stað. Verð 5.9 M. Áhv. 2. 5 M húsbr. (1591) 3JA HERBERGJA ASPARFELL Vorum að fá í sölu 94,4 fm 3ja herbergja góða íbúð á 6. hæð mikið útsýni. Í húsinu er húsvörður. Verð: 9,9 M. Áhv 4.0 M Byggsj. (1590) KRUMMAHÓLAR + BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu 90 fm 3ja herbergja íbúð á 1.hæð ásamt 26 fm bílskúr. V. 10,7 m. (1563) ENGJASEL + BÍLAGEYMSLA Vorum að fá í sölu góða og bjarta 90 fm 3ja herbergja íbúð íbúð á 3. hæð í litlu fjöl- býli. Tvennar svalir með góðu útsýni. Íbúð- inni fylgir stæði í bílgeymslu. V. 10,9 (1573) FROSTAFOLD - MEÐ BÍL- SKÚR Vorum að fá í sölu góða og vel staðsetta 105 fm 3ja herbergja íbúð með stórum suður svölum. Parket og flísar á gólfum. Íbúðinni fylgir 23,6 fm bílskúr. Hús og sameign í góðu standi. V. 13,9 m. GRENIMELUR Vorum að fá í sölu mjög vel staðsetta 83 fm 3ja herbergja íbúð í kjallara í góðu húsi við Grenimel. Bú- ið er að endurnýja gler og rafmagn að mestu. V. 9,6m. (1531) HRÍSRIMI - SÉRINNGANGUR Um er að ræða vel staðsetta 94 fm 3-4 herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi Stutt í skóla. V. 11,7m (1493) 4RA HERBERGJA SÓLTÚN - GLÆSIEIGN Vorum að fá í sölu glæsilega 134,8 fm 3-4 herbeja íbúð á jarðhæð með sér inngang og stæði í bílsgeymslu. Vandað er til allra innréttinga og gólfefna. LAUTASMÁRI - „PENTHOU- SE“ Vorum að fá í sölu mjög vel staðsetta 145 fm „penthouse“ íbúð á tveim hæðum í góðu lyftuhúsi við Lautrasmára. Stórar suður svalir með góðu útsýni. Vönduð gólfefni og innréttingar. (1534) SKÓGARÁS MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu 130 fm 4-5 herbergja íbúð á tveim hæðum við Skógarás. Íbúð- inni fylgir 25 fm sérstæður bílskúr. V. 15,4m. (1530) FELLSMÚLI - LAUS VIÐ KAUPSAMNING Vorum að fá í sölu 127 fm fimm herbergja endaíbúð á 1.hæð í fjölbýlishúsi við Fellsmúla. Þvottahús í íbúð. Ákveðin sala, afhending við kaup- samning. (1506) ÆSUFELL Góð 4-5 herbergja 105 fm íbúð í góðu lyftuhúsi. Parket á gólfum, endurnýjuð eldhúsinnrétting suður svalir. Verð 10,9 m. (1549) HÆÐIR LANGHOLTSVEGUR - HÆÐ OG RIS Vorum að fá í sölu mjög glæsi- lega ca 140 fm sérhæð ásamt ca 35 fm risi. Hæðin er öll endurnýjuð á vandaðan og glæsilegan hátt og má þar nefna öll gólfefni, baðherbergi, eldhús, allir veggir einangraðir og klæddir með gipsi, allt raf- magn og hitalagnir. Allt sér ásamt garði með suður verönd og heitum potti. Vönd- uð eign á góðum stað. SKJÓLBRAUT - MEÐ BÍL- SKÚR Um er að ræða mjög góða 102 fm 3-4ra herbergja jarðhæð með sér inngangi, ásamt sérstæðum 53 fm bílskúr sem er innréttaður að hluta sem stúdíó íbúð. Fal- legur skjólsæll suður garður með hellu- lagðri verönd. (1459) LYNGBREKKA MEÐ BÍLSKÚR Mjög góð neðri sérhæð 149 fm ásamt sér- stæðum 25 fm bílskúr í grónu hverfi. Íbúðin hefur þrjú góð herbergi og mjög stóra stofu. Suður garður með góðri verönd. Þessi eign fæst í skiptum fyrir tveggja íbúða eign í sama hverfi.Verð. Kr. 18,3 M. Áhv. 5,8 M (1587) RAÐHÚS-EINBÝLI FJARÐARSEL - ENDARAÐ- HÚS MEÐ AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í sölu 235 fm endaraðhús með 3ja her- bergja aukaíbúð með sér inngangi. Húsinu fylgir sérstæður bílskúr. (1564) ESJUGRUND - EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ Vorum að fá í sölu mjög vel staðsett 195,4 fm einbýlishús með innbyggðum 43,7 fm bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Kamína í stofu. Stór af- girt sólarverönd með heitum potti. Áhv. 6,0 m V. 16,5 m (1559) HRÓKABYGGÐ - ENDARAÐ- HÚS Vorum að fá í sölu mjög gott og vel staðsett ca 100 fm endaraðhús á einni hæð. Mjög fallegur garður með afgirtri sól- arverönd. STAÐARBAKKI - RAÐHÚS Vor- um að fá í sölu mjög gott og vel innréttað 210 fm palla-raðhús með innbyggðum bíl- skúr. Glæsilegt eldhús, 3-4 svefnherbergi. Gufubað. Tvennar stórar svalir. Stutt í alla þjónustu. (1561) HAUKALIND - RAÐHÚS Glæsi- legt 207 fm raðhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr. Góðar stofur, mikið útsýni, góð herbergi. Húsið er klætt með viðhaldsfrírri klæðningu að utan og hita í stétt, garður ræktaður. Ákveðin sala Verð 21,9 m. Áhv. 8,7. (1548) STAÐARHVAMMUR - HAFN- ARFIRÐI Um er að ræða mjög vel stað- sett 254 fm raðhús með 36 fm innbyggð- um bílskúr. Möguleiki að útbúa sér íbúð í kjallara. Ákveðin sala. Skipti ath. á minni eign. HRAUNHÓLAR - 2JA ÍBÚÐA- HÚS Í GARÐABÆ Mjög gott og mikið endurnýjað einbýlishús með samþ. aukaíbúð í kjallara. Húsið skiptist í aðal- hæð sem er 132 fm með 45 fm bílskúr, góðar suð-vestur valir, ásamt 72 fm 2ja herbergja íbúð í kjallara með sér inngangi. Íbúðirnar eru báðar í mjög góðu standi. SKIPTI Á MINNI EIGN MÖGULEG ATVINNUHÚSNÆÐI SKEMMUVEGUR - VERSLUN- AR- OG IÐAÐARHÚSNÆÐI Vor- um að fá í sölu mjög gott og vel staðsett 630 fm verslunar- og iðnaðarhúsnæði við Skemmuveg ( beint á móti BYKO ). Hús- næðið skiptist í 280 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum að austanverðu og 350 fm verslunar- og skrif- stofuhúsnæði að vestanverðu. Allar nánari upplýsingar veittar á Lyngvík. ELDSHÖFÐI - MEÐ ÍBÚÐ Um er að ræða mjög gott ca 50 fm iðnaðarhús- næði með innkeyrsludyrum ásamt ca 50 fm 2-3ja herbergja íbúð á efrihæð með sér inngangi. Gott steypt bílaplan fyrir framan húsið. Möguleiki á stuttum afhendingar- tíma. Áhv. 3,9 m. V. 8,5m (1415) - Sími 588 9490 Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjón- ustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölu- samningsins með undirritun sinni. All- ar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eft- irfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og á hann rétt til um- saminnar söluþóknunar úr hendi selj- anda, jafnvel þótt eignin sé seld ann- ars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem selur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýsingakostn- aður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjón- usta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamning þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyr- ir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókarvottorði sést hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeigendum í upp- hafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fasteignamat ríkisins er til húsa að Borgartúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna- gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríksins og biðja um nýtt brunabótamat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsynlegt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim til- vikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af- notum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, um- ferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lút- andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf- irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.  Teikningar – Leggja þarf fram sam- þykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar bygging- arnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá byggingarfulltrúa. Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn- inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þing- lýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði afborg- anir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lánveit- endum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það get- ur verið tímafrekt að afla tilskilinna gagna s. s. veðbókarvottorðs, bruna- bótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun byggingarsam- vinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags einnig á af- sal fyrir þinglýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að til- kynna seljanda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyrirgert hugs- anlegum bótarétti sakir tómlætis. Minnisblað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.