Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI Baldur Garðarsson, stjórnar- formaður Olís, sagði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær að það væri andstætt öllum sjónarmiðum um persónuvernd að Samkeppnisstofn- un geti gengið í tölvugögn félagsins og þá sérstaklega tölvupóst starfs- manna. „Þetta er samskiptamáti, sem helst verður líkt við símtöl, og þetta jafngilti að heimila Samkeppn- isstofnun að beita einhvers konar afturvirkri símhlerun,“ sagði stjórn- arformaðurinn og er þar að vísa til þess er Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum þremur og tók ýmis gögn þar í vörslu sína. Stjórnarformaðurinn sagði aðgerð Samkeppnisstofnunar harkalega og telur starfsmenn hafa farið offari og út fyrir þann ramma sem reglur um húsleit í lögum um meðferð opin- berra mála heimili. „Ljóst er að Samkeppnisstofnun hefur nú í fórum sínum öll tölvugögn allra olíufélag- anna a.m.k. 7 ár aftur í tímann auk gífurlegs magns skjala. Í nútíma fyr- irtækjarekstri eru öll gögn fyrir- tækja geymd í tölvum. Hér er því um mjög mikið magn gagna að ræða, ekki aðeins öll bókhaldsgögn, allur tölvupóstur, öll bréfaskipti, heldur öll önnur gögn svo sem áætlanagerð, stefnumótun og öll önnur viðkvæm gögn þriggja stórfyrirtækja, sem eiga í harðri samkeppni á þröngum markaði. Það er því ótrúleg ábyrgð, sem lögð er á fáa starfsmenn Sam- keppnisstofnunar við meðferð og úr- vinnslu þessara gagna,“ sagði Gísli Baldur og kvað reynsluna hafa sýnt að opinberum eftirlitsstofnunum hefði ekki tekist að tryggja skilyrð- islausan trúnað í meðferð slíkra gagna. Segir hann að reikna megi með að málsmeðferðin megi áður en yfir ljúki eiga eftir að stórskaða til- verugrundvöll og trúverðugleika Samkeppnisstofnunar auk skaða sem hún muni valda fyrirtækjunum. Gísli Baldur sagði að til þessa hefði Samkeppnisstofnun látið nægja að senda Olís fyrirspurnir og aldrei gert athugasemdir við svör. Hann segir Olís ekkert hafa að fela, veittar verði allar upplýsingar sem farið verði fram á og gefnar skýr- ingar. Gísli telur þó einsýnt að félag- ið muni eiga gott samstarf við Sam- keppnisstofnun. Vita að sumt telst brot „Olíufélögin vita, að sumt í starf- semi félaganna kann að teljast brot á samkeppnislögum. Samrekstur bensínstöðva til að mynda, samráð um að selja eða leggja niður bens- ínstöðvar og þar með skiptingu markaðssvæða úti á landsbyggðinni. Sala til erlendra skipa í íslenskri landhelgi. Sameiginlegar birgða- stöðvar, samstarf um dreifingu elds- neytis, bæði með skipum og bílum. Sumt af þessu dylst engum og engin tilraun hefur verið gerð til þess að draga á það dul. Tæpast hefur þetta gefið tilefni til þess að ganga fram með þeim hætti sem gert hefur ver- ið. Raunar var Samkeppnisstofnun Stjórnarformaður Olís gagnrýnir húsleit Samkeppnisstofnunar Telur að málið muni valda skaða hjá fyrirtækjunum árið 1993 sendur listi yfir allar sam- reknar bensínstöðvar félaganna ásamt sýnishorni af samningi um slíkan rekstur, en engar athuga- semdir voru þá gerðar.“ Stjórnarfor- maður Olís sagði það kjarna málsins að afkoma olíufélaganna hefði ekki verið með þeim hætti að það benti til misnotkunar á fákeppnismarkaði. Hagnaður Olís hefði verið 67 aurar á hvern seldan eldsneytislítra sl. 10 ár og sagði hann afkomutölur olíufélag- anna sýna að þau hefðu ekki nýtt sér fákeppnisstöðu sína til okurálagn- ingar frá því að verðlag var gefið frjálst. Hann sagði forsvarsmenn ol- íufyrirtækjanna oft hafa átt saman fundi undanfarin ár. Samrekstur og sameiginlegt eignarhald á ýmsum félögum sem Samkeppnisstofnun vissi um gerði samráð nauðsynlegt. Það ætti hins vegar ekki um elds- neytisverð. Það væri ákvarðað um hver mánaðamót og það félag sem birti lægsta verðið réði einfaldlega ferðinni. HUNDARNIR Pjakkur og Bangsi á bænum Lækjarbakka í Mýrdal sýndu fréttaritara Morgunblaðsins sérstaka forvitni er þeir spókuðu sig ofan á snjóflóðinu sem féll á bæ- inn á dögunum. Án efa hafa þeir undrast allan þennan snjó og átt erfitt með að átta sig á kennileitum undir öllu farginu, loksins er þeim var hleypt út. Forvitnir á flóði Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÖKUMAÐUR fiskflutningabíls náði að stökkva út áður en bíll- inn fór út af veginum um Hálf- dán í Bíldudal um hádegisbil í gær. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði var mikil hálka á þess- um slóðum. Ökumaður var ný- lagður af stað upp brekku þegar bíllinn byrjaði að spóla og fór svo að renna aftur á bak. Ekki varð við neitt ráðið og sá ökumaður ekki annan kost en að forða sér út áður en bíllinn færi út af vegarkantinum, þar sem hann valt á hliðina og rann um 30–40 metra niður hlíðina. Bíllinn er mikið skemmdur en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Stökk út á síðustu stundu FULLTRÚAR í stjórnarnefnd Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) fá greiddar 37 nefndaeiningar eða 45.209 krónur á mánuði hver fyr- ir setu í stjórnarnefndinni, skv. ákvörðun þóknananefndar ríkisins. Formaður stjórnarnefndarinnar fær tvöfalda þessa upphæð eða 90.418 kr. á mánuði og fær að auki greidda 57 yfirvinnutíma á mánuði skv. ákvörð- un heilbrigðisráðherra. Sjö manns eiga sæti í stjórnar- nefndinni sem heldur að jafnaði tvo fundi í hverjum mánuði. Formaður hennar er Guðný Sverrisdóttir en hún er búsett á Grenivík og þarf því að ferðast til Reykjavíkur til að sækja stjórnarnefndarfundi. Greiðir spítalinn útlagðan kostnað hennar vegna þessara ferða s.s. flug, gist- ingu og fæði, skv. upplýsingum sem fengust hjá Magnúsi Péturssyni, for- stjóra LSH. Þar að auki fær Guðný greidda 27 yfirvinnutíma í hverjum mánuði eða 57. 900 kr. vegna þess tíma sem hún þarf að verja í ferð- irnar en hún kemur yfirleitt til Reykjavíkur daginn fyrir stjórnar- nefndarfundi. Þessar greiðslur vegna yfirvinnu og útlagðs kostnaðar formanns stjórnarnefndar LSH eru sam- kvæmt ákvörðun heilbrigðisráð- herra. Samtals nema þóknun stjórn- arnefndarformanns og greiðslur vegna yfirvinnu 148.318 kr. á mán- uði. Í stjórnarnefnd LSH sitja, auk Guðnýjar, Thomas Möller varafor- maður, Esther Guðmundsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Pálmi Ragnar Pálmason, Egill Jóhannsson og Már Kristjánsson. Fulltrúum í framkvæmdastjórn ekki greidd þóknun Auk stjórnarnefndar starfar sex manna framkvæmdastjórn yfir spít- alanum en í henni eiga sæti fastir starfsmenn sjúkrahússins og fá þeir ekki greidda þóknun fyrir setu sína í framkvæmdastjórninni. Þóknun fulltrúa í stjórnarnefnd Landspítala 45 þúsund krónur á mánuði Formanni greiddar 148 þúsund krónur í þóknun og yfirvinnu LYFJASTOFNUN beinir þeim tilmælum til lækna að þeir aðgæti mjög umgengni sína við lyfseðilseyðublöð þar sem gera megi ráð fyrir því að þau séu mun eftirsóknar- verðari en áður fyrir þá sem hyggjast svíkja út lyf. Í fyrra var lyfseðlum breytt m.a. í ljósi þess að til- raunum til að falsa þá með því að ljósrita þá eða skanna hafði fjölgað mjög. Dæmi voru um að skönnuð afrit eins og sama lyfseðils hafi verið afgreidd í sjö apótekum. Lyf- seðilseyðublöð hafa lengi gengið kaupum og sölum meðal fíkniefnaneytanda. Var þeimbreytt þannig að nú eru í þeim vatnsmerki og er fölsun því mun erfiðari. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, seg- ir að af þessum sökum séu óútfyllt lyfseðilseyðublöð „verðmeiri“ en áður. Í fyrra bárust Lyfjastofnun sjö til- kynningar um stuld á lyfseð- ilsblokkum auk tveggja til- kynninga þar sem ekki var vitað hvort stolið hefði verið nokkrum lyfseðilseyðublöðum eða heilli blokk eða blokkum. Þessar tilkynningar bárust allar eftir 1. júní 2001 og í öll- um tilvikum nema einu var um að ræða nýja formið. Geyma skal lyfseðla í læstum hirslum Í tilkynningu frá Lyfja- stofnun sem var birt í Læknablaðinu kemur fram að mjög mikilvægt sé að læknar gæti vel að óútfylltum lyfseð- ilseyðublöðum. Þau beri að geyma í læstum hirslum og halda skrá yfir notkun þeirra. Í raun sé hægt að líta á lyf- seðilseyðublað sem óútfyllta ávísun á peninga í fíkniefna- heiminum. Lyfseðlar „verðmeiri“ þar sem fölsun er erfið HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem m.a. er gefið að sök að hafa framið fimm auðgunar- og skjalafalsbrot frá 16. janúar til 4. febrúar á þessu ári. Maðurinn er 75% öryrki og hefur ekki stundað vinnu um langt skeið en fjármagnað áfengis- og vímuefn- anotkun sína með afbrotum. Hann á að baki nokkurn sakaferil og hefur á síðustu fjórum árum hlotið þrjá fangelsisdóma, samtals 33 mánuði, fyrir fjölmörg auðgunarbrot, líkams- árásir og fleira. Var talin ástæða til að ætla að hann héldi afbrotum sín- um áfram þegar hann fengi frelsi. Hæstiréttur staðfesti því úrskurð héraðsdóms um að hann sætti gæsluvarðhaldi til 16. apríl nk. Fimm afbrot á þremur vikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.