Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 11 SAMTÖK verslunarinnar hafa kært til siðanefndar Samtaka ís- lenskra auglýsingastofa vegna auglýsingar sem birtist í Frétta- blaðinu, þriðjudaginn 12. þ.m. Auglýsingin var gerð af auglýs- ingastofunni Gott fólk Mcann Er- ickson fyrir sjónvarpsstöðina Sýn. Í auglýsingunni eru birtir nokkrir dagskrárliðir sjónvarpsstöðvarinn- ar í marsmánuði og m.a. merkt við íþróttaviðburði sem eiga sér stað í miðri viku. Eru þeir vikudagar merktir með rauðu. Í fyrirsögn er síðan eftirfarandi texti: „Tveir veikindadagar í mánuði! Veldu vel.“ „Samtökin telja að hér sé bæði verið að hvetja til lögbrota og brota á kjarasamningum. Í lögum nr. 19/1979, um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysa- forfalla, sbr. ákvæði flestra þeirra kjarasamninga sem gilda hér á landi eiga launþegar tiltekinn rétt til launa í veikindum. Geta það verið 2 dagar í mánuði á 12 mán- aða tímabili eða eftir atvikum lengri tími eftir starfstíma laun- þega í viðkomandi fyrirtæki eða starfsstétt. Rétturinn skapast vegna veikinda. Í framangreindri auglýsingu verður ekki betur séð en að verið sé að hvetja launþega til að „taka sér veikindafrí“ án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða en láta vinnuveitendur greiða laun. Merkingar á dagatali og tilvísun til íþróttaviðburða gefa það mjög sterklega í skyn. Verður ekki litið á það öðruvísi en verið sé að hvetja launþega til að brjóta lög og kjarasamninga með því að ljúga til um veikindi en krefja vinnuveit- anda um óréttmætar launa- greiðslur. Samtökin krefjast þess að nefndin verði þegar kölluð saman og jafnframt að beitt verði ákvæði 3. tl. 5. gr. reglna um nefndina og birting auglýsingarinnar stöðvuð þegar í stað,“ sagir í fréttatilkynn- ingu frá Samtökum verslunarinn- ar. Samtök verslunarinnar leggja fram kæru til siðanefndar SÍA Kæra auglýs- ingu frá Sýn RÍKISSAKSÓKNARI telur að ekki séu efni til að ákæra Davíð Þór Jóns- son, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Bleikt og blátt, en lögreglan í Reykja- vík hafði rannsakað hvort hann væri ábyrgur fyrir dreifingu barnakláms. Snerist málið um það að á heima- síðu tímaritsins var um nokkurt skeið vísað á aðra vefsíðu sem innihélt soralegt efni, m.a. barnaklám. Davíð Þór sagði þegar þetta komst í hámæli að ekkert barnaklám hefði verið á umræddri síðu þegar hann tengdi hana við heimasíðu tímaritsins. Ekki efni til að ákæra fyrrver- andi ritstjóra ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur úrskurðað að tiltekinn töluliður staðlaðs raðgreiðsluskulda- bréfs Kreditkorta hf. brjóti í bága við samkeppnislög og sé því ógilt. Málavextir eru þeir að kvartað var í fyrrasumar til Samkeppnisstofnun- ar vegna synjunar Greiðslumiðlunar hf. og Kreditkorta á að gera inn- heimtusamning og taka til innheimtu raðgreiðslusamninga sem kvartandi hafði keypt og fengið framselda til sín. Taldi kvartandi synjunina vera brot á samkeppnislögum. Ákvæðið umdeilda hljóðar svo: „Seljandi hefur hvenær sem er heim- ild til að framselja rétt sinn sam- kvæmt samningi þessum til banka- stofnunar eða verðbréfafyrirtækis sem hefur gert innheimtusamning við EUROCARD.“ Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lítur svo á að umrætt ákvæði teljist til samninga milli fyrirtækja í skiln- ingi 10. gr. samkeppnislaga, enda beri að mati hennar að meta umdeild samningsákvæði í viðaukasamning- unum og raðskuldabréfunum sem eina heild í þessu sambandi. Heimild söluaðila til að framselja raðgreiðslubréf er háð því að banka- stofnun eða verðbréfafyrirtæki hafi gert innheimtusamning við áfrýj- anda, segir í niðurstöðum áfrýjunar- nefndarinnar. Telur hún að skilyrði af þessu tagi séu ógagnsæ og til þess fallin að takmarka eða stýra því hvort nýir aðilar geti komist inn á þann markað sem í málinu greinir, þ.e. markaðinn fyrir viðskipti með umrædd skuldabréf. Því telur áfrýjunarnefndin að af hömlunum leiði að aðilar séu útilok- aðir frá markaðinum sem kunna að fullnægja eðlilegum og almennum skilyrðum til þess að stunda þessi viðskipti. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála um Kreditkort hf. Raðgreiðslu- skuldabréf brýtur í bága við lög ÞRJÁR tilraunir hafa verið gerðar til að ráðast á tölvukerfi Landssím- ans. Fyrst var það aðfaranótt sunnu- dags og síðan tvisvar á þriðjudags- kvöld. Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsingafulltrúi Símans, segir að þessar aðgerðir hafi ekki valdið miklum erfiðleikum en truflað og tafið sendingar um netið. Heiðrún segir árásirnar hafa stað- ið stutt yfir í hvert sinn og valdið töf- um og truflunum á gagnasendingum. Hún segir vitað að árásirnar komi erlendis frá en ekki hafði tekist að rekja þær síðdegis í gær. Heiðrún segir refsivert að trufla fjarskipti og verði leitað til lögreglu takist að rekja hvaðan truflanirnar koma. Reynt verður að beita frekari vörn- um til að koma í veg fyrir árásir sem þessar og takmarka sem mest tjón sem af þeim gæti hlotist. Ráðist á net- kerfi Símans ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.