Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 13 ÞEIR sem eiga íbúð í fé- lagslega íbúðarkerfinu í Kópavogi geta nú margir hverjir selt eignir sínar á frjálsum markaði eftir að bæjarstjórn samþykkti að falla frá forkaupsrétti sínum að skilyrðum uppfylltum. Segir bæjarstjóri töluvert geta munað á söluverði íbúð- anna eftir því hvort bærinn leysir þær til sín eða hvort þær eru seldar á markaði. Samþykktin kveður á um að bærinn muni falla frá for- kaupsrétti sínum hafi eigandi hennar átt hana í tilskilinn tíma og að öll félagsleg lán sem veitt voru til kaupanna hafi verið greidd upp. Hafi íbúðin verið keypt fyrir 1. júní 1990 þarf eigandinn að hafa átt hana í 15 ár eða leng- ur en hafi hún verið keypt eft- ir 1. júní 1990 þarf hún að hafa verið í eigu núverandi eigenda í 10 ár eða lengur. Kemur fram í greinargerð með samþykktinni að fjöldi ára sem eigandi þarf að hafa átt íbúðina sé í samræmi við lög um húsnæðismál sem kveða á um kaupskyldu sveit- arfélags fyrstu 10 eða 15 árin eftir því hvort íbúðin var keypt fyrir eða eftir 1990 en eftir það hafi sveitarfélagið forkaupsrétt. Þá er í grein- argerðinni vísað til dóms Héraðsdóms Reykjaness sem staðfestur var af Hæstarétti Íslands en hann kvað á um að sveitarstjórn væri heimilt að falla frá forkaupsrétti sínum að félagslegum eignar- og kaupleiguíbúðum en óheimilt að skjóta sér undan innlausn- arskyldu sinni. Spurning hvort sanngirni sé gætt Að sögn Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs, mun bærinn því áfram leysa íbúð- irnar til sín óski eigendurnir þess. „Við erum í rauninni að fara í sama farveg og Reykja- vík. Menn gátu ekki selt fé- lagslegu íbúðirnar áður held- ur fóru þær aftur inn í kerfið og þá á uppreiknuðu verði. Síðan þegar markaðurinn æð- ir áfram eru íbúðir, sem við erum að taka aftur á upp- reiknuðu verði fyrir kannski 7½ milljón, farnar að fara á markaði fyrir 9½ milljón.“ Hann segir erfitt að segja til um hvað sé sanngjarnt og ekki sanngjarnt í þessum efn- um. „Það er alveg önnur stúdía því auðvitað eru menn ekki einu sinni búnir að borga vextina af íbúðunum því menn borguðu svo lítið fyrstu árin. Svo það er spurning hvort það sé sanngjarnt að þeir græði á því að þarna voru sjóðir til að leysa fé- lagsleg vandamál og vanda- mál fólks sem áttu í erfiðleik- um með að fjármagna íbúð. En nú er þetta orðið svona enda erum við sannfærðir um að þetta muni gerast um allt land.“ Að sögn Sigurðar varða breytingarnar 60-70 íbúðir í félagslega eignarkerfinu í Kópavogi. Heimilt að selja félagslega íbúð á frjálsum markaði Kópavogur FRAMKVÆMDIR eru hafn- ar vegna göngubrúar yfir Miklubraut á móts við Kringl- una og er áætlað að verkinu ljúki síðsumars. Um er að ræða samstarfs- verkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar auk þess sem göngubrú í Garðabæ er með í útboðinu. Verið er að byrja á jarðvinnu og segir Harald B. Alfreðsson, verk- fræðingur hjá Gatnamála- stjóranum í Reykjavík, sem sér um nýframkvæmdir hjá embættinu, að vegna þessa verði útkeyrslan úr Kringl- unni færð aðeins til. Einn verktaki er með jarð- vinnuna og annar með stál- verkið. Harald segir að þegar búið verði að steypa sökkla og fylla að brúarendunum verði komið með brúna og hún sett niður í einu lagi, líkt og gert hafi verið með brúna yfir Miklubraut á móts við Grund- argerði. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin í ágúst. Göngubrú við Kringluna Miklabraut GÓÐAR líkur eru á að sund- laugin í Breiðholti verði ið- andi af buslandi krökkum um páskana því stefnt er að því að taka í notkun tvær renni- brautir, sem þar er verið að setja upp, fyrir þann tíma. Brautirnar eru fyrst og fremst ætlaðar börnum á grunnskólaaldri og eldri en yngra smáfólk getur þó tekið sér salíbunu í fylgd með mömmu eða pabba. Að sögn Gunnars Hauks- sonar, forstöðumanns Breið- holtslaugar, er önnur braut- in 32 metrar að lengd en hin 28 metrar. Um er að ræða beinar brautir, sem bugðast niður á við, sem Gunnar seg- ir mun sjaldgæfari tegund rennibrauta en hefðbundnar hringlaga brautir. „Við vild- um prófa eitthvað nýtt í stað þess að vera með það sama og aðrir. Það er verið að ljúka við að flísaleggja lend- ingarkerið og helluleggja að því og við stefnum að því að ljúka þessu fyrir páskana,“ segir hann. Brautirnar verða ætlaðar börnum frá sex ára aldri en yngri börn geta rennt sér í fylgd með fullorðnum. „Þetta er að mínum dómi það sem hefur vantað í hverfið þannig að krakkarnir þurfi ekki að leita eitthvað út fyrir það til að komast í rennibraut eða aðra skemmtun í sundlaug- inni. Þetta verður vestast á lóðinni en nuddpottarnir eru austast á lóðinni þannig að við reynum að halda afþrey- ingunni sér og afslöppuninni sér,“ segir Gunnar. Kostnaður við fram- kvæmdina er á bilinu 20-30 milljónir að hans sögn. Morgunblaðið/Ásdís Fjör framundan í sundlauginni Breiðholt Það hefur verið ansi kalt í vinnunni hjá þeim sem hafa unnið að uppsetningu brautanna und- anfarna daga og hefur frost og bleyta lagst þar á eitt um að stuðla að kuldanum. Það hafa þó verið hæg heimatökin að skella sér í heitan pott að vinnu lokinni til að hita kroppinn. FYRIR skömmu fór fram í Menntaskólanum í Reykjavík stærðfræðikeppni fyrir nem- endur úr 8.–10. bekk í Haga- skóla og Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi með því markmiði að auka áhuga nemenda í grunnskólum á stærðfræði og efla samstarf við grunnskóla, en verð- launaafhending fór fram um helgina. Keppnin var haldin í sam- starfi við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Búnaðarbanki Íslands, verðbréfadeild, gaf verðlaunaféð. Til leiks mættu 67 nemendur og fengu nem- endur í tíu efstu sætunum í hverjum bekk viðurkenning- arskjal auk þess sem þrír efstu í hverjum bekk fengu peningaverðlaun. Tíu efstu í hverjum bekk var boðið ásamt foreldrum til verð- launaafhendingar á hátíðar- sal MR sl. sunnudag. Guðmundur Reynir Gunn- arsson, Hagaskóla, varð í fyrsta sæti í 8. bekk, Pétur Orri Ragnarsson, Valhúsa- skóla, í öðru sæti og Elvar Karl Bjarkason, Hagaskóla, í því þriðja. Halla Oddný Magnúsdótt- ir, Hagaskóla, varð í fyrsta sæti í 9. bekk, Margrét Hlín Snorradóttir, Hagaskóla, í öðru sæti, og Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Valhúsaskóla, í þriðja sæti. Í 10. bekk varð Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Hagaskóla, í fyrsta sæti, Kári Steinn Karlsson, Val- húsaskóla, í öðru sæti, og Gunnar Már Óttarsson, Hagaskóla, í því þriðja. Keppnin gekk mjög vel og er stefnt að því að bjóða öll- um nemendum í 8.–10. bekk í grunnskólum í nágrenni MR að taka þátt í stærðfræði- keppni í Menntaskólanum í Reykjavík á næsta ári. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur Markmiðið að auka áhuga og efla samstarf Vesturbær/Seltjarnarnes Morgunblaðið/Ásdís BÆJARSTJÓRN Kópavogs samþykkti á þriðjudag nýtt aðalskipulag bæjarins sem gilda mun til ársins 2012. Með samþykki bæjarstjórn- ar er formlegri afgreiðslu nefnda og ráða bæjarins á skipulaginu lokið. Meðal þess sem aðalskipulagið kveður á um er tæplega 1.700 nýjar íbúðir og 5.000 manna byggð í Vatnsenda- landi og 350-400 nýjar íbúðir í 1.200-1.300 manna byggð á landfyllingu við norðanvert Kársnes. Aðalskipulagið verður nú sent til Skipulagsstofnunar ríkisins sem samkvæmt upp- lýsingum frá Kópavogsbæ hefur 4 vikur til að fara yfir það. Þaðan fer það til sam- þykktar umhverfisráðherra áður en það tekur formlega gildi. Aðalskipulag samþykkt Kópavogur FJÓRTÁN nýliðar voru ný- lega vígðir í skátafélagið Mosverja við hátíðlega athöfn í Lágafellskirkju. Fjölmenni var við athöfnina, bæði skát- ar og aðstandendur þeirra. Margir fallegustu skáta- söngvarnir voru sungnir, sem gerði athöfnina sérstaklega eftirminnilega fyrir þá sem sungu með eða nutu söngs annarra. Ræðumaður dagsins var Sigríður Johnsen, aðstoð- arskólastjóri Lágafellsskóla. Á myndinni má sjá eldri foringja skátafélagsins, þá Óskar Reynisson, Hrafn Ingvarsson og Andrés Andr- ésson, vígja nýliðana. Á eftir var hefðbundin skátanæring í boði eða kakó og beinakex sem rann ljúflega niður í hina nýbökuðu skáta sem og þá sem reyndari voru. Ljósmynd/Andrés Þórarinsson Mosfellsbær Nýliðar vígðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.