Morgunblaðið - 14.03.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 14.03.2002, Síða 16
SUÐURNES 16 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð HARD CANDY líka í: Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Faxafeni, Snyrtivörudeild Hagkaups, Kringlunni, Snyrtivörudeild Hagkaups, Smáralind, Snyrtivörudeild Hagkaups, Skeifunni, Top Shop, Lækjargötu, Gallery Förðun, Keflavík, Snyrtivörudeild Hagkaup,s Akureyri, Silfurtorg, Ísafirði www.forval.is Ráðgjafi verður í Líbíu, Mjódd fimmtudaginn 14. mars og föstudaginn 15. mars kynnir ný og endurbætt naglalökk sem NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT  þekja vel  þornar fljótt  tolla lengur Komdu við í næstu HARD CANDY verslun og líttu á! Snyrtivörudeild HAGKAUPS Spönginni fimmtudaginn 14. mars föstudaginn 15. mars og laugardaginn 16. mars og SÖNGLEIKURINN Grettir eftir Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Sím- onarson og Þórarin Eldjárn verð- ur frumsýndur í Frumleikhúsinu annað kvöld, 15. mars, en upp- færsla verksins er í höndum Leikfélags Keflavíkur og leiklist- arklúbbs Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, Vox Arena. Þetta er í fyrsta sinn sem leikhóparnir tveir starfa saman og hér er á ferðinni stór og góður hópur, að sögn Jóns Páls Eyjólfssonar leikstjóra sem steig sín fyrstu leikspor hjá áðurnefndum leikhópum. Rúmlega 30 leikarar taka þátt í uppfærslunni og fjöldi laga í sýn- ingunni er álíka mikill. Það þurfti því líka að huga að góðum söng- röddum þegar valið var í hlut- verkin og að sögn Jóns Páls eru í hópnum margar stórar raddir. Stjörnur framtíðarinnar Það er sennilega ekki auðvelt að feta í fótspor Þursaflokksins sem sá um tónlistarflutninginn þegar verkið var frumflutt hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir um 20 árum, en tónlistarflutning- urinn er í höndum reyndra manna, þeirra Júlíusar Guð- mundssonar og Sigurðar Guð- mundssonar, sem einnig sjá um útsetningu og endurhljóðblöndun. Áðurnefndur Júlíus var í leik- arahópi LK þegar félagið setti Gretti á svið árið 1989 og fékk góða dóma, ekki síst fyrir söng og af þeim hópi sem stóð að þeirri sýningu er einn menntaður óperusöngvari í dag og annar leikari. Jón Páll segist gruna að í hópnum nú leynist stjörnur fram- tíðarinnar. „Við erum með mikið af hæfileikaríku ungu fólki í sýn- ingunni og það kæmi mér ekki á óvart ef landsmenn ættu eftir að berja einhver þeirra augum eða ljá eyru í framtíðinni.“ Jóhann Már Smárason túlkar Gretti og önnur aðalhlutverk eru í höndum Jóns Marínós Sigurð- arsonar, Sólrúnar Steinarsdóttur, Atla Más Gylfasonar og Söndru Þorsteinsdóttur, en saman mynda þau fjölskyldu Grettis. Aðalsöguhetjan, Grettir Ás- mundarson, er í mörgu líkur nafna sínum úr Grettissögu, enda söngleikurinn skírskotun í þá sögu. Grettir nútímans á enn í baráttu við drauginn Glám, þótt vissulegi hafi hann tekið á sig nýjar myndir. Gretti er einnig uppsigað við hinar ýmsu stofn- anir samfélagsins og gengur illa að fóta sig í lífinu. Það er kannski einmitt þessi atriði sem gerir það að verkum að söngleikurinn hefur verið eins vinsæll og raun ber vitni, eða hvað segir leikstjórinn: „Verkið er einfaldlega gott. Í Gretti er varpað upp þessum eilífðarspurn- ingum, er allt fyrirfram ákveðið eða erum við höfundar okkar eigin lífs? Hver er ávinningurinn af því að breyta útliti okkar til að öðlast það sem við þráum mest og borgar það sig að breyta rétt? Eigum við að axla ábyrgð gjörða okkar og taka afleiðing- unum, vera sönn og segja satt? Það er hollt að velta þessum spurningum upp því við búum í samfélagi þar sem firringin hef- ur náð því marki að skilaboðin til þeirra sem eiga að taka við land- inu eru þau, að einungis kjánar hafi samvisku og gangist við ábyrgð.“ Söngleikurinn Grettir verður frumsýndur í Frumleikhúsinu annað kvöld Verkið er einfald- lega gott Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leikstjórinn, Jón Páll Eyjólfsson, gefur leikurunum góð ráð. Skólagangan reynist Gretti ekki þrautalaus eins og sjá má á svip hans og kennarans. Jóhann Már Smárason leikur Gretti í samnefndum söngleik og Sigríður Vigdís Þórðardóttir er í hlutverki kennslukonunnar. Keflavík HALLGRÍMUR Bogason bæjar- fulltrúi skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Grindavík fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, eins og við síðustu kosningar. Dag- bjartur Willar- dson bæjarfulltrúi er í öðru sæti en hann skipaði þriðja sætið síðast en varð bæjar- fulltrúi þegar Sverrir Vilbergs- son hætti í bæjar- stjórn. Nýtt fólk er í næstu sætum. Framsóknar- menn fengu tvo fulltrúa kosna í bæj- arstjórn Grindavíkur við síðustu kosningar og mynda meirihluta um stjórnun bæjarins með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í þriðja sæti listans, sem sam- þykktur var á félagsfundi í Fram- sóknarfélagi Grindavíkur í fyrra- kvöld, er Gunnar Már Gunnarsson bankastarfsmaður og Dóra Birna Jónsdóttir gjaldkeri í því fjórða. List- inn er að öðru leyti þannig skipaður: 5. Guðmundur Grétar Karlsson há- skólanemi, 6. Jónas Þórhallsson skrif- stofumaður, 7. Páll Gíslason verktaki, 8. Sigríður Þórðardóttir verslunar- maður, 9. Kristín Þorsteinsdóttir skólaliði, 10. Einar Lárusson verk- stjóri, 11. Vigdís Helgadóttir húsmóð- ir, 12. Kristrún Bragadóttir verslun- armaður, 13. Agnar Guðmundsson bifreiðarstjóri og í 14. sæti er Bjarni Andrésson netagerðarmaður. Hallgrímur leiðir lista Framsóknar Grindavík Hallgrímur Bogason HÓPUR Breta fór í fyrstu höfr- unga- og hvalaskoðunarferðina frá Keflavík í ár og sáu hnúfubakskú með kálf. Var mikil ánægja með það í hópnum, að sögn Helgu Ingi- mundardóttur, útgerðarmanns Moby Dick. Raunveruleg hvalaskoðunarver- tíð hefst ekki fyrr en um næstu mánaðamót. Helga segir þó að komið hafi pantanir fyrir sérferðir óvenju snemma. Fyrsta ferðin var farin síðastliðinn sunnudag með lið- lega tuttugu Breta sem hér voru í hvataferð. Önnur ferð er bókuð um helgina og líkur eru á því að Moby Dick fari fleiri ferðir í mánuðinum. Helga segir að ekki sé öruggt að sjá hvali á þessum tíma en meiri líkur á höfrungum. Því hafi það komið á óvart þegar hnúfubakarnir sáust en engir höfrungar. Þá voru óvenju stórar torfur af skarfi á sjónum. Að sögn Helgu eru bókanir í hvalaskoðun svipaðar eða jafnvel ívið betri en á sama tíma á síðasta ári. Útlitið sé því ágætt fyrir sum- arið. Telur hún að atburðirnir í Bandaríkjunum 11. september hafi ekki haft eins slæm áhrif á þennan þátt ferðaþjónustunnar og menn óttuðust. Hins vegar mætti búast við að viðskipti töpuðust við það að breska flugfélagið Go hætti að fljúga hingað til lands í sumar. Gestir í þessari fjölmennu ferð Moby Dick sáu hnúfubak, eins og Bret- arnir sem fóru um helgina í fyrstu hvalaskoðunarferð ársins. Hnúfubakar sáust í fyrstu ferðinni Keflavík NETABÁTURINN Guðfinnur KE varð vélarvana 7–8 sjómílur vestur af Garðskaga síðdegis í gær. Ekki var talin hætta á ferðum. Björgunar- skipið Hannes Þ. Hafstein frá Sand- gerði dró bátinn til hafnar. Dreginn til hafnar Sandgerði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.