Morgunblaðið - 14.03.2002, Side 18

Morgunblaðið - 14.03.2002, Side 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ G LF í Túnis Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Golf við kjöraðstæður í þægilegu loftslagi.  Fyrsta flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.  Sérlega áhugaverður menningarheimur.  Brottför 26. apríl. Fararstjóri Sigurður Pétursson golfkennari. Verð kr. 145.800 í tvíbýli innifelur: Flug, fararstjórn, akstur, gistingu, hálft fæði og 8 vallargjöld. Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is SJÓSLYSANEFND hefur fengið aðstöðu í hluta húsnæðis flugstöðv- arinnar í Stykkishólmi. Starfsemin hófst um síðustu áramót og starfa tveir starfsmenn á vegum nefnd- arinnar. Fyrir skömmu var haldinn fund- ur hjá sjóslysanefnd þar sem rædd voru málefni nefndarinnar. Ingi Tryggvason, lögfræðingur í Borg- arnesi, er formaður nefndarinnar. Hann segir að 1. september árið 2000 hafi tekið gildi sérstök lög um sjóslysanefnd og nefndin starfar nú samkvæmt þeim. Í þeim lögum er nefndin mun sjálfstæðari en áður var. Nú er nefndin sjálfstæður rannsóknaraðili. Áður var hlutverks hennar getið í sjómannalögum. Sjó- slysanefnd á, eins og nafn hennar bendir til, að rannsaka orsök sjó- slysa og koma fram með tillögur um það sem betur má fara varðandi ör- yggismál um borð í skipum. Sigl- ingastofnun mun síðan fylgja eftir tillögum nefndarinnar um úrbætur. Samkvæmt lögum um sjóslysanefnd ber að tilkynna til sjóslysanefndar öll slys sem gerast um borð í skip- um og köfunarslys. Nefndin hefur sett sér þau markmið að afgreiða öll mál innan þriggja mánaða frá því að þau berast nefndinni. Vonast Ingi til þess að það markmið náist áður en langt um líður, því nefndin hefur nú tvo starfsmenn til að vinna að rannsókn mála. Með breyttum reglum sjóslysanefndar telur Ingi að sjópróf munu að mestu leggjast af. Í sjóslysanefnd sitja 5 menn skip- aðir af samgönguráðherra og hafa þeir sérþekkingu, hver á sínu sviði, varðandi öryggismál um borð í bát- um og skipum. Sjóslysanefnd flytur í flugstöðina Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Sjóslysanefnd hittist nýlega á fundi í Stykkishólmi ásamt starfsmönnum sínum. Á myndinni eru, frá vinstri, Emil Ragnarsson, Pétur Ágústsson, Guðmundur Lárusson, starfsmaður nefndarinnar, Halldór Almarsson, varamaður Hilmars Snorrasonar, Pálmi Kr. Jónsson, Ingi Tryggvason og Jón Arilíus Ingólfssonar, forstöðumaður nefndarinnar. Stykkishólmur HESTAMIÐSTÖÐIN á Gauks- mýri fékk í ársbyrjun 2002 hvatn- ingarverðlaun INVEST – Iðnþró- unarfélags Norðurlands vestra – fyrir uppbyggingu hestamiðstöðv- ar á Gauksmýri í Húnaþingi vestra. Verðlaunin voru listaverk eftir Bjarnheiði Jóhannsdóttur, unnið úr postulíni, heitið er AFL og höfðar til stormsins, sem má segja að sé táknrænt fyrir aðstæð- ur á Gauksmýri bæði hvað varðar framkvæmdir og veðurfar að vetr- um. Hestamiðstöðin á Gauksmýri er ungt fyrirtæki, stofnað árið 1999 af Jóhanni Albertssyni, Sigríði Lárusdóttur og Magnúsi Lárus- syni en með þeim í rekstrinum er Svanhildur Hall. Þau Magnús og Svanhildur eru bæði menntuð í hrossatamningum. Með þeim að uppbyggingu á Gauksmýri stendur faðir Sigríðar og Magnúsar, Lárus Þ.Valdimars- son. Á Gauksmýri er verið að byggja upp alhliða miðstöð sem snýr að íslenska hestinum. Bæði eru reglu- leg námskeið í gangi, tamningar á hrossum, þjónusta við hesta- eigendur með hagagöngu og góð aðstaða til móttöku gesta, til lengri eða skemmri tíma, svo nokkuð sé nefnt. Á staðnum er mikil reiðskemma, þar fer tamning fram að vetrum og einnig kennslan að hluta. Þá eru í nágrenni Gauksmýrar komn- ir góðir reiðvegir, ábúendur hafa endurheimt votlendi með áður uppþurrkaðri tjörn. Þar er nú risið fuglaskoðunarhús. Nú í vetur var opnuð gestamót- taka sem kallast Gaukshreiðrið, þar er alhliða veitingasala og gott útsýni yfir nýjan reiðvöll sem er framan við aðalhúsið. Það má með sanni segja að Gauksmýri sómi sér vel í hópi fyrri hvatningarverðlaunahafa INVEST, sem eru Kántrybærinn á Skagaströnd og Vesturfarasafnið á Hofsósi. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson F.v. Guðmundur Skarphéðinsson, formaður INVEST, Lárus Þ. Valdi- marsson, Svanhildur Hall, Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson. Hvatningar- verðlaunin fóru á Gauksmýri Hvammstangi FÉLAGAR í Björgunarhundasveit Íslands, 28 að tölu ásamt 21 leit- arhundi, eru um þessar mundir með æfingabúðir í Kröflu. Þar eru hundarnir þjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði. Þeir gangast síð- an undir færnipróf. Námskeiðið stendur í sex daga en kennarar á námskeiðinu eru frá Noregi og Bretlandi. Veður hefur verið ágætt til útiverka þessa daga þannig að vel hefur nýst til æf- inga. Ekki þarf að lýsa því hve mik- ilvægt er að hafa á hraðbergi vel þjálfaða björgunarmenn með þjálf- aða leitarhunda til snjóflóðaleitar. Þátttakendur á námskeiðinu við Kröflu komu víðsvegar að af land- inu og fara heim með hunda sína betur í stakk búnir til að bregðast skjótt við þegar kallið kemur. Morgunblaðið/BFH Fjölmargir hundar og eigendur þeirra taka þátt í æfingabúðunum við Kröflu. Hundalíf við Kröflu Mývatnssveit ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið fyrir skömmu hjá þeim börnum og unglingum sem iðka handknattleik á Húsavík. Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari karla í hand- knattleik, var á ferð í Þingeyjar- sýslu og gaf sér tíma til að mæta á æfingu hjá Íþróttafélaginu Völs- ungi. Á æfingunni sem fram fór í Íþróttahöllinni á Húsavík þjálfuðu þeir krakkana í sameiningu Guð- mundur og Jóhann Kr. Gunnarsson, þjálfari yngri flokka félagsins. Krakkarnir reyndu eðlilega að sýna Guðmundi sínar bestu handknatt- leikshliðar og eitthvað heyrðist hann tala um landsliðstakta hjá þeim sumum. Í lok æfingarinnar áritaði Guðmundur plaköt með mynd af landsliðinu sem stóð sig svo vel í Svíþjóð fyrr í vetur og gaf öllum þeim sem þiggja vildu. Þá vildi ungviðið einnig fá nafn Guð- mundar á bolta sína og varð hann fúslega við því. Guðmundur tjáði fréttaritara að- spurður að það hefði verið mjög gaman að koma og hitta krakkana og einnig það að sjá að hér væri unnið öflugt barna- og unglinga- starf á vegum félagsins. Jóhann Kr. þjálfari var mjög ánægður með komu Guðmundar hingað og sagði þetta mikilvægt fyrir krakkana, hann sjálfan og ekki síst allt hand- knattleiksstarf á vegum Völsungs. Landsliðs- þjálfari í heimsókn Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðmundur Guðmundsson áritaði landsliðsplaköt og bolta fyrir krakkana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.