Morgunblaðið - 14.03.2002, Page 19

Morgunblaðið - 14.03.2002, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 19 Reykjavík frá kr. 3.700,- á dag Alicante frá kr. 2.214,- á dag Mallorca frá kr. 2.214,- á dag Madrid frá kr. 2.214,- á dag Barcelona frá kr. 2.214,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Gildir til 31/03/02 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili DILKÆR fannst nýlega í Hrauk- um inni við Vatnajökul vestan Snæfells. Það voru Gísli Pálsson bóndi á Aðalbóli og Anna Hall- dórsdóttir bóndi á Brú, sem fóru á vélsleðum að leita fjár á Vest- uröræfum, sem fundu kindurnar. Þetta reyndist dilkær með eitt lamb frá Vaðbrekku. Kindurnar voru þokkalega á sig komnar enda ágætt til jarðar í Hrauk- unum þar sem þær fundust. Að sögn Gísla er góð jörð um öll Vesturöræfi svo ekki væsti um féð. Vel gekk að handsama kind- urnar og voru þær bundnar niður á skel aftan í öðrum sleðanum og fluttar þannig niður í Hrafnkels- dal. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Anna Halldórsdóttir og Gísli Pálsson með ána og lambhrútinn þegar þau skiluðu þeim til síns heima eftir að hafa fundið þau á öræfunum. Kindur finnast við Vatnajökul Norður-Hérað BÖRNIN í grunnskóla og leikskóla Siglufjarðar fögnuðu sólkomunni ný- verið. Vegna landfræðilegra hátta sést sólin ekki á Siglufirði frá því í lok nóvember og fram til loka janúar. Í tilefni af sólkomunni hefur skapast sá siður á Siglufirði að fullorðnir og börn gæði sér á pönnukökum á sól- komudaginn, 27. janúar, ár hvert. Þessi siður er alþekktur meðal Siglfirðinga og margir þeirra hafa haldið þessum sið þó svo að þeir hafi flutt á suðlægari slóðir. Í tilefni sól- komunnar nú var efnt til sérstakra þemadaga í grunnskólanum og leik- skólanum Leikskálum. Nemendur unnu að sérstökum verkefnum tengdum sólinni og sigri hennar yfir vetrarríkinu. Smíðuð voru ýmiskon- ar hljóðfæri og búnir til litríkar grímur, hattar og veifur, auk þess sem sérstakur dreki var gerður til að leiða litríka skrúðgöngu og heilsa sólinni. Því miður hafði veturinn sig- ur í fyrstu atrennu því fresta varð skrúðgöngunni um skeið vegna veð- urs. Þrátt fyrir töluverðan snjó fór skrúðgangan síðan fram á dögunum. Það ríkti sannkölluð karnival- stemmning þar sem bæði nemendur og kennarar gengu um bæinn og virtust skemmta sér hið besta. Til að þakka fyrir móttökurnar og heilsa göngufólkinu lét sólin geisla sína leika um snævi þakta náttúruna. Morgunblaðið/Halldór Búinn var til dreki sem leiddi skrúðgönguna og heilsaði sólinni. Börnin fögnuðu sólkomunni Siglufjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.