Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MANNELDISRÁÐ stendur um þessar mundir fyrir nýrri könnun á mataræði og neysluvenjum lands- manna í samvinnu við Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands. Um tvö þús- und manns mega eiga von á bréfi með beiðni um þátttöku á næstu vikum og mánuðum, segir Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður Manneldisráðs. Hliðstæð könnun var síðast gerð árið 1990 og segir Laufey ástæðu til þess að ætla að verulegar breytingar hafi orðið á mataræði okkar frá þeim tíma. „Til dæmis er ekki ólíklegt að nýir réttir hafi leyst ýsuna og lamba- kjötið af hólmi, sem algengustu rétti á borðum þjóðarinnar,“ segir hún. Laufey segir ennfremur að þar sem heilsa hverrar þjóðar ráðist af lífsháttum, ekki síst mataræði, muni niðurstöður könnunarinnar nýtast við fræðslu, rannsóknir, matvælafram- leiðslu og matvælalöggjöf hérlendis. „Almenn þátttaka og velvilji fólks hefur því mikið að segja svo rétt mynd fáist af fæðuvenjum allra ald- urshópa karla og kvenna, hvort sem er í sveitum, bæjum eða borg,“ segir Laufey. Hálfur tómatur eða þriðjungur úr gulrót Könnunin fyrir 12 árum leiddi meðal annars í ljós að íslenskt mat- aræði væri „einstakt og ólíkt mat- aræði flestra þjóða í kringum okkur,“ segir Laufey ennfremur. „Við áttum þónokkur Evrópu- og Norðurlanda- met, borðuðum til dæmis mestan fisk af öllum þjóðum Evrópu en minnst grænmeti. Meðalneysla skólabarna á grænmeti var ekki meira en sem svaraði um það bil hálfum tómati eða þriðja parti úr gulrót á dag.“ Fæði Íslendinga reyndist ennfrem- ur næringarríkt og með afbrigðum próteinríkt, segir Laufey líka, enda voru mjólk, kjöt og fiskur stærri þátt- ur í mataræði okkar en víðast annars staðar, að hennar sögn. „Matur úr jurtaríkinu var hins vegar ekki áber- andi, hvorki kornmatur, pasta, græn- meti né ávextir. Smjör og smjörlíki voru áberandi í matreiðslu en olíurn- ar fáséðar,“ segir hún. Einnig kemur fram að þótt neysla á brauði hafi verið „lítilfjörleg“ í sam- anburði við aðrar Evrópuþjóðir hafi ekki verið það sama að segja um sætabrauðið, þar sem kökur og kex hafi reynst stór hluti brauðneyslunn- ar, eða rúm 50 grömm á dag, meðan ósætt brauð var 100 grömm á dag. „Annað sem var mjög áberandi fyrir 12 árum er hversu mikill munur var á mataræði fólks í sveitum, bæjum og borg og eins eftir starfsgreinum. Fróðlegt verður að sjá hvort þessi munur hafi að einhverju leyti máðst út. Eins verður forvitnilegt að sjá hvort fituneysla landsmanna hafi dregist eitthvað saman, en hún var alltof mikil árið 1990,“ segir Laufey. Að þessu sinni er könnunin gerð í gegnum síma, ekki með heimsóknum líkt og í fyrri könnun, segir Laufey ennfremur, og bætir við að hún eigi að vera mun auðveldari fyrir þátttak- endur en sú fyrri og taka tiltölulega lítinn tíma samanborið við aðrar kannanir á mataræði. „Könnunin fór af stað í síðustu viku febrúar og yf- irleitt hefur spyrlunum okkar verið mjög vel tekið og fólk boðið og búið að taka þátt. Fyrir það erum við auðvit- að mjög þakklát,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs, að síðustu. Morgunblaðið/Ásdís Könnun á matarvenjum Íslendinga árið 2002 stendur nú yfir. Víkja ýsan og lambið fyrir nýjum réttum? ERLENT EFTIR sautján ára leit hefur bandaríska tímaritinu National Geographic loksins tekist að finna stúlkuna sem var á forsíðu júníheft- is tímaritsins 1985, að því er fram kemur á vefsíðu tímaritsins (www.nationalgeographic.com). Stúlkan er afgönsk og heitir Sharb- at Gula. Til þess að ganga úr skugga um að örugglega væri um sömu stúlkuna að ræða var m.a. beitt tölvugreiningu á nærmyndum af lithimnu augna hennar, en það voru einmitt grípandi græn augu hennar sem gerðu ljósmyndina af henni að einhverri þekktustu ljós- mynd allra tíma. Sharbat Gula býr nú í afskekktu héraði í Afganistan ásamt eiginmanni sínum og þrem dætrum, að því er National Geo- graphic greinir frá. Hún hafði enga hugmynd um, að andlit sitt væri orðið heimsþekkt, sagði Steve McCurry, bandaríski ljósmyndarinn sem tók myndina í flóttamannabúðum í Pakistan 1984. Hann hefur síðan ítrekað reynt að finna stúlkuna. Í janúar sl. sendi National Geographic hóp fólks út af örkinni til að gera síðustu tilraun- ina til að finna stúlkuna með grænu augun. „Alveg jafngrípandi“ Leitin hófst í Nasir Bagh- flóttamannabúðunum, þar sem McCurry tók myndina. Þaðan var slóðin rakin til bróður hennar og eiginmanns hennar, sem var til í að spyrja hana hvort hún vildi veita viðtal. Í hópi National Geographic- fólksins var m.a. Boyd Matson, stjórnandi þáttarins Explorer, sem sýndur er á sjónvarpsstöð banda- rísku landkönnunarsamtakanna sem einnig gefa út tímaritið. „Um leið og ég sá litinn á augum bróður hennar vissi ég að þetta var rétta fjölskyldan,“ er haft eftir Boyd á fréttavef tímaritsins. Þar sem Sharbat Gula lifir hefð- bundnu lífi múslímakonu mátti hún ekki hitta karlmenn sem ekki til- heyra fjölskyldu hennar. En svo fór þó, að leyfi fjölskyldunnar fékkst fyrir því, að McCurry fengi að hitta hana og taka mynd af henni. Hann varð samstundis sannfærður um að um sömu konuna væri að ræða. „Augun í henni eru alveg jafngríp- andi núna og þau voru þá,“ er haft eftir honum. Það voru fleiri einkenni sem renndu stoðum undir þá kenningu að þetta væri sama konan, þ.á m. fæðingarblettir og ör í andliti henn- ar. En til að ekkert færi milli mála fékk National Geographic til liðs við sig sérfræðinga sem notuðu tölvutækni við að bera saman lit- himnuna í augum stúlkunnar í myndinni frá 1984 og mynd af Sharbat Gula nú. Lithimnur augn- anna eru eins og fingraför, engir tveir einstaklingar í heiminum hafa nákvæmlega eins lithimnur. Haft er eftir John Daugman, tölvunarfræð- ingi við Cambridge-háskóla á Bret- landi, að enginn vafi sé á því að um sömu konuna sé að ræða. Fjallað verður um Sharbat Gula og leitina að henni í væntanlegu aprílhefti National Geographic, og einnig er fjallað um málið í þætt- inum Explorer á bandarísku sjón- varpsstöðinni MSNBC á morgun. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem fregnir berast af því að stúlkan á myndinni sé fundin. Í síð- asta mánuði greindi breska blaðið Observer frá því að stúlkan héti Alam Bibi og hefði flúið til fjalla í Afganistan. Var þá greint frá því, að hópur fólks, er segðist vera á vegum National Geographic, hefði verið að leita að henni, en tals- maður tímaritsins harðneitaði því þá, að þar á bæ hefðu menn nokk- urn áhuga á málinu lengur. National Geographic segir afgönsku stúlkuna fundna Greining á lithimnu augnanna tekur af vafa AP Þá og nú. Myndin sem Steve McCurry tók af Sharbat Gula 1984 og myndin sem hann tók af henni í janúar sl. Reuters Forsíða nýjasta heftis National Geographic, þar sem Sharbat Gula, al- þakin burku, heldur á myndinni sem tekin var af henni fyrir 17 árum. Einstakt tækifæri Antik Til sölu ca 100 ára gamalt borðstofusett úr hnotu m/innlögðu birkirótar- munstri  8-14 manna borðstofuborð  Stór skápur  Anirettuskenkur  Skenkur  8 stólar með krosssaumuðum setum Ættarsaga fylgir Upplýsingar í síma 565 3063 og 862 7174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.