Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRESK kona var í gær ákærð fyr- ir mannrán eftir að hún reyndi að fara með son sinn frá Dúbai. Sarra Fotheringham var látin laus gegn tryggingu en hún kom fyrir sak- sóknara í Dúbai í gærmorgun. Önnur bresk kona, Donna al Nahi, var ákærð fyrir að hafa aðstoðað Fotheringham. Fotheringham var handtekin í Dúbai á sunnudag, þegar hún reyndi að fara, ásamt Tariq, 10 ára gömlum syni sínum, um borð í skip sem var á leið til Íraks. Al-Nahi, sem er fjögurra barna bresk móðir sem giftist Íraka, ákvað að aðstoða Fotheringham við að „ræna“ syni hennar eftir að hafa heyrt um raunir hennar í sjónvarpi. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hámarksrefsing fyrir mannrán væri þriggja ára fangelsi eða sekt. Í breska dagblaðinu Mirror seg- ir frá því, að al-Nahi hafi meira en 20 sinnum áður tekið þátt í því að „ræna“ börnum fyrir foreldra þeirra í löndum á borð við Líbýu, Jórdaníu, Írak og Egyptaland. Tariq fæddist í Bretlandi en Fotheringham, þá flugfreyja, átti í ástarsambandi við milljarðamær- inginn Rashid al-Habtoor, þegar hún starfaði í Dúbai árið 1991. Móðirin ákærð fyrir mannrán Dubai. AFP. ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, hefur lagt blessun sína yfir þá ósk fær- eysku landsstjórnarinnar, að hún fái að sækja um það hjá Alþjóðaól- ympíunefndinni, að Færeyingar geti keppt á ólympíuleikum undir eigin fána. Færeyingar og Grænlendingar hafa lengi óskað þess að geta keppt á ólympíuleikum undir sín- um fána og ekki þeim danska og nú hefur danska stjórnin ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því. Kom þetta fram í Jyllands-Posten í gær. „Við höfum látið kanna þetta og lagalega virðist fátt vera því til fyr- irstöðu,“ sagði Fogh Rasmussen en björninn er nú samt ekki unninn. Samkvæmt reglum Alþjóðaól- ympíunefndarinnar verða þátttöku- þjóðirnar að vera sjálfstæð ríki en það á hvorki við um Færeyjar né Grænland. Á þessu eru þó und- antekningar því að Cayman-eyjar og Bermúda, sem eru breskar ný- lendur, og Aruba, sem Hollend- ingar ráða, hafa fengið aðild að Al- þjóðaólympíunefndinni. Færeyskur ólympíufáni? Í SRAELAR eru ekki lengur andvígir því að Palestínu- menn fái sitt eigið ríki en það verður að gerast með friðar- samningum, ekki með því að knýja Ísraela til undanhalds, segir Liora Herzl, nýr sendiherra Ísraels á Íslandi. Hún afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni forseta trúnaðarbréf sitt í gær. Herzl hefur aðsetur í Ósló og tók við sendiherraembætti fyrir tveim mánuðum en hún hefur gegnt störfum fyrir utanríkisráðuneytið ísraelska í mörg ár. Þetta fyrsta heimsókn hennar til Íslands. – Helsta markmið stjórnar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, er hún tók við var að binda enda á hryðjuverk og gera Ísrael að öruggu ríki fyrir borgara þess. En ofbeldið er meira en nokkru sinni. Hefur Sharon mistekist ætlunarverkið? „Það er rétt, þetta var markmiðið og einnig friður ef hægt væri. Ástandið hefur stöðugt versnað, sjálfsmorðsárásum Palestínumanna hefur fjölgað og nú eru það ekki ein- vörðungu Hamas og Íslamska jihad sem standa fyrir þeim heldur líka Fatah, samtök undir stjórn Arafats. Ástandið er því ekki eins og það var fyrir einu og hálfu ári, það hefur síversnað. Það sem Sharon reynir að gera er að takast á við hermdarverk en verkefnið er ekki einfalt mál. Æ fleiri Ísraelar eru nú á því að þetta verði erfitt og muni takan langan tíma en við verðum að gera það sem þarf til að stöðva þau. Okkur finnst ekki að neinn vafi leiki á því hvort Palestínumenn fái sitt eigi ríki, það er ekki deiluefni. Þeir munu að lokum fá sitt Palest- ínuríki. Spurningin er hvernig verða samskiptin milli ríkjanna tveggja og næst markmiðið með skilningi og friðsamlegum aðferðum? Við teljum að eina leiðin til þess séu beinar við- ræður þeirra við okkur.“ Hár fórnarkostnaður – Um 1.500 manns hafa fallið í átökunum frá því í september 2000. Það er hátt verð fyrir breytta stefnu gagnvart Palestínumönnum, fyrir harðari línu. Palestínumenn geta ekki svarað með F-16-þotum eða skriðdrekum. Hvaða áhrif hefur stanslaus niðurlæging í 35 ár haft á þá, fátækt og atvinnuleysi? Hvers vegna ættu þeir að vera sáttfúsir? „Þeir hafa sprengjur og nota þær í borgunum okkar, þeir miða alltaf á óbreytta borgara en ekki hermenn. Þeir miða á unglinga og fermingar- veislur og mér finnst ekki að hægt sé að taka létt á því að yfir 300 Ísraelar hafa fallið, ekki frekar en ég geri lítið úr því að margir Palestínumenn hafa fallið. Þegar menn velja hryðjuverk og saklaust fólk fellur vegna þess að reynt er að stöðva hryðjuverkin er lágmarkið að menn taki sjálfir ábyrgð á því sem þeir gera. Þeir geta sjálfir bundið enda á þessi verk Ísr- aela strax á morgun með því að stöðva sjálfir ofbeldið. Þeir hafa alið á óttanum á götum Ísraels, fengið okkur til að örvænta um að hægt sé að semja við Palestínumenn um frið. Þetta er hörmulegt ástand fyrir hvora tveggju. Þið sjáið hvert hlut- skipti Palestínumanna er þegar þið horfið á sjónvarpsfréttir og að sjálf- sögðu er það rétt að staða þeirra hef- ur versnað. Það er ekki til nein töfra- lausn en það verður að stöðva hryðjuverkin og ofbeldið, hefja aftur viðræður.“ – Íslendingar studdu ákaft mál- stað Ísraela við stofnun Ísraels og fram á síðustu ár var ljóst að meiri- hluti manna var mjög hlynntur ykk- ur. Nú sýna kannanir annað og æðstu ráðamenn hér gagnrýna harkalega stefnu Ísraels. „Ég held að samskipti Ísraels og Íslands séu enn mjög góð, þau eru náin. Gagnrýni í samskiptum þjóða sem hafa góð tengsl sín í milli er sjálfsögð, við hlustum og tökum fylli- lega mark á henni. Ég held hins veg- ar að viðhorf bandarískra fjölmiðla til ástandsins í Miðausturlöndum hafi breyst eftir 11. september. Þeir skilja nú betur hvað það merkir að búa við ógn hryðjuverka, hvað það merkir að eiga erfitt með að ráða í hvað vakir fyrir þeim sem maður þarf að ræða við. Hvað vill hann þeg- ar öllu er á botninn hvolft? Þetta er mjög erfitt. Við finnum ekki aðeins aukinn skilning á okkar sjónarmiðum meðal ráðamanna vestra heldur einnig í fjölmiðlum. Ástandið í Miðaustur- löndum er skilgreint mjög á annan veg þar en oft er gert í evrópskum fjölmiðlum.“ Morð og píslarvottar – Þegar við sjáum börn deyja á skjánum gerum við ekki greinarmun á því hvort þau eru fórnarlömb hryðjuverkamanns eða herliðs sem segist reyna að halda uppi friði. Okk- ur finnst herinn fara offari. „Þegar borin er fram rökstudd gagnrýni finnst mér að við eigum að taka mark á henni. En ef fullyrt er að sjálfsmorðingi sem fer inn á diskótek með sprengju og drepur 21 ungling sé að berjast fyrir frelsi á ég erfitt með að sætta mig við það. Mér finnst hann vera hryðjuverkamaður. Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, hrósar þessum mönnum og segist vilja verða píslarvottur á leið- inni til Jerúsalem. Hann notar þá sama arabíska orðið og þeir sem kalla sig píslarvotta og þið ættuð að sjá hvað er gert í opinberum fjöl- miðlum stjórnar hans til að æsa fólk. Mér finnst að of létt sé tekið á þess- um málum, þessum áróðri sem not- aður er til að stýra fólki í arabalönd- um inn á ákveðna braut. Þetta er gert í sjónvarpi, í útvarpi, í mosk- unum, jafnvel í orðavali Arafats þeg- ar hann talar arabísku. Ef hann birt- ir sömu grein í The New York Times notar hann önnur og mildari orð en í eigin málgagni sem á að höfða til annars markhóps. Hann telur tillit til þess að hvort er að tala við vest- ræna lesendur eða aðra.“ – Palestínumenn segjast ekki hafa ástæðu til að halda að þið hafið verið einlæg í friðarviðræðunum og benda á landnemabyggðir gyðinga. Þegar við skoðum kort af hernumdu svæð- unum sjáum við tvö svæði, Vestur- bakkann og Gaza, á víð og dreif inn- an um tætlurnar eru landnemabyggðirnar 150 og þar búa a.m.k. 200.000 Ísraelar sem segjast eiga rétt á að búa þar. Hvernig er hægt að tala um varanlegt Palest- ínuríki við þessar aðstæður? „Ég bendi á að í Camp David-við- ræðunum urðu þáttaskil. Þar hefðu Palestínumenn getað haft sitt fram ef þeir hefðu ekki hafnað tillögunum og hafið ofbeldisaðgerðir. Ákveðið andrúmsloft myndaðist í samninga- viðræðunum í Camp David og bæði ísraelskir og bandarískir heimildar- menn og líka palestínskir hafa stað- fest að við buðum þeim nokkurn veg- inn 97% af svæðunum. Við buðumst til að leggja niður um það bil 80% af landnemabyggðunum, þar á meðal allar byggðirnar á Gaza. Við buðum þeim að skipta yfirráð- um yfir Jerúsalem og öllum helgu stöðunum, þar á meðal Musteris- hæðinni. Hún er afar mikilvæg í sögu gyðinga vegna þess að þar var must- eri Salómons. Auk þess lögðum við til lausn á vanda flóttamanna og hét- um að leggja fram fjárhagslegan stuðning við Palestínumenn. Þetta eru tilboð sem þeir hafa aldrei fyrr fengið, ekki heldur meðan Jórdaníu- menn réðu yfir Vesturbakkanum. Við buðum þeim ríki, ekki tilbúning eins og þeir fullyrða heldur raun- verulegt ríki, og lofuðum að takast af mikilli festu á við vanda landnema- byggðanna.“ – Mörg ár liðu milli Óslóarsamn- inganna og Camp David-fundanna. Hvað gerðu Ísraelar til að auka traust Palestínumanna, var til dæm- is hætt að stofna nýjar landnema- byggðir? „Landnemabyggðirnar eru aðeins eitt af þeim vandamálum sem tekist er á um og leysa þarf í deilunni. Þær eru ekki eina málið. Hvernig við reyndum að auka traust? Við leyfð- um leiðtogum Palestínumanna að koma aftur til hernumdu svæðanna þótt stór hluti ísraelsku þjóðarinnar væri því mótfallinn. Við gáfum þeim vopn handa lögreglunni og margir Ísraelar sögðu: gefið þeim ekki vopn, þeir munu nota þau gegn okkur og það er einmitt að gerast núna, þeir nota þessi sömu vopn til að drepa okkur. Það er fjarstæða að segja að landnemabyggðirnar séu eitt helsta deiluefnið. Óviðunandi skilyrði Þegar Palestínumenn ræða frið og bæta við skilyrðum um full yfirráð í Jerúsalem og rétti flóttamanna til að snúa heim og segja að þessi mál séu mikilvæg óleyst atriði í samningavið- ræðunum get ég ekki séð hvar við getum slakað meira til. Og þegar Palestínumenn segja að sérhver flóttamaður frá 1948 eigi að geta val- ið hvort hann vill snúa aftur heim er um að ræða skilyrði sem mikill meirihluti Ísraela getur ekki sætt sig við. Ástæðan er sú að slík breyting myndi umbylta ríkinu, gerbreyta eðli þess. Sanngjarnir menn hljóta að sjá að ef ætlunin er að fá að stofna ríki Palestínumanna er ekki samtím- is hægt að heimta að Ísraelsríki verði breytt með þessum hætti. Ríki okkar er öðruvísi en arabalöndin en ef allir flóttamenn fá að snúa heim munu þeir nota lýðræðislegan rétt sinn í þingkosningum og umbylta eðli ríkisins,“ segir Liora Herzl, sendiherra Ísraels á Íslandi. Nýr sendiherra Ísraels segir beinar friðarviðræður einu lausnina „Þeir munu að lokum fá sitt Palest- ínuríki“ Nýr sendiherra Ísraels, Liora Herzl, tók við embætti fyrir skömmu og er hér í sinni fyrstu heimsókn. Kristján Jónsson ræddi við hana um deilur Ísraela við Palestínu- menn, friðarhorfur og fleira. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sendiherra Ísraels á Íslandi, Liora Herzl, um hryðjuverkamenn úr röð- um Palestínumanna: „Þeir hafa alið á óttanum á götum Ísraels, fengið okkur til að örvænta um að hægt sé að semja við Palestínumenn um frið.“ ’ Við buðumst til aðleggja niður um það bil 80% af landnema- byggðunum, þar á meðal allar byggð- irnar á Gaza. ‘ ♦ ♦ ♦ DANSKAR mállýskur eru ekki í útrýmingarhættu, þær eru steindauðar. Ungt fólk um alla Danmörku talar nú bara Kaup- mannahafnarmálið. Oft er sagt, að Jótum sé meinilla við Kaupmannahafn- arbúa en óvildin er þó ekki meiri en svo, að ungt fólk á öllu Jótlandi tekur Kaupmanna- hafnardönskuna fram yfir hin- ar ýmsu mállýskur. Var sagt frá þessu í Berlingske Tidende í gær. „Eiginlegar mállýskur eru ekki lengur til. Þær finnast kannski hjá gömlu fólki en börn og unglingar alast ekki upp við þær,“ segir Tore Kristiansen, lektor við þá deild Kaupmanna- hafnarháskóla sem rannsakar mállýskur. Mállýskur dauðar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.