Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stefán Höskuldsson flautuleikari ásamt Elizaveta Kopelman píanóleikara í tónlistarhúsinu Ými laugard. 16. mars kl. 20 Á efnisskrá eru verk eftir: Samuel Barber, Magnús Blöndal Jóhannsson, Lowell Lieberman, Carl Reinecke og Franz Schubert. Miðasala er í síma 595 7999 og 800 6434, virka daga milli kl. 9 og 17, og á slóðinni midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara 551 5677. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Þú færð líka í: Snyrtistofu Hönnu Kristínar, Faxafeni, Snyrtivörudeild HAGKAUPS, Smáralind, Top Shop, Lækjargötu, Top Shop, Smáralind, Gallerý Förðun, Keflavík, Snyrtistofunni Jöru, Akureyri. www.forval.is kynnir nýtt -LIQUID SURREAL SKIN FOUNDATION SYSTEM farða og sósur sem svara öllum þínum þörfum og haldast eins allan daginn! Liquid Foundation er olíulaus og vítamínbættur farði með vörn SPF15. Hann hefur fallega silkimjúka áferð og helst eins frá morgni til kvölds! Þú getur líka bætt út í hann Special Sauce Additives (sósu) fengið fjóra farða út úr einni túpu. - Matt - mattar húðina. - Glisten - bætir við döggvotum glansa með perluflögum. - Glow - gerir húðina glóandi með perlugljáa. Ráðgjafi verður í Snyrtivörudeild HAGKAUPS Kringlunni fimmtudaginn 14. mars, föstudaginn 15. mars og laugardaginn 16. mars. Komdu og líttu við- glæsilegur kaupauki: De-slick þurrkur sem koma í veg fyrir glansa í andlitinu 30 stk., Zen Cleanser 8 ml, Detox Cocktail 8 ml, Guardian Angel 8 ml. fylgir kaupum á 2 hlutum. HAFI einhvern tíma orðið „troð- fullt út úr dyrum“ á tónleikum í orðsins fyllstu merkingu, þá var það í Seltjarnarneskirkju s.l. sunnudag, og mátti þakka fyrir að ekki skyldi kvikna í eða koma jarð- skjálfti. Háskólaborgarar voru í meirihluta meðal flytjenda, enda má með sanni segja, að fá 20. aldar söngverk séu gráupplagðari fyrir stúdenta textanna vegna en ein- mitt Carmina Burana – fyrir nú utan hvað þetta 65 ára gamla meistarastykki Carls Orff hefur haldið ótrúlega vel músíklegum ferskleika sínum í áranna rás. Þeim ferskleika má eflaust einnig þakka að verkið skyldi lifa af vel- þóknun Þriðja ríkisins eftir 1945 – m.t.t. þess hvað sumir þóttust framan af heyra fyrir sér naglbent gæsagangsstapp skáreimaðra stormdeildarmanna í taktföstustu kórköflunum. En vísast yrði slíkt varla skrifað á annað en reikning þeirrar tilviljunar að óvenjuhryn- þrungið kórverk við forna verald- lega miðaldatexta á latínu, þýzku og frönsku skyldi birtast á „rétt- um“ stað og tíma. Enda mein- kerskinn 13. aldar kveðskapur flökkuklerka og farandstúdenta í verkinu, ef grannt er skoðað, miklu frekar á myllu gagnrýninnar einstaklingshyggju en sauðtryggr- ar yfirvaldadýrkunar. Tónleikaskráin gaf því miður ekkert upp um hvaðan kammerút- gáfa verksins var runnin, þar sem tvö píanó koma í hljómsveitar stað (raunar munu einnig vera píanó með í hljómsveitarútgáfunni), en gæti vel verið sú sama og í upp- færslu Ceciliu Rydlinger Alin í sænskri BIS hljóðritun frá 1995. Slaghörpuraddirnar voru leiknar með mestu ágætum af þeim Guð- ríði St. Sigurðardóttur og Kristni Erni Kristinssyni, en máttu sín ekki alveg til jafns við 6 manna slagverkssveitina á háværustu stöðum. Þá var hinn annars frá- bæri endurómur kirkjunnar að mestu úr sögunni sakir húsfyllis, sem kom sér einkum miður fyrir einsöngvara og kór. Ljóðin úr Carmina Burana (þ.e. kvæði frá Benediktbeurenklaustri í Bæjaralandi) skiptast í meðförum Orffs í þrjá þætti auk inngangs- kaflans, Fortuna imperatrix mundi (Forsjóninin [er] keisaraynja heimsins), sem vísar í fallvalt ham- ingjuhjólið líkt og Heimsósómi Skáld-Sveins. Síðan koma Primo vere (Vorið), In taberna (Á kránni) og Cour d’amours (Hirð ástarinn- ar), en loks endað á inngangskórn- um. Fleiri hafa orðið til að álasa Orff fyrir „naívísk“ hryn- og lag- ferli hans í þessu heillandi verki en hafa getað leikið honum listina eft- ir – þ.e. að gera einfaldan rithátt áhugaverðan – enda tókst honum sjálfum aldrei betur upp síðan, þrátt fyrir að sagan segi að hann hafi eftir frumflutninginn tekið öll undangengnu verk sín úr umferð. Þó er langt í frá að allt sé sem sýnist með einfaldleikann, og næg- ir að benda á Fortune plango vuln- era (2.), sem beitir útsmoginni hrynrænni textaútfærslu langt handan við frumeiginleika bragar- háttarins með nærri því vestur- heimskri sveiflu. Kórinn söng hér sem síðar af innlifuðum krafti, og varla við stjórnandann að sakast þó að karlaraddir, einkum tenór, skyldu vera til vandræða fáskip- aðar, enda karlekla þrálátur drag- bítur á íslenzkum blönduðum kór- um. Svolítill asi virtist yfir hröðu tempóvalinu í Ecce gratum, þrátt fyrir smitandi sönggleði kórsins. Nett pákuspil Eggerts Pálssonar prýddi ósungna dansinn á enginu (Uf dem anger) og kórkonur sungu laglega í Floret silva nobilis og Chramer, gib die varwe mir (tilval- inn auglýsingatexti fyrir Revlon!), þrátt fyrir smá hráleika á efstu tónum. Sama hrjáði karlana í Swaz hie gat umbe, og lokahey!ið í Were diu werlt var anzi ámáttlegt. Estu- ans interius, krársöngur Ólafs Kjartans, var fyrir bjartan barýton og fyrir vikið heldur píndur á efsta tónsviði. Söngur steikta svansins (Olim lacus colueram) var hins vegar í hárréttum kómískum hönd- um hjá Þorgeiri J. Andréssyni, sem á sínum tíma sló í gegn í ná- væmlega sama atriði í eftirminni- legri uppfærslu Íslenzku óperunar. Velhífaði ábótinn (hefði sómt sér prýðilega meðal munka á Möðru- völlum) í Ego sum abbas Cucan- iensis var frekar ofkeyrður hjá Ólafi og vantaði viðeigandi kenni- manns-„patos“, og loka „Wafna!“- kallið var vitamáttlaust hjá körlum kórsins, sem og söngur þeirra In taberna quando sumus næst á eft- ir. Ungu telpur Stúlknakórsins voru feimnislega veikróma en þó viðeigandi sætar kerúbínur í Amor volat undique. Ólafi tókst vel upp í heimsmannssöngnum Dies, nox et omnia, og ekki síður Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í nístandi tæru smámyndinni af ungmeynni á rauðum kyrtli, Stetit puella. Ólafur var sömuleiðis hress í Circa mea pectora, þó að þar sem víðar væri ekki alltaf gætt nákvæmni í texta- framburði, og kórkonurnar fóru létt með spretthart tempóval stjórnandans í Manda liet viðlag- inu. Fáskipaðir tenórarnir áttu á hinn bóginn takmarkaðan mögu- leika í blautlegu karlagrobbsvís- unni Si puer cum puellula, en kór- inn var þó frísklegur í Veni, veni venias. Puccini-litaða aríettan In trutina var dáfallega sungin, en blásaklaus stúlka textans kannski ívið verald- arvön í túlkun Sigrúnar. Fyrri hlutar kórkaflans Tempus es ioc- undum fóru fullgeyst, e.t.v. afleið- ing af stressuðum lífshraða nú- tímans. Hins vegar blómstruðu kórkonurnar og Sigrún alsælar í Oh, oh, oh, totus floreo. Háa d³-ið í Dulcissime! sem mörgum sópran hefur orðið hált á vafðist ekki fyrir Sigrúnu í bráðfallegri ástarjátn- ingu ungu stúlkunnar. Í Blanziflor et Helena, síðasta atriðinu á undan ítrekun O fortuna í lokin, voru efstu kórnóturnar svolítið klemmd- ar, en ekki til stórskaða. Að mörgu leyti tókst þessi stúd- entappfærsla á miðaldastúdenta- söngvum mjög vel hjá ungu fólki Hákonar Leifssonar. Sum hraðavöl stjórnandans voru kannski í greiðara lagi en samt oft vel heppnuð. Styrkræn mótun kórsins var aftur á móti heldur lin og vant- aði stundum snarpari áherzlur. Engu að síður var uppfærslan kærkomin eftir margra ára kyrr- þey, og fengur var að vönduðum þýðingum Hjörvars Péturssonar í vel frágenginni tónleikaskránni. Bæverskir munkar á Möðruvöllum TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Carl Orff: Carmina Burana (kamm- erútgáfa). Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran & Þorgeir J. Andrésson tenór. Háskólakór- inn, Vox academica & Stúlknakór. Guð- ríður St. Sigurðardóttir & Kristinn Örn Kristinsson, píanó; Árni Áskelsson, Egg- ert Pálsson, Frank Aarnink, Ólafur Hólm Einarsson, Pétur Grétarsson & Steef van Oosterhout, slagverk. Stjórnandi: Hákon Leifsson. Sunnudaginn 10. marz kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Út er komin hjá Árnastofnun í Kaupmannahöfn ný fræðileg útgáfa Egils sögu Skalla- grímssonar. Þetta er stafrétt útgáfa svokallaðrar A- gerðar sögunnar, en aðaltexti henn- ar er í Möðruvallabók, hinni miklu sagnabók frá 14. öld. Útgefandi sög- unnar er dr. Bjarni Einarsson, en hann lést haustið 2000. Dr. Bjarni vann um árabil að rannsóknum á Egils sögu og fleiri Íslendingasögum, einkum skáldasögum. Talsvert vantar í texta Möðruvallabókar af Egils sögu, og eru þau skörð hér fyllt eftir pappírs- handritum frá seytjándu öld, sem eru eftirrit Möðruvallabókar. Þótt Möðru- vallabók geymi besta texta Egils sögu, hefur þó ýmsu verið breytt þar, stundum til lýta. Mesta nýmæli hinn- ar nýju útgáfu er að prentaður er orða- munur úr þremur eyfirskum hand- ritum frá átjándu og nítjándu öld sem dr. Bjarni sýnir fram á að geyma forn- legan texta sögunnar, og má með honum og öðrum orðamun, sem út- gáfan birtir, bæta texta Möðruvalla- bókar og komast nær frumtexta Egils sögu en fyrri útgáfur hafa gert. Í fréttatilkynningu um verkið segir m.a. að upphaf þess megi rekja til rannsókna Jóns Helgasonar prófess- ors í Kaupmannahöfn. Hann rannsak- aði ítarlega 70 handrit sögunnar og gerði sér ljóst að hún er varðveitt í þremur gerðum og að nauðsynlegt er að gefa hverja gerð út fyrir sig. Eftir lát Jóns tók Bjarni Einarsson að sér að gefa út A-gerð sögunnar, en hann starfaði þá við Stofnun Árna Magn- ússonar á Íslandi. Bjarni vann að út- gáfunni í mörg ár og samdi inngang- inn. Þegar hann lést var verkið mjög langt komið en ekki fullbúið til prent- unar. Michael Chesnutt, starfsmaður Árnastofnunar í Kaupmannahöfn gekk endanlega frá verkinu í sam- vinnu við Jonnu Louis-Jensen prófess- or og Peter Springborg forstöðumann stofnunarinnar. Umsjón með dreifingu bókarinnar hefur C.A. Reitzels Forlag í Kaup- mannahöfn. Nørregade 20, DK-1165 Kaupmannahöfn K. Verð: 320 dkr. Fornrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.