Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 31 AF einhverjum ástæðum hafði ég enga hugmynd um hvað mynd ég var að fara á. „Sean Penn er nú aldrei í lélegri kvikmynd,“ hugsaði ég með mér, og hlakkaði til að sjá karlinn, því mér finnst alltaf eitthvað kyn- þokkafullt – eða frekar kynreffilegt – við hann. Og svo birtist hann á tjaldinu... úps! sem þroskaheftur náungi... þar fór kynímyndin í vask- inn. En ég var fljót að jafna mig því Penn er alveg stórkostlegur í hlut- verki náungans Sam, sem er með þroska á við sjö ára barn. Og sem verra er, er faðir sjö ára stúlku, sem ómeðvitað hættir að læra af hræðslu við að verða klárari en pabbi sinn. Barnaverndarsamtök koma inn í málið, taka stúlkuna hans Lucy Diamond (hann er mikill Bítlaaðdá- andi) frá honum og hann fær lög- fræðinginn Ritu Harrison (Pfeiffer) til að taka að sér málið, og viti menn! Þessi harðkjarna framafrú bara lær- ir ýmislegt af samverustundum sín- um við mann sem hún nennti ekki mikið að spjalla við áður. I am Sam fjallar um mál sem hafa verið í fréttum á Íslandi undanfarið, um rétt andlega fatlaðra foreldra. Mál sem þörf er að ræða og flestir vilja helst ekki hugsa út í. Hér er þó frekar lint tekið á málum, myndin hefði mátt vera beittari – en hún gef- ur vissulega jákvæða mynd af þroskaheftum sem foreldrum. Bítl- arnir sögðu „All You Need Is Love“, og það er yfirskrift myndarinnar, en málið er ekki alveg svo einfalt. Þetta er Hollywood-mynd, og gerð eftir gildum sem ríkja þar á bæ. Hún er fyrirsjáanleg og margir þættir hennar klisjukenndir, samanber lög- fræðinginn. Það er þó nokkur húmor í myndinni, margir góðir brandarar, þar sem jafnvel er gert grín að ein- feldni þroskaheftra, þótt það sé mest góðlátlegt. En það bjargar myndinni alveg, því hún er líka hryllilega væm- in. Ekki nóg með að Penn sé veru- lega sannfærandi – og heillandi á sinn hátt – í hlutverki Sams, heldur er Dakota Fanning stórkostleg sem Lucy Diamond. Um leið og hún birt- ist á skjánum er hún búin að vinna hjarta manns. Og öll atriðin með þeim tveimur saman eru... ja, ég bara hágrét. Ég hef bara aldrei grenjað svona mikið í bíó, og hvað þá alla leiðina heim og hálftíma eftir að ég var lögst upp í rúm. Ég sver það. Þrátt fyrir klisjurnar og grenjurnar, linkindina og væmnina, þá finnst mér þetta fín mynd – kannski af því að eftir á fannst mér einsog Sam og Lucy væri bestu vinir mínir, og ég myndi svíkja þau ef ég segði eitthvað annað. Það segir nú eitthvað. Reuters „Ekki nóg með að Penn sé verulega sannfærandi – og heillandi á sinn hátt – í hlutverki Sams, heldur er Fanning stórkostleg sem Lucy.“ Besti pabbi í heimi KVIKMYNDIR Bíóborgin Leikstjórn: Jessie Nelson. Handrit: Krist- ine Johnson og Jessie Nelson. Kvik- myndataka: Elliot Davis. Aðalhlutverk: Sean Penn, Michelle Pfeiffer, Dakota Fanning, Dianne Wiest, Loretta Devine, Richard Schiff og Laura Dern. 132 mín. USA. New Line Cinema 2001. I AM SAM/ÉG ER SAM  Hildur Loftsdóttir ÞAÐ var í fyrra að Sigurður Flosason, ásamt fleiri félögum úr Stórsveit Reykjavíkur, lék í ís- lenskfæreyskgrænlensku stór- sveitinni NAPA undir stjórn Mar- íu Schneiders, sem er einn fremsti stórsveitarstjórnandi djassins um þessar mundir. Þar lék færeyski bassaleikarinn Edvard Nyholm Debes, sem trúlega er fremstur færeyskra djassleikara, og banda- ríski píanistinn Jim Milne, sem hefur búið í Nuuk í áratugi og rek- ur þar hljóðver og útgáfufyrir- tæki. Hann lék á árum áður með ýmsum toppdjassistum s.s. Thad Jones, Mel Lewis og Don Ellis. Debes fékk þá hugmynd að þeir félagar legðu saman í tríó og léku þeir í Þórshöfn og Nuuk í mars- byrjun áður en Reykjavík var heimsótt og seinna á árinu er stefnt að nýju í kjölfar norrænna víkinga, m.a. til Írands, Hjalt- landseyja og Nýfundnalands. Efnisskráin samanstendur af verkum eftir þá félaga auk dans- ins færeyska um Flóvin Bæna- diktsson, sem vinsæll varð á Ís- landi snúinn uppá Gretti sterka og söng Árni Tryggvason á prent- smiðjufæreysku texta sem Gunn- ar Eyjólfsson og Helgi S. Jónsson sömdu og hófst svo: Ásmundur byggvði á bjarginu. Tónleikarnir hófust á Hjarta- rótum Sigurðar Flosasonar af Gengið á hljóðið. Blés hann í altó en skipti yfir á sópran í næsta verki, sem var eftir Debes og ná- lægt evrópskri tónskáldatónlist með frjálsdjassívafi. Hann blés einnig í sópran í seinna verki Deb- es og gæddi það húmor með tal- andi saxófónkafla í lokin. Lög Milne voru hefðbundnari en Deb- esar. Six Stomper var bíbopp- stompari einsog Mingus samdi stundum að gamni sínu og svo var fallegur óður til grænlenska sum- arsins í fjarðarbotnunum er hnjúkaþeyrinn ríkir og einn tangó þarsem Flosason blés fínan sóló einsog oftast. Mýkstur var Sig- urður í ballöðu sinni Stjörnur, en heitastur í aukalaginu Heima er best af Gengið á hljóðið. Þar átti Milne fínan sóló þarsem honum tókst að byggja upp garneríska spennu. Þetta voru hinir skemmtileg- ustu tónleikar og Debes var jafn- vígur í sólóum og rýþma. Tónninn fínn og sveiflan sterk. Milne átti góða spretti og saxófónleikur Sig- urðar fyrsta flokks, en það er sos- um daglegt brauð, tríóið gott þó ekki væri það í Himnastigaklass- anum. Norður- hjaradjass DJASS Norræna húsið Sigurður Flosason, sópran- og altó- saxófóna, Jim Milne, píanó, og Edvard Nyholm Debes, bassa. Sunnudaginn 10.3. 2002. GRISFO Vernharður Linnet ÞAÐ er ánægjulegt að sjá hversu góðum árangri er hægt að ná með hóp ungra leikenda og skemmti- legar hugmyndir í farteskinu. Stef- án Jónsson hefur á undanförnum árum sett upp athyglisverðar sýn- ingar með leikhópum framhalds- skólanna, skemmst er minnast frá- bærrar sýningar hans á Dýrunum í Hálsaskógi með Flensborgarskólan- um í fyrra. Sýningin að þessu sinni er sam- sett úr þremur þáttum sem eiga í raun fátt sameiginlegt annað en það sem einkennir leikrit fremur en ekki, nefnilega samskipti kynjanna, ástir og átök. Úr þessu verður þó haglega fléttuð sýning sem vísar fram og til baka innan þess ramma sem henni er gefinn. Fyrsti þátturinn er byggður á 100 ára gömlum íslenskum ástar- bréfum milli manns og konu. Upp- haf þess þáttar er einstaklega myndrænt og skemmtilega hugsað þar sem starfsmenn í vinnugöllum bera inn konur í búningum sem minna á aldamótin og þegar þeir yf- irgefa salinn taka þær til máls hver af annarri. Góð framsögn leikenda og vel útfærð hrynjandi skapaði sterka stemningu. Annar þátturinn er eftir Banda- ríkjamanninn David Ives og er að sögn leikstjórans upphaflega sam- inn fyrir tvo leikara; lýsir því hvernig karl og kona reyna að finna leiðina hvert að öðru á bar. Höfund- urinn beitir þeirri skemmtilegu að- ferð að í hvert sinn sem persón- urnar lenda í ógöngum er hoppað til baka og þær fá tækifæri til að leiðrétta sig og halda áfram. Leik- stjórinn bregður á það ráð að skipta textanum á milli fjölda leik- enda og búa til fjölmörg pör sem gæðir textann enn meiri fjölbreytni og veitir fleirum tækifæri til að spreyta sig í leik. Þessi þáttur var mjög vel sviðsettur og skýr, per- sónur einfaldar og textameðferð góð. Það er reyndar einkenni á þessari sýningu allri hversu skýr- mæltir leikendur eru og greinilegt að lögð hefur verið verðskulduð al- úð við þann þátt, því fátt er verra en skilja ekki hvað leikendur eru að muldra á sviðinu. Þriðji þátturinn er sýnu lengstur og heillegastur eftir breska gam- anleikjahöfundinn Alan Ayckbourn. Þátturinn gerist á hótelbar og segir frá tvennum hjónum og karlmanni sem reynir stíft við konu á barnum og verður sífellt drukknari eftir því sem á líður kvöldið. Þarna reyndi verulega á leikhæfileika þátttak- enda og er skemmst frá því að segja að þátturinn er frábærlega unninn, leikurinn nákvæmur og skýr sem er skilyrði fyrir að þátt- urinn nái tilgangi sínum því leikið er samtímis á þremur stöðum og skipt hratt á milli án þess að nokk- urn tímann megi verða dauður punktur. Leikurinn var mjög ýktur og vakti sérstaka athygli hversu samstiga leikendur voru í þeim stíl sem leikstjórinn hafði lagt þeim til; Hilmar Guðjónsson fór hamförum á sviðinu og missti hvergi dampinn. Söng- og dansatriðið var sannkall- aður hápunktur annars mjög vel heppnaðrar sýningar. Kynleg sýning LEIKLIST Fúría, Leikfélag Kvennaskólans Þrír leikþættir eftir leikhópinn, David Ives og Alan Ayckbourn. Búningar: Rann- veig Gylfadóttir. Leikstjóri: Stefán Jóns- son. KYNVERUR Hávar Sigurjónsson EINAR Scheving hélt djasstón- leika í Clark-tónleikasalnum á Uni- versity of Miami í Flórída á dög- unum. Tónleikar þessir voru hluti af meistaraprófi Einars í tónlist- ardeild skólans, en hann hefir stundað þar nám, með trommuleik sem aðalgrein, síðastliðin 5 ár. Fjórir aðrir tónlistarmenn aðstoð- uðu Einar, en á efnisskránni voru fimm af sjö tónverkunum eftir hann sjálfan. Þóttu tónleikarnir takast afar vel, og sér í lagi var Einari og félögum hans klappað lof í lófa fyrir hans eigin tónsmíðar. Rúmlega hundrað manna salurinn var troðfullur. Einar hefir unnið að kennslu- störfum við háskólann með meist- aranáminu undanfarin ár og mun halda þar áfram kennslu að náminu loknu. Maki hans, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, vinnur nú að dokt- orsritgerð sinni í hagfræði við sama skólann, University of Miami. Meistara- prófstónleikar í Miami Flórída. Morgunblaðið. DANSKI hönnuðurinn Arne Jac- obsen átti 100 ára fæðingarafmæli 11. febrúar. Af tilefninu hefur m.a. verið gefin út bók um ævi og störf Jacobsens og færði verslunin Epal hf. Listaháskóla Íslands, hönnun- ardeild, Kennaraháskóla Íslands, listgreinadeild, Iðnskólanum í Reykjavík, hönnunardeild og Iðn- skólanum í Hafnarfirði, hönnunar- deild, eintak af þessari bók til eign- ar. Af sama tilefni voru veitt verð- laun í samkeppni, spurninga- keppni, um Arne Jacobsen og féllu þau í skaut Hrannar Bjargar- Harðardóttur. Einu tímariti í hverju landi gafst kostur á að efna til þessarar sam- keppni og sá Hús og híbýli um keppnina á Íslandi. Verðlaunin eru gjafaaskja sem er framleidd sér- staklega af þessu tilefni í takmörk- uðu upplagi, eða 1.500 stk. og komu 11 öskjur til Íslands. Í öskjunni er hin áður nefnda bók, tekanna úr stáli, stálkanna undir heitt vatn, tesía úr stáli með undirskál, allt framleitt af Stelton. Auk þess fylgir öskjunni uppáhalds te Arne Jacobsen. Samkeppni um Arne Jacobsen ♦ ♦ ♦ VORTÓNLEIKAR Karlakórsins Stefnis í Mosfellssveit verða í Graf- arvogskirkju í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30 og á laugardag kl. 16.30. Efnistök kórsins er að þessu sinni íslensk og erlend lög, létt verk og kirkjuleg, og lög sem flutt eru í tilefni 100 ára afmælis Halldórs Laxness. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er mezzosópransöngkonan Sig- ríður Jónsdóttir. Einnig syngja ein- söng kórfélagarnir Birgir Hólm Ólafsson, Björn Ó. Björgvinsson og Böðvar Guðmundsson. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson, undir- leikari Sigurður Marteinsson og raddþjálfari Sigríður Jónsdóttir. Vortónleikar Karlakórsins Stefnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.