Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR tónlistarmanna og hug- sjónafólks blæs til tónleika í Lang- holtskirkju í kvöld til styrktar Götu- smiðjunni, meðferðarheimilis fyrir ungt fólk sem á við fíkniefnavanda að stríða. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og verður þar boðið upp á fjölbreyttan tónlistarflutning kóra, einsöngvara og kvartetta. Meðal þeirra sem fram koma eru þeir Bergþór Pálsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson sem flytja hina sívinsælu Glúntasöngva við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar, Gospelsystur Reykjavíkur sem munu flytja úrval gospelsöngva og Karlakór Reykjavíkur syngur valin lög. Þá koma fram Kammerkór Hafnarfjarðar og Kammerkór Nýja tónlistarskólans sem skipaðir eru ungum og upprennandi einsöngvur- um. Milli atriða munu fulltrúar Götu- smiðjunnar kynna starfsemina með stuttum erindum og lýkur tónleikun- um á samsöngi kóranna fjögurra undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Sigurðar Bragasonar. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, sækja tónleikana. Á þriðja hundrað manns gefur vinnu sína Marsibil Sæmundsdóttir og eigin- maður hennar Mummi eru stofnend- ur Götusmiðjunnar, meðferðarheim- ilis fyrir unglinga í fíkniefnavanda. Heimilið rekur starfsemi sína að Ár- völlum á Kjalarnesi og býður upp á sérhæfða meðferð fyrir unglinga á aldrinum 15 til 20 ára. Þar er lögð áhersla á að einstaklingurinn beri ábyrgð á sjálfum sér og er meðferðin m.a. byggð upp af meðferðarfund- um, einstaklingsviðtölum, fyrirlestr- um, verkefnavinnu, 12 spora fund- um, tómstundum og útivist. Að starfseminni koma sálfræðingar, ráðgjafar og annað starfsfólk sem leggur lóð á vogarskálar starfsem- innar, sem fallið hefur í góðan jarð- veg hjá unglingunum sjálfum. Marsibil segir styrktartónleikana hafa orðið að veruleika vegna óeig- ingjarns starfs Péturs Guðmunds- sonar, Þorsteins Þorsteinssonar og fleiri góðra manna, sem boðið hafi fram krafta sína við skipulagningu tónlistarveislunnar til styrktar Götu- smiðjunni. Sjálfir hafa þeir reynslu af kórastarfi og skipulagningu tón- leika af þessu tagi og vildu með þeim hætti leggja starfseminni lið. „Þeir hafa skipulagt mjög líflega og skemmtilega tónleikadagskrá, þar sem flutt verður allt frá hefðbund- inni karlakórtónlist til gospelsöngva. Aðalhugmyndin er sú að fólk geti komið og átt skemmtilegt kvöld, jafnframt því sem Götusmiðjan nýt- ur góðs af,“ segir Marsibil. Allur ágóði af tónleikunum mun renna óskiptur til Götusmiðjunnar en allir sem fram koma gefa vinnu sína, alls á þriðja hundrað manns. Þegar Marsibil er spurð um þýðingu söfnunarfjár fyrir starfsemi Götu- smiðjunnar, segir hún framlög og stuðning velviljaðs fólks í raun ráða úrslitum þegar kemur að því að láta enda ná saman í rekstrinum. „Götu- smiðjan er með þjónustusamning við Barnaverndarstofu um 12 rými, sem brúar um 70% af rekstrarkostnaði heimilisins. Við rekum árlega á bilinu 4 til 6 rúm til viðbótar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 20 ára og er oftast langur biðlisti eftir þeim plássum. Það er því ákveðið bil sem við þurfum að brúa árlega, og hefur það oftast gengið á einn eða annan hátt með hjálp góðhjartaðs fólks. Allur stuðningur kemur því í góðar þarfir,“ segir Marsibil að lokum. Tónleikarnir í Langholtskirkju hefjast sem fyrr segir í kvöld kl. 20 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Í tengslum við tónleikana hefur verið opnaður reikningur í Íslandsbanka, þar sem hægt er að leggja inn fram- lög til starfsemi Götusmiðjunnar. Reikningsnúmerið er 0515-14- 606868 í aðalbanka Íslandsbanka. Lóð á vogar- skálarnar Morgunblaðið/Sverrir Á þriðja hundrað manns mun gefa vinnu sína á tónleikum til styrktar Götusmiðjunni í Langholtskirkju í kvöld. Hér er verið að æfa samsöng sem fluttur verður í lok dagskrárinnar. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Meðferðarheimilið Götusmiðjan að Árvöll- um á Kjalarnesi hefur unnið ötult starf við að aðstoða unglinga í fíkniefnavanda með starfsemi sinni undanfarin fjögur ár. Í kvöld verða haldnir fjölbreyttir tónleikar til styrktar starfseminni. Aftur í form, 10 vikna endurhæfing fyrir nýbakaðar mæður, er eftir Sally Lewis í þýðingu Maríu Hrannar Gunn- arsdóttur. Bókin er ætluð konum sem vilja komast í gott form eftir með- göngu og fæð- ingu. Í bókinni er að finna fjölmörg ráð er lúta að þessu ásamt skipulagðri 10 vikna endurhæfingaráætlun sem sett er saman af sérfræðingi og miðast við að konan nái sínum fyrri andlega og líkamlega styrk sem allra fyrst. Í bókinni eru leiðbeiningar um mat- aræði, með helstu áherslu á næring- arþörf nýbakaðra mæðra, fjallað er um slökunartækni, heimadekur og grasalækningar og farið yfir helstu vandamál sem upp geta komið við þessar aðstæður. Útgefandi er Salka. Bókin er 127 bls, prentuð í Kína. Verð: 3.280 kr. Lífsstíll UNDARLEGIR atburðir fara að gerast hjá millistéttarfjölskyldu í París, á 9. afmælisdegi einkasonarins Camille (Nils Hugon). Stráksi fer að halda því fram að mamma hans (Isa- belle Huppert), sé ekki hans raun- verulega móðir og fer að kalla hana skírnarnafni sínu, Ariane. Camille segir að hans rétta móðir búi í öðrum borgarhluta, þangað vilji hann fara, þar sé hans pláss í veröldinni. Mæðg- inin hafa fljótlega uppá hinni „móð- urinni“, Isabellu (Jeanne Balibar), sem lætur einsog hún eigi Camille og fær sömu viðbrögð hjá drengnum. Isabella missti son sinn af slysförum fyrir nokkuru og segir Ariane að Ca- mille sé sonur sinn endurfæddur. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn, Raoul Ruiz, meðhöndlar þetta fá- ránlega efni á viðeigandi hátt; svo virðist sem mannskapurinn upp til hópa sé meira eða minna kexruglað- ur. Ekki aðeins „mæðurnar“ tvær, heldur og ekki síður sálfræðingurinn (Charles Berling), bróðir Ariane. Að ekki sé minnst á drengstaulann Cam- ille. Myndin fær að lokum e.k. botn í söguna, sem má sætta sig við. Í hon- um felast þó ekki þeir litlu töfrar sem gera Dulið sakleysi áhorfanlega, heldur á óvenjulega, hálfgeðveikis- legi óraunveruleikablær sem umlyk- ur myndina. Ekki síður í þokkafull- um leik hinnar mögnuðu Huppert og Balibar er einnig athyglisverð leik- kona. Leikstjóri Raoul Ruiz. Aðalleikendur: Isa- belle Huppert, Jeanne Balibar, Charles Berling, Nils Hugon. Sýningartími 100 mín. Frakkland 2001. COMÉDIE DE L’INNOCENCE (DULIÐ SAK- LEYSI)  1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson ÞRÍR eiginmenn vinkvenna (þeir virðast þekkjast takmarkað), koma að tómum kofunum er þeir sameinast í húsi sem þeir hafa tekið á leigu í Bretaníu ásamt konum sínum í sum- arfríinu. Þær hafa dvalist þar ásamt börnunum undanfarnar vikur en er karlarnir mæta eru konurnar horfn- ar á braut. Aðeins barnahópurinn eft- ir og hundtík þeirra barnlausu. Eig- inmennirnir, Max (Berry), Vincent (Berling) og Raoul (Darroussin)), verða að vonum æfir yfir þessari óforskömmuðu framkomu, enda kemur í ljós að allir eru þeir vanhæfir til að taka að sér óvænt móðurhlut- verkið. Hvernig á að kaupa í matinn, svæfa börnin, setja í þvottavélina...? Það er aðeins brot af þeim hvers- dagslegu vandamálum sem þeir opna augu sín fyrir og gera sér jafnframt grein fyrir ýmsum öðrum annmörk- um sínum sem húsbændur og heim- ilisfeður. Max hefur verið veikur á svellinu; Raoul bráður og vill ekkert með börn hafa og Vincent ósköp lítill bógur, gjörsamlega háður konu sinni. Þrír gjörólíkir einstaklingar sem til þessa hafa talið sig lifa í fullkomnu hjónabandi þar sem ekkert vantar upp á fullkomnunina. Í raun er svo allt í steik þegar hin raunverulegu höfuð fjölskyldnanna taka sig saman, hverfa á braut, langleið á sjálfum- gleði manna sinna. Vandamál þess- ara sjálfbirgingslegu karla eru al- þjóðleg, a.m.k. hjá þeirra kynslóð. Vonandi standa börnin okkar sig bet- ur. Aðferðafræðin er þó ekki til eft- irbreytni og það kemur berlega í ljós að fyrr en varir hafa þeir allir ánægju af sínum nýju hlutverkum. Opnast heimur nýrra gleðigjafa sem er nán- ari umgengni við börnin og hvern annan. Kynslóð eiginmannanna þriggja er vafalaust gjörspillt af of- dekri mæðra sinna og sannast hér hið forkveðna: Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Helgarfrí er vel leikin og að mörgu leyti umhugsunarverð mynd. Hún opnar svo sem ekki augu karla fyrir neinum nýjum staðreyndum, heldur minnir menn á skyldur sínar og al- mennan trassaskap. Sem gaman- mynd er hún þynnri í roðinu. Og blind- ir fá sýn... KVIKMYNDIR Regnboginn: Frönsk kvikmynda- vika Leikstjóri Patrick Allessandrin. Handrits- höfundur: Lisa Allessandrin. Kvikmynda- tökustjóri: Damien Morisot. Aðalleik- endur: Richard Berry, Charles Berling, Jean-Pierre Darroussin, Mélanie Thierry, Selma El Moussi, Manin Gourin. Sýning- artími 92 mín. Frakkland. Europa Dist. 2001. 15 AOUT (HELGARFRÍ) 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson ÉG verð að segja að það var með mikilli tilhlökkun sem ég fór á kvik- myndina Le Placard eða Skápinn. Frakkar geta nefnilega gert helv... skemmtilegar grínmyndir, og höf- undur þessarar Francis Veber, á nokkrar þeirra bestu undanfarinna ára. Ekki nóg með það heldur hefur hann fengið með sér rjómann af franska karlkyns leikaraliðinu, og þá stóra dramakónga einsog Daniel Au- teuil og Gérard Depardieu, og svo sjálfan Jean Rochefort og grínarann góða Thierry Lhermitte. Og sagan er ekki svo vitlaus. Bók- haldara nokkrum hefur verið sagt upp eftir 20 ára vel unnin störf hjá sama fyrirtækinu. Nýi nágranninn hans er hins vegar með lausn á mál- inu. Bókhaldinn þykist vera hommi, og þá þora þeir ekki að reka hann án þess að fá á sig neikvæðan stimpil. Það er óhætt að segja að líf bókhald- arans breytist á svipstundu. Líkt og í mynd Vebers Le Dîner des Cons sem sýnd hefur verið hér á landi, auk þess sem leikritið var sýnt í Borgarleikhúsinu, liggur á bakvið grínið ádeila á fólk sem virkilega heldur að það sé betra en aðrir. Yf- irleitt eru líka þeir sem mest láta fyr- ir sér fara, mestu smásálirnar og þeir huglausustu þegar á reynir. Það er gott og vel. Hins vegar er þessi mynd ekki al- veg að virka. Hún er bara ekki sér- lega fyndin... eiginlega ekkert fynd- in, og auk þess standa þessir annars frábæru leikarar sig ekki mjög vel. Þótt að bókhaldarinn eigi að vera mjög leiðinlegur, þá verður hann að ná samúð okkar með sínum vinalega þurrleika, en það tekst Auteuil ekki að ná fram. Og Depardieu og Lher- mitte sem hafa hreinlega brillerað í myndum eftir Veber, eru bara ekki sannfærandi í sínum hlutverkum. Þá veit ég ekki hvað er mikið eftir. Það er einsog þessu rjómaliði hafi alltaf tekist það vel upp að það hafi bara kastað til höndunum við þessa mynd. Það er synd, því ég hlakkaði svo mik- ið til. Leikstjórn og handrit: Francis Veber. Kvikmyndataka: Luciano Tovoli. Aðal- hlutverk: Daniel Auteuil, Gérard Dep- ardieu, Thierry Lhermitte, Jean Roche- fort, Michel Aumont og Michèle Laroque. 84 mín. Frakkland. 2001. LE PLACARD/SKÁPURINN Hildur Loftsdóttir LEIKFÉLAG Hornafjarðar hélt upp á 40 ára afmæli sitt sl. þriðju- dagskvöld með því að frumsýna í Mánagarði leikritið Gísl eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Leikstjóri er Þröstur Guðbjarts- son, tónlistarstjóri Jóhann Morávek og ljósahönnuður Þorsteinn Sig- urbergsson. Leikritið gerist á vændishúsi á Norður-Írlandi og segir frá því þegar breskum her- manni er haldið þar í gíslingu. Íbú- ar hússins eru æði skrautlegir og sýningin fjörug og fyndin á köflum en undirtónninn í verkinu er graf- alvarlegur. Fjölmargir söngvar eru í sýningunni og leikur þriggja manna hljómsveit undir. Tuttugu leikarar taka þátt í sýn- ingunni. Í lok sýningarinnar færði Albert Eymundsson bæjarstjóri Hornafjarðar Leikfélaginu eina milljón króna í afmælisgjöf. Leikfélag Hornafjarðar var stofnað 12. mars 1962. Næstu sýningar eru í kvöld og sunnudagskvöld, 21., 22. og 24. mars og hefjast allar kl. 20.30. Morgunblaðið/Ljósey Sigurður Kr. Sigurðarson í hlutverki mönsjörs og Þrúðmar Kári Ragn- arsson sem leikur breska hermanninn Leslie Williams. Gísl á afmæl- issýningu Hornafirði. Morgunblaðið. Söngurinn er eftir Guillevic í þýðingu Þórs Stefánssonar. Bókin heitir á frum- málinu Le Chant, poéme. Hún er gefin út með styrk frá Þýð- ingarsjóði. Árið 1997 kom út ljóða- bók Guillevic Skáld- skaparmál. Útgefandi er Valdimar Tómasson. Ljóð Voyages and Exploration in the North Atlantic from the Middle Ages to the XVIIth Century hefur að geyma greinasafn eftir sagnfræðinga frá þeim löndum sem liggja að Norður- Atlantshafi. Ritgerðirnar fjalla um landaleit á Norður-Atlantshafi, leið- angra Hollendinga í Norður-Íshafi og Norðmanna á Svalbarða auk breskra leiðangra í leit að norð-vesturleiðinni á 16. öld. Helgi Þorláksson skrifar um frum- herja í siglingum á Norður-Atlantshafi og telur að þeir hafi jafnan verið líkrar manngerðar, sem hann lýsir, og að af- rek þeirra hafi verið komin undir per- sónulegu frumkvæði fremur en af- skiptum yfirvalda; kanadíski fræðimaðurinn Peter Pope leiður get- um að því að sú siglingaleið sem Cab- ot-feðgarnir völdu til að sigla til Ný- fundnalands 1497 tengist ekki ferð Kólumbusar, en hafi átt rætur að rekja til hugsanlegrar þekkingar þeirra á Vínlandssögnum og tengslum við kaupmenn í Bristol sem ráku verslun við Íslendinga. Loks má nefna að norsk-ameríska fræðikonan Kirsten Seaver kemur með nýja til- gátu um örlög norrænu nýlendunnar á Grænlandi á 15. öld. Útgefandi er Sagnfræðistofnun í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Rit- stjóri Anna Agnarsdóttir. Bókin er 148 bls., prentuð í Odda. Mynd á kápu er eftir Kristin Gunnarsson. Verð: 2.490 kr. Sagnfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.