Morgunblaðið - 14.03.2002, Side 33

Morgunblaðið - 14.03.2002, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 33 AÐALFUNDUR Aðalfundur Lögmannafélags Íslands 2002 verður haldinn föstudaginn 15. mars nk., kl. 14.00, í Sunnusal, Hótels Sögu. D A G S K R Á 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr. samþykkta fyrir Lögmannafélag Íslands. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál. Að loknum aðalfundi LMFÍ verður haldinn aðalfundur félagsdeildar LMFÍ. D A G S K R Á 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 6. gr. reglna um félagsdeild LMFÍ. 2. Tillaga um breytingar á reglum um félagsdeild LMFÍ. 3. Tillaga um aukið samstarf félagsdeildar við Lög- fræðingafélag Íslands o.fl. 4. Önnur mál. Stjórn Lögmannafélags Íslands. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg og bjóða einstakt tilboð á síðustu sætunum um páskana, þann 28.mars. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Páskar í Prag eru heillandi tími, komið vor, allt að 20 stiga hiti og allur gróður í blóma. Og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 26 sætin Páskar í Prag 28. mars frá kr. 29.900 Verð kr. 49.900 Flug og hótel í 7 nætur M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 28. mars. Flug og gisting. Skattar kr. 3.550. Alm. verð kr. 52.395. Verð kr. 29.900 Flugsæti um páska til Prag. Skattar kr. 3.550 ekki innifaldir. Alm. verð kr. 31.395. VERÐI ráðist í virkjun Kárahnjúka eru enn fjölmörg dýr- mæt svæði norðan Vatnajökuls sem verð- ur að vernda fyrir komandi kynslóðir. Því miður eru sums staðar uppi hugmyndir um að ganga frekar á þessi svæði. Það má ekki gerast. Ég tel því far- sælast að vernda með formlegum hætti nátt- úru þessara svæða og virkja þau þannig sem drifafl í ferðaþjónustu á austurhluta landsins. Í hugmyndinni um þjóðgarð gæti jafnvel falist vísir að sátt í viðkvæmri og erfiðri deilu sem stundum hefur virst skipta þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Þjóðgarður norðan jökuls Þó að hægt væri að stofna sjálf- stæðan þjóðgarð um þessi ósnortnu flæmi færi þó líklega best á því að bæta þeim við þann þjóðgarð sem þegar er fyrirhugað að stofna um jökulhettuna sjálfa og Skaftafell. Þjóðgarðurinn myndi þá ná vestan jökuls sunnan frá Tungnafellsjökli norður fyrir Herðubreiðarfriðland og austur um Lónsöræfi. Erlendis eru til þjóðgarðar sem falla undir sama verndarstig og íslensku þjóð- garðarnir þrátt fyrir að virkjunar- lón séu í nándinni. Margar af helstu náttúruperlum landsins yrðu hluti hins nýja þjóð- garðs. Ég nefni Öskju, Herðubreið, Kverkfjöll, Snæfell og Vesturöræfi auk Lónsöræfa. Ég tel mikilvægt að hann nái norður fyrir Herðubreið- arfriðland. Það ætti að tryggja að Dettifoss verði ekki skertur með virkjun Jökulsár á Fjöllum skv. áformum sem hefur mátt lesa um í skýrslum virkjanaglaðra embættis- manna. Heimamenn ráði ferðinni Ljóst er að þjóðgarður þar sem saman fara eldfjöll, jöklar og ein- stakar náttúruperlur mun gera Ís- land að einstökum kosti ferðamanna á alþjóðavettvangi. Skipulagðar gönguleiðir, bygging skála og fjalla- sela og hæfilegar vegasamgöngur tengdar þjóðgarðinum gæfu lands- mönnum jafnt sem erlendum ferða- mönnum kost á nýjum möguleikum til útivistar, og þarmeð að njóta ein- stakrar náttúru svæða, sem hafa verið mörgum lokuð. Um leið myndi þjóðgarður af þessum toga því vera lyftistöng undir jákvæða byggða- stefnu, og skapa fjölmarga nýja möguleika á nýjum störfum í tengslum við ferðaþjónustu og menningarstarfsemi. Skoðun okkar í Samfylkingunni er sú, að alla stefnumótun og upp- byggingu þjóðgarðsins ætti að vinna í samráði við heimamenn og ferða- þjónustu í héraði, en átta sveitar- félög myndu liggja að þjóðgarðin- um. Skynsamlegast væri að okkar mati að sérstakt íbúaþing kæmi saman þar sem fulltrúar allra sem málið varðar gerðu tillögu um hvernig best færi á því að stýra og reka þjóðgarðinn. Nú- gildandi lög virðast hinsvegar ekki heimila ráðherra að framselja stjórn þjóðgarða í hendur heimamanna, og því yrði að breyta lögum til að gera það kleift. Hundruð kvenna- starfa Sérfræðingar sem hafa velt fyrir sér ávinningi af þjóðgarði af þeim toga sem ég hef hér reifað telja að hann gæti leitt til þess að nokkur hundruð nýrra starfa yrðu smám saman til. Þau yrðu að langmestu leyti til í ferðaþjónustu, en á landsbyggðinni er henni að meira og minna leyti haldið uppi af konum. Þjóðgarður af þessum toga gæti því skapað hundruð nýrra kvennastarfa á austurhluta lands- ins. Þjóðgarður norðan Vatnajökuls yrði því veruleg lyftistöng fyrir at- vinnuuppbyggingu í mörgum sveit- arfélögum sem liggja að honum. Samfylkingin er nú með tillögu um slíkan þjóðgarð í mótun og verður spennandi að sjá hvernig þeirri til- lögu verður tekið. Verndun víðerna hálendisins með stofnun þjóðgarðs er þjóðinni afar mikilvæg, hvort heldur er í atvinnulegu tilliti, byggðalegu eða út frá sjónarhóli náttúruverndar. Ávinningur af þjóðgarði Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingarinnar. Hálendið Þjóðgarður norðan Vatnajökuls, segir Jó- hanna Sigurðardóttir, yrði því veruleg lyfti- stöng fyrir atvinnuupp- byggingu. Á undanförnum ára- tugum hafa margir málsmetandi menn vakið athygli á nauð- syn þess að endur- skoða lög um starfs- lok. Lög frá 1935 um starfslok opinberra starfsmanna eru löngu orðin úrelt, þar sem lífaldur fólks hefur hækkað mikið og heil- brigðisþjónustan tekið gífurlegum framför- um. Árið 1988 leit út fyrir að rofaði til, því þá var lögð fram þingsályktunartillaga um sveigjanlegan starfsaldur frá 65-75 ára aldurs. Að henni stóðu 6 þingmenn úr öllum flokkum, þ.á m. Guðni Ágústsson, núverandi landbúnaðarráðherra. Tillagan var samþykkt en dagaði uppi í nefnd. Undanfarin ár hefur minna borið á þessari umræðu, því nú er annað sjónarhorn komið fram í dagsljósið. Í viðtölum við ráðningarstofur kemur fram að fyrirtæki vilji helst ekki ráða fólk í vinnu sem sé komið um fimmtugt. Hvert stefnir eig- inlega í okkar samfélagi? Er einsk- is metinn þroski og starfsreynsla? Þessa dagana er mikið rætt um fordóma og nauðsyn þess að vinna gegn þeim. En hvað er þetta annað en fordómar yngri stjórnenda gegn eldra fólki? Alvarlegir fordómar, sem þarf að uppræta. Skattar og skattleysismörk Því er oft haldið fram, að eldri borgarar séu baggi á þjóðfélaginu. Er þetta ósanngjarn vitnisburður gagnvart þeirri kynslóð, sem hefur byggt upp þetta samfélag. Ef til vill er ekki öllum ljóst að við greið- um nákvæmlega jafnháa skattpró- sentu af lífeyri okkar eins og al- mennir launþegar, þ.e. 38,54%. Sú staðreynd er viðurkennd skv. útreikningum tryggingafræðinga að 2⁄3 af eftirlaunum úr lífeyris- sjóðnum eru vextir af sparifé okkar og ættu því að skattleggjast sem fjármagnstekjur með 10% skatti. FEB hefur ítrekað reynt að fá þetta leiðrétt en því hefur verið hafnað af fjármálayfirvöldum. Höfum við því þurft að grípa til þess óynd- isúrræðis að hefja málarekstur. Undir- búningur er hafinn og falli dómurinn okkur í vil verðum við að vona að stjórnvöld hlíti honum. Skattleysismörk hafa ekki hækkað lengi skv. launaþróun í landinu eins og upp- haflega var ákveðið. Nú er svo komið að meira að segja þeir, sem aðeins hafa tryggingabætur sér til framfæris, þurfa að greiða skatt. Er merkilegt að ekki skuli hafa verið lögð á það meiri áhersla í kjarasamningum. Þetta kemur mjög illa við alla launþega en ekki síst lífeyrisþega, sem njóta eftir- launa, því þá skerðast einnig tryggingabætur vegna lágra við- miðunarmarka. Ellilífeyrir Með 1. um almtr. frá 1971 var áskilið að tryggingabætur skyldu hækka í takt við almenna verka- mannavinnu, en með 1. 1995 voru þessi tengsl rofin, þannig að nú fylgir hækkunin aðeins geðþótta- ákvörðunum stjórnvalda. FEB hef- ur á hverjum einasta aðalfundi samþykkt tillögur til ríkisstjórnar- innar um að grunnlífeyrir fylgi alm. launavísitölu og að frítekju- mörk almannatrygginga og skatt- leysismörk fylgi almennri launa- þróun í landinu, en því hefur ekki verið sinnt hingað til. Ég hef oft skrifað um áður hve óréttlátt er að bensínstyrkur til fatlaðra skuli vera að fullu skatt- lagður, að þeir skuli ekki fá neinn rekstrarkostnað frádreginn eins og launafólk, sem nýtur bifreiða- styrks. Því miður hafa ráðamenn ekki gefið þessu neinn gaum. En hvað með blessaða þingmennina okkar? Geta þeir ekkert gert eða hafa þeir ekki áhuga? Niðurlag Nú er talað um að allir eigi að spara og hefur ASÍ gert virðing- arverða tilraun til að fá ýmsar lækkanir en mér finnst vanta í um- ræðuna að sparað sé í opinberum rekstri, svo sem veisluhöldum og utanlandsferðum. Það er dapurlegt til þess að vita að sumir ellilífeyr- isþegar, öryrkjar og láglaunafólk eigi ekki einu sinni fyrir nauðþurft- um. Við þurfum umfram allt að skera upp herör gegn þessari mis- skiptingu í samfélaginu. Hugleiðingar um málefni aldraðra Margrét Thoroddsen Kjör Við þurfum, segir Margrét Thoroddsen, að skera upp herör gegn misskiptingu. Höfundur er fv. deildarstjóri við Tryggingastofnun ríkisins. Klapparstíg 44  Sími 562 3614PIPAR OG SALT PÁSKA- EGGJAMÓT KONFEKTMÓT MATARLITIR Póstsendum w w w .t e xt il. is Þumalína Slitolía, spangarolía, brjóstagjafaolía og te Póstsendum – sími 551 2136

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.