Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞRÁTT fyrir að ellefu afstærstu sjávarútvegs-fyrirtækjum landsins,sem öll eru skráð á Verðbréfaþingi Íslands, hafi hagnast samtals um rúmlega 7,6 milljarða á árunum 1994–2001 hafa þau ekki enn greitt krónu í tekjuskatt til ríkisins. Ástæðan er sú að með sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækja á síðustu árum hafa þau komist yfir mikið skatta- legt tap sem dregst frá hagnaði þeirra. Um síðustu áramót áttu þessi ellefu fyrirtæki rúmlega 9 milljarða í yfirfæranlegu skatta- legu tapi. Flest af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins eru skráð á Verðbréfaþingi Íslands og ítarleg- ar upplýsingar eru því tiltækar um afkomu þeirra. Þetta eru Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., Haraldur Böðvarsson hf. á Akra- nesi, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. í Hnífsdal, Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað, Skagstrendingur hf. á Skagaströnd, Útgerðarfélag Akureyringa hf., Þorbjörn Fiska- nes hf. í Grindavík, Þormóður rammi Sæberg hf. á Siglufirði, Grandi hf. í Reykjavík og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Öll þessi fyrirtæki hafa nýlega skilað afkomutölum nema Grandi sem skilar undir lok mánaðarins. Samherji hagnaðist um 4,2 milljarða á sjö árum Þessi ellefu fyrirtæki, sem ráða yfir um 175 þúsund tonna kvóta í þorskígildum talið, högnuðust á árunum 1995–2001 um rúmlega 7,6 milljarða. Þá er búið að draga frá það tap sem fyrirtækin urðu fyrir á þessum árum. Athyglis- vert er að hagnaður þeirra var meiri en tap öll árin nema árið 2000 þegar öll fyrirtækin voru rekin með tapi nema Samherji og Gunnvör. Mestur hagnaður var á árunum 1996 og 1997. Á sama hátt og Samherji sker sig úr fyrir að skila methagnaði ár eftir ár, skera Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sig úr fyrir að skila tapi flest árin. Samtals tap- aði ÚA á árunum 1995–2001 965 milljónum. Vinnslustöðin tapaði 756 milljónum á tímabilinu. Samherji hagnaðist á síðustu sjö árum um 4.166 milljónir miðað við verðlag hvers árs. Grandi hagnaðist á árunum 1995–2000 um 1.934 milljónir, en afkomutöl- ur fyrir árið 2001 hafa enn ekki verið birtar. Það er því ekki óeðli- legt að álykta sem svo að fyr- irtækin hafi verið að greiða um- talsverðan tekjuskatt þessi ár. En svo er ekki. Ástæðan er sú að Samherji og Grandi, eins og flest stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins, hafa á síðustu árum ver- ið sameinuð minni fyrirtækjum sem mörg hver hafa verið rekin með tapi. Dæmi um slíkar sameiningar er sameining Samherja og BGB- Snæfells í árslok 1999. Þau fyr- irtæki sem mynduðu BGB-Snæ- fell höfðu verið rekin með tapi um nokkurra ára skeið. Við samein- inguna fluttist þetta tap inn í bókhald Samherja og var dregið frá hagnaði fyrirtækisins. Staðan hjá Samherja um þetta leyti var þannig að fyrirtækið var að verða búið með allt yfirfæranlegt tap og fyrir lá að það myndi fara að greiða tekjuskatt til ríkisins ef það kæmist ekki yfir meira tap. Til þess kom hins vegar ekki. Þrátt fyrir mjög góðan hagnað á síðustu tveimur árum átti Sam- herji um síðustu áramót 597 millj- ónir í yfirfæranlegt tap. Ljóst má vera að sú á stjórnvalda að leyfa fyrir að nýta sér skattalegt tap þingi samþykkti að rýmk heimild úr fimm árum í árið 1996, hefur átt sinn þ að stuðla að sameining tækja í sjávarútvegi. Þó endur sjávarútvegsfyrirt leggi áherslu á að farið sameiningu til að ná fra ræðingu og samlegðaráh rekstri má ljóst vera að legar ástæður hafa ráði um þær ákvarðanir sem hafa verið. Samkvæmt skattalög heimilt að geyma skattal allt að átta ár. Dæmi er tapið sé það mikið að f nái ekki að nýta sér það Útgerðarfélag Akureyrin það t.d. fram í ársreiknin Góð afkoma stærstu sjávarútvegsfyrir Högnuðust um milljarða á sjö Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki lands hafa verið rekin með ágætum hagna síðustu árum. Sum hafa skilað góðu hagnaði ár eftir ár. Egill Ólafsson v fyrir sér hvað fyrirtækin hefðu verið greiða mikinn tekjuskatt til ríkissjóð komst að óvæntri niðurstöðu. Morgunblaðið/Kristján Kri Þótt sveiflur hafi verið í afkomu stærstu sjávarútvegsfyri landsins á síðustu árum hafa þau almennt skilað hagnaði flest ,  % - %   .**/ .**0 .**1 .**2 .*** .                 ! " # $   %& '  %(  ' & ,$3,( ))* +), +-+ ..* +/. 0+ +,+ '1) , )2/ +.0/ +-2 )2- *+) //1 ,0. ,2 '+,+ .1- -. +0- )/2, .+/ +01 .*/ ),+ )2, **) '++ '+), +22 0+ ),2 ))-, ,2* ,2 )02 )+) 02/ +)) 0) '+*) )+ '/ )22 +12- 02- .. ')+, +2* )22 +*/ *), +.0 '-.+ ++* ,0, +)2. '1/ )* '/// ',-, 0)/ ',+/ '*.. '001 ')./ '-1 '.// ')1.- ++, '+1/ +./ ++2- '/0 '+2) '-0 ')0/ ,+* '** +2*2         !"  #  $ GALLAÐAR KOSNINGAR AÐ HEMJA VERÐBÓLGUNA Hækkun vísitölu neyzluverðs ámilli febrúar og marz um 0,4%hefur valdið mörgum áhyggj- um enda er hún umfram væntingar og spár. Nú liggur fyrir að vísitalan má aðeins hækka um 0,3% næstu mánuði ef „rauða strikið“ í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá í desember á að halda. Fari verðbólgan yfir rauða strikið í maí er launaliður kjarasamn- inga uppsegjanlegur. Þótt forystumenn bæði Alþýðusam- bandsins og Samtaka atvinnulífsins hafi þungar áhyggjur af þróuninni má ekki horfa framhjá því sem Davíð Oddsson forsætisráðherra bendir á í samtali við Morgunblaðið í gær; að hækkunin er að langmestu leyti af völdum óvenjulegra aðstæðna, sem eru ekki í beinum tengslum við al- menna verðlagsþróun. Þar er annars vegar um að ræða hækkun á fötum og skóm eftir að janúarútsölum lauk og hins vegar hækkun á heilbrigðis- kostnaði vegna kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins. „Ef samningar [við sjúkraliða] nást og útsölur eru út úr dæminu er ljóst að almennt verðlag er í allgóðu lagi,“ segir forsætisráð- herra. Jákvæðar vísbendingar í skýrslu Hagstofunnar um vísitölubreytingar milli mánaða eru líka nokkrar. Nokk- uð góð tök virðast hafa náðst á verð- laginu yfirleitt. Matvara er t.d. farin að lækka sem er rökrétt miðað við gengisbreytingar að undanförnu. Þá verður að gera ráð fyrir því að breyt- ingar á tollum á grænmeti komi í veg fyrir skyndilega verðhækkun þeirrar vöru á þeim árstíma sem nú fer í hönd en slíkt hefur verið fastur liður und- anfarin ár. Það er sjálfsagt og eðlilegt að halda fast við rauða strikið í maí, en þó hljóta menn að meta þegar þar að kemur, ekki sízt ef litlu munar, hvort réttlætanlegt sé að rjúfa friðinn á vinnumarkaðnum, hleypa upp launa- kostnaði fyrirtækja og eiga þannig á hættu nýjan verðbólguvítahring ef óvenjulegar kringumstæður valda hækkun á einstökum liðum en að öðru leyti liggur fyrir að tekizt hefur að ná tökum á verðlagsþróuninni. Ábyrgð allra, sem áhrif geta haft á þróunina, er hins vegar áfram mikil. Áfram er full ástæða fyrir neytendur að vera á varðbergi, tilkynna verð- hækkanir og gera athugasemdir við þær. Áfram hljóta menn að ætlast til þess jafnt af opinberum aðilum og að- ildarfyrirtækjum Samtaka atvinnu- lífsins að verð á vörum og þjónustu hækki ekki. Áfram hljóta menn að horfa til Seðlabankans um að hann lækki vexti ef þess er nokkur kostur. Áfram hlýtur Alþýðusambandið að beita þeim þrýstingi í verðlagsmálum sem vel hefur reynzt að undanförnu. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist í Morgunblaðinu í gær velta fyrir sér hvort verð á innfluttum föt- um og skóm sé orðið hærra en það var fyrir janúarútsölurnar og bendir á að slíkt væri órökrétt miðað við gengis- þróunina. Af hálfu Alþýðusambands- ins hlýtur að liggja beint við að kanna þennan grun með verðkönnunum og setja þrýsting á viðkomandi fyrirtæki ef hann reynist réttur. Þjóðfélagið allt, stjórnvöld, fyrir- tæki og launafólk á svo mikið undir því að það takist að hemja verðbólg- una að enginn má láta sitt eftir liggja. Úrslit forsetakosninganna í Zimb-abve þurfa ekki að koma neinum á óvart. Samkvæmt opinberum tölum sigraði Robert Mugabe, sem setið hefur á forsetastóli frá árinu 1980, með 54% atkvæða, en andstæðingur hans, Morg- an Tsvangirai, hlaut 40% atkvæða. Tsvangirai lýsti þegar yfir því að rangt hefði verið haft við í kosningunum og sagði úrslitin „rán um hábjartan dag“. Framkvæmd kosninganna hefur ver- ið fordæmd víða um heim og hefur því verið haldið fram að Zanu-PF, flokkur Mugabes, hafi beitt ýmsum brögðum og ofbeldi til að hafa áhrif á úrslitin. Sér- staklega hefur verið til þess tekið að mun meiri þátttaka var í kosningunum til sveita en í þéttbýli. Mun meiri stuðn- ingur er við Mugabe í sveitum en í borg- um þar sem langar biðraðir mynduðust við kjörstaði og kjósendur áttu í mestu vandræðum með að neyta atkvæðarétt- ar síns, jafnvel þótt kosningarnar væru framlengdar um einn dag. Bæði erlendir og innlendir eftirlits- menn hafa lýst kosningunum sem mein- gölluðum og ósanngjörnum og kvaðst Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, vona að menn héldu ró sinni og gripu ekki til ofbeldis vegna úrslitanna. Hins vegar vekur athygli að eftirlitsmenn frá Nígeríu og Suður-Afr- íku sögðu að kosningarnar væru gildar og eftirlitsmenn frá Einingarsamtök- um Afríku lýstu yfir því að þær hefðu verið gagnsæjar, trúverðugar, frjálsar og sanngjarnar. Mugabe hefur um nokkurt skeið ver- ið að undirbúa sig undir fimmta kjör- tímabil sitt. Til þess hefur hann beitt ýmsum brögðum, meðal annars að flæma hvíta bændur frá jörðum sínum undir því yfirskini að hann væri að end- urúthluta jarðnæði. Aðferðir hans til að tryggja áframhaldandi valdasetu hafa hins vegar ekki aðeins beinst gegn hvít- um íbúum landsins. Þeir, sem hafa lagst gegn honum, hafa fengið að súpa af því seyðið og hefur einu gilt um hörundslit. Greinilegt er að Mugabe á ekki von á því að þessum úrslitum verði tekið þegjandi og hljóðalaust. Mikill öryggis- viðbúnaður er nú í landinu og hafa verið settir vegatálmar á vegi til Harare, höf- uðborgar landsins. Blaðamaðurinn Basildon Peta, sem um þessar mundir er landflótta frá Zimbabve, sagði við BBC að mikill fjöldi liti svo á að hann hefði verið sviptur atkvæðisrétti sínum og biði nú aðeins merkis frá leiðtogum sínum um það hvort látið yrði til skarar skríða. Mjög alvarlegt ástand er í Zimbabve um þessar mundir. Verðbólga er 120%, milljónir manna atvinnulausar og mörg hundruð þúsund manns treysta á mat- vælaaðstoð. Ólíklegt er að alþjóðlegar fjármálastofnanir á borð við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn skrúfi frá flæði fjár- magns til landsins eftir það sem á und- an er gengið. Nægir þar að nefna þá hótun Breta að komi í ljós að Mugabe hafi stolið kosningunum muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sam- band þeirra við Zimbabve. Robert Mugabe er enn einn Afríku- leiðtoginn sem ekki þekkir sinn vitjun- artíma. Hann er löngu orðinn dragbítur á land sitt og alþjóðasamfélagið á að láta hann finna að mál er að linni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.