Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ T ölur í auglýsingum, tölur í fréttum, tölur í fjölmiðlum . . . Þekk- ingarfyrirtækið IMG hefur hannað nám- skeið fyrir blaðamenn sem heitir: „Vísindi, hálfsannleikur eða lygi? – hvernig ber að lesa rann- sóknir?“ Góð spurning! Tölur hafa vald, og oft vilja menn ekki ræða hlutina nema hafa haldbærar tölur á hraðbergi. Talan hefur náð heimsyfirráðum! Máttur tölunnar er mikill, með nærveru sinni styður hún eða hrekur fullyrðingar með því að benda á prósentur eða fylgni. Ekki er hægt að segja neitt af viti nema að strá um leið tölum á milli orða og um textann. Tölur eru vís- indi, en vís- indum var eitt sinn stefnt gegn hjátrú. Vísindin voru bjargvættur al- þýðunnar, og það var hugsjón vís- indamannsins að hjálpa almenn- ingi til að sigrast á bábiljum sínum, styðja hann til að láta stjórnast af þekkingu en ekki af ótta við hið ókunna. Vísindamenn fyrri alda skrifuðu almenningi mörg bréf og bækur um þessa hugsjón og nauðsyn. Núna má aftur á móti velta því alvarlega fyrir sér hvort ofnotkun og oftrú á tölur í fjölmiðlum séu eitthvað betri en „gamla góða“ hind- urvitnið? Eða er ekki alveg jafngott og jafnvel betra að spyrja gamlar konur og karla um hvað þeim finnist um þetta og hitt, heldur en að gera könnun? Er talnakönnun betri en ráð af „bestu manna yf- irsýn“ ef ráða er þörf á annað borð? Notkun á tölum í fjölmiðlum er orðin slík að ég er hættur að taka mark á þeim. Ég veit að tölur eru bara tölur, mældar af mönnum, en ég get ekki alltaf komist að því hvort mælingin er nógu vel gerð, hvort einhverjum áhrifaþætti var sleppt, hvort rannsóknin var út frá einu sjónarhorni eða hvort hún var þverfagleg. Eða hvort niðurstaðan sé mistúlkun hags- munaaðila. Er hún vísindi, hálf- sannleikur eða lygi? Fagmenn í tölum starfa í þekk- ingarfyrirtækjum eins og Gallup, Félagsvísindastofnun HÍ og PricewaterhouseCoopers, og þeir setja sér strangar vinnureglur og upplýsa um aðferðir sínar. En amatörar birta einnig tölur sem stundum er gert jafnhátt undir höfði: DV og Fréttablaðið hafa t.d. oft birt tölur úr eigin „rann- sóknum“ án þess að upplýsa um aðferðafræði eða úrvinnslu. Nið- urstöðurnar eru ekki tækar, þær eru a) gerðar af amatörum, b) gerðar innan fjölmiðils, c) að- ferðafræði haldið leyndri. Samt verða þessar tölur að fullgildum fréttum í öðrum fjölmiðlum! Talna-hugtökin verða þá oft óljós og engar útskýringar fylgja, og hver var eiginlega spurningin? Í Morgunblaðinu 6. mars 2002 er frétt sem veitir innsýn í þennan (talna)heim: „Vegna fréttar um jólaverslun á höfuðborgarsvæð- inu á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær vilja bæði Gallup og Reykja- víkurborg taka skýrt fram að ekki hafi verið um veltutölur í jóla- verslun að ræða. Bjarni Reyn- arsson hjá Þróunarsviði Reykja- víkurborgar segir að vegna mistaka hafi upprunaleg skýrsla Gallup ekki fylgt með samantekt Reykjavíkurborgar sem kynnt var á hverfafundi miðborgar á mánudagskvöldið. Í skýrslu Gall- up komi skýrt fram að fólk hafi verið spurt um megininnkaup á gjafavöru annars vegar og mat- vöru hins vegar. Þóra Ásgeirs- dóttir, stjórnandi viðhorfsrann- sókna hjá Gallup, segir að niðurstöður úr könnuninni megi alls ekki túlka sem veltutölur í matvöru- og gjafavöruverslun fyrir jólin. Fólk hafi verið spurt hvar það hafi gert megininnkaup sín og tölurnar endurspegli auð- vitað svör við þeirri spurningu. Þetta tákni að líklega sé hlutur minni verslunarkjarna vanmetinn þar sem það sé auðvitað mjög lík- legt að megininnkaupin fari fram í stóru verslunarkjörnunum.“ Hvað táknar niðurstaðan í raun? Notendur fjölmiðla þurfa t.d. að spyrja sig: „Hver var spurningin? Hver keypti spurn- inguna? Hvaða þættir eru ekki mældir? Hvað merkja hugtökin? Hver er tilgangurinn?“ Og síðan sjálfan sig: „Hvers vegna ætti ég að trúa þessu? Hvaða merkingu hefur þetta fyrir mig?“ En tölur eru bara svo vinsælar í fréttum, þær eru svo grípandi, eða hversu margar fréttir eru ekki byggðar á tölum úr viðhorfs- könnunum? Í kvöldfréttatíma RÚV fyrir nokkru voru þrjár fréttir í röð byggðar á tölum frá sama þekkingarfyrirtækinu. Í stað þess að „fara á stúfana“ og leita ef til vill að góðu fréttunum, var blaðað í skýrslum í leit að fréttnæmum tölum. Tölur geta höndlað kjarna málsins, en heildarbeiting þeirra og birting í fjölmiðlum er, að mínu mati, of gölluð til að geta verið einstaklingum eða fyrirtækjum viðmið í lífi og rekstri. (Heildar) tölurnar virðast því ekkert betra tæki fyrir almenning eða fyr- irtæki heldur en hjátrúin var fyrr á öldum, eða ráð af bestu manna yfirsýn, hvað þá reynsla kynslóð- anna eða sagnarandinn í brjóst- inu. Tölur eru aftur á móti æv- inlega settar fram sem áreiðanlegar og besta viðmiðið, eitthvað sem treysta má á, eins og einhverjir vilji að almenningur hafi (trölla)trú á þeim. Ef til vill er hægt að stjórna með tölum? Hvað er til ráða? 1. Skráð siða- regla/umræða fyrir blaðamenn um að efast ævinlega um tölur, taka engar tölur trúanlegar nema þær standist einfalt próf um að- ferðafræði rannsókna, fram- kvæmd og túlkun niðurstaðna. 2. Skráð siðaregla/umræða rannsak- enda um vinnureglur gagnvart kaupendum talna, þeirra sem birta þær og þeirra sem lesa þær. 3. Samstarf fjölmiðla og rannsak- enda til að koma í veg fyrir mis- notkun og mistúlkun talna. Tölur í fjölmiðlum Það var hugsjón vísindamannsins að hjálpa almenningi að sigrast á bábilj- um sínum. Núna má aftur á móti velta því alvarlega fyrir sér hvort ofnotkun og oftrú á tölur í fjölmiðlum séu eitthvað betri en „gamla góða“ hindurvitnið? VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is Í ágætum sjón- varpsþætti um skipu- lag Breiðholtanna í Reykjavík fyrir nokkru veltu menn því fyrir sér hvers vegna misjafnlega vildi takast til með skipulag hér á landi. Helsta skýringin sem tíunduð var í þessum þætti var sú að svo virtist sem við þyrft- um að endurtaka öll mistök sem aðrar þjóðir væru hættar að gera og þess vegna værum við alltaf ein- hverjum áratugum á eftir í þessum málum. Hugsanlega kann einhver sann- leiksneisti að leynast í þessari staðhæfingu þótt hún hafi ef til vill verið sett fram meira í gamni en alvöru. Ef þetta á við einhver rök að styðjast verður samt að telja litlar líkur á því að Íslendingar vilji um langa framtíð sætta sig við að öðruvísi sé unnið að þessum málum hér og að önnur lög og reglur gildi en í aðliggjandi lönd- um sem við berum okkur í vaxandi mæli saman við. Sú þéttbýlisþróun sem hefur átt sér stað hér á landi undanfarna áratugi hefur nefnilega haft í för með sér alveg ný viðfangsefni og vandamál og sama máli gegnir líka um almenna byggðaþróun. Skipu- lagsmál eru nú orðin miklu flókn- ari en sem því nemur að búa til lóðir fyrir nýbyggingar og úthluta byggðastyrkjum, enda geta skipu- lagsákvarðanir nú velt milljarða verðmæti fram og til baka allt eftir því hvernig að er staðið. Auðvitað hafa menn reynt að ráða fram úr þessum nýju vanda- málum eftir bestu getu og þegar það hefur ekki dugað hafa erlendir sérfræðingar verið kallaðir til. Á undanförum árum hefur slík ráð- gjöf kostað okkur mörg hundruð milljónir. Ekki vil ég kasta nokk- urri rýrð á þessa ráðgjafa þótt ár- angur af þeirra tillögum hafi að vísu verið jafn misjafn eins og er um önnur mannanna verk. Hins vegar hafa íslenskir skipulags- fræðingar ítrekað bent á að mun ódýrari og varanlegri leið í þessum málum væri að koma upp fullgildu námi í skipulagsfræð- um við íslenska há- skóla. Ekki hafa þess- ar tillögur þó enn þá hlotið brautargengi en margt bendir þó til þess að almenningur sé farinn að gera sér betur og betur grein fyrir gildi þess að skipulag sé unnið af sérmenntuðum aðilum sem hafi a.m.k. Þá lágmarksmenntun og -starfsreynslu sem t.d. Evrópu- samband skipulagsfræðinga gerir nú kröfur um. Hvernig sem að þessum málum er staðið er það líka alltaf almenningur sem end- anlega þarf að búa við niðurstöð- una og borga brúsann. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur Alþingi ekki talið sér skylt að hafa nokkra skoðun á því í skipulags- og byggingarlögum hverjum sé heim- ilt að bera faglega ábyrgð á gerð skipulags hér á landi og hvaða lág- marks menntun og starfsreynslu þeir aðilar skuli hafa. Úrskurðar- vald í þessum málum er með reglu- gerð falið Skipulagsstofnun. Hér eru þolendur skipulags – þ.e. ís- lenskur almenningur – varnarlaus og háður geðþótta starfsmanna Skipulagsstofnunar. Þótt menntun og starfsreynsla sé ð vísu ekki allt í þessum efnum frekar en ðrum er þó almennt talið að hún saki ekki við úrlausn á jafn flóknum málum og sé almenningi ákveðin trygging fyrir faglegum tillögum og úr- lausnum. Svipuðu máli gegnir um siða- reglur þeirra aðila sem koma að skipulagsvinnu. Skipulagsfræð- ingafélag Íslands hefur sett fé- lagsmönnum sínum ákveðnar skýr- ar siðareglur sem m.a. banna skipulagsfræðingum að eiga ólíkra hagsmuna að gæta á því svæði sem þeir eru að skipuleggja. Erlendis þykir þetta sjálfsagt til að tryggja hagsmuni almennings, en hér á landi er það enn látið viðgangast að menn séu t.d. bæði að skipu- leggja fyrir opinbera aðila og vinna verkefni fyrir einkaðila samtímis á sama svæði og þiggi greiðslur frá báðum. Er nema von að fólk velti því fyrir sér hvernig sé vakað yfir almannahagsmunum í þannig skipulagi. Eflaust standa öll þessi mál til bóta enda ekki við því að búast að við viljum til frambúðar vera eft- irbátar annarra þjóða á þessu sviði. Hugsanlega tekst okkur líka að vinna upp það forskot sem aðr- ar þjóðir virðast enn þá hafa á okkur. Hér eru miklir hagsmunir í veði fyrir okkur öll og full ástæða til að hvetja til eins faglegra skipu- lagsstarfa og unnt er og opinnar umræðu, stefnumörkunar og ákvarðanatöku í þessum efnum. Þetta er reyndar nauðsynlegt ef fólk á að geta haft sæmilega tiltrú á skipulagi og til þess að festa og sátt geti ríkt í þessum efnum. Hugsanlega væri það líka spor í rétta átt að hætta að „hanna“ skipulag og fara bara að skipu- leggja í staðinn. Ýmislegt annað má hanna með góðum árangri. Ís- lenskur almenningur þarf að vera sannfærður um að hagsmuna hans sé gætt í þessum efnum af op- inberum aðilum eins og best verð- ur á kosið. Það er hann sem borgar fyrir þessa vinnu og það er hann sem þarf að búa við það byggða umhverfi sem við búum til. Almannahags- munir í skipulagi Gestur Ólafsson Skipulagsmál Almenningur þarf að vera sannfærður um það, segir Gestur Ólafsson, að hagsmuna hans sé gætt í þessum efnum af opinberum aðilum eins og best verður á kosið. Höfundur er arkitekt og skipu- lagsfræðingur. ÞEIM, sem eiga miðborg Reykjavíkur að vinnustað, hefur farið fækkandi og fyr- ir því eru sagðar eðli- legar ástæður. Versl- anir og skrifstofur hafi betra rými ann- ars staðar, svo ekki sé nú minnst á bílastæð- in. Þetta átti þó ekki eftir að ske þannig að kvosin yrði með öllu afskipt af mannlífinu. Svo sannarlega ekki. Sú byggðarþróun varð hins vegar hin furðulegasta, því segja má að okkar gamla, góða Reykjavík hafi orðið að tvífara: Dagfara og Náttfara eða einhvers konar borgarlegum Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Sú þróun, sem hér um ræðir, gekk snögglega yfir og er okkur sem þá dvöldumst erlendis kannske vorkunn að hafa ekki átt- að okkur á þessu. Ekki svo að skilja að borgirnar austan hafs og vestan hafi ekki breyst og svo sannarlega ekki að öllu til batn- aðar. En það hefur þó yfirleitt ver- ið stefnan, sérstaklega varðandi höfuðborgir, að í kjarna þeirra sé hlúð að öðru en opinberri stjórn- sýslu. Sé viðskiptalífið og búseta að færast til, hefur skemmtanlíf ekki eitt verið láta taka við. Ég hef það fyrir satt að Nýhöfnin í Kaupmannahöfn hafi verið hreinsuð af sín- um fyrri ósóma en þá skeður það að sitt- hvað af því sama skýtur upp kolli eins og gorkúlur á haug hér í Austurstræti – Aðalstræti og aðliggj- andi götum. Veitinga- staðir, drykkjukrár og súlnatraktéringarnar í 101 Reykjavík eru vissulega í alþjóðlegu hámarki hvað snertir fjölda og þéttleika. Ætli að krár séu opnar fram á morgun víðar á Vesturlöndum en hér? Máske á sólarströndunum. Þarna verður að ætla að sé mið- stöð umfangsmikillar fíkniefnasölu og vaxandi vændis. Og næturút- gáfunni af Reykjavík hefur fylgt vaxandi öryggisleysi vegna aukins ofbeldis og líkamsárása. Vissulega er það satt og rétt að menningarstarfseminni hér hefur fleygt fram. Og ekki ber að gleyma því að Reykjavík hefur upp á að bjóða frábæra matar- staði. Einnig þar er um mikla framför að ræða. En miðborgin hefur farið úr böndunum sem höf- uðborg Íslands. Ég hitti nýlega í Bandaríkjunum ungt amerískt par, sem hingað kom í skemmtiferð í fyrrasumar. Þau höfðu allt gott um Reykjavík að segja nema að sumt það, sem við hefðum í næstu grennd við þjóðþing okkar, hina gömlu kirkju og æðstu stjórn landsins, ætti heima einhvers ann- ars staðar. Því miður virðast sumir haldnir þeirri skoðun að okkur sé sérlegur ávinningur af næturlífinu vegna ferðaþjónustunnar. Það dreg ég stórlega í efa og tel reynd- ar að reynsla mín af landkynning- arstarfsemi á sendiráðum bendi til þess að sóknarfæri séu öll önnur en að halda hér uppi, og einmitt í kjarna gömlu borgarinnar, öflugri aðstöðu til nætursvalls. Hér þarf breytingar við. Er þá ekki líka tími til kominn að R-listinn fái tækifæri til að hvíla sig um sinn á stjórn Reykjavíkur, ekki hvað síst miðbæjarmálunum? Miðborgin okkar Einar Benediktsson Næturlíf Miðborgin hefur farið úr böndunum, segir Ein- ar Benediktsson, sem höfuðborg Íslands. Höfundur er sendiherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.