Morgunblaðið - 14.03.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 14.03.2002, Síða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í RITSTJÓRNARGREIN í Fréttablaðinu 11. mars sakar Jónas Kristjánsson Ísrael, þjóð landsins og ríkisstjórnir þess í tímanna rás um að hafa brotið ákvæði Genfar- sáttmálans og á rétti Palestínu- manna. Jónas telur stefnu Ísraels forsendu haturs múslíma á Vestur- löndum og gengur svo langt að kalla ríkið „krabbamein Miðausturlanda“. Ennfremur furðar hann sig á því að haldin sé ráðstefna um ferðalög til Ísraels í Reykjavík nú í kvöld. Jónas beitir ofur einföldum lýð- skrumsaðferðum í grein sinni. Þótt hann viti, að fæstir lesenda hans séu vel hnútum kunnugir ræðir hann einungis um hlut Ísraels í yfirstand- andi átökum. Túlkun hans er ein- hliða og öll í einni vídd. En eins og menn vita koma fleiri en einn aðili að öllum deilum og veruleikinn verð- ur ekki dreginn upp í svörtu og hvítu, síst í Miðausturlöndum. Til dæmis lætur Jónas sem hann viti ekki af styrjöldum sem Araba- ríki hafa háð gegn Ísrael. Hið fyrsta hófst árið 1947, strax eftir ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um stofnun bæði Gyðingaríkis og Palestínuríkis og eftir að Ísrael lýsti þá yfir sjálf- stæði sínu. Niðurstaðan af þessu árásarstríði varð, auk mikils mann- falls Araba og Ísraela, mikill fjöldi palestínskra flóttamanna og svo hernám Egypta og Jórdaníumanna á mestöllu því svæði sem samþykkt hafði verið að reisa á sjálfstætt ríki Palestínumanna. Vilja menn kannski taka þetta sem dæmi um það hvernig Arabaríki hafa virt sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna? Það var í framhaldi af stöðugu áreiti Arabaríkja að Ísraelar her- tóku Golanhæðir, Vesturbakkann, Gazasvæðið og Sínaískaga í stríðinu 1967. En samt bauðst Ísrael strax að því loknu til þess að draga her sinn til baka frá þessum svæðum í skipt- um fyrir frið við Arabaríkin. Svarið við þessu frumkvæði var þrefalt „nei“ frá fundi ríkja Arababanda- lagsins í Khartoum. Og það kemur nokkuð á óvart, að sú tillaga um frið- argerð sem nú kemur 35 árum síðar frá Sádi-Arabíu er reyndar byggð á svipaðri formúlu og Ísraelar þá settu fram. En hvað sem öðru leið var Ísrael reiðubúið til að gera frið- arsamninga við hvaða Arabaríki sem væri. Það var ekki fyrr en 1977 að Egyptaland varð fyrst til að bregðast við þessu frumkvæði, en það leiddi til þess að ríkið var um- svifalaus einangrað frá afganginum af Arabaheiminum. Jórdanía varð svo annað ríkið til að skrifa undir friðarsamning við Ísrael árið 1995 og Palestínumenn hafa tekið þátt í friðarumleitunum síðan 1990. Þær hafa leitt til þess að ísraelskar her- sveitir byrjuðu að hverfa frá Vest- urbakkanum og Gaza og komið var á palestínsku sjálfstjórnarsvæði. Því ferli hefði haldið áfram og það hefði leitt til stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínumanna ef Arafat hefði ekki komið af stað öldu ofbeldis gegn ísr- aelskum hermönnum og óbreyttum borgurum fyrir sextán mánuðum. Krabbamein Miðausturlanda er ekki Ísrael, Jónas, heldur miklu heldur það lýðskrum sem margar einræðisstjórnir á svæðinu beita fyrir sig og grefur í reynd undan réttindum hinna ýmsu þjóðabrota, trúflokka og pólitískra hreyfinga. Lýðskrumið, sem stefnt er gegn slíkum hópum, tengist grófum mannréttindabrotum og hatursá- róðri gegn saklausum einstakling- um, hópum og heilum þjóðum. Ríkjandi valdhafar í Miðausturlönd- um hafa ofsótt, pyntað og myrt fólk úr þessum samfélögum. Við fáum lítið sem ekkert að vita um mikið af þessum mannréttindabrotum því fjölmiðlar í þessum ríkjum eru undir ströngu eftirliti valdhafanna. Dag- lega má sjá í arabískum og palest- ínskum fjölmiðlum kynþáttahat- ursáróður sem gerir Ísrael og íbúa þess að holdtekningu hins illa og æs- ir til miskunnarlausrar baráttu gegn þeim. Með lýðskrumi og fordómum er og reynt að réttlæta mismunun og morð á saklausum Kúrdum, handtökur á saklausu samkyn- hneigðu fólki og pyntingar á þeim sem gagnrýna stjórnvöld. Þau Bandaríki sem þú segir styðja yfirgang Ísraelsmanna hafa í reynd gert meir en nokkurt annað ríki til þess að koma á friði milli Ísr- aela og nágranna þess. Það var Bill Clinton sem tók á móti sendinefnd- um Palestínumanna og Ísraela í Camp David sumarið 2000 með það fyrir augum að haldið yrði áfram því ferli sem af stað var farið og myndi færa Palestínumönnum sjálfstætt ríki við hlið Ísraels. En það var og þá að Arafat hafnaði tilboði Baraks forsætisráðherra um Palestínuríki á 95% þess svæðis sem um ræðir og kaus heldur leið ófriðar og ofbeldis sem síðar hefur leitt eymd og von- leysi yfir hans þjóð. Krabbamein þessa heims er út- breiðsla lýðskrums í mynd haturs og fordóma sem allt slíta úr samhengi og beinast gegn einstaklingum, sam- félagshópum og heilum þjóðum. Það krabbamein sem byrjar á orðum einum getur hæglega orðið að virð- ingarleysi fyrir mönnum og ofsókn- um á saklausum. Evrópa hefur feng- ið sinn skerf af þeim hlutum, bæði í fortíð og samtíð. Þessa tegund krabbameins ættu Íslendingar að fordæma afdráttarlaus og reyna að kveða niður sem og aðrar vestrænar þjóðir. Eins og aðrar þjóðir heims vill meirihluti bæði Ísraela og Palest- ínumanna lifa í friði. En lýðskrum og fordómar leiða ekki til annars en haturs og ofbeldis. Hvað sem líður þeim glæpum, sem bæði Ísrael, Arabaríkin og Palestínumenn hafa framið, verða þjóðir þessa heims- hluta að læra að búa saman. Það er hlutverk leiðtoga þessara þjóða að búa þær undir friðsamlegt nábýli og koma sér niður á þau samnings- ákvæði sem slíka sambúð gæti tryggt. Það frumkvæði Ísraela að halda ráðstefnu um ferðamennsku hérlendis á þessum dögum sýnir vissa bjartsýni og þá trú að vopnin þagni fljótt og að ferðamenn komi aftur og skoði fegurð þessa lands. Þessu frumkvæði ættu allir þeir að fagna sem trúa því að nokkuð sé á sig leggjandi fyrir frið og gagn- kvæma virðingu manna en vísa frá sér lýðskrumi og vígaferlum. Friður umfram lýðskrum Miðausturlönd Krabbamein þessa heims, segir Yair Sapir, er útbreiðsla lýðskrums í mynd haturs og fordóma. Höfundur er Ísraelsmaður sem stundar nám í norrænum málum í Uppsölum. Samfylkingarmenn hafa opnað mikilvæga umræðu um stóran þjóðgarð norðan Vatna- jökuls með það fyrir augum að vernda landið utan um Kárahnjúka- virkjun og leita sátta. „Hinn hagsýni maður mælir því bæði með þjóðgarði og virkun“, ritar Einar Karl Har- aldsson almannatengill í Morgunblaðið 5. mars og 7. mars ritar Björg- vin G. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri í DV og segir í upphafi greinar: „Víðernin norðan Vatnajökuls eru meðal þess verð- mætasta sem Ísland á.“ Mikið satt hjá Björgvin. Og báðir eiga þakkir skildar fyrir að vekja at- hygli á risa-þjóðgarði norðan Vatna- jökuls. Umræðan er sennilega sá þyrnir sem Landsvirkjun og stjórn- völd óttast mest. Því má undarlegt heita að vinstri-grænir hafi einir stjórnmálaflokka sinnt þjóðgarðsum- ræðunni undanfarin ár. Hér er mikil þörf á almennri fræðslu og uppbyggi- legri umræðu. Áður en lengra er haldið verð ég þó að viðurkenna að hugmyndin um virkjunarþjóðgarð virkar á mig eins og „skitsófrenía“ – líkt og hugmyndir umhverfisráðherra og Framsóknar- flokks um sjálfbæra þróun, þ.e. að henda með hægri og vernda með vinstri. Ég skal reyna að útskýra þetta. Einar Karl höfð- ar til „hins hagsýna manns“. Hvers konar fyrirbæri er það? Til- heyrir sá „hagsýni“ þeim áðurnefnda frændgarði sem vill bæði „eiga kökuna og éta“ og þykist geta þjónað tveimur herrum í einu? Lýsir það hag- sýnum manni að sam- þykkja, gegn betri vit- und, að Landsvirkjun eyðileggi stóran hluta náttúru hálendisins norðan Vatnajökuls og biðja svo um þjóðgarð – að því er virðist sem syndaaflausn? Hvernig er hægt að klæða mestu náttúruspjöll í Vestur- Evrópu og vafasömustu fjárfestingu Íslandssögunnar í búning hagsýni? Ég fletti upp orðinu „hagsýnn“ í orðabók til þess að vera viss um að málvitund mín væri í lagi. Sam- kvæmt henni ver hagsýnn maður fjármunum sínum skynsamlega. Kárahnjúkavirkjun getur ekki staðið undir sér með orkusamningnum sem Landsvirkjun undirritaði fyrir þjóð- ina – þig og mig og Samfylkinguna og alla hina – í laumi. Til þess að fá upp í steypuna, göngin og jarðraskið, kostnaðinn við verkfræðingaher og gíruga verktaka þyrfti álverð að stór- hærra og þau mögru 18 mills sem Landsvirkjun hefur samið um duga hvergi. Um 30 mills þarf til. Arðsemin og framkvæmdin er eins og sagt er stundum „algjör steypa“. Samt er raunkostnaður virkjana og stóriðju að mestum hluta falinn. Hin villtu víðerni, jarðfræðigersemar og vistkerfi Austurlands eru einskis metin í meingölluðu bókhaldi og reikningskúnstum Landsvirkjunar og annarra stofnana sem þykjast reikna dæmið rétt fyrir þjóðina. Til er líka orðið „hagsamur“. Sá er hygginn og fer vel með fjármuni og hvers kyns auðæfi – sín og annarra. Er Kárahnjúkavirkjun hagsöm fram- kvæmd? Nei. Hún sóar gullnámum Austur- lands og glæsilegum framtíðarmögu- leikum; hún er hugsuð sem risa-ölm- usa til Austfirðinga en yrði þeim mikill bjarnargreiði. Hún stórspillir vistkerfi Austurlands frá jökli og langt út í strandsjó. Engin ölmusa réttlætir náttúruspjöll. Svo sannarlega á Einar Karl koll- gátuna að Þjóðgarður elds og ísa get- ur verið gífurlega atvinnuskapandi og myndi hafa jákvæð langtímaáhrif á allt þjóðlífið. Ef stofnun þjóðgarðs kostar aðeins 1-2 miljarða má spyrja hvers vegna í ósköpunum hinn „hag- sýni“ eigi að taka þátt í því að fleygja um 300 milljörðum í byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og álvers? Hvers vegna styður hann ekki fremur fjár- festingar upp á 5-10 miljarða í öllum landshlutum við að byggja upp sam- göngur, menntakerfi og aðra innviði sem skipta byggðir og heildir máli líkt og myndarlegur þjóðgarður sem næði utan um fyrirhugaðan Vatna- jökulsþjóðgarð, Skaftafellsþjóðgarð og friðuð svæði við Mývatn og Laxá og Jökulsá á Fjöllum? Vissulega eru þetta miklir pening- ar en smáaurar miðað við þau ósköp sem henda á í fjárhættuspil og í eyði- leggingu stærstu víðerna í V-Evrópu. Í þjóðgarði án virkjunar felst hin raunverulega hagsýni því þá gætu Ís- lendingar varðveitt auðæfi sín og vistkerfi um ókominn tíma og hefðu upp á að bjóða stærsta friðaða svæði Evrópu, einn merkilegasta þjóðgarð heims – og þetta nútíma-viðhorf myndi gjörbreyta umræðu um nýt- ingu náttúruauðlinda frá fjöru til fjalla og langt út á mið. Landspjöll kosta miklu meira en peninga. Um- rótið og afleiðingarnar varða efna- hag, sálarheill og velferð okkar og þjóðgarður utan um risa-náttúru- spjöll sem naga stöðugt auðæfi „þjóð- garðsins“ eru einfaldlega misskiln- ingur. Virkjunarþjóðgarður er óhugsandi fyrirbrigði. Þar yrði um að ræða þjóðgarð kringum virkjun sem eyðir þeim landgæðum og þeim þjóðararfi sem einmitt ætti að varðveita innan þjóðgarðsins – og spillir svo þjóð- garðinum. Þannig stangast virkjunin á við meginmarkmið þjóðgarða: að varðveita líffræði- og jarðfræðilegan fjölbreytileika – og endurnýjanlegar auðlindir. Virkjunin gengur þvert á hugmyndir um sjálfbæra þróun og getur því ekki farið saman við þjóð- garð – fremur en stríð og friður fara saman. Satt er að fleira er virkjanlegt norðan Vatnajökuls. Kreppa er á teikniborði Landsvirkjunar vegna þess að Kárahnjúkavirkjun er óend- urnýjanleg auðlind. Vegna gífurlegs aurburðar myndi hún skreppa saman ár hvert. Kreppu þarf til að redda Kárahnjúkavirkjun og hún myndi heldur ekki duga. Kárahnjúkavirkjun er botnlaus hít verkfræðirugls. Hvers vegna gengur Samfylkingin þessara erinda? Allir heilvita menn átta sig á því að komist Landsvirkjun í Kárahnjúka verður hún ekki stöðv- uð á norðausturhálendinu. Öllu verð- ur spillt. Hvers vegna þorir Samfylk- ingin ekki að stíga skrefið til fulls og segja: „Við erum nýr flokkur með nýja hugsun og getum ekki tekið þátt í þessum landspjöllum!“ og krefjast úttektar á þjóðgarði án virkjunar? Samfylkingin er ráðvillt og samt er nóg svigrúm fyrir flokk og flokka sem eru víðsýnir og velviljaðir landi og þjóð en þá verða þeir að byggja hagsýni á sjálfbærum og endurnýj- anlegum auðlindum. Flokkur sem þorir ekki að verja Íslandssjóðinn digra á hálendinu bregst öllum nema andstæðingum sínum. Með vísuorðum, sem ég lærði fyrir margt löngu og vona að ég fari rétt með, kveð ég þá félaga og bið þeim blessunar en umfram allt betri stefnusmíða. Vísuna má heimfæra upp á hag- speki virkjunarþjóðgarðs: Jónatan í læknum lifir/líkt og silungur. Í hon- um er enginn hryggur/hann er óæt- ur. Guðmundur Páll Ólafsson Hálendið Samfylkingin, segir Guðmundur Páll Ólafsson, er ráðvillt. Höfundur er rithöfundur. Virkjunarþjóðgarðurinn NÆR daglega ber- ast nú hryllingsfregnir af falli óbreyttra borg- ara, lögreglumanna og hermanna í styrjöld- inni óendanlegu fyrir botni Miðjarðarhafs. Ríki heims reyna af veikum mætti að sefa hatrið sem öllu veldur og góðir grannar koma með skynsamlegar friðartillögur. Vandséð er þó um lyktir mála, því til eru þeir sem virðast ekki kjósa neinn frið, heldur ala á ófriðnum sem mest þeir mega og beita fyrir sig valdi hvenær sem færi gefst. Í gegnum tíðina hefur Ísland stutt dyggilega við bakið á Ísr- aelsríki, ekki síst þegar uppi hafa verið skærur við nágrannana á alla kanta. Það er því eftir því tekið þegar Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra tjáir sig jafnopinskátt um ástandið og raun ber vitni. Vin- ur er sá sem til vamms segir, segir máltækið og vonandi eru hinir fjöl- mörgu í röðum hófsamra þar í landi reiðubúnir að hlýða á rödd vina- þjóðar í órafjarlægð sem ofbýður ofbeldið og firringin og vill leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Utanríkisráðherra hefur talað skýrt í þessu máli og hið sama má segja um fjölmarga starfsbræður hans í Evrópu. Núverandi óöld verður að linna. Samningaviðræður verða að hefjast á nýjan leik. Ísr- aelsmenn hljóta nú að taka í útrétta sáttarhönd palestínsku þjóðarinnar, en skeyta ekki um þá sárafáu víga- menn í röðum beggja sem óttast fátt frekar en friðarferli og spilla því með öllum ráðum að arabar og gyðingar fái lifað saman og starfað í nábýli hverjir við aðra. Fyrir liggur að Hall- dóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra hefur verið boðið í opinbera heimsókn bæði til Ísr- aels og Palestínu. Á næstu dögum kemur hingað til lands sendi- herra Ísraels til við- ræðna við íslensk stjórnvöld. Seinna í vor koma hingað til lands utanrík- isráðherrar ríkja Atlantshafsbanda- lagsins til mikilvægs fundar og er þá viðbúið að ástandið í Mið-Aust- urlöndum verði ofarlega á baugi. Það er ástæða til að fagna mik- ilvægu frumkvæði utanríkisráð- herra í þessum málum. Um leið er brýnt að íslenska þjóðin sýni fullan stuðning sinn þegar utanríkisráð- herra tjáir stefnu stjórnvalda í erf- iðu og vandasömu deiluefni og haldi þannig uppi merkjum friðelskandi þjóðar í norðri sem lætur atburði umheimsins sig miklu varða. Mikilvægt frum- kvæði utanrík- isráðherra Björn Ingi Hrafnsson Höfundur er skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna. Utanríkismál Fyrir liggur, segir Björn Ingi Hrafnsson, að Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra hefur verið boðið í opinbera heimsókn bæði til Ísr- aels og Palestínu. M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.