Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Okkar fyrstu minn- ingar um ömmu eru úr húsi hennar og afa á Laugaveginum þar sem börn þeirra, makar og barnabörn komu í hið lögbundna föstudagskaffi sem reynd- ar oftast var haldið á laugardögum. Bakhús Laugavegsins voru heill ævintýraheimur út af fyrir sig með sínum tilviljunarkenda byggingarstíl. Við krakkarnir létum ekki okkar eftir liggja við að rannsaka nálægar lóðir sem fólgst í því að klifra um tré og skúra sem þarna fundust. Þar gátum við sprellað með hrópum og köllum allt þar til einhver nágranninn fékk nóg og fór að skammast þannig að amma sá sig tilneydda að skakka leik- inn og smala okkur inn. Inni hjá ömmu var ekki síður spennandi að vera en í húsum frá þessum tíma var hægt að ganga úr einu herbergi í annað þar til maður var kominn á upphafsreit. Sem sagt tilvalið fyrir eltingaleik en amma sá við því og læsti einni hurðinni og stöðvaði þar með hringavitleysuna. Það var því ekki annað að gera en að fara í flugleik sem fólst í því að hoppa úr einum sófa yfir í annan, allt þar til við flugum á ljósakrónuna og brutum hana. Amma tók þessu með ró og gerði ekki veður úr því. Þetta var einkennandi fyrir ömmu á þessum tíma; róleg, yfirveguð, brosti sjaldan og blandaði sér ekki beint í málefni okkar barnanna nema nauðsyn stæði til. Á jólunum læddist þó handbragð ömmu í pakkana hjá okkur og við 87 ára aldur var hún enn að og gaf öllum barnabörnunum sem þá voru orðin um 40, útsaumaðan amerískan jóla- sokk sem hún vann í höndunum. Á heimili hennar og afa gaf oft á bátinn í ólgusjó mannlegs breyskleika og var hugur ömmu án efa oft bund- inn við þau átök. Eftir að afi féll frá eftir sín veikindi breyttist amma. Hún kastaði af sér einhverjum huldum fjötrum og varð ung í annað sinn. Laus við karlin og börnin lagðist hún í ferðalög, hitti fólk og reyndi að njóta alls þess sem fólki á hennar reki stendur til boða. Maður gat átt von á að sjá hana á harða spretti um bæinn til að heim- sækja gamlar vinkonur sínar sem stundum tóku upp á því að hneykslast á hve frjálslynd hún var orðin. ANNA JÓNSDÓTTIR ✝ Anna Jónsdóttirfæddist í Vina- minni á Stokkseyri 2. júlí 1907. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. febr- úar síðastliðinn. Út- för Önnu fór fram frá Hallgrímskirkju 1. mars sl. Hún þvældist með strætó um þvera og endilanga höfuðborgina sem og nágrannabyggð- irnar til að heilsa upp á þá sem máttu vera að því að taka á móti henni. Í einum af þessum ferðum fréttist að henni hefði tekist að plata bíl- stjórann af sinni hefð- bundnu áætlun og beina honum um þrönga ein- stefnugötu og fengið hann til að stoppa við útidyrnar. Hvorki fyrr né síðar hefur strætis- vagn ekið um þá götu. Einnig fór hún í allar hópferðir um landið sem henni stóðu til boða og mátti ekkert vera að því að hella upp á kaffi ofan í afkomendur sína eða maka. Hún hafði í aðra koppa að líta því hana langaði sem dæmi í fljótasiglinu niður Hvítá. Það varð úr að hún fór í siglinguna á meðan megnið af hennar föruneyti sem kom með til að passa hana varð eftir á bakkanum. Þeim þótti þetta fullháskalegt. Eftir þessa ferð var amma orðin svo mikill ofurhugi að hún ætlaði næst í fallhlífarstökk. Þegar til kom treysti enginn þjálf- aður fallhlífarstökkvari sér til að hoppa með henni og fannst ömmu það súrt í brotið. Fram að þessu hafði amma ekki þurft að sækja lánsfé til íslenska bankakerfisins í eigin persónu. Hún hafði svo sem ekki mikla þörf fyrir lán, en hún hafði aldrei prófað þessa þjóðaríþrótt og langaði því að reyna. Hún tók sig því upp einn dag- inn og bankaði upp á hjá einum stjór- anum og bað um lán til að skemmta sér. Ekki fer sögum af því hvernig fulltrúa fjármagnsins varð við en lán- ið var veitt. Amma hafði tekið eftir því að flest eldra fólk notaði gleraugu þannig að hún ákvað að hitta lækninn til að fá sér gleraugu eins og allir hinir. Hún var send til baka með þeim skila- boðum að hún þyrfti engin slík, hún hefði 100 prósent sjón komin á níræð- isaldur. Á öllu þessu seinni tíma flandri ömmu er okkur kannski minnisstæð- ast hversu glöð hún ávallt var. Hún var að lifa sínu lífi, á sínum for- sendum og tókst það vel. Við erum heppin að hafa átt svona ömmu sem efldist og gladdist er leið á árin og kvaddi þennan heim södd líf- daga. Við þurfum ekki að kvíða kvöldi okkar dags þegar við höfum svona ömmu til að miða okkur við. Þú varst lifandi sönnun þess að með gleði í hjarta og bros á vör má fá ánægju úr litlum efnum. Vertu sæl, amma. Anna María, Viðar, Óskar og Vilborg. Obba, Obba æsku- vinkona mín, þú ert látin. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum er ég sá minningargrein um þig í Morgun- blaðinu. Mér finnst við alltaf svo ung þeg- ar mér verður hugsað til þín og þú varst alltaf svo glöð, ef við sáumst áður en leið þín lá til Noregs. Þó vissi ég að lífið var ekki dans á rós- um hjá þér hér heima. Við Obba kynntumst á sveitabæ austur í Rangárvallasýslu þar sem ég var vinnumaður hjá norðlenskum hjón- um. Ég var búinn að vera í Þjórs- ártúni lengi þegar Obba kom þang- að. Obba, þú varst ráðin sem barnapía, áttir að passa stelpu sem var komin á þriðja ár og ekkert nema óþægðin enda var látið mikið með hana. Hún var ekki orðin altal- andi svo við höfðum oft gaman af málfarinu hjá henni, ekki síður en foreldrarnir. Til að mynda gat hún aldrei sagt Ingólfur en sagði alltaf í staðinn Akólfur og þú hafðir mjög gaman af því, og reyndir oft að stríða mér með því og kallaðir mig Akólf. Obba mín, við urðum ekki sam- ferða meir, þetta var eina sumarið okkar saman en ég gleymi því held- ur aldrei, þú varst sannarlega skemmtilegur félagi, síglöð og alltaf tilbúin að hjálpa þar sem þörfin var mest. Ég man eftir því að það var haldið stórt íþróttamót á þessu stóra heimili, svokallað Skarphéð- insmót, þá var mikið að gera. Við ÞORBJÖRG H. ÁS- BJARNARDÓTTIR ASK ✝ Þorbjörg HelgaÁsbjarnardóttir (Obba) fæddist í Reykjavík 25. maí 1932. Hún lést á Fylkissjúkrahúsinu á Stord í Noregi 15. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hatle- strandkirkju í Nor- egi 22. janúar. áttum að taka til, hvergi mátti sjást nokkur skapaður hlut- ur, við vorum marga daga á hlaupum í þess- um verkum, það var sama hvað við reynd- um að gera þetta vel, alltaf gat húsmóðirin fundið að þessum verk- um hjá okkur. Það góða við þessar að- finnslur var að það voru fleiri en við sem fengum þær. En við gerðum það sem við gátum til að gera henni til hæfis. Hún var svo vandlát að ekki mátti sjá kúadellu á mótsstað. Það var mikið að gerast á mótsdag- inn, það kom þarna fjöldi manns, um 2.000 manns. Hjónin sáu um allar veitingar og það var því í nógu að snúast og vorum við í tjöldum og einhverjum skúrum að selja öl, tób- ak og sælgæti. Þessi samkoma stóð alltaf til klukkan eitt um nóttina og þá fór fólk að tínast í burtu og þá þurfti að taka vörurnar úr tjöldun- um og koma þeim í örugga geymslu og það gerði aðallega heimilisfólk og vinnufólkið. Elsku Obba mín, ekki var vinnudagurinn búinn hjá heim- ilisfólkinu, það átti eftir að mjólka kýrnar og sækja þær út í haga, eng- inn vissi hvar þær voru staddar. Við vorum látin leita að þeim, vinkona þín sem kom á skemmtunina, hún var á sama aldri og þú, við fórum bara á sparifötunum og ráfuðum þarna um að leita að þeim en fund- um þær ekki. En á meðan sátu hjón- in og vinir þeirra að telja peningana inni í stofunni sem komu inn á mótinu en við máttum ekki vita hvað það var mikið eftir daginn. Áfram þurftum við að ráfa um hagana en fundum engar beljur og við hálf- skömmuðumst okkar fyrir það. Svo við hættum leitinni því að okkur var orðið kalt í næturþokunni. Ég man enn þá hvað ég var montinn þegar ég fékk að lána þér jakkann minn, Obba mín, því að okkur fannst þú vera minnst klædd af okkur og svo leiddumst við öll heim en ekki þorð- um við að láta nokkurn mann sjá það. Já, elsku Obba mín, það er margs að minnast. Eftir að þú fórst heim til þín fór ég að keyra vörubíl í Reykjavík, þá kom ég oft við heima hjá stjúpu þinni í kaffi og þekkti ég hana nokkuð vel og föður þinn líka, hann var málarameistari, hann vildi endilega fá mig í vinnu en ég var ekki alveg til í það því að ég var kominn með mikla bílasótt sem varð ekki stöðvuð í bráð. Svona fór það, Obba mín, þú áttir eftir að verða bóndakona og ég bóndi, en ekki mjög langt frá hvort öðru en ekki sáumst við oft eftir að við fórum að búa, ég vissi að þú áttir duglegan, myndarmann og þú varst myndar- leg húsmóðir, sást stundum um veislur fyrir vinkonur þínar. Einu sinni lenti ég í því að keyra gesti í veislu hjá vinkonu þinni þar sem þú stóðst fyrir veisluhöldunum, þetta var þýsk kona. Eitthvað var ég að spyrja hana hvað hún væri gömul, ég var búinn að komast að því að það var ekki stórafmæli, svo fór hún að láta mig giska á hvað hún væri gömul. Ég horfði á hana góða stund og sagði svo að hún væri 48 ára gömul, ég sé enn þá undrunarsvip- inn á henni, því að það var rétt, ég held að hún hafi haldið að ég væri eitthvert séní að sjá úr aldur á kon- um en þetta var algjör tilviljun. Obba mín, svo frétti ég af því að þið Sveinn hefðuð slitið samskipt- um, ég varð undrandi á því þótt hann hefði sína galla eins og við öll. Ég fylgdist alltaf með þér, spurðist oft fyrir um þig og oftast vissi ég hvar þú varst og svo frétti ég að þú værir komin til Noregs og orðin bóndakona þar og ég hugsaði oft til þín að það hefði verið gaman að heimsækja þig og sjá búskapinn þinn þar. Ég veit að hann hefur ver- ið myndarlegur, eins og hann var hérna heima, svona er lífið. Obba mín, aldrei komstu til mín, og ég sjaldan til þín. Helst hefði ég viljað að þú myndir hvíla í íslenskri mold, að loknu dagsverki. Enginn veit sinn endi eða hvar hann lendir. Elsku Obba mín, far þú í friði og góður Guð geymi þig, litla vinkona. Ingólfur Guðmundsson, Króki. Með nokkrum orð- um langar mig að minnast fyrrverandi tengdamóður minnar; Ernu Helgu Matthías- dóttur, sem lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 22. febrúar sl. Við Erna kynntumst fyrst fyrir tæpum nítján árum þegar undirrit- uð og Smári, elsti sonur Ernu, felldu hugi saman. Enn er í fersku minni þegar hún bauð mig vel- komna inn í þessa stóru, samheldnu fjölskyldu. Mér var þegar tekið opnum örmum og þannig var það alla tíð. Erna var stórbrotin kona með sterkan persónuleika og útgeislun. Hún var hlý og umhyggjusöm, lífs- glöð, hjartahlý, bjartsýn og réttlát. Einnig hafði hún mikið dálæti á börnum sem löðuðust að henni og naut hún sín ávallt best innan um sinn barnahóp, eins og unga- mamma sem breiddi vængina yfir börnin sín, elskaði þau og verndaði. Þannig leið henni best, þegar hún var umvafin ástúð fjölskyldu sinn- ar. Hún hafði gott skopskyn, var hrókur alls fagnaðar í vinahópi og kunni listina að segja skemmtilega frá. ERNA HELGA MATTHÍASDÓTTIR ✝ Erna HelgaMatthíasdóttir fæddist á Patreks- firði 27. júní 1930. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 1. mars. Lífsganga Ernu var ekki þrautalaus. Sorg- in knúði dyra hjá fjöl- skyldunni þegar þau hjón misstu nokkurra vikna gamalt stúlku- barn 1955. Tæpum 30 árum síðar misstu þau elsta son sinn, Smára, í flugslysi. Það var þungt áfall fyrir fjöl- skylduna. Erna náði sér aldrei almennilega eftir þetta enda voru þau mæðgin ákaflega samrýmd. Fyrir nokkrum árum síðan greindist Erna með krabbamein. Það var mikið högg en hún barðist hetjulega við sjúkdóminn alla tíð en þeirri baráttu lauk 22. febrúar síð- astliðinn eftir tveggja mánaða erf- iða sjúkdómslegu. Margs er að minnast og hæst ber allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman hjá Ernu og Söe- bech. Nú við leiðarlok ber að þakka allar þessar yndislegu stundir og fyrir allan þann kærleik sem mér og minni fjölskyldu var sýndur. Ekki aðeins varstu tengdamóðir mín heldur einnig vinur í gleði og sorg og sem mín önnur móðir. Þín er sárt saknað elsku Erna en eitt er víst að sá sem trúir veit að öll hitt- umst við hinum megin Elsku Söebech og stórfjölskylda; ég og mín fjölskylda vottum ykkur dýpstu samúð, Guð styrki ykkur í sorginni. Elsku Erna mín; megi sál þín ná áfangastað og ég bið þér blessunar Guðs. Gríma Huld Blængsdóttir. Mig langar að minnast ömmu minnar sem er nú farin frá okkur. Ég trúi því ekki ennþá að hún sé farin, það eru svo margar minning- ar um ömmu. Við áttum svo margar góðar stundir. Mér fannst mjög gott að vera hjá henni. Við töluðum um alla hluti milli himins og jarðar. Ég fór mikið með ömmu og afa upp í sumarbústað, við vorum þar mjög mikið, en núna finnst mér þetta eitthvað svo tómlegt hérna án hennar. Ég sakna hennar mjög mikið. Hún amma var með stórt gullhjarta, hún vildi allt fyrir alla gera, og ég sakna þess að geta ekki farið til hennar í heimsókn eins og maður var vanur að gera. Hún bak- aði alltaf svo góðar pönnukökur og allskonar kökur. Hún tók alltaf svo vel á móti manni, henni ömmu þótti alltaf svo gaman að fá einhvern í heimsókn hún amma var alltaf svo glaðlynd og svo mikil félagsvera. Ég ætla að láta þetta fallega ljóð fylgja með kveðjuorðunum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þitt ömmubarn. Kolbrún Lind Sæmundsdóttir. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.