Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 47 Í inngangi minning- argreina 1. mars sl. mis- ritaðist frásögn af barnafjöldanum á æskuheimili Lilju á Dagverðará. Rétt er að uppeldissystir Lilju, Helga Hall- dórsdóttir, og maður hennar, Hall- grímur Ólafsson, eignuðust sjö börn og einnig ólust þar upp þrjú börn Hallgríms frá fyrra hjónabandi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Frá því ég man eftir mér man ég eftir Lilju og Jónasi, eiginmanni hennar, og þegar árin liðu varð ég vin- ur barnanna þeirra, Þórhildar og Gunnlaugs. Jónas sýndi okkur krökk- unum spilagaldra og ýmsa aðra galdra, og við dáðum hann sem mik- inn galdramann. Lilja var fjörug og aðsópsmikil húsmóðir, og þær frænk- urnar, Lilja og móðir mín Rósa, voru jafnvel enn fallegri en blómin sem þær voru kenndar við. Það var oft glatt á hjalla þegar fjöl- skyldurnar hittust, og þjóðfélagsum- ræðan hástemmd og áköf. Svo var rætt um sjúkdóma og merkilegar lækningar, svo ekki sé minnst á það LILJA GUNNLAUGS- DÓTTIR ✝ Lilja Gunnlaugs-dóttir fæddist á Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 27. júlí 1919. Hún lést á Landakoti 23. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kapellu 1. mars. sem var miklu æðra hinu veraldlega. Dul- ýðgi Snæfellsnessins sveif yfir vötnunum. Þórður á Dagverðará, sá mikli sagna- og æv- intýramaður, uppeldis- bróðir Lilju, kom oft á heimili þeirra og litaði tilveruna. Jónas dó 1973, og börn þeirra fluttu ung til Svíþjóðar. Lilja hélt áfram að vera besta vin- kona móður minnar á meðan báðar lifðu. Þeg- ar móðir mín lá bana- leguna á spítalanum dvaldi Lilja stundum heilu dagana hjá henni og hélt henni félagsskap. Hún varð líka afar vinsæll vinur barnanna minna, stakk að þeim góðgæti og gjöfum og lét sér annt um þau. Og sagan um hina góðu Lilju hélt áfram þegar barnabörnin mín fóru að sjá dagsins ljós. Það er afskaplega erfitt að trúa því að hún Lilja skuli allt í einu vera dáin. Síðast þegar ég hitti hana, fyrir rúmu ári, fannst mér hún svo ung og kát og órafjarri dauðanum. Hún fór galvösk að stæla við mig um pólitík sem fyrr. Hún var af þessari kynslóð sem fannst hún hafa jafnmikið vit á pólitík og hinir æðstu pólitíkusar. Sérhæf- ingin í pólitíkinni og menningunni var ekki orðin eins mikil þá og nú og menn vitnuðu ekki í neinn nema sjálfa sig. Og þótt hin pólitísku ágreinings- mál væru mikil sem fyrr var vináttan langt yfir ágreininginn hafin. Ég sendi aðstandendum Lilju og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Ragnar Stefánsson. ✝ Nikulás Guð-mundsson fædd- ist að Sandi í Norð- firði, 28. september 1919, en fluttist tveggja ára gamall með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar. Þar bjó fjölskyldan mikinn hluta upp- vaxtarára Nikulásar en um tíma dvöldu þau á Móakoti á Vatnsleysuströnd. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. mars síðast- liðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Kristjánssonar, f. 28.4. 1881, d. 9.7. 1950, og Fil- ippíu Ingibjargar Eiríksdóttur, f. 3.2.1888, d. 12.1. 1967. Systkini Nikulásar voru fjögur: Guðni, f. 16.2. 1921, d. 22.11. 1974, Laufey, f. 3.3. 1923, d. 20.12. 1981, Krist- ján, f. 2.7. 1927, búsettur á Sel- tjarnarnesi, og Steinunn, f. 7.3. 1929, búsett í Reykjavík. Hinn 7. maí 1955 kvæntist hann Guðnýju Guðmundsdóttir, f. 10.5. 1928, d. 9.4. 1995. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jón Jónsson, f. 2.6. 1888, d. 19.1. 1945 og Sigríður Katrín Jónsdóttir, f. 27.11. 1899, d. 24.12. 1995. Nikulás og Guðný bjuggu alla tíð í Reykjavík, fyrst á Melhaga 16 en fluttu síðan í Sól- heima 25. Þau eign- uðust eina dóttur, Guðrúnu, f. 28.11.1954, trygg- ingaráðgjafa, maki Björn Vignir Björnsson, f. 24.9. 1949, fulltrúi. Börn þeirra hjóna eru: Birgir Örn, f. 9.8.1976, nemi í Há- skólanum í Reykja- vík, og Guðný Björg, f. 29.5. 1979, nemi í Háskóla Ís- lands, sambýliskona Birgis Arnar er Helga Ásgeirsdóttir, f. 18.8.1979, nemi í Háskóla Íslands, þeirra sonur Gunnar Björn, f. 30.9.1998. Ungur að árum hóf Nikulás að starfa við verslunarstörf og starf- aði hjá KRON og var þar versl- unarstjóri í búsáhaldadeild allt til ársins 1963 er hann fór að starfa við silfursmíðar hjá Gull- og silf- ursmiðjunni Ernu en þar starfaði hann til ársins 1993 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Hann lét sér alla tíð varða málefni verkalýðs- hreyfingarinnar og starfaði um árabil í trúnaðarmannaráði Iðju. Útför Nikulásar fór fram í kyrrþey hinn 12. mars. Elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur systk- inin. Þú varst okkur svo kær. Við höf- um bæði átt ófáar heimsóknir til þín í gegnum tíðina, ætíð vorum við vel- komin. Þið amma fylgdust alltaf vel með öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og studduð alltaf við bakið á okkur og hvöttuð okkur áfram, hvort sem var í skólanum eða áhugamálunum. Við vitum að nú ert þú kominn til ömmu, hún hefur tek- ið á móti þér með opnum örmum. Þeir sem alltaf eiga til ást í sínu hjarta veita löngum öðrum yl, ævina lifa bjarta. Við hugsjónanna hófadyn hrinda hverjum vetri og gera einatt okkur hin ofurlítið betri. (Hörður Zóphaníasson.) Þú áttir auð er aldrei brást, þú áttir eld í hjarta, sá auður þinn er heilög ást til alls hins góða og bjarta. Til meiri starfa guðs um geim þú gengur ljóssins vegi. Þitt hlutverk er að hjálpa þeim er heilsa nýjum degi. (Hrefna Tynes.) Takk fyrir allt, elsku afi. Birgir og Guðný. Nikulás, tengdafaðir minn, var af þeirri kynslóð sem ólst upp við kröpp kjör þar sem allar vinnufærar hendur urðu að leggjast á eitt til að afla heimilinu tekna. Hann lærði því ungur að taka til hendinni og leysa þau störf sem honum voru falin af kostgæfni og al- úð. Ungur réð hann sig sem sendi- sveinn til KRON, en ekki leið á löngu þar til hann var orðinn af- greiðslumaður og síðar verslunar- stjóri lengst af í búsáhaldadeild. Hjá KRON starfaði hann í tæpa þrjá áratugi. Um miðjan aldur ákvað Nikulás að skipta um starfs- vettvang og hóf að starfa við silf- ursmíði hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu. Þar nutu hæfileikar hans sín vel enda var hann handverksmaður hinn mesti og skipti þá ekki máli hvort heldur var á góðmálma eða tré. Hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu starfaði hann allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir 72 ára gamall. Á yngri árum sínum varð Nikulás þess aðnjótandi að ferðast til út- landa, aðallega til Mið- og Austur- Evrópu. Er mér minnisstæð sú stund er hann sagði mér frá ferða- lagi er hann fór til Þýskalands haustið 1945 en þá kom hann m.a. til Hamborgar. Var greinilegt að eyði- leggingin er við blasti og þau bág- indi sem fólk bjó við höfðu haft sterk og djúp áhrif á hann. Eftir andlát föður síns hélt Niku- lás heimili með móður sinni á Mel- haga 16 þar sem hann hafði þá byggt sér íbúð. Síðar byggðu þau hjónin, Nikulás og Guðný, sér fram- tíðarheimili í Sólheimum 25. Var það þeim ákaflega kært og lögðu þau metnað sinn í að búa það sem hlýlegast. Bjó móðir Nikulásar þar einnig með fjölskyldunni, allt þar til hún lést. Nikulás var maður hóvær og fá- orður er kaus að láta lítið á berast. Hann var engu að síður góðhjart- aður og greiðvikinn er vildi allra vanda leysa. Var umhyggja hans fyrir fjölskyldu sinni, jafnt systkin- um sem öðrum einstök, einkum lét hann sig varða velferð barna- barnanna en með honum og ömmu sinni áttu þau margar samveru- stundir og má ljóst vera að Nikulás og Guðný hafa átt sinn þátt í uppeldi þeirra. Er við hjónin hófum að byggja okkar heimili var ekki ónýtt að eiga að tengdaföður eins og Nikulás. Það voru ófáar stundirnar er hann vann með okkur við bygginguna og lagði á ráðin þar sem reynsla hans og þekking frá því hann hafði verðið í sömu sporum komu að góðu gagni. Eru þessar samverustundir okkar Nikulásar mér afar minnisstæðar, en þær voru mér mikill lífsreynsla sem ég er afar þakklátur fyrir. Með þeim hjónum Guðnýju og Nikulási var einstakur kærleikur og samheldni. Bar hlýlegt heimili þeirra þess glöggt merki, enda stóð það ætíð öllum opið og bæri svo við að einhvern vantaði húsaskjól var ætíð pláss hjá þeim að finna. Fráfall Guðnýjar, fyrir tæpum sjö árum, var honum mikill missir og er ekki ofsagt að þá hafi bjartasti sólar- geislinn í lífi hans slokknað. Bjó hann einn í íbúð sinni eftir það og kaus að dvelja mest heima við þar sem hann sinnti eigin hugðarefnum. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þakklæti. Það var mér mikið lán að fá að kynnast honum og fjölskyldu sinni var hann einstakur. Megi minning um góðan mann lifa að eilífu. Björn Vignir Björnsson. Móðir mín man fyrst eftir sér í Móakoti á Vatnsleysuströnd þar sem foreldrar hennar bjuggu um skeið. Á þessum harðbýla stað dró fjölskyldan fram lífið í kreppunni miklu. Guðmundur faðir hennar og Nikulás bróðir reru til fiskjar og skutu fugl. Móðir hennar, Filippía Ingibjörg, ræktaði kartöflur, rófur og rabarbara í garðinum framan við kotið. Túnið fóðraði eina kú sem sá börnunum fimm fyrir mjólk. Nikulás, sem var 10 árum eldri en móðir mín, kynntist eflaust fremur lífshörkunni í Móakoti því hjá hon- um, líkt og foreldrum hans, runnu saman dagur og nótt í löngu striti. En yngstu börnin léku sér eins og kynslóðir íslenskra barna á undan þeim að leggjum við túnfótinn, hlupu um fjöruna og tíndu kuðunga og skeljar eða sátu uppi á bæjar- skúrnum og nöguðu sólþurrkaða og vindblásna þorskhausa. Strax á unglingsaldri var Nikulás orðinn sá orðlagði rósemismaður sem hann alla tíð var. Nú þegar dauðann ber að garði má leita hugg- unar í sögu af því hvernig hann var eitt sinn svikinn um feng sinn. Það var fyrir tæpum sjötíu árum þegar Nikulás bjargaði lífi systur sinnar og lagði um leið sjálfan sig í hættu. Þegar móðir mín var á fimmta ári brölti hún upp í bátskrifli sem bund- ið var við staur í flæðarmálinu hjá Móakoti og leysti landfestar. Bátinn bar hratt frá landi og hún var of mikill óviti til að geta beitt árunum sem lágu á botninum. Hún settist því snöktandi niður í miðja kænuna, reyndi að hreyfa sig sem minnst og beið þess sem verða vildi. Nikulás heyrði í móður minni, kom hlaup- andi og óð á svipstundu út í sjóinn á eftir henni enda þótt hann væri ósyndur eins og svo margir í þá daga. Kaldur sjórinn náði honum fljótt í mitti, upp á miðja bringu og loks stóð höfuðið eitt upp úr. Þó var litla systir hans enn utan seilingar og hann hlýtur að hafa vitað að næstu skref færðu hann allan undir. Ef honum hefði skrikað fótur á hál- um steinunum hefði hann að öllum líkindum drukknað í fjörunni aðeins fáeina metra frá landi. Þegar Niku- lás náði loks taki á stefni bátsins voru munnur og nef komin á kaf, en augun viku aldrei af móður minni. Ennþá man mamma einbeitinguna sem skein úr fölu andliti hans. Nikulás reyndist móður minni ávallt raungóður og traustur. Hann sagði fátt og sýndi fremur mann- kosti sína í verki. Mamma heimsótti Nikulás á spítalann tveimur dögum áður en hann lést. „Nú er ég að fara, Steina mín,“ sagði hann af sínu kunna jafnaðargeði. Hún sat við hlið hans og fór þegar hann sofnaði. Hún vissi fyrir víst að endalokanna væri ekki langt að bíða því Nikulás fór ekki með fleipur. Nú þegar Ninni er allur verður mér hugsað til drengsins sem frem- ur hefði drukknað í fjörunni framan við kot foreldra sinna en láta litlu systur sína reka út á hið dimma haf. Guðni Elísson. NIKULÁS GUÐMUNDSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina Látin er í hárri elli mín elsta vinkona, Helga J. Rocksèn, en við vorum búnar að vera vinkonur frá því að hún lauk námi í Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1927. Helga var góð og vel gefin kona. Það kom m.a. fram í því að hún vildi alltaf vera að bæta við menntun sína. Á miðjum aldri tók hún sig til og innritaðist í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi sem skriftarkennari árið 1952, en rithönd hafði hún sér- lega fallega. Hún varð síðar um ára- bil skriftarkennari m.a. við Verslun- arskólann og Kvennaskólann. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt fyrir Helgu að vera við kennsluna og annast jafnframt heimilisstörfin, því mjög gestkvæmt var á heimili Helgu og manns hennar, Gunnars Rocksèn, vararæðismanns í sænska sendi- ráðinu í Reykjavík, því oft þurftu þau að halda matarboð og veislur fyrir innlenda og erlenda gesti. Annaðist hún oftast ein alla matargerð og framreiðslu af mikilli prýði, enda myndarleg húsmóðir og bjó til góðan mat og þau hjónin kunnu vel að taka á móti gestum. Þau Helga og Gunnar giftu sig 27. ágúst 1938. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Laugavegi 11, eftir það á ýmsum stöðum og síðast í Sólheim- um 25. Margs er að minnast frá liðnum árum. Ég var tíður gestur hjá þeim, m.a. á afmælisdögum þeirra hjóna og oft einnig á hátíðisdögum og nut- um við, fjölskylda mín sem þá var, gestrisni þeirra. HELGA ROCKSÉN ✝ Helga JónsdóttirRocksén fæddist 25. febrúar 1910 í Reykjavík. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans við Hringbraut fimmtu- daginn 3. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. janúar. Helga var góður ferðafélagi. Fórum við saman í nokkrar utan- landsferðir. Eftir að Gunnar, maður Helgu, var kominn á eftirlaun, fluttu þau til Svíþjóðar og þar bjuggu þau í nokkur ár. Keyptu þau sér fallegt hús á fögr- um stað við stórt stöðu- vatn í Suður-Svíþjóð. Húsið var umkringt fallegum garði. Var gaman að fylgjast með Gunnari hve natinn hann var við að halda garðinum hreinum og fallegum, lim- gerðið klippti hann nær daglega, þar mátti ein trjágreinin ekki vera ann- arri lengri eða hærri. Allt varð að vera snyrtilegt. Gunnari var margt til lista lagt, söng vel, dansmaður góður og var mjög laginn t.d. við að skera ýmislegt út í tré. Um árabil áttu þau hjónin sum- arbústað við Krókatjörn á Mosfells- heiði. Þangað var alltaf gott að koma og eiga notalega stund með þeim. Heilsu Helgu fór mjög hnignandi síðustu árin. Sá ég hana síðast í 90 ára afmæli hennar. Af heilsufars- ástæðum hafði ég ekki tök á að heim- sækja hana á sjúkrahúsið þar sem hún dvaldi og þótti mér það miður. Við héldum þó sambandi í síma svo lengi sem fært var. Helga og Gunnar eignuðust einn son, Karl Erik arkitekt, góðan dreng sem ber foreldrum sínum gott vitni. Hann er kvæntur Halldóru Ásgríms- dóttur og eiga þau þrjár myndarleg- ar dætur. Sendi ég þeim innilegar samúðarkveðjur. Að lokum vil ég þakka þessum góðu vinum mínum, Helgu og Gunn- ari, sem nú eru bæði gengin þann veg sem okkar allra bíður, sam- veruna og alla þá vináttu sem þau hjónin og Karl sonur þeirra sýndu mér og mínum í 75 ár. Blessuð sé minning þessara góðu hjóna. Guðrún J. Straumfjörð (Dídí).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.