Morgunblaðið - 14.03.2002, Side 48

Morgunblaðið - 14.03.2002, Side 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jónas Sigurðs-son fæddist í Ási í Garðahreppi 13. mars 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónasson, bóndi í Ási, f. 10. janúar 1863, drukknaði af kútter Geir í febrúar 1912, og kona hans Guðrún Árnadóttir, f. 7. febrúar 1879, d. 7. júlí 1973. Jónas var næstyngstur 11 systkina frá Ási sem öll eru látin en þau voru: Barn Sigurðar og Guðlaugar Árnadóttur: 1) Sigur- jón, f. 31. desember 1889, d. 3. október 1956. Barn Sigurðar og fyrri konu hans Sigurlaugar Ein- arsdóttir, f. 7. desember 1863, d. 31. mars 1894: 2) Guðfinna, f. 2. nóvember 1892, d. 28. janúar 1978, gift Birni Árnasyni, f. 2. maí 1889, d. 14. júlí 1979. Börn Sig- urðar og Guðrúnar: 3) Árni, f. 16. febrúar 1900, d. í desember 1945, kvæntur Súsönnu Jónasdóttur, f. 15. maí 1900, d. 20. október 1947. 4) Ásmundur, f. 21. júní 1901, d. 10. mars 1941, kvæntur Karolínu Sigríður Karlsdóttir, f. 3. júní 1900, d. 5. febrúar 1988. 5) Sig- urlaugur, f. 8. júní 1902, d. 17. jan- úar 1990, kvæntur Önnu Thorlac- ius f. 26. ágúst 1924. 6) Anna Oddný, f. 19. september 1903, d. 18. ágúst 1997, gift Ingimundi Ólafssyni, f. 30 nóvember 1898, d. 23. janúar 1963, þau skildu. Maki Óskar Eyjólfsson, f. 21 október 1913, d. 24. mars 1998. 7) Sigríður f. 13. nóvember 1904, d. 30. októ- ber 1978, gift Ingimundi Guð- mundssyni, f. 16. mars 1907, d. 21. mars 1991. 8) Sólveig, f. 30. nóv- ember 1905, d. 22. júní 1988, gift Arnóri Þorvarðarsyni, f. 6. mars 28. nóvember 1964, í sambúð með Hildi Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn. b) Lára, f. 8. apríl 1974. Sigurður Rúnar er í sambúð með Huldu Böðvarsdóttur, f. 24. des- ember 1945. Pálína átti fyrir: 1) Jón G. K. Jónsson skriftofustjóri, f. 10. september 1933, d. 14. októ- ber 1995, kvæntur Halldóru Guð- mundsdóttur, f. 8. apríl 1927. Börn þeirra eru: a) Atli Gunnar, f. 11. júní 1965. b) Anna María, f. 11. júní 1965, gift Guðlaugi Kr. Sig- urðssyni og eiga þau þrjú börn. c) Kristjón, f. 12. júlí 1966, kvæntur Önnun Maríu Gunnarsdóttir og eiga þau tvö börn. Fyrir á Kristjón einn son. 2) Erla Lísa Sigurðar- dóttir, f. 13. janúar 1939, gift Ósk- ari Steindórssyni, f. 6. ágúst 1930. Börn þeirra eru: a) Jónas Stein- dór, f. 14. mars 1966, í sambúð með Maríu Erlu Hilmarsdóttur og eiga þau eitt barn. b) Sigurður Óskar, f. 6. júlí 1972, unnusta hans er Þórunn Edda Björgvinsdóttir. Fyrir átti Erla Lísa: c) Kolbrúnu Pálínu Hafþórsdóttur, f. 15. jan- úar 1958, gift Atla Elvar Atlasyni og eiga þau þrjú börn. d) Sigríði Einarsdóttur, f. 27. september 1962, í sambúð með Ragnari Bárð- arsyni og eiga þau tvö börn. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930. Fyrrihlutapróf í vélaverk- fræði frá Technische Hochschule Darmstadt 1933, fiskimannaprófi 1940 og farmannaprófi 1941. Framhaldsnám stundaði hann við University of California 1942. Fastur kennari við Stýrimanna- skólann í Reykjavík frá áramótum 1942–43, skólastjóri frá 1962. Jón- as samdi kennslubækur til nota í skólanum. Ásamt kennslu stund- aði Jónas sjómennsku, fyrst sem stýrimaður í afleysingum en 1951 réðst hann til Hvals hf., fyrst sem stýrimaður en síðan skipstjóri á Hval 5 allt til 1965. Jónas var sæmdur hinni íslensku Fálkaorðu og var heiðursfélagi í Stýrimanna- félagi Íslands. Útför fer fram frá Hallgríms- kirkju í dag og hefsta athöfnin klukkan 13.30. 1897, d. 7. mars 1976. 9) Sigrún, f. 2. októ- ber 1908, d. 21. maí 1942, gift Daníel Vig- fússyni, f. 16. nóvem- ber 1903, d. 11. maí 1964. Barn Guðrúnar og seinni manns henn- ar, Oddgeirs Þorkels- sonar, f. 27. maí 1881, d. 16. nóvember 1962: 10) Sigurrós, f. 24. júlí 1917, d. 13. september 1992, gift Jens Páls- syni, f. 9. mars 1916, d. 20. janúar 2000. Jónas kvæntist 1946 Pálínu Árnadóttur frá Burst- arfelli í Vestmannaeyjum, f. 27. maí 1914, d. 19. desember 1993. Foreldrar hennar voru Árni Odds- son, sjómaður og síðar skrifstofu- maður, f. 15. maí 1988, d. 16. júní 1938, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 25. júní 1883, d. 15. mars 1970. Þeim Pálínu varð þriggja barna auðið: 1) Árni Björn verkfræðingur, f. 19. júlí 1946, kvæntur Guðrúnu Ragnarsdóttur framhaldsskólakennara, f. 27. september 1947. Börn þeirra eru: a) Ragna, f. 30. ágúst 1966, gift Magnúsi Björnssyni og eiga þau tvö börn. b) Páll, f. 28. maí 1974. c) Jónas, f. 9. ágúst 1978, unnusta hans er Birta Mogensen. 2) Baldur verkfræðingur, f. 4. janúar 1949, kvæntur Margréti Sigurðsson, skrifstofumanni, f. 12. ágúst 1953. Börn þeirra eru: a) Pétur, f. 18. október 1981. b) Guðrún Inga, f. 23. desember 1987. c) Jónas, f. 6. september 1991. 3) Ebba Sigur- björg bankastarfsmaður, f. 13. júlí 1952. Fyrir átti Jónas með Huldu S. Fjeldsted, f. 8. júní 1919, d. 23. febrúar 2002, soninn Sigurð Rún- ar bifvélavirkja, f. 6. febrúar 1939. Börn hans og Ebbu R. Ásgeirs- dóttir, fyrverandi konu hans, f. 17. ágúst 1944, eru: a) Ásgeir Jónas, f. Jónas, tengdafaðir minn, var mik- ill öðlingsmaður. Hann var tæplega 91 árs er hann lést, vel ern allt til hins síðasta. Með Jónasi er fallinn frá mikill ættarhöfðingi, því segja má að öll fjölskyldan, börn, tengda- börn, afabörn og langafabörn hafi flykkst um hann, sakir ljúfmennsku hans og áhuga í garð alls síns fólks. Jónas lést síðastur 11 systkina frá Ási við Hafnarfjörð, allt var það mikið mannkostafólk. Hann sýndi strax góðar námsgáfur og eftir nám í Flensborg lá leiðin í Menntaskól- ann í Reykjavík, þar sem hann tók stúdentspróf aðeins 19 ára gamall árið 1930. Eftir stúdentspróf styrktu bræður hans hann til verkfræði- náms í Darmstadt í Þýskalandi. Bræðurnir voru allir sjómenn komn- ir af kunnri sjómannaætt, niðjar Árna Björnssonar bónda á Móum á Kjalarnesi. Jónas vann auk þess fyr- ir sér sem kyndari hjá bræðrum sín- um og aflað sér tekna þegar lítinn aur var að fá á kreppuárunum. En það dugði ekki og eftir að hafa lokið fyrrihlutaprófi í vélaverkfræði varð ekki meira um nám í bili, hann þurfti að vinna fyrir sér. Þýskalandsárin á uppgangstímum nasista voru honum minnisstæð, sérstaklega vegna þess að hann var kallaður fyrir vegna Jónasarnafn- sins. Hann breytti nafninu í Ara og ég geymi enn reglustiku frá þessum tíma merktri Ara Sigurðssyni, hún er reyndar enn notuð af barnabarni hans og nafna. Eftir að heim var komið lauk Jónas prófi frá Stýri- mannaskólanum með ágætum eins og bræður hans höfðu gert áður. Áð- ur en námi lauk byrjaði Jónas að kenna við Stýrimannaskólann sem átti eftir að verða ævistarf hans. Í raun ætlaði hann að leggja fyrir sig togarasjómennsku en var hvattur til frekara náms. Hann fór til Banda- ríkjanna á stríðsárunum og stundaði nám við Háskólann í Kaliforníu. Honum var það minnisstætt að eng- in krá var í kílómetra radíus frá skólanum sem honum þótti nokkuð skondið. Eftir að heim var komið kynntist Jónas tilvonandi eiginkonu sinni Pálínu Árnadóttur frá Burstarfelli í Vestmanneyjum. Þau voru einkar samrýnd hjón allt þar til hún lést 1993. Meðfram kennslu var Jónas skiptjóri á Hval 5 þar til að hann varð skólastjóri Stýrimannaskólans 1962. Ég kom inn á heimili þeirra Jón- asar og Pálínu aðeins 17 ára gömul. Þau hjón tóku mér afar vel og ég uppgötvaði fljótt hvað Jónas tók hlutunum með stóískri ró, jafnvel þótt tengdadóttirin tilvonandi yrði ólétt og sonurinn enn í menntaskóla. Jónas var glaðlyndur maður, með „glimt i øjet“, samræðugóður og fróður um marga hluti. Hjá Jónasi fór saman vinna og áhugamál enda hugsunarháttur hans mótaður af kreppuárunum. Ég man ekki eftir honum öðruvísi en sívinnandi, hann var ýmist að fara yfir verkefni, semja kennsluefni eða sinna kennslu í Bréfaskólanum. Eftir sjötugsald- urinn nutu þau Pálína lífsins saman og þó svo að hún félli frá var hann ekki einn, börnin sáu um það. Hann spilaði bridge tvisvar í viku allt þar til fyrir þremur vikum og undi hag sínum ágætlega. Jónas var matmað- ur og það var einkar ánægjulegt að bjóða honum í mat, steikur voru hans líf og yndi, hann taldi sig víst vera búinn að borða nægan fisk um ævina. Ég sagði í upphafi að Jónas hafi verið mikill öðlingur, en það var af því að hann var svo einstaklega góð- ur maður og einhvern veginn hélt maður að hann yrði eilífur. En svo var auðvitað ekki og er hann nú kvaddur að sinni. Blessuð sé minn- ing hans. Guðrún Ragnarsdóttir. Elsku besti afi minn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orð- um. Ég er stolt af því að hafa átt þig fyrir afa og ég naut þeirra forrétt- inda að vera elsta barnabarnið þitt. Var stundum ekki viss hvort ég væri barnið þitt eða barnabarn, eins og þegar ég var í röðinni til að fá vasa- peninga af því stóru krakkarnir þurftu pening fyrir einhverju. Þá hlóstu þegar ég bað þig bara um tú- kall fyrir tyggjói og sagðist gefa mér hann með glöðu. Ég man eftir að hafa legið á stofugólfinu hjá ykkur ömmu bara til að heyra þig kalla í gegnum radíóið Hvalfjörður, Hvalur fimm kallar. Það var frábært að heyra röddina þína þegar þú varst ekki heima. Það var líka frábært þegar þú mataðir mig á súkku- laðiköku eftir að ég var búin að plægja fósturjörðina, sem var mín sérgrein. Þá var amma að hreinsa sárin og þú að reyna að hugga mig og dreifa athyglinni. Ég sagði þér margoft að ég hefði ekki getað valið mér betri afa sjálf. Þú varst alltaf svo þolinmóður og góður og ég man ekki til þess að þú hafir nokkurn tímann skammað mig. Spurðir bara hvort ég yrði aldrei þreytt. Þér fannst notalegt að ég hefði lykil að heimili ykkar ömmu þegar móðursystkini mín voru er- lendis í námi. Þá mátti ég koma hve- nær sem var, eins og reyndar alltaf. Þakka þér fyrir að hafa viljað fara með mér á ballið, þegar ég hafði ekki aldur til að vera þar. Það er bara þannig að fimmtán ára fer maður ekki á ball með afa sínum. Það breyttist með árunum og í fyrra gat ég skemmt mér með þér þegar þú varðst níræður. Nú er komið að kveðjustund, ég kveð þig með væntumþykju og virð- ingu. Skilaðu kveðju til ömmu frá mér, ég veit hún verður glöð að vera ekki lengur ein. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín. Þín Kolbrún Pálína (Kolla). Lítil stúlka mænir á styttuna „Hugsuðurinn“ með aðdáun og undrast hvernig hægt sé að búa til svo fína styttu af afa hennar. Þegar ég hugsa til afa míns nú virðist þessi samlíking ekki svo vitlaus. Í augum barnsins var hann ábúðarmikill skólastjóri í risastórum skóla og vafalaust síhugsandi. Skólamaðurinn Jónas var óþreyt- andi við að hvetja barnabörn sín til dáða og aukinnar skólagöngu. Eins aðhaldssamur og hann jafnan var fannst honum aldrei of miklum pen- ingum eytt í menntun, jafnvel þótt það væri aleigan og meira til. Hann var mjög metnaðargjarn fyrir hönd afkomenda sinna og áhugasamur um þeirra hagi. Var hann einkar lunkinn við að haga samtölum þann- ig að þau urðu að lúmskri hvatningu um að gera nú enn betur. Afi Jónas var líka góður vinur og gaman að ræða við hann um mál líð- andi stundar. Hann fylgdist ávallt vel með þjóðmálunum og hafði á þeim skoðun, væri hann inntur eftir henni. Um sumt hafði hann ekki mörg orð. Til dæmis þegar hvala- friðunarmál voru í hámæli og Græn- friðunga bar á góma hnussaði afi, hristi hausinn og fékk sér smók. Meira þurfti ekki að ræða um það mál. Ýmsar fleiri minningar vekja kát- ínu og það eru einmitt þau áhrif sem afi hafði á mig; með fasi sínu einu saman kenndi hann mér að sjá bros- legu hliðina á málunum. Ég kveð með söknuði og eftirsjá hlýjan og góðan mann. Ragna Árnadóttir. „Jónas frændi er dáinn.“ Þessi orð systur minnar hljómuðu lengi í eyra mér. Hvernig mátti það vera að Jónas væri allur, það er ekki svo langt síðan við sátum saman? Í brúðkaupi dóttur minnar í ágúst sl. ákváðum við að fara saman í eina ferð með einhverjum hvalbátanna strax og veiðar hæfust á ný. Þessi ferð okkar Jónasar verður því miður ekki farin. Ekki man ég hvenær ég fyrst sá Jónas, en það mun hafa verið eftir dvöl hans í Þýskalandi. Hins vegar man ég vel hve stoltur ég var af frændum mínum, bræðrunum Ás- mundi, Árna, Sigurlaugi, sem allir voru sjómenn, og Jónasi þegar þeir komu í heimsókn til foreldra minna, en móðir mín var hálfsystir þeirra. Í barnshuga mínum leit ég á þá sem hetjur eða ofurmenni, því þeir voru allir sigldir og höfðu komið til út- landa. Ég sýndi þeim sérstaka virð- ingu. Ekki óraði mig þá fyrir að sjálfur ætti ég eftir að koma til út- landa og dvelja þar langdvölum. Jónas fæddist 13. mars árið 1911 að Ási við Hafnarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Árnadóttir og Sigurður Jónasson bóndi og sjó- maður. Hann var yngstur átta al- systkina, en þrjú hálfsystkin átti hann einnig. Á þessum árum stunduðu bændur gjarnan sjómennsku á vetrum því oft var þröngt í búi, einkum ef barnahópurinn var stór. Sigurður, faðir Jónasar, var einn þeirra. Ekki náðu allir sjómenn landi þá frekar en nú og var Jónas aðeins eins árs gamall er faðir hans fórst í ofsaveðri með kútter Geir árið 1912. Þrátt fyrir bág kjör tókst Guð- rúnu móður Jónasar að koma sonum sínum fjórum til mennta: tveir luku prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og einn frá Vélskólanum. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930. Þá hélt hann til Þýskalands og lauk þar fyrrihlutaprófi í vélaverk- fræði árið 1933. Af fjárhagsástæðum gerði Jónas hlé á námi sínu, fór heim til Íslands og hugðist stunda sjó- mennsku í eitt ár og ljúka síðan námi. Jónas ílentist í sjómennskunni næstu sex árin. Árið 1939 lá leið hans í Stýrimannaskólann í Reykja- vík. Þaðan lauk hann fiskimanna- prófi árið 1940 með ágætiseinkunn og ári síðar farmannaprófi, sömu- leiðis með ágætiseinkunn. Stunda- kennari við skólann var Jónas frá 1940. Að áeggjan Friðriks V. Ólafsson- ar, skólastjóra Stýrimannaskólans, hélt Jónas árið 1942 til framhalds- náms í siglinga- og stærðfræði við Kaliforníuháskóla. Í ársbyrjun 1943 varð hann fastur kennari við Stýri- mannaskólann og kenndi þar sam- fellt uns hann tók við starfi skóla- stjóra við fráfall Friðriks V. Ólafs- sonar árið 1962. Eiginkona Jónasar var Pálína Árnadóttir frá Vestmannaeyjum, fædd árið 1914. Hún lést árið 1993. Þau gengu í hjónaband árið 1946 og bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík, síðast á Skúlagötu 40. Börn þeirra eru: Árni Björn verkfræðing- ur, Baldur verkfræðingur og Ebba ritari. Fyrir átti Jónas soninn Sig- urð Rúnar og Pálína dótturina Lísu og soninn Jón. Jafnframt kennslunni stundaði Jónas sjómennsku á sumrin. Árið 1951 réðst hann til Hvals hf., fyrst sem stýrimaður á hvalbátunum, en frá 1954 sem skipstjóri allt til ársins 1965 er hann lét af sjómennsku. Jónas var mikið ljúfmenni, hann var yfirvegaður og aldrei heyrði ég hann tala hnjóðsyrði um nokkurn mann. Ég á því láni að fagna að hafa verið með Jónasi til sjós á fimm hvalvertíðum. Aldrei varð honum það á að beita röddinni um of til að koma skipunum sínum sem yfirmað- ur á framfæri. Þó kom það fyrir ef veður voru slæm og Kári var að flýta sér að hann varð að láta vel í sér heyra þar sem hann stóð einn í stafni nánast óvarinn við byssuna tilbúinn til atlögu við næsta hval. Meðan Jónas var enn stýrimaður kom það oftast í hans hlut að reikna út og ákveða staðsetningu skipsins. Ekki var það vegna þess að skip- stjórinn væri ekki vandanum vaxinn, heldur sýnir það hve mikið traust hann bar til Jónasar, enda var hann afburða siglingafræðingur. Eftir að hafa jagað hval í lengri tíma breytt- ist að sjálfsögðu staðsetning skips- ins. Þá var Jónas gjarnan inntur eft- ir því hvar hann áliti skipið statt. Áður en hann fór í tæki og tól til að fullvissa sig um stöðuna leit hann gjarnan á hafflötinn og kom með sínar ályktanir sem oft á tíðum komu heim og saman við það sem „græjurnar“ síðan staðfestu. Jónas frændi, eins og hann var ávallt kall- aður í fjölskyldunni, sigldi skipi sínu ávallt heilu í höfn. Nú hefur hann lagt upp í sína hinstu för, farsælu lífi hér á jörð og hamingjuríku er lokið og komið að kveðjustund. Elsku frændi. Við systkinin og Sieglinde þökkum þér allt sem þú varst foreldrum okkar og fjölskyldu allri. Við biðjum algóðan Guð að leiða þig og hans eilífa ljós lýsi þér. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra biðjum við einnig blessunar Guðs og handleiðslu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Björnsson. Með virðingu og þökk kveð ég Jónas Sigurðsson, skólastjóra Stýri- mannaskólans í Reykjavík, í 19 ár, frá 1962 til 1981. Ég kveð hann fyrir hönd Stýrimannaskólans sem hann þjónaði svo lengi, bæði sem kennari og skólastjóri. Persónulega þakka ég og kona mín Jónasi ánægjuleg kynni og vináttu, sem varð traustari eftir því sem árin liðu. Jónas Sigurðsson var skarp- greindur maður og prýðilega mennt- aður. Hann var blátt áfram, sérstak- lega hlýr og viðræðugóður og honum fylgdi ró og festa. Jónas varð stundakennari í stærð- fræði við Stýrimannaskólann meðan hann var þar í námi, en Jónas Sig- urðsson lauk hinu meira fiskimanna- prófi árið 1940, en farmannaprófi lauk hann vorið 1941, hvort tveggja með ágætiseinkunn og var hæstur í sínum hópi. Jónas Sigurðsson hafði því starfað við Stýrimannaskólann í Reykjavík í um 40 ár, fyrst sem kennari og síðast sem skólastjóri. Jónas Sigurðsson mundi tímana tvenna við aðbúnað og menntun sjó- manna og þá sérstaklega skipstjórn- armanna. Hann hafði kynnst sjó- mannslífinu sem ungur maður á togara, þar sem unnið var samfleytt minnst í 12 klukkustundir á opnu þilfari, hvernig sem viðraði og oft í þungum sjó með allt á floti, þegar skipin voru orðin lestuð. Hann var nemandi og kennari í gamla Stýri- mannaskólanum við Öldugötu, sem í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar, um og eftir 1940, var að sprengja ut- an af sér allt húsnæði. Jónas var við framhaldsnám við Kaliforníuháskóla JÓNAS SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.