Morgunblaðið - 14.03.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 14.03.2002, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 49 árið 1942. Um áramótin 1942/1943 var hann kominn í raðir kennara Stýrimannaskólans við hliðina á þekktum kempum eins og Guð- mundi B. Kristjánssyni og Svein- birni Egilssyni. Skólastjóri var þá Friðrik V Ólafsson, sem var skóla- stjóri frá 1937 þar til í september ár- ið 1962, er hann andaðist og tók Jón- as Sigurðsson þá við skólastjórn. Jónas mat mikið Friðrik V. Ólafs- son, en hann var heilsutæpur síð- ustu árin, sem hann lifði og var Jón- as þá hans stoð og stytta. Þegar Stýrimannaskólinn og Vél- skóli Íslands fluttu í Sjómannaskóla Íslands haustið 1945 var að fullu lok- ið 18 skólastofum, en í Stýrimanna- skólanum voru þá 123 nemendur og starfaði skólinn í 8 kennsludeildum. Síðar fluttu Loftskeytaskólinn og Matsveinaskólinn í húsið. Jónas Sigurðsson varð einn af að- alkennurum Stýrimannaskólans á þessum uppgangstímum á fyrstu ár- um lýðveldisins. Allir voru fullir bjartsýni og mikil uppbygging og endurnýjun var í fiskiskipa- og kaupskipaflotanum. Helstu kennslu- greinar Jónasar voru stærðfræði og siglingafræði. Hann samdi nokkrar kennslubækur í kennslugreinum sínum, Stærðfræði árið 1946, með viðauka 1958 og eftir að hann varð skólastjóri endurskoðaði hann frá grunni kennslubók í siglingafræði og kom Siglingafræði eftir Jónas út árið 1966, einnig samdi hann ásamt Ásgeiri Jakobssyni ágæta Byrjenda- bók í siglingafræði. Endurbætt út- gáfa af siglingafræðinni kom út árið 1974 og er sú bók enn notuð ásamt viðbótarheftum frá kennurum. Stærðfræði var alltaf uppáhalds við- fangsefni og kennslugrein Jónasar. Með auknum kröfum og þá sérstak- lega með tilliti til þess að nemendur af 3. og 4. stigi ættu greiðari aðgang að Tækniskóla Íslands bætti hann árið 1983 við mikilvægum heftum í stærðfræði um diffrun og tegrun. Jónas Sigurðsson tók beinan þátt í þeirri gjörbyltingu sem varð í sigl- inga- og fiskileitartækjum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Þegar hann byrjaði kennslu voru siglingatækin í raun og veru eins og þau höfðu verið allt frá stofn- un Stýrimannaskólans árið 1891, þ.e. áttaviti og sextant, vegmælir og handlóð. En strax með komu fyrsta nýsköpunartogarans, Ingólfs Arnar- sonar, árið 1947 komu ratsjártæki, nýr hraða- og vegmælir og dýptar- mælar með skrifara; síðar komu fullkomin staðsetningartæki eins og lóran og ljósmiðunarstöðvar í öll skip, fiskriti eða asdikk og fullkomn- ari fjarskiptatæki. Öryggis- og björgunarmálum fleygði fram. Í kennslu skipstjórnarmanna varð einnig gjörbylting með tilkomu sam- líkja (herma). Í skólastjóratíð Jónas- ar fékk Stýrimannaskólinn árið 1975 fyrsta siglingasamlíkinn, enskan ratsjársamlíki af gerðinni Redifon. Þar var unnt að æfa siglingar í dimmviðri og ratsjárútsetningar (plott). Íslendingar stóðu jafnfætis nágrannaþjóðunum í kennslu skip- stjórnarmanna. Tæki þetta var not- að til ársins 1989, þegar Stýri- mannaskólinn fékk nýjan samlíki með 3 skipum frá norska fyrirtæk- inu Norcontrol. Eftir að Jónas lét af skólastjórn var hann prófdómari í siglinga- reglum í fjöldamörg ár. Þar kynntist ég honum best og var sérstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt að eiga við hann umræður um reglurnar, sem hann hafði kennt í áratugi. Þeg- ar ég tók við skólastjórn haustið 1981 var hann mér vinsamlegur og hollráður. Við vorum í flestu sam- mála um heildarskipulag námsins, ekki síst eftir að Ísland varð aðili að alþjóðasamþykkt um þjálfun, skír- teini og vaktstöður sjómanna (STCW-95), sem allar siglingaþjóðir heims eru aðilar að. Með auknum kröfum til skipstjórnarmanna væri æskilegt að nemendur hefðu betri undirbúning, þegar þeir settust í Stýrimannaskólann, en jafnframt yrði þess gætt að við skólann yrði alltaf boðið upp á nám í almennum greinum fyrir þá sjómenn sem vildu fara í skólann, en hefðu af einhverj- um ástæðum ekki nægilega góðan undirbúning. Jónas var mér einnig sammála um, að nauðsynlegt væri að nemendur hefðu einhvern sigl- ingatíma áður en þeir byrjuðu nám í Stýrimannaskólanum. Þar með hefðu þeir gert upp við sig hvort þessi starfsvettvangur passaði fyrir þá. Um þetta og önnur mál sem vörðuðu skólann ræddum við iðu- lega. Í tengslum við aldarafmæli Stýri- mannaskólans árið 1991 kom út saga Stýrimannaskólans í Reykjavík í 100 ár eftir Einar S. Arnalds og var Jón- as í ritnefnd og sérstaklega góður og mikilvægur heimildarmaður. Jónas var kvæntur Pálínu Árna- dóttur frá Burstafelli í Vestmanna- eyjum. Þau hjónin voru samhent og höfðingjar heim að sækja, Pálína listræn og smekkleg. Frá 1970 var Pálína fyrsti ritari Stýrimannaskól- ans og var nemendum sérstaklega hjálpleg. Þau hjón áttu barnaláni að fagna og saman eignuðust þau þrjú börn, Árna Björn, Baldur og Ebbu. Jónas Sigurðsson helgaði starfs- krafta sína menntun sjómanna og vann Stýrimannaskólanum í Reykjavík af sérstakri trúmennsku alla sína löngu starfsævi. Fyrir það getum við öll og þá sérstaklega ís- lensk sjómannastétt og sjávarút- vegur verið þakklát. Ég undirritaður, kona mín og starfsfólk Stýrimannaskólans í Reykjavík sendum aðstandendum og fjölskyldu Jónasar Sigurðssonar skólastjóra innilegar samúðarkveðj- ur. Hans verður lengi minnst í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Fjöl- margir nemendur hans vítt og breitt um landið, íslenskir skipstjórnar- menn minnast hins góða kennara og skólastjóra. Blessuð sé minning Jónasar Sig- urðssonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Góður maður er genginn með langt og innihaldsríkt líf að baki, en eftir sitja minningarnar í huga þeirra, sem þekktu hann. Mér fannst sem ég gæti lesið hugsanir verðandi skipsfélaga minna, þegar ég steig fyrst fæti um borð í Hval V vorið 1959. – Hvað hafði komið yfir kallinn? Það var hægt að velja úr mannskap, og samt tók hann í há- setapláss sjóndapran skólastrák, sem augljóslega kæmi ekki auga á blástur við skipshliðina gleraugna- laus. Ef pabbi hefði ekki verið kominn í feginsamlegar kveðjustellingar á Ægisgarði rétt fyrir brottför, er aldrei að vita nema ég hefði axlað pokann og hlaupið í land á stundinni. Skipsfélagarnir reyndust mér hins vegar vel, þegar á hólminn var kom- ið, en það var fyrir velvild og þol- inmæði Jónasar skipstjóra, að þeim tókst um síðir að gera úr mér gjald- gengan hvalveiðimann. Það voru einstök forréttindi að fá að vera í skiprúmi hjá Jónasi fimm hvalver- tíðir og ekki spillti sá starfsandi, sem jafnan ríkti hjá Hval hf. á með- an hvalveiðar voru stundaðar. Jónas Sigurðsson naut nánast ósjálfrátt mikillar virðingar þeirra, sem honum kynntust. Líf hans hafði ekki alltaf verið dans á rósum, en hafa má fyrir satt, að gifta hans hafi verið ráðin, er hann kynntist Pálínu verðandi eiginkonu sinni. Hún reyndist þessum hógværa rólyndis- manni ástríkur gleðigjafi til æviloka og hefur vafalaust eflt hann í trú á eigin verðleika. Honum var treyst fyrir miklu og hann reyndist farsæll í störfum sínum til sjós og lands. Nú er svo komið, að hvalir hafa verið friðaðir um of langt skeið, og hvalveiðimenn ættu fyrir löngu að vera komnir á válista vegna bráðrar útrýmingarhættu. Það er miður, en vonandi bera Íslendingar gæfu til að hefja hvalveiðar að nýju og stuðla þannig að betra jafnvægi innan líf- ríkisins í sjónum kringum landið en nú er raunin. Jónas var sem stjórnandi í vissum skilningi holdgervingur jafnvægis, ef svo má að orði komast. Það var eins og ekkert gæti komið honum úr slíku ástandi. Þá sjaldan litlu mun- aði, átti hann það til að sjúga kröft- uglega upp í nefið og hrista kannski höfuðið, en hann hækkaði ekki róm- inn. – Hann þurfti þess ekki. Eggert Jónsson. Guði sé lof fyrir minningar. Minningar um atvik og stundir sem ylja hjarta okkar. Minn- ingar um persónur sem hafa auðgað líf okkar. Nú þegar við höfum kvatt Óskar Jónsson getum við þakkað Guði fyrir þær minningar sem hann skilur eftir sig. Minningarnar um Óskar eru margar og góðar. Óskars verður minnst sem þjóns Drottins, sem var sannur og trúr. Guðni Einarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, sendi mér tölvupóst vegna fregnar af andláti Óskars þar sem meðal annars stóð: „Með Óskari er gengin ein af trúarhetjum þessa lands, sannur og trúr þjónn sem lagði hönd á plóginn án þess að líta um öxl.“ Þessi orð Guðna lýsa ákaflega vel þeim minningum sem við eigum um guðsmanninn Óskar, sem helgaði Guði allt, án þess að líta um öxl. Í þessari minningu felst fyrirmynd fyr- ir okkur öll. Í minningunni er Óskar hinn sann- kallaði hjálpræðishermaður. Hann ann hreyfingu sinni ákaft og var stolt- ur af henni. Þeir eru fáir sem bera einkennisbúning sinn eins vel og af eins mikilli reisn og Óskar gerði. Hann hafði ásamt Immu sinni ákaf- lega sterk áhrif á mótun Hjálpræð- ishersins hér á landi. Svo sterk að margir eiga erfitt með að ímynda sér hreyfinguna hér á landi án virkrar þátttöku hans. Þegar ég heimsótti Óskar á líkn- ardeildina á Landakoti nokkrum dög- um áður en hann dó var greinilegt að hinn illvígi sjúkdómur hafði náð að tæra líkamann og gera hann veik- burða. Samt sá ég í rúminu herfor- ingja og trúarhetju sem vildi aldrei víkja af leið, sem var staðfastur og sterkur. Og ég fann til í hjarta mínu. Fann til vegna þess hve hreyfingin sem Óskar hefur gefið líf sitt í þjón- ustu fyrir er veikburða hér á landi þegar hann kveður þennan heim. Mikið vildi ég að hann hefði getað séð síðustu ævidagana, mánuðina og árin hreyfingu sem var á uppleið og ÓSKAR JÓNSSON ✝ Óskar Jónssonfæddist í Reykja- vík 4. júní 1916. Hann lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 23. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 5. febr- úar. styrktist. Huggun mín er sú að á himnum fær Óskar að sjá þá miklu uppskeru sem er til kom- in vegna þess að hann var tilbúinn að leggja hönd á plóginn og sá án þess að líta um öxl. Ég þakka Guði sem gefur okkur að eiga minningu um góðan dreng. Manngerð Ósk- ars var heilsteypt og sterk. Hann bjó yfir kostum sem eru til eft- irbreytni. Hann var trúr fjölskyldu sinni, kölluninni sem Guð hafði gefið honum og því starfi sem honum var falið að vinna fyrir hreyf- inguna hverju sinni. Óskar þoldi illa að talað væri niðr- andi um aðra og reyndi oft að taka málstað þeirra sem slíkt umtal fengu eða reyna að koma í veg fyrir það. Hann kunni því betur að tala um góð verk annarra en sín eigin. Hann var lítillátur og hógvær. Óskar var af mörgum virtur fyrir þjónustu sína og varð til að mynda sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Óskar vissi þegar hann veitti þess- ari viðurkenningu viðtöku að hann deildi henni með sinni ástkæru Immu. Enda er það þannig að Óskar og Imma er nánast orðið hugtak hjá þeim sem til þeirra þekkja. Oftast þegar annar aðilinn er nefndur er hinn nefndur um leið. Miklu oftar þori ég að fullyrða en gengur og gerist um hjón almennt. Ég minnist líka Óskars sem húm- orista og manns með smitandi glað- værð og hlátur. Ég get séð fyrir mér glettnisglampann í augum hans, sjarmerandi og lúmskt bros sem leik- ur um varir hans og líka þegar allt andlit hans er með í skellihlátri sem er svo innilegur að hann hristist allur og maður veltir fyrir sér hvort hlát- urinn ætli engan endi að taka. Guði séu þakkir sem gefur ykkur barnabörnum og barnabarnabörnum Óskars minningar um ástríkan afa og langafa. Minningu um hlýjan faðm, glaðlegt viðmót, traust, öryggi og uppfræðslu og hvatningu í andlegum málum. Minningu um ást. Ranný, Hákon, Danni og Miriam. Þakkið Guði fyrir þann fjársjóð sem pabbi ykkar skilur eftir sig í góðum minningum. Fyrir ástríkt, traust og gott heimili sem hann náði að skapa fyrir ykkur, ásamt mömmu ykkar. Þrátt fyrir að það væri í fleiri löndum, í enn fleiri borgum og bæjum, oft við erfið starfsskilyrði og þröngan fjár- hag. Af kynnum mínum við ykkur er svo auðvelt að greina þann arf sem þið hafið fengið úr föðurhúsum. Hlúið að honum. Hlúið að minningunni. Elsku Imma mín. Ég veit að sökn- uðurinn sem þú finnur fyrir er mikill. Ég bið að Guð gefi þér styrk, að hann gangi með þér gegnum táradalinn. En megi hann líka gefa þér að geta glaðst við þær óteljandi minningar sem þú átt um hann Óskar þinn. Ást- kæran eiginmann, trúnaðarvin og samstarfsmann. Ég fullyrði að það var mesta blessun og lán Óskars í líf- inu að kynnast þér og eiga þig í nærri sex áratugi. Ég veit að sú tilfinning er líka gagnkvæm. Samband ykkar finnst mér hafa einkennst af hlýju, virðingu og ást. Ást sem dvínaði ekki með árunum, heldur virtist eflast og styrkjast. Ást sem ég fann svo greinilega fyrir þeg- ar ég heimsótti Óskar á sjúkrahúsið. Þar sast þú hjá honum, straukst hon- um blíðlega um vangann, brostir til hans, talaðir hlýlega og uppörvandi til hans og talaðir við okkur sem þar vor- um um elskuna þína, hann Óskar. Fyrr um daginn hafði Imma ásamt Miriam, dóttur þeirra, sungið söngva sem Óskar vildi gjarnan fá að heyra og tengdust góðum minningum, með- al annars frá starfinu á Siglufirði. Kristin trú er ákaflega einföld þeg- ar kemur að spurningunni um dauð- ann. Orð Guðs kennir okkur að Jesús hafi farið á undan að búa okkur stað, svo að við getum verið þar sem hann er. Með þessa einföldu, bjargföstu trú í hjarta kvaddi Óskar. Eða réttara sagt: Hélt för sinni áfram. Til loka- áfangastaðar. Í einum söngnum sem sunginn var á líknardeildinni á Landakoti og bar með sér minningar frá hjálpræðisstríði á Siglufirði og fleiri stöðum standa þessi orð: „Þá helstundin kemur og kraftur mér dvín, ég kem þá ó Jesús, minn vinur til þín.“ Á þennan fund hefur Óskar nú haldið, að hitta vin sinn og frelsara Jesú Krist. Við trúum því líka að á himnum verði dásamlegir endurfund- ir við þá sem á undan eru gengnir. Að Óskari hafi verið mætt af Óskari syni sínum og foreldrum, Agnethe og Jóni. Það er ekki efitt að ímynda sér gleði- lega endurfundi. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast Óskari Jónssyni. Ég þakka fyrir góð kynni, góðar sam- verustundir, gott fordæmi og óeigin- gjarna þjónustu í ríki Guðs. Ein af trúarhetjum þessa lands er gengin. Guð blessi minninguna um Óskar Jónsson. Erlingur Níelsson. Kæri Rune. Þá hefur þú kvatt þennan heim og þó svo að samskipti okkar hafi ekki verið mikil undan- farin ár sakna ég þín og minningarnar hrannast upp. Ég passaði þig og systur þínar þeg- ar þið voruð lítil, einnig varstu heima- gangur hjá Beddu tengdamóður minni og einnig á mínu heimili. Beddu þótti jafnvænt um þig og sinn eigin son. Þú vannst hjá mér í u.þ.b. eitt ár. Það voru bæði góðir og slæmir tímar, mikið að gera á þessum árum og mikl- ar vökur en það er þess virði að hug- leiða þetta allt þegar þú hefur kvatt þetta líf. Nú dvelur þú í paradís og hefur mætt frelsara okkar Jesú Kristi og ég veit að þér líður vel. Þá hefur þú hitt allt þitt fólk, afa, systur og allt það góða fólk sem á und- an fór. Elsku Rune, ég kveð þig með sökn- RUNE VERNER SIGURÐSSON ✝ Rune VernerSigurðsson vél- stjóri fæddist í Vir- um í Danmörku 27. apríl 1961. Hann fórst með Ófeigi VE hinn 5. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Ás- kirkju 18. febrúar. uði. Þú varst góður drengur sem ég mun aldrei gleyma og ég mun minnast þín í bæn- um mínum. Elsku Dóra og börn, Siggi, Sólveig og aðrir ættingjar, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Við megum vera þakk- lát fyrir Rune og trúa því fyrirheiti sem Jesús gaf okkur (Jóh. 11.25– 26): Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og hver sem lifir og trú- ir á mig skal aldrei að eilífu deyja. Megi góður guð blessa ykkur, varð- veita og styrkja í ykkar miklu sorg. Friðrik Ingi Óskarsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Það var skrýtið að vakna að morgni 5. desember síðastliðinn og fá þær fréttir að Ófeigur VE hefði farist um nóttina og að Rúna væri saknað. Það bara gat ekki verið að þetta væri að gerast. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að þetta væri raunveru- legt. Það var ekki fyrr en komin var Þorláksmessa og þau Dóra og Sigur- berg voru komin til okkar eins og þau höfðu gert síðastliðin ár ásamt Rúna. Í skötunni á Þorláksmessu vantaði mjög mikið, því Rúni var mesti skötu- karlinn. Þegar farið var að tala um jólasteikina vorum við í vandræðum með hvernig við ættum að elda hana og mamma sagði „Guð, hvernig skyldi sósan verða“, því Rúni hafði alltaf séð um eldamennskuna á jólunum. En við erum viss um að Rúni var með okkur í eldhúsinu því þetta tókst ótrúlega vel. Já, Rúni var listakokkur. Ekki hefði ég getað trúað því að það væri síðasta skiptið sem ég hitti Rúna þegar hann kom óvænt í land í Grundarfirði síðastliðið sumar og not- aði hann tækifærið að koma til Ólafs- víkur að hitta fjölskyldu og vini. Þá var sól og blíða og fór það eins og svo oft áður að Rúni grillaði ofan í allt lið- ið. Rúni var alltaf rólegur og yfirveg- aður og það var gaman að sjá hvað hann var stoltur og ánægður þegar þau eignuðust litla drenginn sinn sem nú er tveggja ára og hinn mesti fjör- kálfur. Hann á eflaust eftir að sakna þess að að hafa ekki fengið að kynnast pabba sínum betur, en svona er lífið því það er ótrúlega margt sem við skiljum ekki og fáum ekki svör við. En elsku Rúni, þú munt lifa áfram í hjarta okkar allra og minningin um þig gleymist aldrei. Elsku Dóra, Sigurberg og Tanja, megi algóður guð styðja og styrkja ykkur í sorginni. Rut Einarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.