Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það var árið 1953 þegar ég í fyrsta sinn hitti Stefán Júlíusson. Hann var þá settur skólastjóri við Barna- skóla Hafnarfjarðar í forföllum Guðjóns Guðjónssonar sem var í orlofi að kynna sér rekstur og fyrirkomulag fræðslumyndasafna er- lendis. Ég hafði sótt um kennara- stöðu í Hafnarfirði en ég hafði þá kennt úti á landi í tvö ár. Ekki fékk ég stöðuna en skömmu fyrir skóla- byrjun losnaði önnur staða og ég hafði álitið að mín fyrri umsókn gilti áfram og fór til að forvitnast um mína möguleika. En þegar ég kom til Hafnarfjarðar þá var búið að ráð- stafa stöðunni. Stefán bauð mér þá hálft starf og aðstöðu í skólanum ef ég vildi vera með kennslu 6 ára barna á eigin vegum, tímakennslu eins og það var þá kallað. Ég tók þessu starfi. Ég þekkti Stefán af afspurn eins og flest ungmenni á Íslandi á þessum tíma. Kárabækurnar urðu strax mjög vinsælar og öll börn á landinu kepptust um að ná í þær til lestrar. Svo var það nú ekki verra að aðalper- sónan skyldi vera nafni minn. Upp- haf þessara bóka var það að Stefán, sem var afar vinsæll kennari fór að segja nemendum sínum söguna af STEFÁN JÚLÍUSSON ✝ Stefán Júlíussonfæddist í Þúfu- koti í Kjós 25. sept- ember 1915. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 20. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 1. mars. Kára og skapaði hana jafnharðan. Þetta var upphaf að merkum rit- höfundarferli sem ég þykist vita að aðrir sem Stefáns minnast geri góð skil. En ég ætla fyrst og fremst minnast Stefáns sem skóla- manns og mikils vinar um áratuga skeið. Þegar ákveðið hafði verið að ég færi að kenna við barnaskól- ann, sem nú er Lækja- skóli þá þurfti að ganga í það að útvega húsnæði fyrir fjölskylduna. Það stóð ekki á Stefáni og Birni Jóhannssyni sem þá var yfirkennari við skólann að að- stoða mig við þetta og áður en langt leið voru þeir búnir að útvega mér húsnæði hjá ágætu fólki, stofu og að- gang að eldhúsi. Meiri kröfur gerði ungt fólk sem var að byrja að búa ekki í þá daga. Ég var strax boðinn heim til Stef- áns og Huldu enda hafði Björg Þórð- ardóttir frá Svartárkoti tengdamóðir Stefáns mikinn áhuga á að sjá þenn- an þingeying sem nú væri að flytja í Fjörðinn. Við hjónin urðum síðan miklir heimagangar á heimili þeirra í Brekkugötunni. Okkur er afar minni- stætt fyrsta gamlaárskvöldið sem við vorum ein fjarri fjölskyldum okkar þegar þau Stefán og Hulda buðu okk- ur til sín. Frá þessu tíma eða tæpa hálfa öld hefur haldist góður vinskap- ur og það var alltaf mikið tilhlakk að fá um hver jól lítinn ritling sem Stef- án sendi vinum sínum sem jóla- kveðju. Þar var skrifað um ýmis efni en þó mest minningar frá yngri árum og stuttir ferðaþættir. Þetta er nú dýrmæt eign. En það er skólastjórinn Stefán sem ég á þó einna mest að þakka. Ég hef unnið með fjölmörgum skólamönnum þau 50 ár sem ég hef verið við skólastarf riðinn en af engu hef ég lært meira í skólastjórn en að vera undir handarjaðri Stefáns. Hann var einstaklega vökull í starfi sínu og fylgdist gríðarlega vel með sínum kennurum ekki síst þeim sem voru að byrja í starfi. Hann hafði einstakt lag á því að vera nærstaddur þegar eitt- hvað bjátaði á. Með því móti var hann að passa að byrjandinn missti ekki sjálfstraustið þegar erfiðleikar steðj- uðu að. Mér fannst þetta mjög eft- irtektarvert og lærdómsríkt þessi næmi skilningur hans á þörfum sam- starfsmanna sinna. Ég hef hugsað um það síðar hve oft hefur vantað slíkan stuðning og eins hitt hve þetta er góð aðferð við að kennarinn finni að hann sé einn af heildinni og einhvern varði um það hvernig honum gengur. Stef- áni var líka mjög lagið að segja mönn- um til við það sem betur mætti fara og skerpa þær grundvallarreglur sem allir yrðu að sameinast um að fylgja. Stefán hafði þegar hér var komið sögu aflað sér framhaldsmenntunar á sviði skólamála og vel skein í gengum sú sýn sem hann hafði um skólann og hlutverk hans. Það var smitandi. Að þessu leyti voru þeir svipaðir Stefán og Jónas B. Jónsson fyrrv. fræðslu- stjóri að vera alltaf feti framar í hugs- unum sínum og gerðum en almennt var. Þetta eru mínir mestu lærifeður í skólamálum og mótuðu mjög mín við- horf á þessu sviði. En því miður þá naut ég ekki Stef- áns sem skólastjóra nema eitt ár vegna þess að af pólitískum ástæðum fékk Stefán ekki starfið áfram þegar Guðjón sagði því lausu og hvarf til annarra starfa. Pólitíkin í Hafnarfirði á þessum árum var mjög hörð og kaldastríðið í hámarki. Stefán var vinstri sinnaður alþýðuflokksmaður en sjálfstæðismenn áttu mennta- málaráðherrann og þeir kröfðust þess að fá sinn flokksmann í þessa stöðu. Það var afar sárt að sjá að jafn frábærum manni sem naut mikillar virðingar allra skólamanna skyldi vera hafnað sem forystumanni síns sveitarfélags í skólamálum. Sá sem við tók var aðeins eitt ár við skólann og Stefán var áfram yfirkennari eins og hann hafði verið áður en hann leysti Guðjón af. Þegar starfið var svo auglýst aftur og Stefáni enn hafnað þá hvarf hann á braut frá Barnaskólanum og gerðist kennari við Flensborgarskóla og síðar yfir- kennari þar. En svona getur pólitísk blinda á stundum orðið þess valdandi að þjóðin fær ekki að njóta krafta sinna bestu manna á réttum vett- vangi. En ég átti eftir að vinna lengur með Stefáni því árið eftir flutti ég mig yfir í Flensborg og vann þar með honum í þrjú ár. Þar kenndi hann mér góða lexíu. Flensborg var á þessum árum gagnfræðaskóli. Ég hafði ekki áður kennt á unglingastigi og mér fannst viðbrigðin nokkur. Þó Stefán væri fylginn sér sem stjórn- andi og reglufastur þá var hann mjög næmur og átti auðvelt með að setja sig í spor unglinganna. Hann brýndi það mjög fyrir okkur sem vorum að hefja kennslu á unglingastigi hve umbrotin væru oft mikil á gelgju- skeiðinu og oft þyrfti maður að líta í gegnum fingur sér varðandi ýmsar uppákomur hjá unglingum vegna þess breytingaskeiðs sem þeir væru að ganga í gegnum. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með jafn hæfileikaríkum manni og Stefán var og ekki síður fyrir að eignast hann og fjölskyldu hans að vinum í næstum hálfa öld. Stefán ól næstum allan sinn aldur í Hafnarfirði og hefur gefið byggð sinni mikið. Hann ólst upp við kröpp kjör en braust ungur til mennta á krepputímum. Hann var lánsamur í einkalífi sínu en þau hjón Stefán og Hulda voru mjög samrýmd. Stefán vann sínu sveitarfélagi vel og eins og ritverk hans bera með sér þá þótti honum vænt um Fjörðinn sinn enda naut hann mikillar virðingar sem borgari. Við hjónin færum Huldu innilegar samúðarkveðjur svo og Sigurði Birgi syni þeirra og hans fjölskyldu. Kári Arnórsson. 6              * ))  #(1 + " 8 % '8 4 >I 7& '  &,'       <      0 '     4  1  )   5  <  9     "  -          "'  '  -& % 0   # +  '  ( $      '   '  5         '   4  4. 4  4  4 !                    )(!((( 8+J &0   '' 8'>H )&,0 -0              '      & ' $!(& 8   (& 8 &+"2"   (& 8 7%   $ 8!(& 8   3 !%.     4  4. 4  4  4 !    ,      ' ,   2   #   /       #     /      '      '    < ( (%) '" '&   " & -&KF 7& '  &,'! $   ,   -' $    / 4 7      -      1  ) (+   4&     % ,   +         &+"    4  4. 4  4  4 !   /    ) 7  " 1 L 4 IM  &+ -0   ?   ?       0 '       >      '     <  ) "'      &"   "  4     " ! @  ,     2   # "2"                     '    *) )$# #)  +  J>M4 0 &, ! A '    &  4. & 4. 4  4.   .''4. ! (#  ,  /     '  ,    2   # "2"    # '   /         !  '  ' )   )<$# #)  4 FI  -0! $    ,        -       9 )        ,   9 )  )    '  "2   N- A0  5  $    ) $   N- 5 N-     N-   4  4  4  , 0! . /                ))# )#  ) #)            '      9     "   -   A"  #    B%    (&      3%      . 0   %    .  5  + &     4  4. 4  4  4. !                    %()) $# G  0&  = - 4 K; = -         %            > 7  '      *  74     !  %        %    4. %     '  %    % %      %     5  ' %      %     1  0%    # + %    & 4. 4  4. 4  4  4. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.