Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 55
MÚSÍKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 55 SÍÐASTA fimmtudag hófustMúsíktilraunir, hljóm-sveitakeppni Tónabæjar, ítuttugasta sinn. Þá komust tvær hljómsveitir áfram og í kvöld bætast tvær eða fleiri við, eftir því sem dómnefnd og áheyrendur ákveða. Mikið er um rokk í kvöld, dauða- og þungarokk, metal-rokk, metal-core og nett sokkarokk, en líka heyrist tilraunakennd raftón- list, hljóðgervlapopp og hiphop. Sigursveit Músíktilrauna fær 28 hljóðverstíma í Stúdíói Sýrlandi sem Skífan gefur. Annað sæti gefur 28 tíma í Grjótnámunni sem Spor gefur og það þriðja 28 hljóðverstíma í Stúdíói Geimsteini, sem Geimsteinn gefur. Skífan gefur einnig þrjá geisladiska sveitunum sem verða í þremur efstu sætunum. Athyglisverðasta hljómsveit til- raunanna fær Sennheiser Evolution E-835-hljóðnema frá Pfaff með standi og snúru og afslátt í Pfaff. Besti söngvarinn fær Shure Beta- hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn gjafabréf frá Hljóð- færahúsi Reykjavíkur og besti hljómborðsleikarinn sömuleiðis, besti trommuleikarinn vöruúttekt frá Samspili, besti gítarleikarinn gjafabréf frá Rín og einnig gjafabréf frá Tónastöðinni, besti rapparinn fær Cad-hljóðnema frá Tónastöðinni og loks fær besti tölvarinn hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tóna- stöðinni. Þess er svo að geta að sig- ursveit tilraunanna að þessu sinni stendur til boða útgáfusamningur við Eddu – miðlun og útgáfu. Rás 2 sendir út úrslitakvöldið og kynnir öll kvöldin er þaðan, Ólafur Páll Gunnarsson. Jón „Skuggi“ Steinþórsson sér um hljóm á til- raununum. Styrktaraðilar Músíktil- rauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Vífilfell – Sprite, Domino’s Pizza, Edda – miðlun/útgáfa og Hljóðkerfisleiga Marteins Péturssonar. Gestasveitir leika áður en keppni hefst hvert kvöld og á meðan atkvæði eru talin í lokin. Í kvöld leika Úlpa og Exos. Hjörtur Sigurðsson er einn í hljóm- sveitinni Tími. Hann er fæddur 1984, vélar um tölvur og hyggst flytja tilraunakennda raftónlist. Aldursforsetar tilraunanna þetta kvöld eru félagarnir í Whool sem er frá Akranesi, en meðalaldur sveitarinnar er tæp 22 ár. Gunnar Ásgeirsson leikur á bassa og syngur, Bjarki Aðal- steinsson leikur á trommur, Einar Reynisson og Bjarki Jóns- son á gítara og Haukur Jónsson á hljómborð. Tónlistin er bara rokk og ekkert meira um það að segja. Eyþór Páll Eyþórsson kall- ar sig Threego en hann leikur á tölvur. Tónlistina sem hann leikur kallar hann hljóðgervlapopp. Ey- þór er nýorðinn átján ára. Tannlæknar andskotans eru þre- menningar frá Sauðárkróki, þeir Helgi Sæmundur Guðmundsson, Oddur Elvarsson og Kristinn Loftur Einarsson. Allir rappa þeir en Helgi stýrir tölvum. Þeir Oddur og Krist- inn eru á sextánda ári en helgi því fimmtánda. Tónlistin er hiphop. Natar heitir rokksveit úr Reykjavík sem skip- uð er þeim Sigurði Kristinssyni, gítarleikara og söngvara, Daníel Böðvarssyni gítarleikara, Ragnari Hrólfssyni trommuleikara og Ívari Jóhannessyni bassaleikara. Meðalaldur þeirra er rétt rúm þrettán ár. Því sérkennilega nafni Kitty-genzic nefnist hljómsveit úr Reykjavík sem leikur metal-rokk. Hana skipa Daði Freyr Guðmundsson trommuleikari, Magnús Halldórsson, gítar- leikari og söngvari, Jón Valur Guðmundsson bassaleikari og Arnaldur Smári Indriðason gítarleikari. Meðalaldur þeirra er hálft sextánda ár. Búdrýgindi tóku einnig þátt í Músíktilraunum 2000, þá bráð- ungir, en skarta nú nýjum söngvara. Þeir heita Benedikt Smári Skúlason gítarleikari, Viktor Örn Árnason bassaleikari, Axel Haraldsson trommari og Magnús Ágústsson söngvari. Þeir eru allir á fimmtánda árinu og spila nett sokkarokk. Lack of Trust-félagar eru úr Grafarvogi og Garðabæ. Þeir heita Gunnar Þór Einarsson trommuleikari, Torfi Már Guðbjartsson gít- arleikari, Egill Þór Hallgrímsson bassaleikari og Sigurvin Eðvarðsson söngvari. Meðalaldur þeirra er rúm sextán ár og þeir leika dauða- og þungarokk. Félagar í Fake Disorder eru þeir Ólafur Þór Arnalds trommuleikari, Páll Guðjónsson söngvari, Þorgrímur Kolbeinsson bassaleikari og Gunnar Pétursson og Axel Þ. Axelsson gítarleikarar. Þeir leika metal-rokk og eru fæddir 1985 nema Ólafur sem er fæddur 1986. Sjá heimasíðu sveitarinnar: http://fake-disorder.8k.com/. Metal-core-sveitina Down to Earth skipa Haukur Már Guðmundsson, Jón Otti Sigurðsson bassaleikari, Sigurður Orri Sigurðsson trommuleikari og Ingimar Alex Baldursson og Gunnar Cortes Heimisson leika á gítara. Allir eru fæddir 1985 nema Gunnar 1984. Tími Whool Threego Tannlæknar andskotans Natar Kitty-genzic Búdrýgindi Lack of TrustFake Disorder Down to Earth Tilbrigði við rokk Músíktilraunum, hljómsveitakeppni Tónabæjar, er fram haldið í kvöld. Árni Matthíasson segir frá sveitunum sem keppa að þessu sinni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Hafnarfirði ELDRI borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning í Hraunseli Flatahrauni 3 tvisvar í viku á þriðju- dögum og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13:30 Spilað var 5. mars og þá urðu úr- slit þessi: Ásgeir Sölvason – Jón V. Sævaldsson 64 Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 59 Sveinn Jónsson – Jóna Kristinsdóttir 50 Árni Guðmundsson – Einar Ólafsson 50 8. mars. Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 65 Guðm. Ólafsson – Kjartan Elíasson 63 Ásgeir Sölvason – Einar Sveinsson 55 Árni Guðmundsson – Einar Ólafsson 50 Súgfirðingafélagið ÞRIÐJA umferð í tvímennings- móti Súgfirðingafélagsins var spiluð um helgina í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Keppnin er í fjórum lotum og gilda þrjú bestu skorin til verð- launa. Úrslit urðu eftirfarandi en með- alskor var 108 stig. Guðrún K. Jóh.d. - Kristjana Steingr.d. 143 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 134 Valdimar Ólafss. - Karl Bjarnas. 123 Ólafur Ólafss. - Jónas Ágústss. 115 Guðni Ólafss. - Ásgeir Sölvas. 112 Jóh. M. Guðm.ss. - Þorvarður Guðm.ss. 108 Eftir umferðirnar þrjár standa eftirfarandi pör best í baráttunni um Súgfirðingaskálina. Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 400 Guðrún K. Jóhannesd. - Gróa/Kristjana 377 Valdimar Ólafss. - Karl Bjarnas. 358 Björn Guðbjörnss. - Gunnar Ármannss. 320 Einar Ólafss. - Sigurður Kristjánss. 319 Skor Guðbjörns og Steinþórs er tæp 62% sem er harla gott. Loka- umferðin verður spiluð í lok apríl. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, mánudaginn 4. mars. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N–S: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 261 Gísli Hafliðason – Magnús Eymundss. 260 Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 240 Árangur A–V: Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 285 Viggó Nordquist – Magnús Oddsson 248 Ásta Erlingsdóttir – Sigurður Pálsson 241 Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 7. mars. 20 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N–S: Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 273 Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 246 Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 238 Árangur A–V: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 274 Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 256 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 234 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 4. mars sl. hófst að- alsveitakeppni 2002. 14 sveitir taka þátt og allir spila við alla eins og sagt er. Röð efstu sveita eftir 4 umferðir er eftirfarandi: Sv. Guðmundar Baldurssonar 84 Sv. Guðmundar Steinbach 79 Sv. Más Hinrikssonar 74 Sv. Guðlaugs Sveinssonar 73 Sv. Smárans 70 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 4. mars var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátt- töku átta para. Úrslit urðu sem hér segir: Jóhann Oddss. og Eyjólfur Sigurjónss. 104 Jón Eyjólfss. og Baldur Björnss. 100 Sveinbjörn Eyjólfss. og Sigurður Einars. 97 Guðmundur Péturss. – Þorsteinn Péturs. 87 Mánudaginn 11. mars var aftur sest við að spila eins kvölds tvímenn- ing og nú með þátttöku 14 para. Úr- slit urðu sem hér segir: Örn Einarss. og Kristján Axelss. 202 Guðmundur Péturss. – Þorsteinn Péturs.197 Jón Eyjólfss. og Baldur Björnss. 179 Haraldur Jóhannss. og Sveinn Hallgríms. 173 Halldóra Þorvaldsd. og Unnur Jónsd. 171 Bridsfélag Hreyfils Nú er aðeins einu kvöldi ólokið í Butler-tvímenningnum og er staðan á toppnum eldfim svo ekki sé meira sagt en hún er nú þessi: Eiður Gunnlaugss. – Jón Ingþórsson 108 Óskar Sigurðss. – Sigurður Steingrímss.108 Rúnar Gunnarss. – Guðm. Gunnarss. 103 Gísli Tryggvason – Heimur Tryggvason 95 Daníel Halldórss. – Ragnar Björnss. 84 Sigurður Sigurjónss. – Jón G. Jónss. 84 Mótinu lýkur nk. mánudagskvöld. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Mánudaginn 11. mars var spilaður tvímenningur, 18 spil. Lokastaðan: 1. Gerður Lúðvíksd.-Hrafnh. Konráðsd. 88 2. Þórir Jóhannss.-Eiríkur Eiðsson 76 2. Ragnar Eiríkss.-Hrafnh. Baldvinsd. 76 2. Jónas Ágústsson-Magnús Björnsson 76 5. Anna B. Stefánsd.-Ólöf Vilhjálmsd. 74 Allir velkomnir á mánudagskvöld- um kl. 20 í Síðumúla 37, 3. hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.