Morgunblaðið - 14.03.2002, Page 55

Morgunblaðið - 14.03.2002, Page 55
MÚSÍKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 55 SÍÐASTA fimmtudag hófustMúsíktilraunir, hljóm-sveitakeppni Tónabæjar, ítuttugasta sinn. Þá komust tvær hljómsveitir áfram og í kvöld bætast tvær eða fleiri við, eftir því sem dómnefnd og áheyrendur ákveða. Mikið er um rokk í kvöld, dauða- og þungarokk, metal-rokk, metal-core og nett sokkarokk, en líka heyrist tilraunakennd raftón- list, hljóðgervlapopp og hiphop. Sigursveit Músíktilrauna fær 28 hljóðverstíma í Stúdíói Sýrlandi sem Skífan gefur. Annað sæti gefur 28 tíma í Grjótnámunni sem Spor gefur og það þriðja 28 hljóðverstíma í Stúdíói Geimsteini, sem Geimsteinn gefur. Skífan gefur einnig þrjá geisladiska sveitunum sem verða í þremur efstu sætunum. Athyglisverðasta hljómsveit til- raunanna fær Sennheiser Evolution E-835-hljóðnema frá Pfaff með standi og snúru og afslátt í Pfaff. Besti söngvarinn fær Shure Beta- hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn gjafabréf frá Hljóð- færahúsi Reykjavíkur og besti hljómborðsleikarinn sömuleiðis, besti trommuleikarinn vöruúttekt frá Samspili, besti gítarleikarinn gjafabréf frá Rín og einnig gjafabréf frá Tónastöðinni, besti rapparinn fær Cad-hljóðnema frá Tónastöðinni og loks fær besti tölvarinn hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tóna- stöðinni. Þess er svo að geta að sig- ursveit tilraunanna að þessu sinni stendur til boða útgáfusamningur við Eddu – miðlun og útgáfu. Rás 2 sendir út úrslitakvöldið og kynnir öll kvöldin er þaðan, Ólafur Páll Gunnarsson. Jón „Skuggi“ Steinþórsson sér um hljóm á til- raununum. Styrktaraðilar Músíktil- rauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Vífilfell – Sprite, Domino’s Pizza, Edda – miðlun/útgáfa og Hljóðkerfisleiga Marteins Péturssonar. Gestasveitir leika áður en keppni hefst hvert kvöld og á meðan atkvæði eru talin í lokin. Í kvöld leika Úlpa og Exos. Hjörtur Sigurðsson er einn í hljóm- sveitinni Tími. Hann er fæddur 1984, vélar um tölvur og hyggst flytja tilraunakennda raftónlist. Aldursforsetar tilraunanna þetta kvöld eru félagarnir í Whool sem er frá Akranesi, en meðalaldur sveitarinnar er tæp 22 ár. Gunnar Ásgeirsson leikur á bassa og syngur, Bjarki Aðal- steinsson leikur á trommur, Einar Reynisson og Bjarki Jóns- son á gítara og Haukur Jónsson á hljómborð. Tónlistin er bara rokk og ekkert meira um það að segja. Eyþór Páll Eyþórsson kall- ar sig Threego en hann leikur á tölvur. Tónlistina sem hann leikur kallar hann hljóðgervlapopp. Ey- þór er nýorðinn átján ára. Tannlæknar andskotans eru þre- menningar frá Sauðárkróki, þeir Helgi Sæmundur Guðmundsson, Oddur Elvarsson og Kristinn Loftur Einarsson. Allir rappa þeir en Helgi stýrir tölvum. Þeir Oddur og Krist- inn eru á sextánda ári en helgi því fimmtánda. Tónlistin er hiphop. Natar heitir rokksveit úr Reykjavík sem skip- uð er þeim Sigurði Kristinssyni, gítarleikara og söngvara, Daníel Böðvarssyni gítarleikara, Ragnari Hrólfssyni trommuleikara og Ívari Jóhannessyni bassaleikara. Meðalaldur þeirra er rétt rúm þrettán ár. Því sérkennilega nafni Kitty-genzic nefnist hljómsveit úr Reykjavík sem leikur metal-rokk. Hana skipa Daði Freyr Guðmundsson trommuleikari, Magnús Halldórsson, gítar- leikari og söngvari, Jón Valur Guðmundsson bassaleikari og Arnaldur Smári Indriðason gítarleikari. Meðalaldur þeirra er hálft sextánda ár. Búdrýgindi tóku einnig þátt í Músíktilraunum 2000, þá bráð- ungir, en skarta nú nýjum söngvara. Þeir heita Benedikt Smári Skúlason gítarleikari, Viktor Örn Árnason bassaleikari, Axel Haraldsson trommari og Magnús Ágústsson söngvari. Þeir eru allir á fimmtánda árinu og spila nett sokkarokk. Lack of Trust-félagar eru úr Grafarvogi og Garðabæ. Þeir heita Gunnar Þór Einarsson trommuleikari, Torfi Már Guðbjartsson gít- arleikari, Egill Þór Hallgrímsson bassaleikari og Sigurvin Eðvarðsson söngvari. Meðalaldur þeirra er rúm sextán ár og þeir leika dauða- og þungarokk. Félagar í Fake Disorder eru þeir Ólafur Þór Arnalds trommuleikari, Páll Guðjónsson söngvari, Þorgrímur Kolbeinsson bassaleikari og Gunnar Pétursson og Axel Þ. Axelsson gítarleikarar. Þeir leika metal-rokk og eru fæddir 1985 nema Ólafur sem er fæddur 1986. Sjá heimasíðu sveitarinnar: http://fake-disorder.8k.com/. Metal-core-sveitina Down to Earth skipa Haukur Már Guðmundsson, Jón Otti Sigurðsson bassaleikari, Sigurður Orri Sigurðsson trommuleikari og Ingimar Alex Baldursson og Gunnar Cortes Heimisson leika á gítara. Allir eru fæddir 1985 nema Gunnar 1984. Tími Whool Threego Tannlæknar andskotans Natar Kitty-genzic Búdrýgindi Lack of TrustFake Disorder Down to Earth Tilbrigði við rokk Músíktilraunum, hljómsveitakeppni Tónabæjar, er fram haldið í kvöld. Árni Matthíasson segir frá sveitunum sem keppa að þessu sinni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Hafnarfirði ELDRI borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning í Hraunseli Flatahrauni 3 tvisvar í viku á þriðju- dögum og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13:30 Spilað var 5. mars og þá urðu úr- slit þessi: Ásgeir Sölvason – Jón V. Sævaldsson 64 Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 59 Sveinn Jónsson – Jóna Kristinsdóttir 50 Árni Guðmundsson – Einar Ólafsson 50 8. mars. Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 65 Guðm. Ólafsson – Kjartan Elíasson 63 Ásgeir Sölvason – Einar Sveinsson 55 Árni Guðmundsson – Einar Ólafsson 50 Súgfirðingafélagið ÞRIÐJA umferð í tvímennings- móti Súgfirðingafélagsins var spiluð um helgina í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Keppnin er í fjórum lotum og gilda þrjú bestu skorin til verð- launa. Úrslit urðu eftirfarandi en með- alskor var 108 stig. Guðrún K. Jóh.d. - Kristjana Steingr.d. 143 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 134 Valdimar Ólafss. - Karl Bjarnas. 123 Ólafur Ólafss. - Jónas Ágústss. 115 Guðni Ólafss. - Ásgeir Sölvas. 112 Jóh. M. Guðm.ss. - Þorvarður Guðm.ss. 108 Eftir umferðirnar þrjár standa eftirfarandi pör best í baráttunni um Súgfirðingaskálina. Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 400 Guðrún K. Jóhannesd. - Gróa/Kristjana 377 Valdimar Ólafss. - Karl Bjarnas. 358 Björn Guðbjörnss. - Gunnar Ármannss. 320 Einar Ólafss. - Sigurður Kristjánss. 319 Skor Guðbjörns og Steinþórs er tæp 62% sem er harla gott. Loka- umferðin verður spiluð í lok apríl. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, mánudaginn 4. mars. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N–S: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 261 Gísli Hafliðason – Magnús Eymundss. 260 Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 240 Árangur A–V: Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 285 Viggó Nordquist – Magnús Oddsson 248 Ásta Erlingsdóttir – Sigurður Pálsson 241 Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 7. mars. 20 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N–S: Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 273 Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 246 Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 238 Árangur A–V: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 274 Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 256 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 234 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 4. mars sl. hófst að- alsveitakeppni 2002. 14 sveitir taka þátt og allir spila við alla eins og sagt er. Röð efstu sveita eftir 4 umferðir er eftirfarandi: Sv. Guðmundar Baldurssonar 84 Sv. Guðmundar Steinbach 79 Sv. Más Hinrikssonar 74 Sv. Guðlaugs Sveinssonar 73 Sv. Smárans 70 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 4. mars var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátt- töku átta para. Úrslit urðu sem hér segir: Jóhann Oddss. og Eyjólfur Sigurjónss. 104 Jón Eyjólfss. og Baldur Björnss. 100 Sveinbjörn Eyjólfss. og Sigurður Einars. 97 Guðmundur Péturss. – Þorsteinn Péturs. 87 Mánudaginn 11. mars var aftur sest við að spila eins kvölds tvímenn- ing og nú með þátttöku 14 para. Úr- slit urðu sem hér segir: Örn Einarss. og Kristján Axelss. 202 Guðmundur Péturss. – Þorsteinn Péturs.197 Jón Eyjólfss. og Baldur Björnss. 179 Haraldur Jóhannss. og Sveinn Hallgríms. 173 Halldóra Þorvaldsd. og Unnur Jónsd. 171 Bridsfélag Hreyfils Nú er aðeins einu kvöldi ólokið í Butler-tvímenningnum og er staðan á toppnum eldfim svo ekki sé meira sagt en hún er nú þessi: Eiður Gunnlaugss. – Jón Ingþórsson 108 Óskar Sigurðss. – Sigurður Steingrímss.108 Rúnar Gunnarss. – Guðm. Gunnarss. 103 Gísli Tryggvason – Heimur Tryggvason 95 Daníel Halldórss. – Ragnar Björnss. 84 Sigurður Sigurjónss. – Jón G. Jónss. 84 Mótinu lýkur nk. mánudagskvöld. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Mánudaginn 11. mars var spilaður tvímenningur, 18 spil. Lokastaðan: 1. Gerður Lúðvíksd.-Hrafnh. Konráðsd. 88 2. Þórir Jóhannss.-Eiríkur Eiðsson 76 2. Ragnar Eiríkss.-Hrafnh. Baldvinsd. 76 2. Jónas Ágústsson-Magnús Björnsson 76 5. Anna B. Stefánsd.-Ólöf Vilhjálmsd. 74 Allir velkomnir á mánudagskvöld- um kl. 20 í Síðumúla 37, 3. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.