Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 57 Rangt nafn Rangt var farið með nafn Leifs Árna Árnasonar í grein um Berg- ljótu Árnadóttur leikkonu í blaðinu sl. sunnudag. Er beðist velvirðingar á þessu. Í eigu Baugs Ónákvæmni gætti í frétt í Morg- unblaðinu í gær um kaup fasteigna- félagsins Stoða á Borgartúni 21 (Höfðaborg). Félagið er í eigu Baugs, en ekki Bónusfeðga eins og sagði fréttinni. Baugur á 48,35% hlut en ekki 45% hlut eins og sagði í frétt- inni. LEIÐRÉTT OPINN fundur Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarstjórn í Ráð- húsi Reykjavíkur, borgarstjórnarsal, verður í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 14. Fundinn sitja 8 ungmenni úr Reykjavíkurráði og 7 borgarfulltrúar. Ungmennin munu tala fyrir tillögum Reykjavíkurráðs ungmenna og borg- arfulltrúar veita andsvör. Borgar- stjóri mun sitja fundinn sem stýrt verður af forseta borgarstjórnar. Undanfarin ár hefur eitt af helstu markmiðum Íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur í æskulýðsmálum verið vinna með lýðræði og ungt fólk. Í janúar síðastliðnum var Reykjavík- urráð ungmenna formlega stofnað eftir langan aðdraganda. Í ráðinu eiga sæti tveir fulltrúar úr hverju hverf- aráði ungmenna sem hófu starfsemi sína síðastliðið haust. Alls eru fjórtán ungmenni á aldrinum 12–16 ára sem mynda Reykjavíkurráð ungmenna. Markmið Reykjavíkurráðs ung- menna er að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sín- um og tillögum á framfæri við viðeig- andi aðila. Frá því ráðið tók til starfa hefur það fengið fjöldann allan af til- lögum til umfjöllunar frá ungmennum í Reykjavík. Fundurinn í borgar- stjórn er því kærkomið tækifæri til að koma tillögum ungmenna á framfæri við stjórnendur borgarinnar, segir í fréttatilkynningu. Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn LIBRA ehf. og Verðbréfaþing Ís- lands hafa fært viðskipta- og hag- fræðiskor Háskóla Íslands Libra- þingspegil að gjöf. Libra-þingspegill er markaðs- og upplýsingaforrit sem miðlar upplýsingum af íslenska fjármála- markaðnum frá Verðbréfaþingi Íslands og gerir notendum kleift að skoða stöðu og þróun við- skipta auk ýmissa sögulegra upp- lýsinga frá Verðbréfaþingi í rauntíma. Libra og Verðbréfa- þing vilja leggja sitt af mörkum til að auka þekkingu á verðbréfa- markaðnum og þeim hugbúnaði sem notaður er í greininni og er gjöfin til Háskólans liður í því fræðslustarfi. Libra-þingspegill verður notaður við kennslu hjá viðskipta- og hagfræðiskor Há- skóla Íslands. F.v. Gylfi Magnússon, formaður viðskipta- og hagfræðiskorar Háskóla Íslands, Axel Ómarsson, sölu- og markaðsstjóri Libra ehf., og Helga Björk Eiríksdóttir, kynningarstjóri Verðbréfaþings Íslands hf. Færðu HÍ forrit að gjöfFRÆÐSLUFUNDUR verður laug-ardag 16. mars kl. 13.30 í félagsheim- ili Félags eldri borgara í Ásgarði Glæsibæ. Fjallað verður um minnk- andi heyrn hjá öldruðum og Alz- heimer. Fyrirspurnum og umræður. Fyrirlesarar verða: Hannes Pét- ursson yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar og Jón Snædal yfir- læknir. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 300, segir í fréttatilkynningu. Heilsa og ham- ingja á efri árum SAMFYLKINGIN boðar til opins fundar í Pakkhúsinu, Höfn, í dag, fimmtudaginn 14. mars, kl. 20. Á fundinum verða þingmennirnir Bryndís Hlöðversdóttir, Margrét Frí- mannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Svanfríður I. Jón- asdóttir og Einar Már Sigurðarson. Fundarstjóri Margrét Frímanns- dóttir, varaformaður Samfylkingar- innar. Allir velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Samfylkingin fundar á Höfn Í FJÖLBRAUTASKÓLANUM við Ármúla er að hefjast námskeiðið Samræður við guð. Námskeiðið er um trúarheimspeki og tilgang lífsins og verður frá 19. mars til 16. apríl, kl. 19.45–21.45 fimm þriðjudaga. Nám- skeiðið er í formi fyrirlestra og um- ræðna. Þar verður fjallað um trúarheim- speki bóka metsöluhöfundarins Neal Donald Walsch. Leiðbeinandi er Geir Rögnvaldsson, leikhúsfræðing- ur og stærðfræðikennari. Skráning er á vefnum www.fa.is/framvegis, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um trúarheimspeki SJÁLFSBJÖRG félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu heldur fé- lagsfund laugardaginn 16. mars kl. 14 í Gjábakka, Fannborg 8, Kópa- vogi (ekið inn hjá bensínstöðinni). Fundarefni: Hver er stefna og við- horf verkalýðshreyfingarinnar varð- andi kjör öryrkja? Frummælendur eru: Halldór Björnsson formaður Starfsgreina- sambands Íslands og varaforseti ASÍ, Jens Andrésson formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana og varaformaður BSRB. Fundarstjóri: Tryggvi Friðjónsson, segir í frétta- tilkynningu. Sjálfsbjörg fundar um kjör öryrkja SAMTÖKIN „Litlir englar“ voru stofnuð 26. janúar sl. Samtökin eru ætluð fólki sem hefur orðið fyrir því að missa börn sín í móðurkviði, í fæð- ingu eða stuttu eftir fæðingu.Tölur um barnsburðardauða sl. 4 ár sýna að 20–30 börn deyja á hverju ári af mismunandi ástæðum annaðhvort í móðurkviði eða í fæðingu. Einnig deyja 5–10 börn áður en vika er liðin frá fæðingu þeirra. Hér eiga því ár- lega milli 40–60 manns um sárt að binda vegna þessa. Markmið samtakanna er að veita fólki sem hefur lent í þessari sorg- legu lífsreynslu stuðning og fer starfsemin að mestu fram í gegnum tölvupóst. Markmið samtakanna er að opna heimasíðu þar sem öll starf- semin getur farið fram. Þátttaka í samtökunum er öllum að kostnaðar- lausu. Formaður samtakanna er Hildur Jakobína Gísladóttir. Net- fangið er litlirenglar@hotmail.com, segir í fréttatilkynningu. Ný samtök – Litlir englar SAMSTARFSNEFND átthaga- félaga stendur fyrir spurninga- keppni meðal átthagafélaga í Reykjavík. 16 félög eru skráð til keppni og verður keppt fjögur kvöld: fimmtudaginn 14. mars, föstudaginn 15. mars, fimmtudaginn 21. mars og föstudaginn 22. mars. Keppnin fer fram í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, kl. 20. Stjórnandi og dómari er Helgi Seljan fv. alþingismaður. Sigurveg- arar í keppninni fá í verðlaun gist- ingu á vegum Ferðaþjónustu bænda. Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir er kr 1.000, segir í fréttatilkynningu. Spurningakeppni átthagafélaga SENDIKENNARAR í norrænum tungumálum við Háskóla Íslands og Kennsluráðgjafinn í Norræna húsinu bjóða framhaldsskólanemendum til norræns menningarkvölds í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Meðal dagskrárliða má nefna stutt- mynd, upplestur, dans og tónlistarat- riði auk þess sem gestum gefst kostur á að skoða sýninguna Tattóveraði Álendingurinn. Bornar verða fram veitingar, og farið í spurningakeppni og upplýsingar veittar um Nordjobb. Kynning verður á námi í norrænum tungumálum við Háskóla Íslands og starfsemi Norræna hússins. Styrktaraðilar eru Norræna ráð- herranefndin og sendiráð Svíþjóðar, Noregs og Finnlands á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Menningarkvöld fyrir mennta- skólanema RABB á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum verður í dag, fimmtudaginn 14. mars, kl. 12-13 í Norræna húsinu. Sif Einarsdóttir sálfræðingur: „Stuðla áhugakannan- ir að hefðbundnu starfsvali karla og kvenna? Athugun á kynbundinni skekkju í Áhugakönnun Strong.“ Fjallað verður um hlutverk áhugakannanna í náms- og starfs- ráðgjöf og áhrif slíkra kannana á starfsval kvenna og karla. Greint frá niðurstöðum rannsóknar þar sem skoðaður var kynjamunur í svörum við Áhugakönnun Strong sem hefur verið notuð hérlendis til að leiðbeina ungu fólki við val á námi og störfum. Starfsval karla og kvenna NÁMSKEIÐ um árangursrík sam- skipti verður haldið hjá Endur- menntun HÍ 18., 19. og 20. mars kl. 16-18, ætlað þeim sem vilja auka þekkingu sína og færni í mannlegum samskiptum á vinnumarkaði. Farið verður yfir atriði sem ein- kenna jákvæð og árangursrík sam- skipti, en einnig einkenni erfiðra samskipta og leiðir til að bregðast við þeim. Fjallað verður um ákveðni, hroka og yfirgang, feimni og hlé- drægni o.fl. Fyrirlestrar, verkefni og léttar æfingar. Kennarar: Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Haf- steinsson sálfræðingar. Verð: 20.600 kr. Nánari upplýsingar og skráning: http://www.endurmenntun.hi.is og hjá Endurmenntun HÍ í síma, segir í fréttatilkynningu. Árangursrík samskipti GLAXOSMITHKLINE hefur afhent læknadeild Háskóla Íslands nýjan lungnamæli til eignar. Á síðasta ári afhenti fyrirtækið 26 heilsugæslu- stöðvum, eða þriðjungi allra heilsu- gæslustöðva landsins, sambærilega lungnamæla, en með því að afhenda læknadeild slíkan mæli nú vill GlaxoSmithKline leggja sitt að mörkum til þess að læknanemar kynnist notkun mælanna áður en þeir hefja störf á heilsugæslu- stöðvum landsins. Til stendur að af- henda 9 heilsugæslustöðvum til við- bótar nýja lungnamæla á þessu ári. „Afhendingin er hluti af þátttöku GlaxoSmithKline í starfsemi Loft- félagsins. Loftfélagið, áhugafólk um öndun, er nafn á samstarfsverk- efni vinnuhóps á vegum Landlækn- isembættisins, Tóbaksvarnarnefnd- ar og GlaxoSmithKline. Auk þess koma að félaginu Félag lungna- lækna, heilsugæslulæknar og Félag lungnahjúkrunarfræðinga. Mark- mið félagsins eru m.a. þau að lungnamælingar verði að föstum lið í heilbrigðiseftirliti, að stuðla að því að lungnasjúkdómar greinist sem fyrst í sjúkdómsferlinu og endur- nýjun á tækjakosti heilsugæslunnar til lungnamælinga. Lungnamælingar eru mikilvæg- ur liður í baráttunni gegn lang- vinnum lungnateppusjúkdómum og með aukinni notkun lungnamæla má telja víst að þær verði að föstum lið við heilbrigðiseftirlit innan heilsugæslunnar,“ segir í frétta- tilkynningu. Stefán B. Sigurðsson, varaforseti læknadeildar Háskóla Íslands, veitir nýjum lungnamæli viðtöku frá Guðrúnu Pálsdóttur, GlaxoSmithKline. Læknadeild HÍ fær nýjan lungnamæli KAUPHLAUPSDAGAR hefjast í Smáralind fimmtudaginn 14. mars kl. 11 og lýkur sunnudaginn 17. mars kl. 18 þar sem verslanir bjóða nýjar vörur á sérstöku tilboði. Níu sinnum á dag verður efnt til spretthlaups þar sem vara er boðin á sérstökum kjör- um. Þá er um að gera að spretta úr spori til að tryggja sér hagstætt verð. Í Spretthlaupi býður ein verslun sérvalda vöru eða vörur með afslætti. Gestir Smáralindar hafa 15 mínútur til að nýta sér þetta tilboð. Einnig verður andlitsmálun fyrir börnin, óvæntar uppákomur og gest- ir reyna með sér í pokahlaupi. Í Vetrargarðinum stendur Íþrótta- og ólympíusamband Íslands fyrir uppákomu á laugardag og sunnudag sem ber heitið „Ísland á iði“. Þar verða ýmsar þrautir, kynn- ingar og sýnikennsla fyrir gesti, m.a. á glímu, tae Kwon do, golfi, badmin- ton og kvennalandslið Íslands verður með knattþrautir, segir í fréttatil- kynningu. Kauphlaupsdag- ar í Smáralind LÍFFRÆÐISKOR og Umhverfis- stofnun HÍ boða til fyrirlesturs til meistaraprófs í umhverfisfræði föstudaginn 15. mars kl. 16 í stofu 101, Lögbergi. Björn H. Barkarson kynnir meist- araverkefni sitt í umhverfisfræðum sem fjallar um beitarnýtingu á miðhálendi Íslands. Á miðhálendinu eru afréttir nýttir til sumarbeitar fyrir sauðfé og hross. Ástand jarðvegs og gróðurs er afar mismunandi og víða á sér stað jarð- vegsrof og auðnir eru ríkjandi, segir í fréttatilkynningu. Beitarnýting á hálendi KRINGLUKAST hefst í dag, fimmtudag, og stendur fram á sunnudag. Á Kringlukasti veita verslanir og þjónustuaðilar 20 til 50% afslátt af nýjum vörum. Á sunnudag kl. 14 verða boðin upp hjól, utanlandsferðir, sjónvarp, tölva, DVD-spilari, GSM-símar, leik- húsmiðar, náttföt og klippingar. Afgreiðslutími á Kringlukasti er: fimmtudag kl. 10-21, föstudag kl. 10- 19, laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-17, segir í fréttatilkynningu. Kringlukast í dag AÐALFUNDUR Ferðafélags Ís- lands verður haldinn í FÍ-salnum, Mörkinni 6, í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 20. Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveit- ingar, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur FÍ HJALLASKÓLI v/Álfhólsveg í Kópavogi og Arkó Kortamenn bjóða fulltrúum leik-, grunn- og fram- haldsskóla til sýningar á innrömm- uðum Íslands-, álfu- og dýrakortum ásamt gervihnattamyndum í Hjalla- skóla í Kópavogi föstudaginn 15. mars kl. 14–17, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýning í Hjallaskóla LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bif- reið hinn 5. mars við Kelduland 15. Atvikið átti sér stað á milli kl. 15.30 til 17 en ekið var á bifreiðina SH-317, sem er rauð Suzuki Swift-fólksbifreið. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um tjónið til hlutaðeiganda eða lögreglu. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum SAFNARAMARKAÐUR verður haldinn í Síðumúla 17, 2. h. sunnu- daginn 17. mars kl.13–17. Til sölu og skipta verða frímerki, umslög og ýmislegt annað sem teng- ist frímerkjasöfnun, þar verða einnig mynt, seðlar, minnispeningar, barm- merki, pennar og margt fleira. Myntsafnarafélag Íslands og Fé- lag frímerkjasafnara standa að mark- aðnum, segir í fréttatilkynningu. Safnaramark- aður í Síðumúla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.