Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 31. MARS næstkomandi eru 130 ár frá fæðingu dr. Helga Pjeturss jarð- fræðings, höfund kenningarinnar um líf í alheimi og eðlissamband lífvera. Hann setti fram fullkomið líkan (módel) að nýrri heimsmynd árið 1919 í ritinu Nýall, en Nýall merkir ný tíðindi. Fyrsti kaflinn ber nafnið, „Hið mikla samband“ þar setur hann fram niðurstöðu áratuga rannsókna á sambandi lífs í alheimi. Hann bætir stöðugt við undirstöður kenningar- innar allt til ársins 1949, er hann lést. Maðurinn er sambandsvera, vegna samvinnu milljarða frumna, segir dr. Helgi, skapast líkami og þegar lífið hefur fjarað út, rofnar þessi sam- vinna og líkaminn fer að leysast í sundur. Eðlissamband lífsins varir að eilífu og hvert það líf sem myndast, öðlast þegnrétt til eilífrar þróunar. Gamla deilan um líf eftir andlátið er fyrir dr. Helga ekkert vafamál. Dauði er þáttur í ferli lífsins og áfangi á leið mannsins til þroska. Farið er af einu stigi á annað eftir þroskamöguleikum lífsins hverju sinni, hvort sem er hér á jörð eða annars staðar þar sem vitsmunalíf er að finna í alheimi. Dauðinn, eins og hann blasir við okkur, er aðeins ástand jarða þar sem illa er lifað, en þar sem vel er lifað leysist líkaminn upp um leið og andlát á sér stað. Dr. Helgi staðsetur framlíf mannsins á öðrum hnöttum og eru þeir fjölmarg- ir sem taka við innflytjendum af jörð- inni. Engin hætta er á að hnettirnir offyllist því menn flytja á enn aðra hnetti þegar þeir þroskast, en leið þroskans er endalaus. Fyrir mannkyninu á að liggja að vera þátttakandi í sköpun heims- hverfa og verða guðum líkir. Eitt af aðalatriðum skilnings á hinu mikla sambandi, er draumar. Þeir eru sönnun sambandsins. Draumakenn- ingin er þannig, draumgjafi er ger- andi í draumnum, en dreymandinn er draumþegi. Draumgjafinn er yfirleitt íbúi annars lífhnattar. Draumur byggist á sambandi við annan einstakling og þegar heili okk- ar meðtekur hugsanir hans og gerðir, köllum við það draum. Eitt af bestu dæmunum er að vakna af draumi með minningar, sem eiga ekkert skylt við þekkingu eða reynslu dreymandans, en smella ágætlega við gerandann í draumnum. Til að mynda draumgjafi gengur niður að höfn og sér skip. Hann hafði á yngri árum verið þar háseti og minningar hrannast upp. Draumþeginn, þú, vaknar og segir frá þessum undar- lega draumi og nefnir jafnframt, ég hef aldrei séð þannig skip eða höfn og hef minningar um atburði sem ég á engan þátt í. Þannig draumar eru ekki fátíðir. Sambandstal (miðilstal) er einn þátturinn í hinu mikla sam- bandi og er einfaldlega hugsanaflæði á milli tveggja huga, líkt og draum- samband. Munurinn aðeins sá að miðillinn talar upp úr svefni, ef svefn skal kalla. Sumir sambandsmenn þurfa ekki að sofna heldur verða fyrir sterkum áhrifum af hugsanaflæði frá sambandsverum og ræðst það sam- band yfirleitt af stilliáhrifum fundar- manna sem eru samnefnari fyrir hugtengslin til hvaða þroskastigs er leitað fanga við sambandstilraun. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Ný heimsmynd Frá Atla Hraunfjörð: FÁTT ER verra starfsfólki en ein- ræðissinnaðir stjórnendur, svo ekki sé minnst á þá sem þar á ofan eru til- litslausir og illir. Erfitt er að búa við lágt kaup þótt slík martröð sé fjarri. Það hefur valdið mér vonbrigðum og undrun hve margar konur í stjórn- unarstöðum fyllast mikillæti og jafn- vel hroka gagnvart starfsfólki sínu. Þetta er nokkuð áberandi hjá hjúkr- unarfræðingum sem eru verk- og starfsmannastjórar. Óvelkomnir at- burðir hafa orðið til að gefa mér færi á betri innsýn í þessi mál en ég í raun kæri mig um. Þeir hafa vakið mig til umhugsunar um starfsöryggi og vel- líðan þeirra sem þurfa að umlíða óþolandi stjórnanda sem oft hefur svo sterkan pólitískan bakhjarl að ekki verður við honum hróflað. Allir hafa óbeit á stjórnanda sem gerir starfsumhverfið óvinsamlegt og hrekur gott fólk úr starfi. Stjórnandi sem úthýsir góðvild er öllum til vandræða og kostar vinnuveitanda sinn stórfé, hvort sem það er sjúkra- hús eða eitthvað annað. Stórfyrir- tæki í Reykjavík réð konu sem byrj- aði umsvifalaust að segja upp mönnum sem starfað höfðu þar í ára- tugi. Sök mannanna var svo lítil að undrum sætti hvernig hún fann hana út. Á öðrum stað hringdi stjórnandi í hjúkrunarfræðing sem hafði meiðst og var erindið óskiljanlega langt frá að votta samúð og vita hvernig liði. Svo er það sá sem sagði starfsfólki sínu að ræða ekki við þá sem þeim var ætlað að aðstoða, það færi of mikill tími forgörðum. Fólkið sem ekki var þess virði að eytt væri orð- um í er lamað. En víða er þó kuld- anum úthýst. Hjúkrunarkona, deild- arstjóri á Kleppi, var með fund og var þá bankað og svo opnað. Í dyr- unum stóð stúlka, sjúklingur, sem bað um að fá að hringja. Stjórinn sneri sér vinalega að henni og spurði hvort hún gæti ekki komið seinna. Hún þakkaði glaðlega fyrir og fór. Ein hjúkrunarkonan sneri sér að henni og gagnrýndi fyrir linkind. Stjóri brosti til hennar og sagði mik- ilvægt að sjúklingum liði vel, því þá liði starfsfólkinu þannig líka. Þar sem góður starfsandi ríkir er hugs- andi stjórnandi og góðviljaður. Hvernig skyldi fólki annars líða sem hefur allt á hornum sér? Ætli það viti ekki hvað það er miklu einfaldara og betra líf að virða aðra? Þeim vesa- lings stjórnendum sem skapillskan þjáir er í raun vorkunn, þótt mér sé vandræðalaust að vera án samúðar með þeim. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Illt skap veit á illt Frá Alberti Jensen:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.