Morgunblaðið - 14.03.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.03.2002, Qupperneq 60
DAGBÓK 60 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss kemur og fer í dag. Bjarni Sæ- mundsson, Mánafoss og Atlas koma í dag. Arnarfell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fór í gær. Pólar, Siglir og Rán komu í gær, Ocean Tiger fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 vinnustofa, kl 10 boccia, kl 13 vinnu- stofa, myndmennt og bað. Á morgun syngur Kór eldri borgara í kaffitímanum. Farið verður í Borgarleik- húsið laugard. 16. mars, að sjá Boðorðin níu. Ath. sýningin hefst kl. 17. Rútuferð frá Aflagranda 40 kl. 16.15. Aðstoð við skattafram- tal verður veitt fimmtud. 21 mars. Skráning í afgreiðslu, s. 562-2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 op- in smíðastofan. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 13 gler- list. Félagsvist á morg- un kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 11. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ í Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 bingó. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. 14. mars félagsvist á Álfta- nesi kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Bessastaða- hr., 21. mars félagsvist á Garðaholti kl. 19. 30 á vegum Kvenfélags Garðabæjar. Fimmtud. 14. mars kl. 9 vinnu- stofa, gler, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postu- línsmálun, kl. 14 málun og keramik. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í Búri“, miðviku- og föstud. kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miða- pantanir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Fimmtud: Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Heilsa og hamingja, fyrirlestrar laugardaginn 16. mars nk. kl. 13.30 í Ásgarði. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur þriðjud. 19. mars á skrifstofu félagsins, panta þarf tíma í síma 588-2111 fyrir hádegi. Félag eldri borgara, Kópavogi. Bingó spilað í Gullsmára 13 á morg- un, föstudag, kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Pútt í Bæjarútgerð kl 10– 11.30, opið hús í boði Sjálfstæðisfél. í Hafn- arfirði kl. 14. Á morg- un, föstudag, myndlist og brids kl. 13.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Ath. sunnudagana 17., 24. og 31. mars er lok- að. Félagsstarfið, Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurðarnám- skeið, enn eru laus pláss á glerskurðar- námskeiðið, kl. 9. 45. verslunarferð í Aust- urver kl. 13.30 boccia. Á morgun föstudag verður messa kl. 14, Furugerðiskórinn syngur. Félagsstarfið er opið fyrir alla ald- urshópa. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, Helgistund kl. 10.30. Frá hád. vinnu- stofur og spilasalur op- inn. Aðstoð við skatt- framtal verður veitt miðvikud. 20. mars, skráning hafin. Fimmtud. 21. mars verður félagsvist í sam- starfi við Hólabrekku- skóla.Veitingar í veit- ingabúð. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 klippi- myndir, kl. 15 ramma- vefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leik- fimi, kl. 17 myndlist. Handverksmarkaður verður fimmtud. 14. mars kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaum- ur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids og glerlist, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, leiðbein- andi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Á morgun kl. 14 verður spilað Bingó. Starfs- maður frá Lyf & heilsu verður með kynningu á lyfjaskömmtum. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Fé- lagsstarfið er opið öll- um aldurshópum. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaum- urog morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 hand- mennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Laus pláss eru í fatasaum, körfugerð og búta- saumsnámskeið. Spiluð verður vist í kvöld kl. 20. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félags- heimilið, Hátúni 12. Kl. 19 tafl. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálpar- þurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir vel- komnir. Kívanis-klúbburinn Geysir, Mosfellsbæ, fé- lagsvist spiluð í Kív- anishúsinu í Mos- fellsbæ í kvöld kl. 20.30. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Ásgarði, Glæsibæ. Lífeyrisþegadeild Sfr. Skemmtifundur verður laugardaginn 26. mars kl. 14 í félagsmiðstöð- inni, Grettisgötu 89, 4. hæð. Þátttaka tilkynn- ist á skrifstofu Sfr., s. 525-8340. Spurningakeppni átt- hagafélaga hefst í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, kl. 20. Snæfellingar eru meðal keppenda í kvöld. Snæ- fellingar og aðrir vel- unnarar eru hvattir til að mæta. Íslenska bútasaums- félagið. Félagsfundur í kvöld kl. 20 í safnaðar- heimili Háteigskirkju. Töskukvöld & 20x20 köflótt og röndótt. Ný- ir félagar velkomnir. Í dag er fimmtudagur 14. mars, 73. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Eins og ritað er: „Sá, sem hrósar sér, hrósi sér í Drottni.“ (I. Kor. 1, 31.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 fávís, 4 gleðjast yfir, 7 mjúkir, 8 dökk, 9 rödd, 11 fæða, 13 flanar, 14 á fiski, 15 sorg, 17 grotta, 20 bókstafur, 22 tölum, 23 bleytukrap, 24 langloka, 25 fundvísa. LÓÐRÉTT: 1 stygg, 2 kvenmenn, 3 líffæri, 4 viljugt, 5 mjó, 6 virðir, 10 skrökvuðum, 12 sár, 13 óhljóð, 15 klettur, 16 leiktækjum, 18 úr- komu, 19 kaka, 20 æpa, 21 tjón LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 reffilegt, 8 lækur, 9 kamar, 10 net, 11 strit, 13 arinn, 15 stöng, 18 safna, 21 rót, 22 launi, 23 akarn, 24 handlanga. Lóðrétt: 2 eykur, 3 fornt, 4 lykta, 4 gemsi, 6 flas, 7 grín, 12 inn, 14 róa, 15 sæla, 16 önuga, 17 grind, 18 staka, 19 flagg, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI fór um síðustu helgiút í búð til að kaupa í matinn. Sonur Víkverja kom þar auga á morgunkorn sem heitir „Kellogg’s Frosties“ sem hann vildi endilega kaupa. Ástæðan fyrir þessu var sú að með pakkanum fylgdi tölvuleikur. Þegar heim kom settist drengur- inn fyrir framan tölvuna með nýja tölvuleikinn. Í ljós kom að leikurinn sem fylgdi hét „Desperados – Want- ed Dead or Alive“ (Desperados – dauður eða lifandi). Leikurinn gekk út á að kúreki mætir í bæ þar sem hann lendir fljótlega í miklum bar- daga. Sá sem spilar leikinn á að reyna að drepa sem flesta og þegar hann hefur drepið einhvern verður hann að taka líkið og fela það svo „vondu karlarnir“ átti sig ekki á að „hetjan“ er mætt á svæðið. Með markvissum vinnubrögðum og skipulögðum manndrápum getur sá sem spilar þennan skemmtilega leik „unnið“. Víkverja finnst alveg makalaust að reynt skuli að lokka börn til að kaupa morgunkorn með manndráp- um, þó að um leik sé að ræða. Þess ber að geta að á pakkanum er tekið fram að þessi leikur er bannaður börnum innan ellefu ára, en því átt- aði Víkverji sig ekki á fyrr en heim var komið. Víkverji er að velta fyrir sér hvort hann eigi að fylgja þessum leiðbeiningum og banna drengnum að spila hann aftur fyrr en eftir eitt og hálft ár þegar hann hefur náð til- skildum aldri. x x x PÉTUR H. Blöndal alþingismað-ur kemur oft með athyglisverð sjónarmið í ræðustól á Alþingi. Í um- ræðum um jafnréttismál, sem fram fóru á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sagði Pétur að það væri ekki nóg að berjast fyrir launajafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna á vinnu- markaði, sem hann sagði að væru góð markmið sem bæri að vinna að, það þyrfti líka að vinna að jafnrétti inni á heimilunum. „Er drengjum kennt að skúra og þrífa klósett?“ spurði Pétur. Víkverji er innilega sammála Pétri. Karlar þurfa að taka þátt í heimilisverkum til jafns við konur og það gerist ekki nema að börnum sé innrætt að það sé sjálfsagt mál að bæði drengir og stúlkur taki þátt í heimilisverkum. Það vill svo til að um svipað leyti og Pétur lét þessi orð falla fór fram umræða á heimili Vík- verja um heimilisverk. Eiginkona Víkverja spurði son sinn hvert hann teldi að væri eðlilegt vinnuframlag hans á heimilinu. Drengurinn leit á móður sína og skildi greinilega ekki hvað hún var að tala um. „Við pabbi þinn vinnum fyrir peningum svo að við getum keypt mat og ég og pabbi þinn vöskum upp, þvoum þvott og skúrum gólf. Okkur finnst að þú eig- ir líka að vinna eitthvað á heimilinu. Hvað finnst þér að þú eigir að gera?“ Drengurinn, sem er skynsamur og vel af guði gerður, leit hugsandi á móður sína og sagði loks: „Ég skal sjá um að horfa á sjónvarpið!“ Móðir hans sagði að það eitt og sér væri ekki nóg; hann yrði að leggja eitt- hvað meira á sig. Drengurinn hugs- aði sig enn lengur um og sagði að lokum: „Allt í lagi, ég skal sjá um að þrífa litla klósettið.“ Og við það stóð hann. Þegar faðir hans kom heim úr vinnunni blasti við skínandi hreint klósett. Nú er bara að sjá hvort þessi dugnaður drengsins endist eitthvað. Góð reynsla af birkiösku FYRIR nokkrum árum var ég orðinn mjög mikill sjúk- lingur. Lifrin var illa farin, sökkið var allt of hátt og lungun full af vatni. Ég þurfti að fá aðstoð heimilis- hjálpar eftir erfiða sjúkra- húsdvöl. Það var ekki sjón að sjá mig með sokkin augu og mikinn bjúg. Heimilis- hjálpin, yndisleg kona, benti mér á það væri reyn- andi að taka inn birkiösku. Fór ég að ráðum hennar og útvegaði mér birkiöskuna. Í framhaldi af því fór ég öll að hjarna við og í dag þarf ég ekki á heimilishjálp að halda. Síðastliðið sumar fór ég í frí í Ölfusborgir og var markmiðið að njóta hvíldar og hlaða batteríin. Þegar ég og sambýlismaður minn vorum komin austur hellt- ist yfir mig gigt svo ég var viðþolslaus af verkjum. Hafði ég gleymt að taka með mér birkiöskuna sem ég tek að staðaldri. Ég hélt því til Selfoss til þess að kaupa verkjalyf til þess að slá á verkina. Er ég kom í apótekið sá ég að þeir höfðu birkiösku til sölu. Í stað þess að kaupa verkjalyf greip ég glas af birkiösk- unni. Askan sló á gigtar- kastið og ég gat notið dval- arinnar í Ölfusborgum eins og ætlunin var í upphafi. Ástæða þess að ég skrifa þessa sögu er sú að mig langar að miðla af reynslu minni til annarra gigtar- sjúklinga. Sjálf hef ég þjáðst af psoriasis-liðagigt í mörg ár auk þess sem ég er með þvagsýrugigt, liðagigt og slitgigt. Ef ég tek birki- öskuna líður mér betur og ég þarf ekki að kvarta. Ým- islegt sem hrjáði mig áður hefur einnig lagast, blóð- þrýstingurinn er í jafnvægi en hann var rokkandi áður og helst til hár. Alltaf annað slagið var ég með blöðru- bólgu en hún heyrir nú sög- unni til sem betur fer. Rist- illinn hefur oft angrað mig en er nú ótrúlega hreinn sagði læknirinn eftir síð- ustu ristilspeglun. Spurði hann mig hvort ég borðaði óvenjumikið grænmeti en svo er ekki. Þegar líkaminn er í jafn- vægi sefur maður betur og er orkumeiri. Ég þakka það birkiöskunni og hafa marg- ir þakkað mér fyrir að segja sér frá henni. Því finnst mér brýnt að fleiri fái að vita af birkiöskunni. María E Jónsdóttir, Hjallabraut 4, Hf. Þakkir fyrir veitta aðstoð 11. FEBRÚAR sl. datt ég í hálku á horni Bankastrætis og Lækjargötu og brotnaði. Þar komu að nokkrir menn mér til hjálpar og kölluðu á sjúkrabifreið. Vil ég senda þeim öllum, og sérstaklega Herberti Marinóssyni, mínar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Ég er komin heim af spítalanum og fannst mér verst að vita ekki nöfn allra til að senda þeim þakklæti mitt. Bella Sigurjónsson. Þakka fyrir grein ÉG vil koma á framfæri þakklæti fyrir grein um innflytjendur og trúmál sem Albert Jensen skrifaði í Bréfi til blaðsins laugar- daginn 9. mars. Þessi grein var eins og töluð út úr mínu hjarta. Veit ég um marga sem taka heilshugar undir hans viðhorf. Vil ég hvetja fleiri til að láta í sér heyra um þessi mál. Kristbjörg. Hvar fæst fólk í vinnu? ÉG vil koma á framfæri spurningu til Sjálfstæðis- flokksins vegna kosninga- loforða þeirra um aukningu á leikskólaplássum hvernig þeir ætli að fá fólk til að vinna á þessum leikskólum sem reisa á þegar hverja einustu helgi er óskað eftir starfsfólki á þessa staði og ekkert fólk fæst. Leikskólaleiðbeinandi. Tapað/fundið GSM-sími týndist NOKIA 3310 GSM-sími týndist sl. föstudag 8. mars v/ Menntaskólann í Hamra- hlíð á leið í strætóskýlið kl. 17–17:30. Síminn er dökk- blár í svartri tösku. Skilvís finnandi er vinamlega beð- inn að hafa samband í síma 557-4275. GSM-sími í óskilum GSM-sími er í óskilum. Hann fannst í miðbænum. Uppl. í síma 552 1509. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG fór fyrir stuttu að versla fyrir fermingu í verslun systranna í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Varð ég undrandi að koma þarna og sjá hvað fékkst í þess- ari verslun. Þarna eru fallega skreyttar sálma- bækur, gestabækur, kerti og margt annarra fallegra muna. Á þessum stað er góður andi og líð- ur manni vel í sálinni að koma þarna inn. Vil ég benda fólki á að þangað er frábært að koma. Hafliði Helgason. Staður með góðan anda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.