Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 61 DAGBÓK Árnað heilla Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. febrúar sl. í Seljakirkju af sr. Valgeir Ástráðs- syni Kristín Ösp Þorleifsdóttir og Frank M. Michel- sen. Heimili þeirra er í Gull- engi 11. LJÓÐABROT STÖKUR Af Eyjasandi út í Vog – er það mældur vegur – átján þúsund áratog áttatíu og fjegur. Ókunnur höfundur Einn er eg róinn Engey frá út á sjóinn kalda borðamjóum báti á burðarsljóum karli hjá. Ókunnur höfundur Ekki fer eg út á sjó, ótta ber í hyggjuþró, þar sem eru um stökkuls stó steinar sker og sundin mjó. Jónas Gíslason Skógstrendingaskáld 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rc6 8. f4 Dc7 9. f5 Rxd4 10. Dxd4 Be7 11. fxe6 fxe6 12. Bg5 O-O 13. O-O-O Bd7 14. Bf4 Re8 15. Hhe1 Hxf4 Staðan kom upp í síðustu umferð á Íslandsmóti skák- félaga sem lauk fyrir skemmstu í húsakynnum Brimborgar. Kristján Guð- mundsson (2235) hafði hvítt gegn Gunnari Gunnarssyni (2140). 16. Rd5! Dd8 Ekki gekk upp að leika 16. exd5 vegna 17. Dxd5+ Kh8 18. Dg8#. Í fram- haldinu verður svartur skipta- muni undir án bóta. 17. Rxf4 Bg5 18. e5 d5 19. Kb1 Rc7 20. c4 Bxf4 21. Dxf4 Bc6 22. Hf1 De7 23. Hd2 dxc4 24. Bxc4 Rd5 25. Bxd5 Bxd5 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 26. Hdf2 Hc8 27. g3 h6 28. Hc1 Hxc1+ 29. Dxc1 Db4 30. De3 a5 31. Hf4 Db5 32. b3 Da6 33. Kb2 b5 34. Dc5 b4 35. Hf8+ Kh7 36. Dc2+ g6 37. Dc7#. Þessi sigur dugði ekki Taflfélagi Garðabæjar til að vinna 2. deildina en lokastaða hennar varð þessi: 1. SA-b 26 vinningar af 42 mögulegum 2.–3. TG og TA 25½ 4. Hellir-c 22½ 5. TR-c 21½ 6. TV 17½ 7. SR 16 v. 8. TR-d 13½ 8. umferð Reykja- víkurskákmótsins hefst kl. 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. HÓTEL Borgarnes var miðstöð mikillar brids- veislu um síðustu helgi, en þá fór þar fram undan- keppni Íslandsmótsins í sveitakeppni þar sem fjörutíu sveitir kepptu um réttinn til að spila í úrslit- unum um páskana. Í valn- um liggja 168 spil, flest hver endanlega dauð, en sum munu upp rísa og lifa framhaldslífi á síðum dag- blaðanna. Hér er eitt, sem verðskuldar langa lífdaga: Norður ♠ ÁK1087 ♥ Á104 ♦ 1042 ♣G3 Vestur Austur ♠ D ♠ G532 ♥ DG8 ♥ 52 ♦ K753 ♦ D98 ♣K9642 ♣D1087 Suður ♠ 964 ♥ K9763 ♦ ÁG6 ♣Á5 Margir spiluðu fjögur hjörtu í suður og fóru nið- ur eftir útspil vesturs í tígli eða laufi. Vörnin fær bersýnilega slag á spaða og annan á tromp, og svo virðist sem nægur tími sé til að sækja tvo slagi til viðbótar á láglitina. Matthías Þorvaldsson í sveit Subaru var einn margra sagnhafa í fjórum hjörtum og honum tókst að finna vinningsleið þrátt fyrir útkomu vesturs í tígli. Hann drap tígul- drottningu austurs með ás, spilaði spaða á ásinn og hjarta heim á kóng. Síðan spaða að blindum. Vestur græðir greinilega ekkert á því að trompa og hann valdi að henda laufi. Matthías tók slaginn á kóng og spilaði enn spaða að níunni. Nú er það austur sem þarf að taka ákvörðun. Ef hann tekur á gosann og spilar laufi, drepur sagn- hafi, spilar hjarta á ásinn og hendir laufi niður í fríspaða. Og ef austur læt- ur lítinn spaða, neyðist vestur til að trompa frá DG. Þar með er tromp- slagur varnarinnar farinn og sagnhafi á tvær inn- komur í borð á Á10 í hjarta til að fría spaðaslag og njóta hans. Þetta er vönduð af- greiðsla hjá Matthíasi í lúmsku spili. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir umburðar- lyndi, átt auðvelt með að sætta þig við hlutina og skilur hver þú ert. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Leiðir þínar og heldur óvenju- legrar manneskju gætu legið saman í dag. Stjórnmála-, hugmyndir þessarar mann- eskju ganga fram af fólki en þú hefur bæði gagn og gaman af þeim. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú verður hissa þegar þú kemst að því að einhver mik- ilvægur – annað hvort yfir- maður eða foreldri – er efnaðri en þú gerðir þér í hugarlund. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður við einhvern ókunnugan sem verður á vegi þínum munu færa þér áhuga- verðar fregnir. Það er alltaf spennandi að vita eitthvað sem maður vissi ekki fyrir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er þér léttir að komast að því að nú eru peningar og bjargir til staðar og því unnt að gera úrbætur á vinnustað. Hafðu hraðar hendur því að tækifærið staldrar stutt við. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Óvænt daður verður til þess að efla sjálfsvirðingu þína í dag. Það kann að vera minni- háttar en það er mikilvægt að komast að því að einhver dáir þig og þráir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver á vinnustað gæti sagt eitthvað sem fyrir þér varpar ljósi á fjölskylduleyndarmál eða einhverja nýja sögu. Þú verður furðu lostin(n) við þessar fregnir en jafnframt fer um þig ánægjuhrollur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Alveg upp úr þurru færð þú óvenjulega hugmynd um hvernig þú getir skemmt þér og öðrum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það veldur þér ánægju að kaupa einhvern óvenjulegan hlut fyrir heimilið í dag. Þú getur vart beðið að heyra hvað hinum finnst um það sem þú fannst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert ákaflega upprifin(n) af stórkostlegum ráðleggingum sem þú færð í dag. Þessi nýja leið mun líklega bæta bæði út- lit þitt og heilsu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ábending frá leynilegum aðila gæti bætt tekjurnar. Hafðu hugrekki til að fylgja þessum ráðleggingum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ráðleggingar frá vini gera þig margs vísari í dag. Þetta vek- ur með þér mikla hrifningu og þú getur vart beðið eftir því að deila þessu með öðrum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ummæli manneskju í valda- stöðu opna fyrir þér alveg nýja möguleika. Þú sérð að hægt er að fara nýja leiðir að ákveðnu máli – hvílíkur léttir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Með morgunkaffinu ... og hugsiði ykkur. Þegar við komum heim fór hann Óli að vera nærgöngull. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Fyrir fermingarnar Sumarlegur sparifatnaður A›eins 3 ver› kr. 990 - 1.990 - 2.990 opi› fim-fös-mán 10-18 laugardag 10-14 Lok útsölumarka›ar  Þakka hlýhug, gjafir og vinarkveðjur allra þeirra er glöddu okkur hjónin á 90 ára afmæli mínu. Lifið heil. Jóhann og Margrét, Sveinskoti. EIGNIR ÓSKAST Raðhús við Vesturbrún óskast - Fjársterkur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Vesturbrún. Raðhús í Fossvogi óskast - Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi. Raðhús við Hvassaleiti óskast - Höfum verið beðnir að útvega gott raðhús við Hvassaleiti. Raðhús við Vesturbrún óskast - Fjársterkur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Vesturbrún. Raðhús í Fossvogi óskast - Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi. Raðhús við Hvassaleiti óskast - Höfum verið beðnir að útvega gott raðhús við Hvassaleiti. Eignamiðlun • Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • www.eignamidlun.is ÍBÚÐIR FYRIR FÓLK Á VIRÐULEGUM ALDRI ÓSKAST Raðhús við Vesturbrún óskast - Fjársterkur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Vesturbrún. Raðhús í Fossvogi óskast - Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi. Raðhús við Hvassaleiti óskast - Höfum verið beðnir að útvega gott raðhús Óskum eftir 100-130 fm íbúðum Æskileg staðsetning: Gimliblokkin eða Þorragata. Einnig 120-170 fm íbúð á einni hæð við Skúlagötu eða Klapparstíg. Einbýlishús eða raðhús á Seltjarnarnesi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 150-200 fm einbýli, raðhúsi eða parhúsi, gjarnan austan Lindarbrautar. Eignamiðlun • Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • www.eignamidlun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.