Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Gjafabréf Íslandsbanki –flar sem gjafirnar vaxa! Framtí›arreikningur  Íslandsbanka Fermingargjöf  er framtí›arsjó›ur Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga STJÓRN Eimskipafélags Íslands samþykkti á stjórnarfundi í gær kaup á 18,81% hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og 9,52% hlut í Skagstrendingi hf. Kaupverðið er samtals rúmir 1,4 milljarðar króna. Eftir þessi kaup verður eignarhlutur Eimskipafélagsins í ÚA 55,3% og í Skagstrendingi 40,7%. Forstjóri Eimskips segir að í kjölfar þessara kaupa komi til skoðunar að Eimskip dragi úr eignarhlutdeild sinni í öðr- um sjávarútvegsfyrirtækjum í gegn- um Burðarás. Kaupin hafa í för með sér umtalsverða breytingu á skipu- lagi Eimskipafélagsins og yfirtöku- skyldu á öllum hlutabréfum ÚA. Hlutabréfin voru keypt af Búnað- arbanka Íslands hf. og Fjárfestinga- sjóði Búnaðarbankans og miðast kaupverð hlutabréfanna í ÚA við gengið 7,2 og er samtals 1.446 millj- ónir króna. Kaupverð hlutabréfanna í Skagstrendingi miðast einnig við gengið 7,2 og er 232 milljónir króna. Samtals eru þetta 1.678 milljónir króna. Skapar yfirtökuskyldu Sem greiðslu fyrir þessi hlutabréf greiðir Eimskipafélagið með eigin hlutabréfum að nafnverði 305 millj- ónir króna sem miðast við að gengi bréfanna í Eimskipafélaginu sé 5,5. Samkvæmt lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðs- markaða frá árinu 1998 skapast yf- irtökuskylda við kaup Eimskipa- félagsins á hlutabréfum í ÚA. Eimskipafélagið mun því bjóða öðr- um hluthöfum í ÚA að kaupa bréf þeirra í félaginu í skiptum fyrir bréf í Eimskip með sama hætti. Þessi skuldbinding verður til samkvæmt lögum ef einn aðili eignast meira en 50% hlut í félagi sem er skráð á hlutabréfamarkaði. Með kaupunum eykst verðmæti Eimskipafélagsins til muna, þar sem greitt er fyrir eignarhlutinn í ÚA með útgáfu nýrra hlutabréfa í Eim- skipafélaginu. Það ræðst þó af því hversu margir núverandi hluthafar í ÚA munu selja hlutabréf sín í félag- inu og fá í staðinn bréf í Eimskipa- félaginu. Nafnverð hlutafjár Eim- skips er í dag um þrír milljarðar króna en ætla má að það aukist um 30%, eða í fjóra milljarða króna, ef allir aðrir hluthafar ÚA nýta sér þennan rétt sinn. Samningurinn við Búnaðarbankann er gerður með fyr- irvara um samþykki hluthafafundar um hlutafjáraukningu. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, segir að með kaup- unum muni Eimskip koma að rekstri ÚA með meira afgerandi hætti en áður og markmiðið sé að efla bæði félögin og tryggja þar með verðmæti hluthafanna. Hann á von á því að þessi kaup verði í sátt við aðra stóra hluthafa í ÚA. Hann segir kaupin í samræmi við fyrri stefnumörkun Eimskipafélagsins um að vera virkur þátttakandi í öðrum atvinnurekstri en flutningastarfsemi. Hefur í för með sér formbreyt- ingu á Eimskipafélaginu Ingimundur segir að ef kaupin gangi í gegn verði ákveðin form- breyting á skipulagi Eimskipa- félagsins. Það verði þá rekið á þrem- ur meginsviðum; í flutningastarf- semi, fjárfestingastarfsemi og í sjáv- arútvegi. Eimskip hefur átt drjúgan hlut í ýmsum sjávarútvegsfyrirtækj- um í gegnum fjárfestingarfélagið Burðarás og er núverandi eignar- hlutur Eimskips í ÚA hluti af eigna- safni Burðaráss í sjávarútvegi. Ingi- mundur segir að stefnan sé að byggja upp öflugt sjávarútvegsfyr- irtæki á grunni ÚA og yrði félagið þar með einn þriggja meginrekstr- arþátta Eimskipafélags Íslands. Þá komi til greina að draga úr eða end- urmeta eignarhlut Eimskips í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Hlutur Eimskips í ÚA eykst í 55% og í 41% í Skagstrendingi Greiðir 1,4 milljarðaSKIPVERJAR á Mánafossi, skipiEimskips, sáu hnúfubak í Vest- mannaeyjahöfn í gærmorgun þeg- ar þeir héldu úr höfn. Var hann við smábátabryggjuna við Hring- skersgarð þar sem Stafkirkjan stendur. Greinilegt var að hval- urinn var ráðvilltur í höfninni, og líklegt að vélarhljóð frá bátum og skipum hafi ruglað hann í ríminu. Hvalurinn synti nokkra hringi í höfninni og virtist ekki finna leið út. Fjöldi manns fylgdist með þessari óvæntu heimsókn af Bása- skersbryggju. Hnúfubakar eru stórar skepnur og geta orðið allt að 19 metrar að lengd. Þeir hafa töluvert sést í kringum Vestmannaeyjar upp á síðkastið og hafa sjómenn á trill- um komist í nálægð við þá. Áður hafa Vestmannaeyingar fengið viðlíka heimsóknir. Árið 1958 kom grindhvalavaða í höfnina og var hún rekin á land inni í botni og dýrunum slátrað þar. Árið 1973 varð vart við háhyrning í höfninni í Vestmannaeyjum. Hnúfubak- ur í höfninni MIKIL og góð loðnuveiði hefur verið að undanförnu og flotinn langt kominn með kvótann á ver- tíðinni, en Víkingur AK landaði fullfermi á Akranesi á mánudag og kom aftur inn með um 1.400 tonn í fyrrinótt. Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi, segist hafa hitt á stóru loðnuna sem hafi fyrst komið fram í janúarveiðinni en svo farið til Færeyja og ekki sést hér fyrr en nú. Loðnan er komin inn á Faxa- flóa og segir Viðar að hún sé mis- munandi eftir svæðum. Ætlað er að rúmlega vika sé í hrygningu og gera má því skóna að kvótinn náist, en rúmlega 100.000 tonn eru eftir. Morgunblaðið/Kristinn Víkingur AK með full- fermi tvisvar í vikunni  Stór loðna/6 ELLEFU af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins, sem öll eru skráð á Verðbréfaþingi Íslands, högnuðust samtals um rúmlega 7,6 milljarða á árunum 1994–2001 þegar búið er að draga frá tap einstakra ára. Þrátt fyrir góðan hagnað greiddu þau ekki krónu í tekjuskatt til ríkisins á þessum árum. Öll áttu þau um síðustu áramót yfirfæranlegt tap sem dregst frá hagnaði fyrirtækj- anna. Þetta skattalega tap nam rúm- lega níu milljörðum króna um síðustu áramót. Ástæðan fyrir því að sjávarútvegs- fyrirtækin hafa ekki greitt tekjuskatt þátt fyrir að sum þeirra hafi ár eftir ár verið rekin með hagnaði er sú að við sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækja á síðustu árum hafa þau komist yfir mikið skattalegt tap sem dregst frá hagnaði þeirra. Dæmi um slíkar sameiningar er sameining Samherja og BGB-Snæ- fells í árslok 1999. Þau fyrirtæki sem mynduðu BGB-Snæfell höfðu verið rekin með tapi um nokkurra ára skeið. Við sameininguna fluttist þetta tap inn í bókhald Samherja. Samherji hagnaðist á síðustu sjö árum um 4.166 milljónir en hefur á þessum ár- um ekki greitt tekjuskatt. Um síð- ustu áramót átti fyrirtækið 597 millj- ónir í yfirfæranlegt tap, sem dregst frá framtíðarhagnaði fyrirtækisins. Grandi hagnaðist á árunum 1995– 2000 um 1.934 milljónir, en afkomu- tölur fyrir árið 2001 hafa enn ekki verið birtar. Það fyrirtæki sem sýndi versta útkomu á þessum árum er Út- gerðarfélag Akureyringa, en félagið hefur tapað samtals 965 milljónum á síðustu sjö árum. Rekstur fyrirtæk- isins skilaði tapi fimm af síðustu sjö árum. Fyrirtækin skulda 67 milljarða Fyrirtækin ellefu, Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., Haraldur Böðvars- son hf. á Akranesi, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. í Hnífsdal, Síldarvinnsl- an hf. í Neskaupstað, Skagstrending- ur hf. á Skagaströnd, Útgerðarfélag Akureyringa hf., Þorbjörn-Fiskanes hf. í Grindavík, Þormóður rammi- Sæberg hf. á Siglufirði, Grandi hf. í Reykjavík og Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum, skulduðu samtals um síðustu áramót u.þ.b. 67 milljarða. Ef horft er á heildarhagnað þeirra ein- stök ár kemur í ljós að þau skiluðu hagnaði öll árin nema árið 2000, en þá voru aðeins tvö fyrirtæki, Samherji og Gunnvör, rekin með hagnaði. Ellefu af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins hafa skilað góðum hagnaði síðustu ár Hafa ekki greitt tekjuskatt  Högnuðust um/34 RÍKISSJÓÐUR er búinn að leysa til sín um 60% af því hlutafé sem seldist í Landssíma Íslands hf. í útboði til al- mennings á sínum tíma, en það eru um 720 milljónir króna að verðmæti af þeim 1.200 milljónum króna sem seldust í útboðinu og greiðsla barst fyrir. Rúm vika er síðan ríkissjóður lagði fram tilboð í hlutabréf í Lands- símanum á sama gengi og útboðs- gengið var eða 5,75. Það gengi gilti fram til aðalfundar fyrirtækisins á mánudaginn var, en lækkaði þá í 5,63 vegna greiðslu 12% arðs sem þar var samþykkt. Fram til þriðjudagsins í næstu viku geta eigendur hlutabréfa í Landssímanum selt þau ríkinu á ofangreindu gengi í gegnum Tilboðs- markað Verðbréfaþings Íslands, en eftir það munu eigendur bréfanna geta selt þau ríkissjóði fyrir milli- göngu Búnaðarbanka Íslands, en kauptilboðið verður tekið út af til- boðsmarkaðnum. 2.600 aðilar skráðu sig fyrir 2,1 milljarði króna Í útboðinu skráðu 2.600 aðilar sig fyrir hlutafé að upphæð 2,1 milljarð- ur króna. Greiðslur fyrir hlutabréf að verðmæti 1.200 milljónir kr. bár- ust og hafa hlutabréf að verðmæti 720 milljónir kr. verið seld aftur til ríkisins, eins og áður sagði. Eftir standa því um 480 milljónir kr. sem enn eru í eigu almennings, en það eru nálægt því 1,2% af heildarhlutafé í félaginu. Einkavæðingarnefnd sleit fyrir skömmu viðræðum við danska fjar- skiptafyrirtækið TDC um kaup á Landssímanum. Nefndin er nú að endurmeta söluna, en erlend síma- félög hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. Á aðalfundi Símans sl. mánudag ítrek- aði samgönguráðherra fyrri yfirlýs- ingar um að stefna ríkisstjórnarinn- ar væri að selja fyrirtækið. Hlutafé almennings í Símanum Ríkissjóð- ur hefur keypt aft- ur 60%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.