Morgunblaðið - 16.03.2002, Page 33

Morgunblaðið - 16.03.2002, Page 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 33 Handverksmarkaður í dag laugardag kl. 11-16 Líttu við ! NEYTENDASAMTÖKIN gerðu í síðasta mánuði stutta úttekt á nokkrum skíðasvæðum á landinu sem greint er frá á heimasíðu sam- takanna. „Skíðasvæðin eru um margt ólík og bjóða upp á mismun- andi þjónustu og því ekki einhlítt að bera aðeins saman verð,“ segir í könnuninni. Fram kemur að árskort séu í mörgum tilvikum á „mjög góðu verði“ og ekki þurfi að renna sér margar ferðir til þess að borga það upp. „Um páskana verður mikið um að vera á öllum skíðasvæðum landsins. Einnig er algengt að boðið sé upp á hópafslætti og margvísleg tilboð eru fyrir hendi sem vert er að athuga nánar,“ segir ennfremur. Ódýrara virka daga í Hlíðarfjalli Fram kemur að dagskort sé ódýr- ara á virkum dögum á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri, eða á 800 krónur fyrir fullorðna og 400 krónur fyrir börn. Dagskort í barnalyfturn- ar kostar kostar 500 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir börn og gildir það verð jafnt um helgar sem virka daga. Afsláttur er veittur af árskorti ef fjórir kaupa saman. Kost- ar þá árskort fyrir fullorðna 8.000 krónur og 5.000 krónur fyrir börn,“ segja Neytendasamtökin. Á skíðasvæðin á Ólafsfirði, Dalvík og í Hlíðarfjalli gildir sérstakur Eyjafjarðarpassi, segir ennfremur. Passinn gildir í þrjá daga og kostar 3.400 krónur fyrir fullorðna og 2.000 krónur fyrir börn. „Sérstakt „ung- lingagjald“ er fyrir 13 til 17 ára, 370 krónur fyrir dagskort og 4.800 krón- ur fyrir árskort. Einnig er boðið upp á fjölskylduafslátt. Heimasíða skíða- félags Ólafsfirðinga er mjög ítarleg og er þar að finna allar helstu upp- lýsingar um skíðasvæðið og starf- semi félagsins. Slóðin er www.sim- net.is/skiol.“ Á skíðasvæðinu á Siglufirði er ver- ið að setja upp þriðju skíðalyftuna. Með tilkomu hennar verður fallhæð- in 450 metrar eða álíka og í Hlíð- arfjalli. Mánaðarkort kosta 4.000 krónur fyrir fullorðna og 2.000 krón- ur fyrir börn. Líkt og á Ólafsfirði hefur skíðafélagið á Siglufirði sett ít- arlega heimasíðu og er slóðin www.simnet.is/skisigl, segir jafn- framt í könnun Neytendasamtak- anna. „Skíðasvæðið í Bláfjöllum er stærsta skíðasvæði landsins, með langflestar lyftur og flutningsgetu upp á 8.000 manns á klukkustund. Hægt er að nota sama skíðakort í Skálafelli, Bláfjöllum og á Heng- ilssvæðinu. Hægt er að nota sama skíðakort í Skálafelli, Bláfjöllum og á Hengilssvæðinu og einnig er hægt að kaupa mánaðarkort á þessa skíða- staði. Mánaðarkort fyrir fullorðna kost- ar 5.000 krónur og 2.500 krónur fyrir börn.“ Loks er fjallað um skíðasvæðið í Oddsskarði, eða „austfirsku Alpana“ eins og heimamenn kalla svæðið. Skíðasvæðið liggur í 890 metra hæð yfir sjávarmáli og er fallhæðin nokk- ur, eða 325 metrar. Því hentar svæð- ið vel til stórsvigsmóta. Húsavík er eini skíðastaður lands- ins þar sem boðið er upp á fría þjón- ustu, þar eru tvær toglyftur og troð- in göngubraut, segir að síðustu í könnun NS.  < ) *'' ()='' >'' ?>' *'' ()''' +'' +'' ()''' < ?'' A'' =A' &>' ?'' A'' A'' A'' A'' < ; < ) (()''' *)A'' B)?'' (')''' >)''' (&)''' (&)''' (&)''' < A)A'' A)A'' =)?'' A)''' =)A'' B)''' B)''' A)A'' < ,!  ! 5 ! ( & ( = & ( & = (( = = & 5 #  : 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% 2% .  2% 2%C  2% 2% .  .  .  <  ?>* ='' (+' =A' &BA &=& &>= =&A (=+ <    ! # %  ?)&A' *A' AA' ()&B' &)A'' *)''' =)''' &)''' +A' @  #%# %@ %D @&''& 8 @!  C    @ 3 !! #  ! # D! #  %! # % ! / 8E @ Frítt á skíði á Húsavík Morgunblaðið/Kristinn Skíðað af innlifun í Oddsskarði. Neytenda- samtökin gera könnun á níu skíðasvæðum LISTIR ENGIR fleiri tollar verða lagðir á innflutt grænmeti, segir Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í landbún- aðarráðuneytinu, en reglugerðir um magn- og verðtolla á tómata, agúrk- ur, papriku og salöt hafa jafnan ver- ið settar 15. mars. Segir hann mega „horfa fram á verðlækkanir á græn- meti á næstunni“. Landbúnaðarráðuneytið gaf ný- verið út reglugerðir þar sem lagður er magntollur á þrjár tegundir af innfluttu grænmeti, það er kart- öflur, hvítkál og sveppi og segir Ólafur að verðtollur á grænmeti hafi verið afnuminn að fullu 12. febrúar síðastliðinn. Á sama tíma í fyrra sköpuðust talsverðar umræður í kjölfar reglu- gerðar um 30% verðtoll og 199–298 króna magntoll á papriku, sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra setti 15. mars 2001. Landbún- aðarráðherra kvaðst til dæmis hafa upplýsingar um að 10% af smásölu- verði papriku væru tollur og 84–85% verðsins væru á ábyrgð innflutn- ingsaðila og smásalans. Kaupmenn mótmæltu þætti inn- flytjenda og smásala í háu papriku- verði og sagði Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaups, til dæmis við þetta tækifæri að ís- lenskri garðyrkju væri „enginn greiði gerður með verndartollum“. „Tollarnir hækka verð og draga úr neyslu á þessum vörum. Því mið- ur líta Íslendingar á grænmeti sem munaðarvöru, þar sem verðið er of hátt. Það skýrir að hluta þá stað- reynd að Íslendingar eru eftirbátar nágrannaþjóða í neyslu grænmetis. Íslenskir garðyrkjubændur fram- leiða góða vöru, sem íslenskir neyt- endur kjósa fram yfir þá innfluttu. Með lægra verði stækkar þessi markaður fljótt, sem ætti að vera meginhagsmunir garðyrkjubænda á Íslandi,“ sagði Finnur. Magntollar á kartöflur, hvítkál og sveppi Sem fyrr segir eru magntollar nú einungis lagðir á kartöflur, hvítkál og sveppi og aðrar tegundir græn- metis eru án tolla. Hins vegar má búast við að magntollur leggist á innfluttar grænmetistegundir sem eru útiræktaðar hér á landi er sú framleiðsla kemur á markað síðar í sumar, samkvæmt tillögum svokall- aðrar grænmetisnefndar sem gerðar voru opinberar í byrjun febrúar. Dæmi um slíkar tegundir eru hvít- kál, rauðkál, blómkál, spergilkál og gulrætur. Ólafur Friðriksson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að grænmet- istegundir, sem áður var settur verðtollur á, hafi lækkað um 20% viku eftir að hann var afnuminn 12. febrúar síðastliðinn og að neytendur ættu „að horfa fram á verðlækkanir á grænmeti á næstunni“. „Grænmeti verður alltaf sveiflu- kennt í verði en næstu vikur og mán- uði ætti það að ráðast af því verði sem ríkir á erlendum mörkuðum,“ segir Ólafur. Haft var eftir landbúnaðarráð- herra þegar tillögur grænmetis- nefndar voru kynntar í byrjun febr- úar að grænmeti gæti lækkað að meðaltali um 15% í verði og mun meira í sumum tilvikum, tómatar og gúrkur gætu til að mynda lækkað í verði um 50%. Horft fram á verðlækkanir á grænmeti á næstunni DAGNÝ Marinósdóttir þverflautuleikari held- ur burtfararprófstón- leika í Salnum, Tónlist- arhúsi Kópavogs, kl. 14 í dag. Dagný hefur stundað nám við Tón- listarskólann í Reykja- vík og er ein fjögurra nemenda sem ljúka námi í hljóðfæraleik frá skólanum nú í vor. Á tónleikunum leikur hún verk eftir C.P.E. Bach, Ibert, Martinu, Gau- bert, Varése og Takt- akishvili. Dagný segir þessa fyrstu stóru tónleika leggjast ágætlega í sig. „Ég vona að ég sé búin að taka út mesta stressið, þannig að þetta verður áreiðanlega mjög gaman,“ segir Dagný. Hún hef- ur valið saman efnisskrá af kost- gæfni, sem samanstendur af verkum sem verið hafa í uppáhaldi hjá henni í gegnum tíðina. „Ég reyni að hafa efnisskrána sem fjölbreytilegasta og er þar talsvert af nýrri verkum.“ Tónleikarnir hefjast á Hamborg- arsónötu fyrir flautu og píanó eftir Emanúel Bach og leikur Hrefna Eggertsdóttir þar með á píanó. „Á efnisskránni eru síðan tvær aðrar sónötur fyrir flautu og píanó, sem við Hrefna flytjum í lok tónleikadag- skrárinnar, þ.e. fantasía eftir Gau- bert og sónata eftir georgíska tón- skáldið Taktakishvili. Annað verkið á efnisskránni er tríó fyrir flautu, selló og píanó eftir Martinu og leika Gréta Rún Snorradóttir og Dagný Arnalds með mér í því verki. Þá flyt ég tvö einleiksverk, Piece eftir Ibert og Density 21.5 eftir Varése,“ segir Dagný.Við flutninginn á síðarnefnda einleiksverkinu hefur Dagný fengið Hjördísi Lilju Örnólfs- dóttur dansara með sér. „Mig langaði til að brjóta dagskrána dálít- ið upp og fékk Hjördísi Lilju til að dansa við verkið, en hún er langt komin í ballettnámi við Listdansskólann.“ Dagný Marinósdótt- ir fæddist í Reykjavík árið 1979 og er uppalin á Seltjarnarnesi. Sex ára gömul hóf hún tón- listarnám við Tónlist- arskóla Seltjarnar- ness. Þar lærði hún fyrst á blokkflautu og síðan píanó, en þver- flautunám hóf hún 10 ára gömul og það hefur verið hennar aðalhljóðfæri síðan. Í Tónlistarskóla Seltjarnar- ness lærði hún m.a. hjá Önnu Ben- assi og Hallfríði Ólafsdóttur. Eftir grunnskólanám á Seltjarnarnesi fór hún í Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifaðist þaðan árið 1998. Sama ár og hún hóf menntaskóla- nám byrjaði hún í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og aðalkennarar hennar hafa verið Bernhaður Wilk- inson og Hallfríður Ólafsdóttir. Haustið 1999 byrjaði hún í blásara- kennaradeild Tónlistarskólans og út- skrifast nú í vor með kennarapróf og burtfararpróf. Í haust liggur leiðin til Kaup- mannahafnar þar sem Dagný mun leggja stund á framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólann. „Ég hlakka til að geta einbeitt mér að flautuleiknum en ég fæ allt bók- lega námið metið héðan. Kennslu- þættinum ætla ég líka halda við enda býst ég við að fást nokkuð við kennslu í framtíðinni,“ segir Dagný Marinósdóttir að lokum. „Búin að taka út mesta stressið“ Dagný Marinósdóttir ÓLI G. Jóhannsson og Guðmundur Ármann opna myndlistarsýningu í Húsi málaranna á Eiðistorgi, Sel- tjarnarnesi, í dag kl. 14. Á sýning- unni eru þrjátíu verk unnin í olíu og akrýl, auk nokkurra teikninga. Guðmundur Ármann er mynd- listarkennari á Akureyri, menntað- ur í Reykjavík og í Gautaborg. Hann hefur sýnt víða, jafnt á Norð- urlöndum sem á Íslandi. Myndir Guðmundar eru afstrakt og leitast hann þar við að fanga hið óáþreif- anlega í umhverfinu, s.s. birtu og veðrabrigði. Óli G. Jóhannsson er sjálfmenntaður myndlistarmaður og hefur að undanförnu einbeitt sér að vinnu og sýningarhaldi í Danmörku. Málverk Óla eru einnig afstrakt og hefur þeim verið lýst sem samfelldum óði til lífsorkunn- ar og hins síbreytilega sköpunar- verks. Sýningin stendur til 30. mars og er opin frá fimmtudegi til sunnu- dags milli kl. 14 og 18. Morgunblaðið/Kristinn Afstrakt verk í Húsi málaranna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.