Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 1
65. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. MARS 2002 SJÖ manns fórust og 50 slösuðust í gær þegar ítalskur flutningabíll fór út af akrein sinni á hraðbraut í norðausturhluta Frakklands og ók á rútu með hollenska ferðamenn. Fjórir farþegar rútunnar, bílstjóri hennar og tveir Ítalir í flutn- ingabílnum létu lífið. Þrír farþega rútunnar voru enn í lífshættu í gær- kvöldi. Talið var slysið hefði orðið vegna þess að ökumaður flutningabílsins hefði annaðhvort sofnað eða veikst skyndilega. Franskir slökkviliðs- menn eru hér að störfum við flak rútunnar. Reuters Mannskæður árekstur ÍTÖLSK her- og varðskip drógu flutningaskip með nær 1.000 flótta- menn til hafnar á Sikiley í gær eftir að flóttafólkið hafði hótað að kasta börnum sínum fyrir borð fengi skipið ekki að koma að landi. Koma skipsins varð til þess að ítalska rík- isstjórnin lýsti yfir neyðarástandi á Sikiley vegna straums flóttafólks til eyjunnar síðustu mánuði. Í skipinu voru 360 börn og nær 400 konur. Fólkið var flutt á íþróttaleikvang í hafnarborginni Cataníu. Fyrir komu skipsins fór læknir um borð til að aðstoða konu í barnsnauð. Átta manna áhöfn skipsins hafði eyðilagt vélar þess og reynt að fela sig meðal flóttafólksins. Fimm skip- verjanna voru handteknir. Flestir flóttamannanna eru sýr- lenskir Kúrdar og ætluðu að fara til ættingja sinna í Þýskalandi. Skip flótta- fólks dregið til hafnar Reuters TOMMY Franks hershöfðingi, yfir- maður bandarísku hersveitanna í Afganistan, lýsti því yfir í gær að hernaðaraðgerðirnar í fjöllum við Shah-e-Kot-dal í austurhluta lands- ins hefðu „heppnast algjörlega“. Afganskir herforingjar, sem börðust með bandarísku hermönnunum, sögðu hins vegar að flestir taliban- arnir og liðsmenn al-Qaeda í fjöllun- um hefðu komist undan. Hernaðaraðgerðunum í Shah-e- Kot í Paktíahéraði, sem nefndar voru Anaconda, átti að ljúka í gær, að sögn Franks. Hann bætti þó við að því færi fjarri að stríðinu gegn hermdarverkamönnum í Afganistan væri lokið. Embættismaður í Washington sagði að bandarískir hermenn hefðu ráðist á þrjá bíla sem talið væri að hefðu flutt liðsmenn al-Qaeda af átakasvæðinu. Hann sagði að sextán al-Qaeda-liðar hefðu fallið og einn hefði særst og verið tekinn til fanga. Enginn Bandaríkjamaður særðist í árásinni sem var gerð á sunnudag. Bretar senda herlið til Afganistans Hernaðaraðgerðirnar í Shah-e- Kot hófust 2. mars og bandarísku hermennirnir náðu óvinavígjunum á sitt vald í vikunni sem leið. Nokkrir afganskir herforingjar sögðu þó að flestir talibanarnir og al-Qaeda-lið- arnir hefðu komist undan. „Bandaríkjamennirnir hlusta ekki á neinn,“ sagði einn þeirra. „Þeir gera það sem þeim sýnist. Flestir mannanna sluppu. Það er ekki hægt að kalla þetta góðan árangur.“ Breska stjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist senda allt að 1.700 her- menn til Afganistans að beiðni Bandaríkjastjórnar. Verður þetta fjölmennasta herlið sem Bretar beita í hernaðaraðgerðum frá Persaflóa- stríðinu árið 1991. Deilt um árangur árásanna Bagram. AP. Afganistan Sósíaldemókrataflokkurinn í Portú- gal, sem er hægriflokkur, fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á sunnudag og velti ríkisstjórn sósí- alista úr sessi. Sósíaldemókrata- flokkurinn fékk þó ekki hreinan meirihluta á þinginu og þarf því að mynda samsteypustjórn. Flokkurinn fékk 40,12% at- kvæðanna og 102 þingsæti af 230. Líklegt er að Jose Manuel Durao Barroso, leiðtogi flokksins, reyni að mynda stjórn með öðrum hægri- flokki, Þjóðarflokknum, sem fékk 14 þingsæti og 8,75% atkvæðanna. Stjórnmálaskýrendur efast þó um að Þjóðarflokkurinn geti starfað með sósíaldemókrötum þar sem mikill rígur hefur verið milli leið- toga flokkanna. Sósíalistar, sem höfðu verið við völd í tæp sjö ár, fengu 37,85% at- kvæðanna og 95 þingsæti. Þeir töp- uðu 20 sætum en sósíaldemókratar bættu við sig 19. Boða skattalækkanir og minni ríkisútgjöld Sósíaldemókratar hafa lofað að lækka skatta á fyrirtæki, minnka ríkisútgjöld, selja nokkur ríkisfyr- irtæki og koma á umbótum í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Eduardo Ferro Rodrigues, nýr leiðtogi sósíalista, hét því að berj- ast gegn því að sósíaldemókratar skæru niður útgjöldin til velferð- arkerfisins. Sameinaða lýðræðisfylkingin, CDU, bandalag Kommúnistaflokks- ins og græningja, fékk um 7% at- kvæðanna og kommúnistar í Vinstrihreyfingunni, BE, fengu að- eins 2%. Stjórn sósíalista í Portúgal féll Lissabon. AFP, AP. HÁTTSETTIR embættismenn Ísr- aela og Palestínumanna héldu áfram viðræðum fyrir milligöngu Banda- ríkjamanna í gær og sögðu að þokast hefði í átt að samkomulagi um vopnahlé. Ísraelar hófu brottflutn- ing hermanna frá bæjunum Betle- hem og Beit Jala á Vesturbakkanum í gærkvöldi eftir að hafa samþykkt að fela heimastjórn Palestínumanna umsjón öryggismála að nýju á sjálf- stjórnarsvæðum þeirra. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, fór til Ísraels til að taka þátt í friðarumleitunum Anthonys Zinnis, sendimanns Bandaríkja- stjórnar, og þeir ræddu við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Ekkert lát var þó á átökunum í gær. Ísraelskir hermenn skutu til bana Palestínumann, sem var með sprengju innanklæða, á vegi milli Ísraels og Gaza-svæðisins. Palest- ínumenn skutu einnig tveimur flug- skeytum á Ísrael frá Gaza-svæðinu. Fimm Palestínumenn særðust í árás skriðdreka sem sendir voru inn í pal- estínskt þorp á Gaza-svæðinu í gær- kvöldi eftir flugskeytaárásirnar. Jarðýtur Ísraelshers eyðilögðu tvö hús í árásinni. Ísraelskir hermenn skutu einnig 22 ára Palestínumann til bana inni í verslun hans nálægt bænum Hebron á Vesturbakkanum. Embættismenn Ísraela og Palest- ínumanna komu þrisvar sinnum saman á einum sólarhring. „Ísraelar hafa skuldbundið sig til að flytja her- lið sitt frá öllum svæðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum,“ sagði Jibril Rajoub, einn palestínsku emb- ættismannanna. Brottflutningi herliðsins átti að ljúka í gærkvöldi eða í nótt, að sögn ísraelska varnarmálaráðuneytisins. Ísraelskir hermenn voru sendir inn í sex palestínska bæi á Vestur- bakkanum í mánuðinum til að leita að herskáum Palestínumönnum. Þeir höfðu farið frá öllum bæjunum nema Betlehem og Beit Jala fyrir viðræðurnar í gær. Ekki var ljóst hvort Ísraelar myndu einnig draga herlið sitt frá nokkrum stöðum sem þeir hafa her- numið á Gaza-svæðinu. Palestínumenn hafa lagt megin- áherslu á þá kröfu að Ísraelar kalli herlið sitt frá palestínsku svæðun- um. Þótt Ísraelar verði við kröfunni gætu friðarumleitanirnar farið út um þúfur ef ekkert lát verður á árásum Palestínumanna. Hóta að sniðganga Cheney ræði hann ekki við Arafat Cheney sagði áður en hann ræddi við Sharon að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og stjórn Ísraels þyrftu að gera ráðstafanir til að binda enda á átökin. Aðstoðarmenn Cheneys sögðu að hann hefði í hyggju að ræða við pal- estínska embættismenn þótt engir slíkir fundir hefðu verið ákveðnir. Til greina kæmi að hann ræddi við Ara- fat. Ahmed Qureia, forseti palest- ínska þingsins, sagði að ef Cheney vildi ekki fund með Arafat myndu aðrir palestínskir embættismenn neita að ræða við varaforsetann. Ísraelar flytja her- lið sitt frá Betlehem Jerúsalem. AP, AFP. Þokast í átt að vopna- hléssamkomulagi BRESKA þingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða í gærkvöldi tillögu um algjört bann við veiðum með hundum. Þingið greiddi atkvæði um þrjá kosti – að veiðarnar yrðu bannaðar, að eftirlitið yrði hert eða að lögunum yrði ekki breytt. Síðarnefndu kostunum var hafnað og bannið var samþykkt með 386 atkvæðum gegn 175. Fyrir atkvæðagreiðsluna skýrði talsmaður Tonys Blairs frá því að forsætisráðherrann væri hlynntur banni við veiðum með hundum. Talið var þó að margir ráðherra hans hefðu stutt málamiðlunartillögu um hert eftirlit með veiðunum. Veiðar með hundum bannaðar London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.