Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 11 FLUGFÉLAGIÐ Jórvík ann- ast nú áætlunarflug milli Bíldu- dals og Ísafjarðar til 1. maí. Mýflug hefur annast flugið frá því í haust en Jórvík tekur við vegna bilunar í vél Mýflugs. Jórvík hefur jafnframt til reiðu sjúkraflugvél á Ísafjarð- arflugvelli. Er það samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld að flugvél sé tiltæk þar yfir vetrarmánuðina. Verður hún þar til 1. maí. Áætlunarflugið milli Bíldudals og Ísafjarðar er þrisvar í viku. Jórvík tekur við Bíldu- dalsflugi LÍKUR eru á að a.m.k. fjórir framboðslistar verði boðnir fram í Reykjavík vegna komandi borgar- stjórnarkosninga. Almannasamtök um borgarmálefni hafa boðað til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur 10. apríl næstkomandi. Í fréttatil- kynningu frá samtökunum segir tilgangur samtakanna sé m.a. sá að bjóða fram í kosningum til borgarstjórnar í vor og verði gengið frá stefnuskrá og fyrir- komulagi framboðsmála í kjölfarið. Í fréttatilkynningunni segir að hópur fólks hafi um nokkur skeið rætt nauðsyn þess að móta nýjan vettvang í íslenskum stjórnmálum til þess að berjast fyrir brýnustu hagsmunamálum borgarbúa og gegn spillingu, óráðsíu og misnotk- un valds með virkt og aukið þátt- tökulýðræði að leiðarljósi. „Mark- mið hópsins er að tryggja málefnalegar umræður um stjórn- sýslu, skipulagsmál, borgarmenn- ingu og önnur mikilvæg en van- rækt borgarmálefni.“ Meðal baráttumála hópsins er flutningur flugvallar úr Vatnsmýrinni á næsta kjörtímabili, réttlát skipting vegafjár, efling miðborgarinnar, þétting byggða, sameining sveitar- félaga og mótun skipulags og byggðastefnu til langs tíma. Þá bendir hópurinn m.a. á að veiga- miklir og víðtækir hagsmunir al- mennings víki æ oftar fyrir þröng- um sérhagsmunum. R-listinn og Sjálfstæðisflokkur- inn hafa þegar birt framboðslista og Frjálslyndiflokkurinn og óháðir hafa einnig ákveðið að bjóða fram í kosningunum. Nýtt framboð í Reykjavík Á ÞRIÐJA þúsund manns lagði leið sína í Háskóla Íslands á sunnudaginn, en þá kynntu átta skólar á háskólastigi vænt- anlegum nemendum sínum það háskólanám sem verður í boði á þeirra vegum næsta vetur. Námskynningin fór fram í þremur byggingum HÍ, en skól- arnir sem um er að ræða eru Há- skóli Íslands, Háskólinn á Ak- ureyri, Háskóli Reykjavíkur, Listaháskóli Íslands, Kenn- araháskóli Íslands, Viðskiptahá- skólinn á Bifröst, Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri og Tækniskóli Íslands. Um 13 þúsund manns stunda nú nám á háskólastigi í landinu. Morgunblaðið/Kristinn Átta skólar á háskóla- stigi kynntu námsfram- boð sitt ♦ ♦ ♦ DR. SIGMUNDUR Guðbjarnason, prófessor og stjórnarformaður Saga- Medica – Heilsujurta ehf., sem fram- leiðir bætiefnið Angelicu úr jurtinni ætihvönn, efast um að prófessor Reynir Tómas Geirsson, deildarfor- seti læknadeildar Háskóla Íslands og forstöðulæknir á Landspítalan- um, hafi haft tækifæri til að kynna sér rannsóknir fyrirtækisins á vör- unni og þann grunn sem byggt hafi verið á. Það sé hins vegar sjálfsagt að kynna það og fyrir þeim sem þess óska. Í grein í Morgunblaðinu sl. laug- ardag, sem bar yfirskriftina „Vill- andi auglýsingar um óþarfa“, kom Reynir Tómas m.a. fram með gagn- rýni á tvo „virta íslenska prófessora“ fyrir kynningu á bætiefnum sem þeir hefðu tekið þátt í að koma á fram- færi, ásamt öðrum. Reynir Tómas nefndi prófessorana ekki á nafn en annars vegar nefndi hann efnið Angelicu og hins vegar húðáburðinn Penzím, sem fyrirtæki Jóns Braga Bjarnasonar prófessors, Ensím- tækni, framleiðir úr þorskensímum. Jón Bragi segir við Morgunblaðið að það sé að hans mati óviðeigandi að tala um vöruna sem óþarfa. Spyrja megi um hvers það sé að dæma um óþarfa eða þarfa annarra. Sigmundur segist ekki líta svo á að efnisleg gagnrýni felist í grein Reyn- is Tómasar á Angelicu. Hann sé frek- ar að amast yfir því að varan sé aug- lýst og að hann hafi talið sér skylt að láta skoðun sína í ljós. Hann taki ábendingar Reynis um Angelicu þó alvarlega. „Reynir Tómas er hinn mætasti maður en greinin kemur mér fyrir sjónir sem einhver pirringur. Hann er líka að gagnrýna hátt verð á vít- amíntöflum. Sjálfsagt hefur hann skoðað hvaða framboð er í verslun- um af heilsubótar- og náttúruvörum. Af hverju hann tók íslensku vörurn- ar sérstaklega fyrir, veit ég ekki. Það eru hundruð annarra vörutegunda í boði, að vísu allt innflutt nema þetta tvennt,“ segir Sigmundur. Ekki lyf heldur náttúruvara Reynir Tómas sagði m.a. í grein sinni að umrædd efni hefðu ekki hlot- ið þá prófun í mönnum sem réttlæti markaðssetningu þeirra. Byggt væri á tilgátum úr tilraunum, sem gætu í besta falli gefið vísbendingu um hvernig haga ætti framhaldsrann- sóknum. „Samt er látið að því liggja að efnin geti haft jákvæð áhrif með því að vitna til kenninga um orsaka- tengsl sjúkdóma,“ sagði Reynir Tómas ennfremur í greininni. Aðspurður um viðbrögð við þessu segir Sigmundur að hann hafi farið af stað með könnun á því hvort reynsla og þekking liðinna kynslóða af lækningajurtum eigi við rök að styðjast eða megi prófa með vísinda- legum aðferðum. Fyrirtækið Sa- gaMedica sé að reyna að styðja við þróun á iðnaði úr íslenskum lækn- ingajurtum, í samkeppni við innflutt- ar vörur. „Þegar við höfðum sannfærst um að þessi reynsla virtist vel grunduð þá fórum við að huga að því að koma samskonar vörum á markað og menn neyttu hér á árum áður. Ekki er um lyf að ræða heldur heilsubótarefni eða náttúruvöru. Auðvitað höfum við lært ýmislegt í leiðinni, meðal annars skilið betur af hverju grænmeti og ávextir eru taldir svona hollir,“ segir Sigmundur og bendir á að efnið hafi ekki farið í gegnum klínískar próf- anir þar sem ekki sé um lyf að ræða. Það sé skilyrði til að geta fullyrt um áhrif á tiltekna sjúkdóma. Sigmund- ur segir að sitt fyrirtæki komi ekki fram með neinar slíkar fullyrðingar. „Hvers er að dæma um þarfa eða óþarfa annarra?“ Jón Bragi Bjarnason segir við Morgunblaðið að þegar þúsundir manna hér á landi, og víða um heim, hafi á einu ári gerst reglubundnir notendur Penzím-húðáburðar þyki sér óviðeigandi að skrifa um vöruna undir fyrirsögn um óþarfa. Þar að auki megi spyrja, hvers það sé að dæma um þarfa eða óþarfa annarra. „Fjöldi bréfa, tölvupósts og sím- hringinga sem okkur hefur borist frá þeim sem nota Penzím reglulega gef- ur skýr skilaboð um ágæta reynslu þessa fólks af húðáburðinum. Við viljum auðvitað miðla þeim upplýs- ingum eftir því sem auðið er, og neyt- endur eiga að mínu viti beinlínis rétt á því að fá upplýsingar um nýjar vörur og ný tækifæri á borð við þau sem Penzím býður upp á. Það er hins vegar jafn sjálfsagt að fara í einu og öllu að lögum þegar um auglýsingar og markaðssetningu vöru af þessu tagi er að ræða. Það er ófrávíkjanleg regla hjá Ensímtækni,“ segir Jón Bragi. Prófessorar við Háskóla Ís- lands deila um náttúruvörur Jón Bragi Bjarna- son, prófessor í líf- efnafræði. Reynir Tómas Geirsson, prófess- or í læknisfræði. Sigmundur Guð- bjarnason, prófessor í efnafræði. FORDÓMAR gagnvart geðsjúkum og erfið staða einstaklingsins sem oft fylgir geðsjúkdómum var efni erindis sem Hannes Pétursson, sviðsstjóri geðdeildar Landspítala, hélt á mál- fundi Stúdentaráðs og jafnréttis- nefndar Háskóla Íslands í gær. Hann segir að fordómarnir leiða stundum til mismununar og jafnvel til þess að fólk njóti ekki fullra mannréttinda. „Fordómar hamla mjög endurhæf- ingu og félagslegri aðlögun þeirra sem koma úr meðferð. Þetta hefur líka mjög neikvæð áhrif á félagsleg samskipti sjúkra og oft á tíðum á fjöl- skyldutengsl. Þetta gerir atvinnsókn geðsjúkra mjög erfiða og verulegur skortur er á viðeigandi húsnæðisúr- ræðum. Fordómar gera þátttöku geð- sjúkra í samfélaginu erfiða.“ Hannes segir að fordómar geti leitt til þess að geðsjúkir leiti seinna eða síður meðferðar við sjúkdómum sín- um. Hann segir að ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar um afstöðu fólks til geðsjúkdóma. „Í flestum samfélögum er oft sérstök afstaða til geðsjúkdóma og eðli þeirra, þrátt fyrir að mikið hafi verið lagt í almenna uppfræðslu um eðli og orsakir geðsjúkdóma.“ Hann- es nefndi sem dæmi þátt fjölmiðla og kvikmynda í þessu sambandi og hvernig geðsjúkdómar eru þar settir fram. „En það er ekki allt neikvætt,“ segir Hannes. „Undanfarin ár hafa stofnanir á borð við Alþjóða heilbrigð- isstofnunina og stofnanir innan Evr- ópusambandsins ákveðið að setja um- ræðu um geðsjúkdóma í forgang og eflingu geðheilsu með geðrækt sem víðast í Evrópu.“ Hannes sagði í erindi sínu að for- dómar væru mjög flókið fyrirbæri. „Aðgerðir, sem grípa þarf til, þarf að sníða að hverjum stað fyrir sig. Á síð- ustu misserum hefur verið stóraukin almannafræðsla og mikil fræðsla í grunnskólum. Okkur þætti mjög eðli- legt að kennsla um geðheilsu og geð- rækt yrði komið inn í námskrá grunn- skólanna. Við leggjum áherslu á að það gæti verið mjög þýðingarmikið að sjúklingar kæmu að því hvernig þeir vilji sjá þjónustu við sig í heilbrigðis- og félagslega kerfinu.“ Þórunn Stef- ánsdóttir, höfundur bókarinnar Kon- an í köflótta stólnum, var einnig með erindi á málfundinum og las úr bók sinni. Héðinn Unnsteinsson, verkefn- isstjóri Geðræktar, kynnti verkefnið og árangur þess auk þess sem lesið var úr bókinni Björg eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Málfundur um fordóma gagnvart geðsjúkdómum Fordómar gera þátttöku geð- sjúkra í samfélaginu erfiða ÝMSIR möguleikar gætu verið fyrir hendi við fullnýtingu mjólkurafurða, til dæmis úr mysu, að mati Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Hann er nýkominn úr ferð til Ír- lands, ásamt fulltrúum landbúnaðar- ráðuneytisins, mjólkuriðnaðarins og Bændasamtakanna, sem kynntu sér fullnýtingu mjólkurafurða hjá írsku stórfyrirtæki. Guðni segir þessa möguleika verða skoðaða nánar í samstarfi við írska fyrirtækið. Nýta afurðir sem heilbrigðisvöru ,,Við vorum þarna í boði glæsilegs fyrirtækis, Glambia, sem er gríðar- lega markaðssækið mjólkurbú í Ír- landi. Það hefur náð mjög langt í að þróa sínar mjólkurafurðir og eru þeir komnir á það stig að fullnýta mysuna og öll próteinin sem heil- brigðisvörur. Írarnir tóku okkur af- ar vel og sýndu okkur fyrirtækið. Þeir vilja gjarnan hjálpa frændum sínum og vera okkur innan handar við að þróa okkur í þessa sömu átt og þeir eru að gera,“ segir Guðni. Hann sagði að sem dæmi um þá möguleika sem fyrir hendi væru mætti nefna að hér á landi færi gíf- urlegt magn af mysu í hafið en Ís- lendingar ættu að skoða hvort ekki væru möguleikar á að fullnýta hana. ,,Við ætlum að reyna að fylgja þessari ferð eftir í samstarfi við Ír- ana. Ég á von á að þeir muni koma til Íslands til þess að kanna betur hvort samstarfsgrundvöllur sé fyrir hendi á þessu sviði við fullvinnslu á afurðum úr mjólkurvörum,“ segir Guðni. Landbúnaðarráðherra heimsótti Glambia- mjólkurvinnslufyr- irtækið á Írlandi Kanna möguleika á fullvinnslu úr mjólk- urvörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.