Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI GENGIÐ var til kosninga um sam- einingu fjögurra hreppa í Rangár- vallasýslu á laugardag, þ.e. Djúpár- hrepps, Holta- og Landsveitar Rangárvallahrepps og Ásahrepps. Íbúar þriggja fyrstnefndu hrepp- anna samþykktu sameininguna en mikill meirihluti íbúa Ásahrepps felldi tillögu um sameiningu. Að sögn Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, sveitarstjóra Rangárvallahrepps, er þó gert ráð fyrir því að hreppsnefnd- ir fyrstnefndu hreppanna þriggja samþykki sameiningu þeirra hreppa í vikunni. Kjörsókn var mest í Holta- og Landsveit eða um 81,2%. Alls 225 greiddu atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 5. Alls 165 sögðu já við sameiningu hreppanna eða 73,3%. Alls 55 sögðu nei við sameiningu hreppanna eða 24,4%. Í Rangárvallahreppi var kjörsókn 63,3% en þar greiddu alls 349 at- kvæði. Alls 326 sögðu já eða 93,4% en alls 21 sagði nei eða 6%. Kjörsóknin var 77,3% í Djúpár- hreppi en þar greiddu alls 126 at- kvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 2. Alls 70 sögðu já eða 55,6% og alls 54 sögðu nei eða 42,9%. Sáttir við lítið sveitarfélag Í Ásahreppi var kjörsókn 74,3% en þar greiddu samtals 75 atkvæði. Alls 13 sögðu já við sameiningunni eða 17,3% og alls 62 sögðu nei við sam- einginunni eða 82,7%. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rangárvallahreppi, segir að í tillögu að sameiningu hreppanna fjögurra hafi verið tekið fram að hreppar yrðu sameinaðir án frekari atkvæða- greiðslu ef úrslit kosninganna á laugardag uppfylltu skilyrði sem sett væru í 91. gr. sveitarstjórnar- laga. Þar segir: „Hljóti tillaga [...] ekki samþykki í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en þó meiri hluta greiddra atkvæða í a.m.k. 2⁄3 þeirra og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2⁄3 íbúa á svæðinu, er viðkomandi sveit- arstjórnum heimilt að ákveða sam- einingu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameininguna.“ Þessi skilyrði voru, að sögn Guð- mundar Inga, uppfyllt í kosningunni á laugardag. Gerir hann því ráð fyrir að hreppsnefndir Djúpárhrepps, Holta- og Landsveitar og Rangár- vallahrepps, samþykki sameiningu þessara þriggja hreppa í vikunni. Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps, segist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir því að meirihluti íbúa hreppsins hafi hafnað sameiningunni sökum þess að þeir séu sáttir við þá þjónustu sem þeir fái í sínu „litla sveitarfélagi,“ eins og hann orðar það. „Við stöndum við alla lögbundna þjónustu en höfum auk þess verið að gera ýmislegt meira en það,“ segir hann og nefnir sem dæmi að hvert heimili í hreppnum hafi á síðasta ári fengið 200 þúsund kr. til að fegra umhverfi sitt, t.d. með því að mála hús og taka til á lóð. Jónas játar því að hreppurinn sé vel stæður og segir aðspurður að hann fái m.a. tekjur sínar af fast- eignagjöldum sem Landsvirkjun greiðir af stöðvarhúsum sínum sem eru í Holtamannaafrétt, en sá afrétt- ur er í landi Ása- og Djúpárhrepps. Kosið um sameiningu hreppa í Rangárþingi Ásahreppur hafn- ar sameiningu KOSIÐ var um sameiningu Dala- byggðar, Reykhólahrepps og Saur- bæjarhrepps á laugardag. Samein- ingin var felld í tveimur síðarnefndu hreppunum en samþykkt í Dala- byggð. Þetta er í þriðja sinn, að sögn Har- aldar Haraldssonar, sveitarstjóra í Dalabyggð, sem Saurbæingar fella tillögu um sameiningu við Dala- byggð en Reykhólahreppur tók að þessu sinni í fyrsta sinn þátt í kosn- ingu um sameiningu. Kjörsókn var hlutfallslega mest í Saurbæjar- hreppi. Þar kusu 57 eða 86% íbúa. Alls 15 sögðu já eða 26% og 42 sögðu nei eða 74%. Í Reykhólahreppi kusu 172 eða 77% íbúa. Alls 61 sagði já eða 35% en alls 111 sögðu nei eða 65%. Þá var kjörsókn í Dalabyggð 54% en þar kaus samtals 271. Alls 172 sögðu já eða 63% en 90 sögðu nei eða 33%. Tillögu um samein- ingu í Dölum hafnað RÚMLEGA 36.000 tonn af loðnu hafa borist í verksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja í Krossanesi á Akureyri frá ára- mótum. Þetta er um 12.000 tonnum meiri afli en áður hefur borist í Krossanesverksmiðjuna á þessu tímabili. Bergur VE landaði fullfermi, rúmlega 1.200 tonnum á sunnudag og Sigurður VE er væntanlegur í Krossanes um hádegisbil í dag, með fullfermi, eða um 1.450 tonn. Hilmar Steinarsson verksmiðjustjóri sagðist vonast til að enn væru einhverjir dagar eftir af vertíðinni. „Menn eru enn að taka hrogn úr þessu og við skulum því vona að þetta endist fram að páskum. Við erum himinlifandi með vertíðina og svona á þetta að vera.“ Morgunblaðið/Kristján Skipverji á Bergi VE gerir klárt fyrir löndun í Krossanesi sl. sunnudag. Metloðnuvertíð í Krossanesi BROTIST var inn í skrifstofuhús- næði Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna aðfaranótt laugardags og stolið þaðan tölvubúnaði félagsins. Talið er að þjófurinn hafi verið einn á ferð en hann braut rúðu við svala- hurð á suðurhlið hússins og gat þannig opnað svaladyrnar innanfrá. Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sagði að þjófurinn hefði gengið hreint til verks og aðeins tekið tölvu- búnaðinn og ekki væri ólíklegt að hann væri kunngur á staðnum. Hall- grímur sagði tjónið tilfinnanlegt, þar sem öll gögn félagsins væru í tölv- unum og um mánuður síðan þau voru síðast afrituð. Hallgrímur sagði að erfitt væri að verja skrifstofur félagsins, sem væru úr alfaraleið en þetta er ekki í fyrsta skipti sem brotist er inn hjá félaginu. Brotist inn hjá Skógrækt- arfélaginu BRYNJÓLFUR Gunn-arsson sem býr á Grýtu- bakka III í Höfðahverfi, Grýtubakkahreppi varð var við ref á gangi fyrir utan stofuglugga sinn um hádegi á sunnudag. Virtist rebbi hinn róleg- asti og hnusaði af runnum og öðrum trjágróðri á lóð hússins. Dvaldi hann um stund framan við stofu- gluggann, en gekk síðan að skafli bakatil við húsið. Brynjólfur náði sér í skot- vopn og mætti refnum við skaflinn. Þar með voru dagar hans taldir. Ref- urinn var mórauður villi- refur, fremur holdrýr. Áð- ur hafa refir sést í nálægð bæja í Höfðahverfi á þess- um vetri, en hafa ekki verið felldir svo nærri bæ fyrr en nú. Refur brá sér heim á bæ Grýtubakkahreppur Brynjólfur Gunnarsson með refinn sem hann skaut á hlaðinu á Grýtubakka III. VALGERÐUR H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, skipar fyrsta sæti á lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs við sveitarstjórnarkosningar á Ak- ureyri í vor. Listinn var samþykkt- ur á félagsfundi Akureyrarfélags VG um helgina. Jón Erlendsson, starfsmaður hjá Vegagerðinni, er í öðru sæti, Krist- ín Sigfúsdóttir, kennari við Mennta- skólannn á Akureyri, í því þriðja, Jóhannes Árnason, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er í fjórða sæti, Dýrleif Skjóldal nudd- ari í fimmta sæti, Bragi Guðmunds- son, dósent við Háskólann á Ak- ureyri, í sjötta sæti, Þórhildur Örvarsdóttir verslunarstjóri í sjö- unda sæti, Frosti Meldal, starfs- maður ÚA, í áttunda sæti, í níunda sæti er Þorbjörg Guðmundsdóttir framhaldsskólanemi, Hermann Jó- hannsson mjólkurfræðingur í tí- unda sæti og Margrét I. Ríkarðs- dóttir þroskaþjálfi er í ellefta sæti. Þá eru einnig á listanum Hallur Gunnarsson, Steinunn Harpa Jóns- dóttir, Jakob Ragnarsson, Guðrún H. Bjarnadóttir, Ólafur Haukur Árnason, Margrét Þorsteinsdóttir, Ari Rögnvaldsson, Svandís Geirs- dóttir, Björn Vigfússon, Málmfríð- ur Sigurðardóttir og Matthías Björnsson. „Ég er mjög ánægð með þennan lista. Margt gott fólk vildi vera með en komst ekki að,“ sagði Val- gerður. Hún kvaðst mjög ánægð með þann hóp fólks sem skipar listann, „og ég er viss um að þetta fólk á eftir að vinna vel saman“, sagði hún. Greinilegt væri að innan hópsins væri sameiginlegur tónn hugsjóna og hugmynda og saman færi breið reynsla og vítt sjón- arhorn, sem væri styrkleikamerki. Málefnavinna stendur nú yfir og er stefnt að því að kynna stefnuskrá flokksins skömmu eftir páska. VG samþykkir framboðslista á Akureyri Sameiginlegur tónn hug- sjóna og hugmynda Morgunblaðið/Kristján Fimm af sex efstu á lista Vinstri hreyfingarinnar fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar. F.v. Bragi Guðmundsson, Kristín Sigfúsdóttir, Jón Er- lendsson, Valgerður H. Bjarnadóttir og Jóhannes Árnason. UM hádegisbil í gær sigldi Stíg- andi VE 77 í fyrsta skipti inn til hafnar í Vestmannaeyjum eftir 36 dag siglingu frá Kína, en þar var hann smíðaður í Huapu-skipa- smíðastöðinni. Stígandi sigldi fán- um prýddur inn víkina og fjöldi manns tók á móti þessu glæsilega skipi þegar það lagðist að Básas- kersbryggju. Að sögn Viktors Helgasonar eiganda skipsins hófst smíði þess í maí 1999 og hefur því tekið um þrjú ár. Heimsiglingin gekk vel, farið var um Súezskurð og stoppað þar eina nótt til að taka olíu en alls tók heimsiglingin 36 sólahringa. Stígandi er 54 metrar á lengd og 11,2 metrar á breidd, hann er útbúinn til tog- veiða auk túnfiskveiða. Að sögn Viktors heldur skipið fljótlega til togveiða. Skipstjóri á Stíganda verður Guðmann Magnússon og vélstjóri Kristján Guðmundsson en hann ásamt Guðmanni sá um eftirlit með smíði skipsins í Kína. Eigandi Stíganda VE 77 er Stígandi ehf., fjölskyldufyrirtæki Viktors Helgasonar, eiginkonu hans og sona. Morgunblaðið/Sigurgeir Stígandi kominn til Eyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.