Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík frá kr. 3.700,- á dag Alicante frá kr. 2.214,- á dag Mallorca frá kr. 2.214,- á dag Madrid frá kr. 2.214,- á dag Barcelona frá kr. 2.214,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Gildir til 31/03/02 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili NÝJAR hugmyndir um mis- læg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar voru kynntar á síðasta fundi skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur. Gera þær ráð fyrir að umferð flæði frítt um Kringlumýrarbraut- ina en umferðarljós verði sett á Miklubraut. Að sögn Stefáns Finnsson- ar, verkfræðings hjá borgar- verkfræðingi, hafa ýmsar lausnir á mislægum gatna- mótum á þessum stað verið skoðaðar í gegn um tíðina. „Allar hafa þær gengið út á að Miklabrautin yrði aðalgatan þannig að hún myndi renna frítt. Hins vegar er í aðal- skipulagi, sem nú er í kynn- ingu, gert ráð fyrir að þessu verði snúið við og að Kringlu- mýrarbrautin verði ráðandi. Hins vegar hefur aldrei verið útfærð nánar lausn í þessa veru fyrr en núna með þess- ari úttekt sem við vorum að gera.“ Aðspurður hvort umferðar- magn á götunum ráði því að Kringlumýrarbrautin er sett í forgang í stað Miklubrautar- innar segir Stefán að í raun sé meiri umferð á Miklubraut en Kringlumýrarbraut. Hins vegar sé ýmislegt sem mæli með því að snúa þessu við. „Það er erfiðara að taka við aukinni umferð á Miklubraut- inni til vesturs því þar eru þrengsli strax við Lönguhlíð. Þessi útfærsla gefur meiri sveigjanleika á að leysa um- ferðarmálin í Hlíðunum með stokk eða göngum en í aðal- skipulagi er gert ráð fyrir stuttum stokki sem næði frá Eskihlíð að Reykjahlíð.“ Hann segir hugmyndir um að gera stokkinn lengri og jafn- vel hafa hann sundurslitinn þannig að það yrðu tveir stokkar. „Það er að vísu ekki komið í skipulag en maður sér ákveðna kosti við það og það yrði þægilegra að leysa þetta ef Miklubrautin er á ljósum við Kringlumýrarbrautina.“ Aðgengi að Hamrahlíð versnar Annar ókostur við að láta Miklubrautina vera á er að sögn Stefáns að gert er ráð fyrir að hún yrði grafin niður. „Göngin sem eru að Kringl- unni austanvið takmarka hins vegar hversu mikið er hægt að grafa niður og ef þessu er snúið á þann veginn er líklegt að það yrði að lyfta Miklu- brautinni í gatnamótunum um einn til tvo metra sem menn telja ókost umhverfis- ins vegna. Hins vegar ef Kringlumýrarbrautin er tek- in niður er hægt að halda Miklubrautinni nokkurnvegin í óbreyttri hæð.“ Hann segir þó ókostinn við að grafa Kringlumýrarbraut- ina niður þann að fyrirsjáan- legt er að aðgengi að Hamra- hlíðinni versni. Vinstribeygja frá Kringlumýrarbraut inn Hamrahlíð myndi þannig að öllum líkindum lokast. Verði þessi leið farin séu hugmynd- ir um að gera mislæg gatna- mót við Listabraut í fram- haldinu. Það kallaði á það að grafa Kringlumýrarbrautina enn lengra niður sem aftur ylli því að aðgengið að Hamrahlíðinni versnaði enn. Stefán telur þó mikilvægt af umhverfissjónarmiðum að Kringlumýrarbrautin verði grafin undir Miklubrautina í stað þess að hún komi á brú. „Ef þessu verður lyft mikið upp hefur það meiri áhrif bæði hvað varðar hið sjón- ræna, hávaða og mengun sem ég held að yrði ekki gott fyrir íbúðarbyggðina sem er þarna þétt við.“ Þriggja milljarða framkvæmd Að sögn Stefáns er lagt til að gatnamótin fari inn á vega- áætlun næstu fimm ára sem nú er í vinnslu. Kostnaðar- áætlun fyrir þessa lausn gatnamótanna er 1,4 milljarð- ar króna. Til samanburðar er endurreiknaður kostnaður við hugmyndir sem miða að því að Miklabrautin væri í fríu flæði og eitthvað í kring um 1,2 milljarðar. Mislæg gatnamót við Listabraut myndu síðan kosta um 1,5 milljarða til viðbótar þannig að alls er verið að tala um framkvæmdir upp á tæpa þrjá milljarða. „Það að gera þarna mislæg gatnamót kall- ar á að það verði gerð önnur mislæg gatnamót austar eða sunnar, eftir því hvor brautin verður í fríu flæði,“ segir Stefán. „Ef Kringlumýrar- brautin verður í fríu flæði þá kallar það á að gera eitthvað við Listabrautina en ef Mikla- brautin verður í fríu flæði þá kallar það á aðgerðir austur- úr, við Háaleitisbraut og Grensásveg.“ Ný útfærsla á mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar kynnt                       %  &  #  ' (  #   Kringlumýr- arbraut verði í fríu flæði Kringla FJARAN sefur aldrei og þar er líf árið um kring. Smáar lífverur er að finna undir steinum og í fjöruborð- inu sem forvitnilegt er að rann- saka, sérstaklega þegar maður er ekki hár í loftinu. Fjaran í Graf- arvogi er full af lífi og þegar vorar verður það enn fjölskrúðugra og meira spennandi. Fjöru þessa heimsækja líka selir annað veifið og baða sig í vorsólinni á sléttum fjörusteinunum. Börn og fullorðnir eru heldur ekki sjaldséðir gestir á þessum slóðum enda ýmislegt skemmtilegt sem sjórinn ber á land, svo sem skeljar og slípaðir steinar. Svo er aldrei að vita nema að flöskuskeyti reki á fjörur manns. En fjaran er ekki hættulaus og sleipir steinarnir eru varasamir. Þá er varhugavert að standa á steini eða klettum utarlega í fjör- unni þegar flæðir að, því enginn vill vera á flæðiskeri staddur. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum Fjölskrúð- ugt líf í fjörunni Grafarvogur JÓHANN Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir rangt að búið hafi verið að ákveða að ráða umsækj- anda um stöðu skólastjóra í bænum og síðar hætt við. Hið rétta sé að endanleg ákvörðun um ráðningu hans hafi verið í höndum bæjar- stjórnar og hún hafi aldrei verið tek- in. Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að umsækjandi um starfið hafi stefnt bænum og krafist 60 millj- óna króna skaðabóta vegna þeirrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að falla frá því að ráða hann til starfans. Jó- þess að annar einstaklingur, sem hafði sótt um en dró umsókn sína til baka, vildi koma inn aftur. Það kom ekki til staðfestingar á ráðningu hins umsækjandans í bæjarstjórn heldur var samþykkt í bæjarstjórn að fram- lengja umsóknarfrestinn. Í framhald- inu voru þær umsóknir sem fyrir lágu metnar á grundvelli hæfni, reynslu og sýnar á skólastarf og hæf- asti einstaklingurinn ráðinn.“ Jóhann segir þetta meðal þess sem fram kemur í lögfræðiáliti, sem bær- inn aflaði sér í kjölfar þess að hann var krafinn um skaðabætur vegna málsins, og ákvörðun um að hafna kröfunum byggist á því áliti. hann segir hið rétta í málinu að end- anleg ákvörðun um ráðningu manns- ins hafi ekki legið fyrir. „Það má segja að bæjarráð sé eins konar um- sagnaraðili í málinu fyrir bæjarstjórn sem tekur síðan endanlega ákvörðun í þessu máli og hún var aldrei tekin.“ „Hæfasti einstaklingurinn ráðinn“ Bæjarráð ákvað á fundi sínum 1. mars í fyrra að ráða manninn en féll frá ákvörðun sinni viku síðar. „Þessi meðmæli komu aldrei til staðfesting- ar í bæjarstjórninni,“ segir Jóhann. „Bæjarráð lagði svo til að umsókn- arfresturinn væri framlengdur í ljósi Ekki var búið að taka loka- ákvörðun um ráðningu Mosfellsbær Bæjarstjóri um stefnu og kröfu umsækjanda um starf skólastjóra FARIÐ getur svo að landsmót Ungmenna- félags Íslands verði haldið í Kópavogi árið 2004 en bæjaryfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau bjóði mótið velkom- ið. Stjórn UMFÍ mun taka ákvörðun um hvar mótið verður haldið 22. mars næstkomandi. Til stóð að halda mótið á Ísafirði en eftir að bæj- arstjórn þar ákvað í byrjun febrúar að falla frá því gaf stjórn UMFÍ sambandsaðilum sínum frest til 15. mars til að sækja um að halda mót- ið. Fari mótið í Kópavog- inn verður það í umsjá Ungmennasambands Kópavogs. Segir í bókun bæjar- ráðs um málið að öll að- staða sé fyrir hendi í Kópavogi til að halda landsmót UMFÍ með þeim glæsibrag sem slíku móti sæmi. Þá telur Bæjarráð Kópavogs að slíkt mótshald sé verð- ugt og hvetjandi verk- efni fyrir hin öflugu íþrótta- og ungmenna- félög á svæðinu og einn- ig fyrir fjölmörg önnur æskulýðs- og menning- arsamtök í bænum. Fimm aðildarfélög hafa sótt um að halda mótið en ákvörðun um hvert þeirra verður fyrir valinu verður tekin á stjórnarfundi UMFÍ næstkomandi föstudag. Sótt um að halda lands- mót UMFÍ Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.