Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 21 ● FJÖGUR íslensk fyrirtæki taka þátt í tækni- og hugbúnaðarsýningunni CeBIT sem nú fer fram í Hannover. Þessir sýnendur eru á bás sem Út- flutningsráð skipuleggur. Þetta er í sjöunda skipti sem Útflutningsráð skipuleggur þátttöku íslenskra fyr- irtækja á sýningunni, en Nýsköp- unarsjóður hefur styrkt sýningarþátt- tökuna. Íslensku fyrirtækin að þessu sinni eru HB International eða Hug- búnaður, Juventus, Snerpa og Teikn á lofti. Í fréttatilkynningu frá Útflutn- ingsráði kemur fram að Hugbún- aður,sem hefur verið með á bás Út- flutningsráðs frá upphafi, kynnir POS verslunarkerfi sem hægt er að keyra bæði í Windows og Linux umhverfi. Önnur fyrirtæki á bás Útflutnings- ráðs eru að stíga sín fyrstu skref í út- flutningi á hugbúnaði. Juventus sýnir útgáfu tvö af kennsluforritinu Ævar sem notað hefur verið m.a. við stærðfræði- og tungumálakennslu. Snerpa sem er með starfsemi á Ísa- firði kynnir In-filter vefsíu sem ver fyr- irtæki og heimili fyrir óæskilegu vef- rápi. Að lokum er svo Teikn á Lofti frá Akureyri sem kynnir gagnvirk landa- kortakerfi, en auk þess býður fyr- irtækið m.a. upplýsingakerfi sem gerir almenningi kleift að finna á vefnum leiði látinna ættingja í kirkju- görðum, auk upplýsinga um þá. 4 íslensk fyrirtæki á CeBIT ● SWAN Net Ltd., dótturfyrirtæki Hampiðjunnar hf. í Killybegs á Ír- landi, hefur keypt allt hlutafé í Gund- rys Ltd. á Írlandi. Í kjölfar kaupanna er stefnt að sameiningu Swan Net og Gundrys, en félögin eru svipuð að stærð og aðalstarfsemi beggja félaganna sú sama. Þá hafa þau bæði höf- uðstöðvar sínar í Killybegs á Írlandi. Eftir sameiningu mun Hampiðjan eiga 50,2% hlut í sameinuðu félagi. Gundrys er framleiðandi og selj- andi veiðarfæra og íhluta þeirra. Fé- lagið er með höfuðstöðvar í Killybegs á vesturströnd Írlands. Félagið á dótturfyrirtæki í Skotlandi og Eng- landi sem sinna sölu og framleiðslu á veiðarfærum og dótturfyrirtæki á Ír- landi, sem veitir fyrirtækjum í fiskeldi þjónustu. Velta Gundrys-samstæðunnar á síðasta ári var um 650 milljónir króna og hagnaður eftir skatta var um 40 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir að sam- einað félag verði með um 1,2–1,4 milljarða króna í árlega veltu. Kaupa írska netagerð ● SÍMINN-GSM hefur tekið í notkun nýja áskriftarleið sem er sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem greiða fyrir 7 GSM-númer eða fleiri hjá Símanum. Hópáskrift Símans felur í sér að GSM-númer fyrirtækisins eru skil- greind saman í hóp og starfsmenn geta hringt sín á milli án þess að greiða fyrir mínútugjald. Mán- aðargjald fyrir hvern síma er 1040 kr. og er því viðbótargjald 490 kr. við mánaðargjald almennrar GSM- áskriftar sem er kr. 550. Síminn með hópáskrift í GSM STUTTFRÉTTIR MANNAUÐSSTJÓRNUN verður sífellt algengara hugtak í stjórn- un íslenskra fyrirtækja sem og er- lendra enda er starfsmannakostn- aður einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækja og aukin samkeppni gerir æ mikilvægara að hámarka arðsemi þeirrar fjárfestingar sem gerð er í starfsmönnum. Háskólinn í Reykjavík hefur breytt áherslum í MBA-námi sínu í þessa átt og er þar nú lögð áhersla á mannauðsstjórnun. Í kynningarbæklingi frá skól- anum kemur fram að örar tækni- framfarir og auknar vætningar viðskiptavina hafa gert stjór- endum ljóst að mannauður er auð- lind sem þarf að stýra ekki síður en fjármunum eða aðföngum. Vinnulag í stjórnun starfsmanna- mála hefur í framhaldi af þessu breyst mikið á undanförnum ár- um. „Í stuttu máli má lýsa þessum breytingum þannig að svokallað hefðbundið starfsmannahald er á undanhaldi og stefnumiðuð mann- auðsstjórnun er æ oftar sú leið sem farin er til að hámarka fram- leiðni, skilvirkni og árangur. Stefnumiðuð mannauðsstjórnun snýst um að byggja kerfisbundið upp þann mannauð sem fyrirtæki og stofnanir þurfa til að fram- fylgja viðskiptastefnu á hverjum tíma og ná markmiðum sínum,“ að því er fram kemur í kynning- arbæklingi Háskólans í Reykjavík. Starfsmenn eru ekki kostnaður heldur fjárfesting Nýverið stóð skólinn fyrir ráð- stefnu þar sem Jac Fitz-enz, stofnandi og stjórnarformaður Saratoga Institute, leiðbeindi ís- lenskum stjórnendum. Hann bendir á að það sé grundvall- armisskilningur þeg- ar fyrirtæki líta á starfsmenn sem kostnað heldur eigi að líta á þá sem fjár- festingu. Miklu skipti að fá rétt fólk til starfa og halda því. Það sé ómældur kostnaður í því fólg- inn að missa góða starfsmenn til keppi- nautarins, oft kostn- aður sem erfitt er að fá til baka. Það geti oft reynst erfitt að fá rétta manneskju í starf og að ýmsu þurfi að gæta, s.s. að starfið sé á hennar áhuga- sviði. Því hver vill hafa sölumann í vinnu sem hefur ekki áhuga á við- skiptavininum og vill helst sem minnst af honum vita? Það er ekki ein- ungis slæmt fyrir fyr- irtækin heldur einnig starfsmanninn sem ekki finnur sig í starfinu. Slíkur starfsmaður er yf- irleitt fljótur að forða sér annað. Ekki er síður mikilvægt að huga að þjálfun starfsmanna og mælir Jac Fitz-enz með því að ákveðið hlutfall veltu fari í þjálfun. Með því nái fyrirtækin ákveðnu forskoti á keppinauta. Mannauður í öndvegi Jac Fitz-enz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.