Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 35 SLEÐADAGAR af fatnaði og fylgihlutum 15-50% afsláttur Sími: 594 6000 ÉG HEF ásamt nokkrum öðrum þing- mönnum Samfylkingar- innar lagt fram á Al- þingi eftirfarandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að leita leiða í skattamálum sem gætu jafnað lífskjör og aðstöðu fólks eftir bú- setu, svo og samkeppn- isstöðu og rekstrarskil- yrði fyrirtækja. Nefndin verði skipuð einum fulltrúa hvers þingflokks, en auk þess skipi forsætisráðherra einn fulltrúa sem jafnframt verði for- maður og fari með oddaatkvæði. Nefndin skili Alþingi skýrslu og til- lögum eigi síðar en 15. janúar 2003.“ Mikilvægasta byggðamálið Ég tel að jöfnun lífskjara sé eitt brýnasta úrlausnarefni á sviði byggðamála eigi árangur að nást í þeim málaflokki. Slík jöfnun lífskjara má ekki aðeins taka til eins þáttar heldur verður að líta heildstætt á alla þætti mannlegs lífs og greina hvar hallar á landsbyggðarfólk og finna úr- ræði til jöfnunar. Í nágrannalöndum okkar er jöfnun lífskjara talin mik- ilvægt úrræði til að sporna gegn frek- ari byggðaröskun og skattkerfið m.a. verið notað til jöfnunar í þessu skyni. Ég er sannfærður um að skattkerfið er heppilegur farvegur til að ná fram slíkri jöfnun, enda hefur það löngum verið notað sem jöfnunartæki með góðum árangri, og það muni síðan verða til þess að snúa þjóðhagslega óhagkvæmri byggðaröskun við á næstu árum. Þjóðhagslega óhagkvæm byggðaröskun Byggðaröskun undanfarinna ára er þjóðhagslega óhagkvæm. Hún hef- ur m.a. valdið þenslu á höfuðborgar- svæðinu þar sem þurft hefur að byggja mikið íbúðarhúsnæði og ýmsa aðra opinbera þjónustu fyrir nýja íbúa. Á sama tíma hafa þeir sem fluttu suður þurft að skilja við hús- næði sem ekki hefur tekist að selja eða leigja þar sem eftirspurn er lítil og nóg af vannýttu húsnæði á viðkom- andi stað. Þetta allt saman hefur leitt til mikillar hækkunar á verði húsnæð- is á höfuðborgarsvæðinu og þar með húsnæðisþætti vísitölu neysluverðs sem á drjúgan þátt í vaxandi verðbólgu sem leiðir til hækkunar verðtryggðra lána jafnt hjá íbúum á höfuðborg- arsvæðinu sem íbúum landsbyggðarinnar. Lífskjaramismunur Lífskjaramismunur er mikill milli íbúa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Þessi mismunur kemur fram á ótal sviðum hins daglega lífs og á án nokkurs vafa einn stærstan hlut í byggð- aröskun undanfarinna ára. Benda má m.a. á eftirfarandi atriði í þessu sam- bandi: Hærra vöruverð, hærri flutn- ingsgjöld, meiri kostnað við menntun barna, meiri orkukostnað (með nokkrum undantekningum þó) svo og miklu lægra söluverð húsnæðis þó svo að hið opinbera hafi löngum tekið til sín gjöld af þeim eignum eins og þau væru í Reykjavík og nágrenni. Jöfnum lífskjör gegnum skattakerfið Eins og áður sagði tel ég ýmsar að- gerðir í skattamálum koma til álita og því er lagt til í þingsályktunartillög- unni að eftirfarandi leiðir verði m.a. kannaðar sérstaklega í þessari alls- herjarúttekt til lífskjarajöfnunar hér á landi. Hærri persónuafsláttur Kannað verði hvort nota megi misháan persónuafslátt. Íbúar ákveð- inna landsvæða fái með öðrum orðum sérstakan persónuafslátt í stað- greiðslu til viðbótar þeim persónuaf- slætti sem almennt gildir, t.d. 150– 250 þús. kr. á ári. Ég tel að þessi leið sé ef til vill best fallin til að jafna lífs- kjör í landinu. Í reynd yrði fram- kvæmdin þannig að búsetu- og lífs- skilyrði yrðu metin í hverju byggðarlagi eða landsvæði og aukinn persónuafsláttur metinn í framhaldi af því. Lægri tekjuskattur Kannað verði hvort lækka megi tekjuskattsprósentu fyrir íbúa tiltek- inna svæða. Slíkt má gera í eftirá- álagningu í skattkerfinu líkt og er með álagningu hátekjuskatts. Hér yrði einnig að leggja mat á búsetu- og lífsskilyrði í hverju byggðarlagi/land- svæði. Heilbrigðismál Án nokkurs vafa er aðgengi að ým- iss konar sérfræðiþjónustu lækna mikilvægt atriði þegar borin eru sam- an lífskjör fólks á landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Ég tel brýnt að hugað verði að þessu atriði. Slíkan mismun má jafna í gegnum skattkerfið. Benda má á tillögur svokallaðs byggðahóps forsætisráðherra frá árinu 1998, sem undirritaður sat meðal annarra í. Vinna fjarri lögheimili Tekið verði tillit til kostnaðar við akstur milli heimilis og vinnustaðar í tilteknum tilvikum. Skattalög leyfa ekki slíkan frádrátt nú en í löggjöf ná- grannaríkja okkar er að finna slíkar heimildir. Tvö heimili vegna vinnu Tekið verði tillit til þess ef fólk þarf að halda tvö heimili vegna vinnu sinn- ar. Hærri barnabætur Kannað verði hvort unnt sé að taka upp hærri barnabætur fyrir íbúa landsbyggðarinnar líkt og gert er í Norður-Noregi. Lokaorð Hér að framan hafa einungis verið nefnd sex af 21 atriði sem fjallað er um í tilgreindri þingályktunartillögu. Eins og áður sagði yrði framkvæmdin í raun og veru þannig að búsetu- og lífsskilyrði yrðu metin í hverju byggð- arlagi eða landsvæði og jöfnunarað- gerðir ákvarðaðar í framhaldi af því. Í tillögunni eru einnig nefnd fjöl- mörg dæmi um það hvernig jafna má rekstrar- og samkeppnishæfni fyrir- tækja. Ég mun gera grein fyrir þeim tillögum síðar í þessu blaði. Jöfnun lífskjara – mik- ilvægasta byggðamálið Kristján L. Möller Byggðamál Ég tel, segir Kristján L. Möller, að jöfnun lífs- kjara sé eitt brýnasta úrlausnarefni á sviði byggðamála. Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna. Borgarstjórnarkosn- ingarnar 1994 voru sögulegar. Félags- hyggjufólk, femínistar, jafnaðarmenn og framsóknarmenn mynduðu Reykjavík- urlistann og tókst að sigra Sjálfstæðisflokk- inn í fyrsta sinn í lang- an tíma. Bindiefni þessa framboðs Al- þýðubandalags, Al- þýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Kvennalista var and- staðan við stjórn Sjálf- stæðisflokksins í borg- inni. Ókræsilegur árangur Biðlistar eftir leikskólaplássum, óviðunandi úrlausn í málefnum aldraðra, auknar álögur á borgar- búa, blygðunarlausar pólitískar ráðningar og sporslur til pólitískra skjólstæðinga, versnandi skulda- staða borgarinnar og önnur van- efnd og svikin kosningaloforð urðu R-listanum ekki fjötur um fót í kosningunum 1998. Flokkabanda- lagið á bak við Reykjavíkurlistann sannaði að vinstrimenn gátu unnið kosningar þrátt fyrir að hafa verið við völd í eitt kjörtímabil. Kjósa Reykvík- ingar óvissu? Enn býður Reykjavíkurlistinn fram. Svari kjósendur kalli hans mun R-listinn sitja að völdum í samtals tólf ár. Fáir efast um að Ingibjörg Sólrún hætti sem borg- arstjóri innan árs frá kosningum til að taka þátt í landsmálunum. At- kvæði greitt R-listanum er því ekki ávísun á ákveðinn borgarstjóra heldur óvissu. Verðugur borgarstjóri Sjálfstæðismenn ganga nú reynslunni ríkari til kosninga eftir ósigra fyrri ára með sterkt leið- togaefni sótt í lands- málin. Björn Bjarna- son menntamála- ráðherra nýtur virðingar langt út fyrir raðir eigin flokks, þar tala verkin. Fáum dyljast dugnaður hans, atorka og forystuhæfi- leikar. Björn hefur um margra ára skeið verið málefnalegur í gagn- rýni sinni á óstjórn R- listans auk þess sem hann býr yfir þeirri framtíðarsýn sem hef- ur svo sárlega skort í borginni í valdatíð vinstrimanna. Trúverðugleiki Sjálfstæðisflokkurinn hefur sterka vígstöðu í upphafi kosninga- baráttunnar. Hann getur bent á átta ára valdatíð R-listans sem fær falleinkunn í hverjum málaflokkn- um á fætur öðrum; umhverfismál- um, skipulagsmálum, lóðamálum og félagsmálum, auk fjármálastjórnar og almennrar stjórnsýslu. R-listinn er nú þegar á flótta frá eigin verk- um. Stuðningsmenn listans hafa hafnað nokkrum forystumönnum hans og borgarstjórinn er á leiðinni burt. Sjálfstæðismanna bíður að hefja Reykjavíkurborg á ný til virð- ingar sem umhverfis- og mannvæn- lega borg undir ábyrgri stjórn og skýrri forystu. Sögulegt fram- boð skortir sögu- legan árangur Andrés Andrésson Höfundur er háskólanemi. Kosningar Eftir átta ára sögulega tilraun, segir Andrés Andrésson, er runninn upp tími uppgjörs við valdatímabil R- listans og staðnaða stjórn hans og breyt- ingar eru aðkallandi. Í ÞESSARI viku stendur Hjálparstarf kirkjunnar fyrir söfn- un gegn alnæmi. Söfnunin er til styrkt- ar verkefni meðal smitaðra í Úganda og forvarnastarfi Alnæm- issamtakanna hér á Íslandi. Það kemur sér mjög vel þar sem fulltrúar Alnæmis- samtakanna vilja bjóða öllum efri bekkjum grunnskóla landsins upp á fræðslu um HIV/al- næmi. Það fjármagn sem fæst við þessa söfnun getur gert þá fræðslu að veruleika næsta vetur. Því miður er það svo að í dag greinast 10–12 einstaklingar smit- aðir á ári hverju, flest ungt fólk á milli tvítugs og þrítugs. Það er ein- faldlega 10–12 manns of mikið. Þess vegna er fræðsla á grunn- skólastigi mikilvæg, því hún nær til alls ungs fólk á landinu á mik- ilvægum mótunarárum. Við getum ekki lengur sagt að þessi sjúkdómur komi okkur ekki við því að þetta sé fyrst og fremst hommasjúk- dómur. Frá árinu 1999 hefur mestmegn- is gagnkynhneigt fólk smitast eða í tæpum 70% tilvika. Þetta er því orðið sjúkdómur allra landsmanna og við verðum að horfast í augu við það, því betur má ef duga skal. Nokkurt mál lengur? Einhver kann að halda að til sé nýr og frábær lyfjakúr sem lækning á HIV/alnæmi í dag. Hina miklu þögn, sem ríkt hefur í fjölmiðlum um þennan sjúkdóm á undanförn- um árum, er vafalaust hægt að túlka á þann veg. Því miður er veruleikinn ekki svo góður, þrátt fyrir miklar framfarir í læknavís- indum og lyfjamálum. Lækning er langt frá því að vera í augsýn og lítið er vitað um langtímaverkun lyfjanna. Inntaka lyfjanna sem eru á boðstólum í dag er oft krefjandi og misalvarlegar aukaverkanir ekki óalgengar. Sumir þola ekki lyfin eða geta ekki tekið þau inn af ýmsum ástæðum. Ef lyf eru ekki tekin reglulega gengur sjúkdóm- urinn sinn venjulega gang, lífslíkur eru þá að meðaltali 10–15 ár. Sjúkdómurinn hefur einnig ýms- ar félagslegar afleiðingar í för með sér. Oft reynist hinum smitaða erf- itt að segja öðrum frá sjúkdómn- um vegna blygðunar eða vegna sinna eigin fordóma eða annarra. Það er oft mjög íþyngjandi og erf- itt að takast á við alvarlegan sjúk- dóm sem þennan nánast í einrúmi. Kynlíf verður líka gjarnan flókn- ara en áður. Löngun til kynlífs er vanalega ekki mikil rétt eftir smit- un, en þegar hinn HIV-jákvæði fer síðan „út á markaðinn“ hræðist hann höfnun vegna smits síns og upplifir það gjarnan. Slíkt hefur gjarnan neikvæð áhrif á sjálfs- myndina. Einnig getur gripið um sig ótti um að geta aldrei eignast ævifélaga eða börn. Þar sem lítið er vitað um langtímaverkun lyfjanna verða framtíðaráform oft flókin og erfið. Líkamlegar og félagslegar af- leiðingar sjúkdómsins geta komið fram á margvíslegan hátt og eru mismunandi frá einstaklingi til ein- staklings. Það er a.m.k. alveg víst að það er mun einfaldara að lifa lífi án HIV/alnæmis en að vera smit- aður. Hvað er til ráða? Forvarnastarf gegn HIV/al- næmi, sem er fyrirhugað í skólum landsins, skiptir miklu máli. Upp- lýsingar og umræður gera nem- endurna meðvitaðri um sjúkdóm- inn og hvernig þeir geta komið í veg fyrir smitun. Það er mikilvægt að þeir taki ábyrga afstöðu til þess hvernig kynlíf þeir vilja viðhafa til þess að tryggja öryggi sitt. Ábyrgð í kynlífi getur haft mikil áhrif á líf þeirra og framtíð. Ég hvet alla landsmenn til að leggja góðum málstað lið. Já, þú! Sigurlaug Hauksdóttir Alnæmi Það er alveg víst, segir Sigurlaug Hauksdóttir, að það er mun einfald- ara að lifa án HIV/ alnæmis en að vera smitaður. Höfundur er félagsráðgjafi á Land- spítalanum – háskólasjúkrahúsi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.