Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 38
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarins- dóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lok- inni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverð- ur í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í um- sjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05 alla virka daga nema mánu- daga. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um bænina. Að- gangur ókeypis og öllum heimill. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkj- unnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Hall- dórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjón- usta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkj- unnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Kynlíf eftir fæðingu. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi sér um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bænastund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safn- aðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT-klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20– 15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Bach í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Ath. breyttan tíma, verður nú þriðja þriðjudag í mánuði kl. 20.30. Þetta eru 21. tónleikarnir í tónleikaröð- inni. Þýski organistinn Jörg E. Sonder- mann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegis- verður, samvera. Páskaefni, samvera í umsjá heimafólks. Kaffi. Starf fyrir 10– 12 ára á vegum KFUM&K og Digranes- kirkju kl. 16.30–18.15. Alfa-námskeið kl. 19. Kvöldverður, fræðsla, umræðu- hópur. Fræðsluefni: Líf á nýjum nótum. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12. Sr. Hreinn Hjartarson les úr passíusálmum Hallgríms Pétursson- ar. Altarisganga. Bænarefnum má koma til djákna í síma 557 3280 og í sama síma er hægt að panta keyrslu til og frá kirkju. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina og hús- ið opið áfram til kl. 15. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveiting- ar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30– 19.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag í Grafarvogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æsku- lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanes- skóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æsku- lýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrir- bænastund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefn- um til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar, fyrir 7–9 ára krakka, undir stjórn Hjördísar Kristins- dóttur mála helgimynd. Kl. 17.30 TTT- kirkjustarf 10–12 ára krakka. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf alla þriðjudagam kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar þriðjudaginn 26. mars kl. 19.30. í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur guðfræðings. Farið verður í Jóhannesar- guðspjall. Sóknarprestur Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. KFUK Holtavegi 28. Kl. 20 er aðalfund- ur KFUK og Sumarstarfsins í Vindáshlíð. Venjuleg aðalfundastörf. KFUK konur og Hlíðarmeyjar hvattar til að fjölmenna. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 16. 8. bekkur Odd- eyrarskóla og 8. Lundarskóla. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF 38 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORELDRAR athugið. Miðviku- daginn 20. mars kl. 11 kemur Guð- björg Hrefna Bjarnadóttir í heim- sókn til okkar í safnaðarheimili. Hún mun fræða okkur um ung- barnasund og svara spurningum foreldra. Allir foreldrar velkomnir. Selfosskirkja. Morgunblaðið/Ómar Selfosskirkja Foreldramorgunn í Selfosskirkju Bridsfélag Reykjavíkur 5. kvöldið af 6 í Aðalsveita- keppni félagsins var spilað þriðju- daginn 12. mars. Efstu sveitir þeg- ar búið er að spila 10 umferðir af 12 eru: SUBARU-sveitin 203 Skeljungur 198 Þrír frakkar 182 Ferðaskrifstofa Vesturl. 176 Ógæfumennirnir 167 Málning 160 Guðmundur Magnússon 158 Strengur 155 Þriðjudaginn 19. mars er síðasta spilakvöld í Aðalsveitakeppninni og þá tekur við tveggja kvölda Hraðspila sveitakeppni. Reiknað verður með að spila um 40-50 spil á kvöldi og verða gefnar töluvert færri en 7,5 mínútur á spil. Þessi keppni vakti mikla lukku í fyrra og fannst flestum spilurum gaman að þessari tilbreytingu. Að Hraðspila- sveitakeppninni lokinni hefst Að- altvímenningur félagsins. Öll úrslit hjá BR í vetur er að finna á vef- síðu félagsins, www.bridgefelag.is og þar má líka sjá litla tölulega út- tekt á Undankeppni Íslandsmóts- ins í sveitakeppni 2002. T.d. hvern- ig svæðin og styrkleikaflokkarnir komu út. Aðalspilakvöld BR er á þriðju- dagskvöldum og byrjar spila- mennska kl. 19:30. Tekið er við skráningu við mætingu, símleiðis til BSÍ, 587-9360 eða í tölvupósti keppnisstjori@bridgefelag.is BR spilar einnig á föstudags- kvöldum. Þá eru spilaðir Mitchell og Monrad Barómeter tvímenning- ar til skiptis. Um 23:00 þá tekur við Miðnætur-sveitakeppni sem stendur í hæsta lagi yfir í 3 tíma. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Það þarf ekki að kvarta undan mætingunni hjá eldri borgurum í Kópavogi en það mættu 27 pör til leiks12. mars sl. og keppnin var hörkuspennandi sérstaklega í N/S riðlinum en þar urðu úrslitin þessi: Lárus Hermannss. - Sigurður Karlsson 55 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafsson 354 Hreinn Hjartarson - Ragnar Björnss. 351 Hæsta skor í A/V: Ingibj. Halldórsd. - Magnús Oddsson 406 Hörður Davíðss. - Einar Einarsson 360 Heiður Gestsd. - Þorsteinn Sveinss. 356 Sl. föstudag mættu 22 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 278 Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnss. 249 Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 224 Hæsta skor í A/V: Lilja Kristjánsd. - Bergsv. Breiðfjörð 273 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 250 Bragi Salómonss. - Magnús Jósefss. 230 Meðalskor á þriðjudag var 312 em 216 á föstudag. UM helgina voru 17 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur en 44 fyrir of hraðan akstur. Á tímabilinu frá klukkan 20 til 21.45 var haft eftirlit með hrað- akstri á Reykjanesbraut, Ártúns- brekku og Gullinbrú. Þrír voru kærðir fyrir hraðakstur á Gullinbrú og þar af einn sem ók á 125 km hraða þar sem 60 km eru hámark. Klukkan að ganga níu var bifreið beygt af Hörgslandi áleiðis austur Hulduland þar sem hún lenti á gangandi konu. Konan var flutt á slysadeild en hún kenndi til eymsla í höfði og mjöðm eftir óhappið. Þá tilkynnti maður um umferðar- óhapp. Hann kvaðst hafa verið staddur á bensínstöð og hafa ekið afturábak eftir athafnasvæði stöðv- arinnar en þá hefði gangandi kona lent á afturenda bifreiðarinnar og fallið til jarðar. Hann kvaðst hafa rætt við konuna, sem hefði verið mjög reið. Hún hefði hvorki viljað kalla til lögreglu né sjúkrabifreið. Konan hefði slegið til hans en síðan gengið á brott og farið í stræt- isvagn. Eftir hádegi á laugardag var um- ferðareftirlit á Vesturlandsvegi og farið norður um Hvalfjarðargöng og til baka. Aðstæður voru góðar og mikil umferð. Hraði var temmi- legur, á bilinu 80–104 km/klst. Nokkrir ökumenn voru aðvaraðir vegna hraðaksturs með bláum blikkandi ljósum en enginn kærður. Þá var tilkynnt að ekið hefði verið yfir handlegg á barni á bifreiða- stæði í Hrafnhólum. Þarna hafði móðir verið að sækja barn sitt sem hafði hrasað er hún ók að því. Hún flutti barnið á slysadeild en það var talið beinbrotið. Börn án bílbelta í bifreið Lögreglan stöðvaði bifreið á Sæ- braut en í henni var farþegi í fram- sæti óspenntur og með ungt barn í fanginu. Tvö börn í aftursæti voru óspennt. Þó var í bifreiðinni réttur búnaður fyrir tvö af börnunum. Ökumanni var gert að festa börnin í viðeigandi öryggisbúnað áður en hann hélt för sinni áfram en svona háttalag sýnir ótrúlegt ábyrgðar- leysi. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt að ekið hefði verið yfir fót á manni í Austurstræti. Óvíst er hvort um umferðaróhapp er að ræða en meiðsli hins slasaða geta hafa orsakast með öðrum hætti að sögn lækna á slysadeild. Maðurinn reyndist tvíbrotinn á ökla. Síðdegis á föstudag fór maður inn í starfs- mannaaðstöðu í verslun í Skeifunni og stal veski úr aðstöðu starfs- manna. Í veskinu voru skilríki og greiðslukort ásamt persónulegum munum. Ölvun var miðlungi mikil en ástand þokkalegt í miðborginni að- faranótt laugardags. Unglingar undir 16 ára aldri voru ekki áber- andi. Töluverð umferð bifreiða var á svæðinu en fátt um fólk á gangi. Ölvuðu fólki var ekið til síns heima þar á meðal 17 ára pilti. Tveir menn voru handteknir og ein rúða brotin. Snemma aðfaranótt laugar- dags kom til átaka milli kvenna á veitingastað í miðborginni. Þar hafði önnur klipið í brjóst hinnar og fékk þá skvettu úr vínglasi yfir sig. Eftir fleiri skvettur hrinti önnur hinni niður af háu sviði og mun sú hafa fengið heilahristing. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um að drengur hefði fallið af þaki og niður á svalir á húsi í Grafarvogi eftir að hafa verið að reyna að kom- ast inn um glugga. Drengurinn reyndist lítt meiddur. Fyrir hádegi á laugardag var til- kynnt að kona hefði dottið á Kapla- skjólsvegi. Konan hafði verið að taka til í sorpgeymslu og dottið. Hún var skorin á höfði og fór með sjúkrabifreið á slysadeild. Úr dagbók lögreglunnar – 15.–18. mars Nokkuð um ákeyrslur á gangandi vegfarendur ÁTTA ungmenni úr Reykjavíkur- ráði ungmenna sátu í síðustu viku fund með sjö borgarfulltrúum. Mælti unga fólkið fyrir tillögum sínum og borgarfulltrúar veittu andsvör. Meðal markmiða Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur að und- anförnu hefur verið vinna með lýð- ræði og ungt fólk. Var Reykjavík- urráð ungmenna formlega stofnað í ársbyrjun en í því eiga sæti tveir fulltrúar úr hverju hverfaráði ung- menna en þau hófu starfsemi síð- asta haust. Markmið Reykjavíkurr- áðs ungmenna er að skapa vettvang og leiðir til að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoð- unum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Morgunblaðið/Ásdís Fundur unga fólksins fór fram í fundarsal borgarstjórnar. Ungmenni funda með borgarfulltrúum SIÐMENNT – félag um borgaraleg- ar athafnir hefur eignast nýtt vefset- ur og er slóðin: www.sidmennt.is Ný vefsíða er liður í því að auðvelda áhugasömum aðgang að upplýsing- um um félagið. Stjórn Siðmenntar hefur fundið fyrir vaxandi áhuga fólks á borgara- legum athöfnum. T.a.m. hefur fyrir- spurnum til Siðmenntar um borg- aralegar útfarir fjölgað töluvert undanfarin ár og er greinilegt að margir kjósa slíka þjónustu. Vefsíða Siðmenntar er vettvangur til að miðla þess háttar upplýsingum. Auk upplýsinga um borgaralegar athafnir og frétta af starfsemi Sið- menntar er einnig hægt að nálgast fréttabréf félagsins og greinar eftir félagsmenn á þessum síðum. Stjórn Siðmenntar vill minna á að 7. apríl kl. 11 f.h. fer borgaraleg ferming fram í fjórtánda sinn. At- höfnin fer fram í sal 1 í Háskólabíó. Athöfnin er öllum opin. Tólf ferm- ingarbörn koma fram á athöfninni og sýna listir sínar með hljóðfæraleik, söng, eða ljóðalestri. Fermingar- stjóri er Sveinn Kristinsson, kenn- ari. Kristín Rós Hákonardóttir, íþróttakona og Þorvarður T. Ólafs- son hagfræðinemi halda ræður. Nýr vefur Siðmenntar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.