Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 43 saman í bíó, leikhús, utanlandsferð og annað í þeim dúr. Í mörg ár höfðum við talað um að safna í ferðasjóð og fyrir nokkrum árum létum við af því verða og söfn- uðum fyrir ógleymanlegri Dublinar- ferð sem líður okkur seint úr minni. Nú er höggvið stórt skarð í hóp- inn okkar og ekki það fyrsta, því fyr- ir tæpum 16 árum kvöddum við aðra vinkonu okkar, Hrafnhildi. Magga var mikil kraftakona, hún var sístarfandi, rak heildverslun til fjölda ára og nú síðast raftækja- verslun. Hún var einnig mikil úti- vistarkona, stundaði meðal annars gönguferðir og skíði og hvatti fólk óspart áfram. Það lýsir henni vel þegar hún ákvað að taka „pungapróf“ og gerði sér lítið fyrir og fékk hæstu ein- kunn, eina konan í hópnum. Elsku Magga okkar, saumaklúbb- urinn verður aldrei sá sami án þín. Við þökkum þér vináttuna, og eigum ávallt eftir að minnast þín og sakna, sem góðrar vinkonu. Elsku Árni, Anna, Linda og fjöl- skyldur, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þínar vinkonur í saumó. Við kveðjum elsku Diddu með hlýhug og söknuði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Árni, Anna, Linda og fjöl- skyldur. Við biðjum góðan Guð að styðja og styrkja ykkur í sorginni. Hjörtur, Klara og Ragnhildur. Magnþóra Magnúsdóttir lést laugardaginn 9. mars, langt um ald- ur fram. Kynni okkar af Magnþóru hófust er dætur hennar Anna og Linda hófu æfingar hjá Skíðadeild Víkings og kom þá í ljós kraftur sá er Magnþóra bjó yfir. Magnþóra sat í stjórn Skíðaráðs Reykjavíkur til fjölda ára sem fulltrúi Skíðadeildar Víkings og vann þar að margvíslegum málum, meðal annars starfaði hún sem fulltrúi okkar í mótanefnd. Við send- um Árna, Önnu, Lindu og fjölskyld- um innilegar samúðarkveðjur. Skíðadeild Víkings, Jensína Magnúsdóttir. Hvað get ég sagt, fréttin af and- láti Möggu barst mér í SMS-formi til fjarlægs lands og það þyrmdi yfir mig, skugga bar á sólina, því að vin- armissir er nokkuð sem við búum okkur ekki undir í lífinu. Bros henn- ar mun ávallt fylgja mér í minning- unni, því að þar kom sú ofurkona sem hún var best í ljós, kímnin og glaðværðin skinu úr andlitinu og hláturinn, sem á eftir fylgdi, svo smitandi að enginn mannlegur mátt- ur gat annað en hrifist með. Það er minningin, sem ég mun geyma í hjarta mínu inn í óvissu framtíðar- innar. Missir þinn, Árni, er mestur og söknuður okkar hinna hjóm eitt, ég og Sirrí sendum þér, Önnu, Lindu og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðju. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Ritað í Metan í Indónesíu, Jón Páll Þorbergsson. Ég hélt að þú yrðir öllum körlum eldri, rétt eins og Tóti frændi þinn. Þú varst svo sterkur og hraustur. En nú ertu farinn. Það sem við áttum ósagt verður aldrei sagt. Það sem við áttum ógert verð- ur aldrei gert. Ég veit hvorki hve- nær við urðum vinir né hvers vegna. Við vorum ekki einu sinni nágrann- ar. Kannski var það Trína gamla, sem bjó heima hjá þér og var heima- gangur heima hjá mér, sem kom kynnum okkar á. Ég man ekki eftir mér án þess að hafa þekkt þig. Þú varst kominn heim til mín á morgn- ana löngu áður en ég drattaðist á fætur. Borðaðir stundum hafragraut og slátur með ömmu og afa og spjall- aðir við gömlu hjónin. Svo vaknaði ég við hláturinn í þér eða þeim. Það var alltaf stutt í hláturinn þar sem þú varst. „Heldurðu að Addi verði á bryggjunni?“ spurði mamma þegar báturinn nálgaðist höfnina á Húsa- vík eftir vetrarvertíð á Suðurnesj- um. „Já,“ sagði ég sannfærður og brölti sjóveikur fram í stafn. Og þarna stóðstu, innan um ættingja áhafnarinnar, til að taka á móti mér. Stuttur, sterkur og snoðaður. Við röltum upp bryggjuna, tveir sjö ára snáðar. Að baki var útlegð á Suð- urnesjum í roki og rigningu, fram- undan var sumar og síld fyrir norð- an. Okkar leiksvæði var bryggjan, fjaran og drullupollarnir. Okkar leikföng voru bátar; allt frá litlum fjöðrum sem við létum sigla í gol- unni, upp í hripleka tunnufleka sem við klömbruðum saman. Oft þurftum við að þurrka fötin áður en haldið var heim, til að komast hjá því að verða skammaðir. Prjónabrækur eru lengi að þorna. Við áttum góða framtíðardrauma sem rættust ekki – en það voru góðir draumar. Ég lenti í skólum og þú á sjónum. En það var aldrei langt á milli okkar og við hitt- umst oft. Þú hélst uppi húmornum og það var mikið hlegið. Sum uppá- tæki okkar verða ekki sett á blað. Þau eiga ekki heima á prenti. En alltaf var þetta græskulaust gaman. „Nú förum við á Grillið í tilefni af 1. maí,“ sagðir þú einu sinni þegar þið Trausti ruddust inn í herbergið hjá mér fyrir sunnan. „Nei, ég er að fara í próf eftir tvo daga og verð að lesa.“ En þú fékkst að ráða eins og svo oft. Við fengum sæti við lítið hringborð í miðju Grillinu. Við hlömmuðum okkur í sætin, kátir og hressir með hár niður á axlir og þú með hrikalegt skegg niður á maga. Við gluggana sátu helstu broddborg- arar og ríkisbubbar Reykjavíkur. Kannski voru þeir þarna líka í tilefni dagsins. „Má bjóða ykkur eitthvað AÐALBJÖRN ÞORMÓÐSSON ✝ Aðalbjörn Þor-móðsson fæddist í Vogum á Húsavík 11. mars 1949. Hann lést á Þórshöfn á Langanesi 6. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 16. mars. að drekka með matn- um?“ spurði smábein- óttur og mjúkmáll þjónninn. „Já, komdu bara með það allt sam- an vinur,“ drundi í þér og hausarnir við gluggana lyftust lítið eitt. Þjónninn var for- viða. Síðan valdir þú vínið með lengsta nafn- inu. Þjóninn kom með hvítvínsflösku. Hann hellti smáslatta í glasið þitt, stillti sér upp hinumegin við hring- borðið og sneri flösk- unni. Enginn okkar skildi neitt. Þú horfðir á hálftómt glasið, flöskuna og þjóninn í algjöru úrræðaleysi. Þjónninn rauf loks vandræðalega þögnina. „Má bjóða þér að smakka vínið?“ Þú skelltir þessu lítilræði í þig og svo horfðust þið aftur í augu. Stundarþögn. Það gætti spennu við gluggana. „Hvernig líkar þér við vínið?“ spurði þjónninn loks. „Það er súrt.“ „Já, það er þurrt,“ svaraði þjónninn. „Nei, það er rennandi blautt, ég sagði að það væri súrt.“ „Það á að vera súrt.“ „Já, það á auð- vitað að vera súrt,“ hvein þá í þér og nú voru augu allra fínu frúnna á okk- ur. Við skellihlógum. Hvernig gat fínt vín átt að vera súrt, hvað þá þurrt? Við borðuðum, drukkum og vorum glaðir og þú hélst uppi fjörinu eins og alltaf. Mér flaug seinna í hug hvort leikstjóri „Englanna“ hefði séð okkur þarna. Síðar urðum við svo nágrannar á Húsavík og áttum börn á líku reki. Konurnar okkar urðu vinkonur og það var mikill samgang- ur á milli heimilanna. Enn síðar störfuðum við saman í nokkur ár. Þar ávannst þú þér virðingu fyrir ósérhlífni og dugnað. Hvort tveggja var þér í blóð borið. Þú áttir ekki langt að sækja þá eðliskosti. Við hittumst síðast á bryggjunni fyrir einum mánuði. Þið voruð að lagfæra nótina. Við áttum langt og gott spjall; fyrst eins og venjulegt fólk um lífsins gagn og nauðsynjar, en svo enduðum við á gamla góða bull- inu. Þú áttir síðasta orðið eins og alltaf. Við hlógum þegar við kvödd- umst. Í lífi okkar beggja hafa skipst á ljós og skuggar, eins og gengur. En skuggarnir þínir féllu aldrei á mig og ég vona að mínir skuggar hafi ekki fallið á þig. Ég þakka þér fyrir hálfrar aldar óbrotna og ein- læga vináttu. Þín er sárt saknað, kæri vinur. Í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn (Steinn Steinarr.) Við Ágústa vottum aðstandendum Adda okkar dýpstu samúð. Aðalsteinn Helgason. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur Sími 562 0200 Erfisdrykkjur &               ),  @   )#   % /(  45      !      5      6   ! ,     #    '7"'  8( #+     $  , ,    ,  # 9  !   '     $  '       A,2 &# B#! ! %, Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2 .     %             $3 < 1( 211< $  )/ $%   8      * +# #     %(( #   &            2       #2     #   !"# %'! % %  %#!%  %  %, .            ,:3;    CC'.    &        6! 0!!    8/     ! ! 8# 8   ,   ' !" # %  %#!%  %  %,        9 D <32 9  211< #!EF '. )8 3 #3 9(   4  :   +   2%   <! # & &  & &   # %8<!    # # ) 8<!   9 <!   9! ."#,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.