Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 49
ALLS kepptu ellefu skákkonur á XX Reykjavíkurmótinu og hefur svo stór hópur kvenna aldrei fyrr teflt á mótinu en þær koma frá sjö löndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Tékklandi, Búlgaríu og Bandaríkjunum. Engin þeirra hefur áður keppt á Reykjavíkurmótinu en þær láta vel af því og dvölinni hér. Greinilegt er að góður vinskapur hefur tekist með þeim enda segjast þeir allar búa á sama hóteli, að íslensku skákkonunum undanskildum, og samgangurinn því mikill. Þær „þekkist“ líka ágætlega þótt þær hafi ekki allar hist áður enda sé heimur skákkvenna tiltölulega lít- ill og samskipti auðveld þótt haf og lönd skilji þær að. Allar eru þær vanar að tefla á mótum þar sem bæði karlar og konur etja kappi en segjast þó ekki hafa verið áður svona margar á einu og sama mótinu. En hvaða tala þær um þegar þær sitja ekki þungt hugsi við skák- borðin í Ráðhúsi Reykjavíkur? „Auðvitað ber skák oft á góma en við reynum að hreinsa hugann eft- ir keppnisskákirnar og tölum frek- ar um skákmennina sjálfa á mótinu en skákirnar, á því er töluverður munur. Og við höfum gert heil- margt hér, farið í sund, á hestbak í Hafnarfirði, gönguferðir o.s.frv.“ Þær gangast við því að hafa líka skoðað næturlífið í Reykjavík og segja það hafa verið mikla upp- lifun, margir skemmtistaðir og krár og mikið um að vera. „Í raun ættum við að fara snemma í hátt- inn þegar við keppum á svona móti en framkvæmdin hefur ekki alveg heppnast. Við erum flestar vanar því að allt sé búið fljótlega upp úr miðnætti heima hjá okkur en hér er allt annað uppi á teningnum og við vildum kynnast því.“ Hrannar B. Arnarson, forseti Skáksambandsins, segist telja að til þessa hafi væntanlega ekki fleiri en tvær skákkonur teflt í einu á Reykjavíkurmótinu. Hann segir Skáksambandið hafa lagt sig sérstaklega eftir því að fá fleiri konur á Reykjavíkurmótið og menn hafi verið hæstánægðir með að sjá svo margar konur keppa á mótinu. „Þetta er raunar líka hluti af þjálfunaráætlun íslenska kvennalandsliðsins. Við buðum upp á sérstök verðlaun fyrstu þrjú efstu sætin hjá konum en félags- málaráðuneytið studdi okkur í því efni.“ Morgunblaðið/Sverrir F.v. Ellen frá Noregi, Harpa, Íslandi, Victoria, Svíþjóð, Lenka, Tékklandi, Antoaneta, Búlgaríu, Eva, Svíþjóð, Johanna, Finnlandi og Jennifer, Bandaríkjunum. Vösk sveit skákkvenna á Reykjavíkurmótinu STÓRMEISTARARNIR Jaan Ehlvest og Oleg Korneev sigruðu á 20. Reykjavíkurskákmótinu sem lauk á föstudag. Þeir hlutu 7 vinn- inga í 9 skákum. Helgi Áss Grét- arsson átti möguleika á að ná þeim að vinningum með sigri gegn úkra- ínska stórmeistaranum Valeriy Neverov (2.578) í síðustu umferð, en skák þeirra lauk með jafntefli. Segja má að Stefán Kristjánsson hafi verið maður mótsins og ljóst er að stutt er í að hann fari að gera atlögu að stórmeistaratitlinum eft- ir þá glæsilegu frammistöðu sem hann sýndi á mótinu. Bragi Þorfinnsson var nálægt því að tryggja sér lokaáfanga sinn að alþjóðlegum meistaratitli. Hon- um dugði jafntefli í síðustu umferð- inni, en tapaði skákinni eftir harða baráttu. Fátt var um óvænt úrslit í loka- umferðinni fyrir utan jafntefli Sig- urbjörns Björnssonar með svörtu gegn úkraínska stórmeistaranum Michail Brodsky (2.542). Hannes Hlífar lét hið slysalega tap í næst- síðustu umferð engin áhrif á sig hafa og sigraði alþjóðlega meist- arann Aleksei Holmsten. Lokaúrslit á mótinu urðu þessi: 1.-2. Jaan Ehlvest, Oleg Korneev 7 v. 3.-6. Helgi Áss Grétarsson, Valeriy Neverov, Jonathan Row- son, Mikhail M. Ivanov 6½ v. 7.-12. Stefán Kristjánsson, Henrik Dani- elsen, Hannes Hlífar Stefánsson, Eric Lobron, Helgi Ólafsson, Nor- mund Miezis 6 v. 13.-22. Michail Brodsky, Emanuel Berg, Þröstur Þórhallsson, Heikki Westerinen, Antoaneta Stefanova, Ferenc Ber- kes, Oleg Boricsev, Tiger Hillarp- Persson, Sigurður Daði Sigfússon, Sigurbjörn Björnsson 5½ v. 23.-31. Bragi Þorfinnsson, Aleksei Holms- ten, Tómas Björnsson, Kjetil A. Lie, Pal Kiss, Ian Thompson, Björn Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Johanna Paasikangas 5 v. 32.-40. Jan Votava, Snorri Guðjón Bergsson, Jennifer Shah- ade, Lenka Ptacnikova, Þorsteinn Þorsteinsson, Ingvar Ásmundsson, Bragi Halldórsson, Jón Árni Hall- dórsson, Björn Ívar Karlsson 4½ v. o.s.frv. Keppendur voru 72. Óvenju margar konur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Bestum ár- angri þeirra náðu: 1. Antoaneta Stefanova 5½ v. 2. Johanna Paasikangas 5 v. 3.-4. Jennifer Shahade, Lenka Ptacnikova 4½ v. Jennifer Shahade er núverandi Bandaríkjameistari kvenna í skák. Eftirfarandi skák var tefld í sjö- undu umferð mótsins. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Jaan Ehlvest Drottningarbragð 1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 d5 4.Rc3 Be7 5.Bf4 0–0 6.e3 c5 7.dxc5 Bxc5 8.a3 Rc6 9.b4 -- 9...Rxb4!? Óvænt fórn, sem reynist erfið viðfangs fyrir hvít. Venjulega hörf- ar svarti biskupinn til e7, d6, eða b6. Skemmtilegt dæmi um slíkan taflmáta er skákin Christiansen- Helgi Ólafsson, Reykjavíkurskák- mótinu 1986, 9...Be7 10.Dc2 Bd7 11.Be2 Hc8 12.0–0 dxc4 13.Had1 De8 14.Hd2 a5 15.b5 Rb4!? 16.axb4 axb4 17.Re4 b3 18.Rxf6+ Bxf6 19.Db1 c3 20.Hxd7 Dxd7 21.Dxb3 c2 22.e4 Hc3 23.Da4 Hfc8 24.Bc1 b6 25.e5 Be7 26.Dg4 Kh8 27.Dh5 Ba3 28.Dg4 Bxc1 29.Hxc1 Hb3 30.De4 Hb1 31.Hxb1 c1D+ 32.Re1 Dcd2 og svartur vann. 10.axb4 Bxb4 11.Db3 a5 12.Be5 -- Eftir 12.Bd3 dxc4 13.Bxc4 b5 14.Be2 Rd5 15.Be5 a4 16.Db2 Da5 17.Hc1 a3 18.Da1 Bxc3+ 19.Bxc3 Rxc3 20.Hxc3 b4 21.Hb3 Bd7 22.0–0 Ba4 23.Hbb1 Bc2 24.Rd4 Bxb1 25.Hxb1 Hac8 26.Da2 Hc3 átti svartur mun betra tafl, sem hann vann, 43 leikjum síðar (van Wely-Vaganjan, Dordrecht 2000) Önnur leið er 12.Rd2 d4 13.Rcb1 Re4 14.Dxb4 axb4 15.Hxa8 e5 16.Bg3 Rc3 17.e4 f5 18.Bxe5 fxe4 19.c5 Rxb1 20.Bc4+ Kh8 21.Rxe4 De7 22.f4 Bf5 23.Hxf8+ Dxf8 24.Rd6 h6 25.g4 Bxg4 26.Hg1 h5 27.h3 Ra3 28.Rf7+, jafntefli (Sulypa-Heinis, Frakklandi 1999). Ef til vill getur hvítur leikið 12.Bg5, t.d. 12...h6 13.Bxf6 Dxf6 14.Rd4 Dg5 15.Hg1 Hd8 16.Hd1 dxc4 17.Bxc4, en hvítur á einnig mörg erfið vandamál óleyst í þeirri stöðu. 12...Rd7 13.Bd4 -- Eða 13.Hc1 f6 14.Bg3 Rc5 15.Dc2 Re4 16.Db2 e5 17.Ke2 Rxc3+ 18.Hxc3 Bg4 19.h3 Bh5 20.Hd3 Dc8 21.Da2 dxc4 22.e4 Bf7 23.He3 c3 24.Dc2 a4 25.Rxe5 fxe5 26.Bxe5 Bc4+ 27.Ke1 Bb3 28.Hg3 g6 29.Dc1 c2+ 30.Ke2 Dc4+ og hvítur gafst upp (Lautier-Topalov, Mónakó 1999). 13...He8 14.cxd5 -- Hvítur á um ýmsar leiðir að velja, en þær virðast ekki álitlegar. Sem dæmi má nefna 14.Be2 e5 15.Rxe5 Rxe5 16.cxd5 Dg5! 17.Kf1 og menn hvíts vinna ill saman. 14...e5 15.Rxe5 Rxe5 16.Bb5 Rc6! 17.Bxg7? -- Betra er 17.Hd1 Rxd4 18.Hxd4 He5 19.Bc4 Dg5 20.Kf1 og hvítur á lakara tafl, sérstaklega vegna stöðu kóngsins á f1, en það er mik- ið eftir af skákinni. 17...Kxg7 18.dxc6 Dd4 19.Hc1 -- Eða 19.0–0 Dxc3 20.Dxc3+ Bxc3 21.cxb7 Bxb7 22.Bxe8 Bxa1 23.Hxa1 Hxe8 24.Hxa5 og svartur ætti að vinna. Hér komi stöðumynd 2. 19...Hxe3+! 20.fxe3 Dxe3+ 21.Kd1 -- Eða 21.Kf1 Df4+ 22.Ke2 Bg4+ 23.Kd3 Bf5+ 24.Ke2 He8+ 25.Re4 (25.Kd1 Dd4+ 26.Bd3 Dxd3+ mát) 25...Hxe4+ og svartur mátar. 21...Be6 22.Db2 -- Eftir 22.Kc2 Bxb3+ 23.Kxb3 bxc6 24.Hhe1 Dc5 25.Bd3 Hb8 og svartur á vinningsstöðu. 22...Hd8+ 23.Rd5+ Kg8 og hvitur gafst upp. Lokin hefdu getað orðið: 24.Hc5 [24.Kc2 Bf5+ 25.Kd1 Hxd5+ 26.Bd3 Dxd3+ 27.Dd2 Dxd2+ mát] 24...Bxc5 25.Dd2 Hxd5 26.Dxd5 Bxd5 27.Bc4 Bb4 28.Kc2 Be4+ 29.Bd3 Dxd3+ 30.Kb2 Da3+ mát. Ehlvest og Korneev sigruðu á Reykjavíkurskákmótinu SKÁK Ráðhús Reykjavíkur XX REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 7.–15. mars 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Reykjavík, Hverfisgötu 6, sími 562 2862 Stærðir 42 - 52 Stuðningskennsla í þýsku fyrir framhaldsskólanema Tími: föstudaga kl. 17.30-19.00 og sunnudaga kl. 12.00-13.30, alls 16 stundir Staður: Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, 3. hæð Kennari: Guðmundur V. Karlsson Verð: Kr. 14.000 Kennsla hefst föstudaginn 5. apríl kl. 17.30. Hámarksþátttakendafjöldi: 12. Þátttökutilkynningar í síma 551 6061 (þriðjud.-föstud. kl. 15-18, laugard. kl. 14-17) og á netfanginu goethe@simnet.is. Í GOETHE-ZENTRUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.