Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                   !   !            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá heilbrigðisþjónustunni í sambandi við aldraða, sjúka og slasaða, nú skal leggja á þá nýja skatta í formi hækkunar á kostnaði við sjúkraþjálfun. Með því að semja ekki við sjúkraþjálfara bitnar þetta mjög á mörgum eldri borgurum, sem verða nú að greiða sína sjúkraþjálfun og eltast síðan við endurgreiðslu frá Tryggingastofn- un, ef tryggingaráði þóknast að samþykkja það, en nú er ekki leng- ur nægilegt að framvísa beiðni frá lækni um sjúkraþjálfun heldur er það undir duttlungum trygginga- ráðs komið hvort endurgreiðsla fæst. Það er undravert hvað stjórn- endum heilbrigðismála geta fundið upp til að skerða kjör aldraðra og gera þeim lífið erfiðara, en ekki er langt síðan sjúkraliðar stóðu í samningabaráttu, sem sköpuðu mörgum eldri borgurum veruleg óþægindi og kostnaðarauka, og núna eru stjórnvöld að loka á að aldraðir, sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda, fái notið þess, nema með stórauknum tilkostnaði og alls kon- ar aukasnúningum, sem margir eru ekki færir um að standa í. Þessar nýju reglur, að sjúklingur þurfi að sækja um og bíða úrskurðar trygg- ingaráðs um endurgreiðslu, og það að sjúklingur þurfi að greiða þjálf- unina fyrst og sækja síðan endur- greiðsluna í Tryggingastofnun, er mörgum þeirra ofviða, bæði fjár- hagslega og heilsufarslega, og mun leiða til þess að margir verða að hætta í sjúkraþjálfun, sem er þeim þó lífsnauðsynleg. Það vekur athygli hvað þær launastéttir, sem mest sinna og þjóna öldruðum, eiga erfitt með að fá launakjör sín bætt í samræmi við aðrar stéttir, samanber sjúkra- liða í vetur og sjúkraþjálfara núna. Nú skal hindra þá í að sinna okkur eins og verið hefur með því að semja ekki við þá. Hvers á ég að gjalda að þurfa að greiða fullt gjald, sem ég hef ekki efni á, fyrir sjúkraþjálfun, sem mér ber sam- kvæmt lögum að fá greidda að fullu, sbr. grein 27 í lögum nr. 117 frá 1993, sem eru lög um almanna- tryggingar? Í nýjum reglum frá trygginga- ráði á Tryggingastofnun að greiða sem nemur 75% í fyrstu 15 skiptin, allt eftir það, fyrir eldri borgara (ellilífeyrisþega) hjá stofnun, sem Tryggingastofnun hefur samið við, en það mun vera að mestu hjá stofnunum, sem ríkið rekur eða styrkir. Það sama gildir fyrir ein- staklinga sem hafa umönnunar- kort. En ef farið er til sjúkraþjálfara, sem ekki er með samning við Tryggingastofnun, fær eldra fólk (ellilífeyrisþegar) aðins kr. 1.692 í fyrstu 15 skiptin og síðan kr. 2.256, ef tryggingaráði þóknast að sam- þykkja umsókn okkar. Þarna er það ekki mat læknis hvort við þurf- um og fáum þjálfun, nú skal það vera mat tryggingaráðs. Og sam- kvæmt þessum nýju reglum fá þeir sem eru með umönnunarkort miklu hærri endurgreiðslur en aldraðir, eða kr. 2.256 í fyrstu 15 skiptin og kr. 2.820 eftir það. Þetta er enn eitt dæmið um að aldraðir skuli borga meira en aðrir, enn er höggvið að öldruðum. Hvers eigum við aldraðir í Kópavogi að gjalda? Við höfum góðar þjálfunar- stöðvar, bæði í Sunnuhlíð og Hamraborg, sem að mestum hluta sinna öldruðum, en nú er svo komið að fjöldi okkar verður að hætta við sjúkraþjálfunina vegna kostnaðar og fyrirhafnar við að fá endur- greiðslu. Ég skora á ráðamenn, bæði ríkisstjórn og Alþingi, að koma og kynna sér hvaða fólk það er sem á hlut að máli, og kynna sér hvaða afrek þeir eru að vinna með því að hrekja þetta aldraða, sjúka fólk frá því að fá nauðsynlega sjúkraþjálfun, þetta aldraða, sjúka fólk, sem hefur orðið að hverfa frá með tárvot augu, vegna þess að það getur ekki, vegna heilsufars og fjárhags, farið að duttlungum tryggingaráðs. Heitir þetta að standa vörð um hagsmuni aldraðra? KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, formaður félags eldri borgara, Kópavogi. Sjúkraþjálfun og aldraðir Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: Karl Gústaf Ásgrímsson MENN geta haft mismunandi skoð- anir á því hvort veðrið á Íslandi sé betra en í Flórída. Staðreyndin er aftur á móti sú að meðalhiti í Flórída er mun hærri og sólskinsstundir fleiri. Menn geta einnig haft mismun- andi skoðanir á því hvernig stjórna eigi fiskveiðum við Ísland. Stað- reyndin er aftur á móti sú að aðeins leikreglur sem stuðla að nýliðun styrkja atvinnugreinar og stuðla að framleiðniaukningu. Það hafa al- þjóðlegar rannsóknir sýnt fram á. Fyrningarleið veitir jafnan að- gang að fiskveiðum á meðan auð- lindagjald hindrar nýliðun. Þeir sem styðja auðlindagjald verða að taka því að hún mun leiða til hnignunar útgerðar á Íslandi, hver svo sem skoðun þeirra er á því. GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON Laugalind 1, Kópavogi. Skoðun Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.