Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.03.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TVEIR fjallgöngumenn björguð- ust naumlega eftir að hafa slasast alvarlega í snjóflóði í Esjunni á laugardag. Annar þeirra hlaut inn- vortis áverka og missti 4,5 lítra af blóði en hinn mjaðmagrindarbrotn- aði í flóðinu. Líkamshiti annars þeirra var kominn niður í 33 gráður þegar honum var bjargað en hann grófst undir flóðinu. Líkamshiti fé- laga hans fór niður í 34 gráður en sá náði að grafa félaga sinn upp að hluta og hringja eftir hjálp úr GSM-síma. Jón Þór Ragnars og Helgi Þor- gilsson voru á leið frá Þverfells- horni þegar snjóflóðið féll og var Jón Þór á undan Helga niður brekku sem þeir völdu sér á baka- leiðinni. Helgi varð var við sprungu sem myndaðist aftan við hann en þá var snjóflóðið að fara af stað. Ekki er ljóst hversu langt þeir runnu nið- ur með flóðinu, sem lék þá mjög illa áður en þeir stöðvuðust. „Jón var alveg niðurgrafinn og komst ekki upp úr flóðinu af sjálfs- dáðum,“ sagði Helgi við Morgun- blaðið í gær. „Ég var ofar í flóðinu og gat skriðið upp úr því.“ Helgi að- gætti farsíma sinn til að tilkynna um slysið en þá kom í ljós að síminn hafði brotnað. Þegar hann reis upp úr flóðinu sá hann ekki Jón Þór fyrst en merkti síðan hreyfingar þar sem Jón Þór var að kasta snjó með lausu hendinni. Helgi náði til félaga síns, gróf hann að hluta upp úr flóðinu, náði í síma hans og tókst þannig að hringja eftir aðstoð. Þeir félagar hafa aldrei fyrr lent í slysi af þessu tagi og Jón Þór lýsti reynslunni af snjóflóðinu þannig: „Það kemur einhver kraftur og tek- ur þig,“ sagði hann. „Mér leið eins og jörðinni hefði verið kippt undan mér,“ lýsti Helgi fyrir Morgunblaðinu. Tveir menn slösuðust þegar þeir lentu í snjóflóði í Esjunni Morgunblaðið/Ásdís Helgi Þorgilsson er talinn hafa unnið mikið þrekvirki þegar hann gekk stórslasaður úr snjóflóðinu í björgunarþyrluna. Missti 4,5 lítra af blóði  „Leið eins og… /6 lækkað í verði. Hollensku gúrkurn- ar hafa verið til sölu í Fjarðarkaup- um á 269 krónur kílóið, að hennar sögn, og kom önnur sending með skipi til landsins í morgun. „Ís- lensku gúrkurnar byrjuðu að lækka strax á föstudag, í sömu viku og þessar hollensku komu til landsins og ég hef trú á því að kílóið eigi eft- ir að lækka enn meira í þessari viku,“ segir hún. Breytingarnar sem gerðar hafa verið á verðmyndun grænmetis fela m.a. í sér að ekki voru lagðir tollar á þessar vörur 15. mars eins og verið hefur ár hvert. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir mjög mikilvægt að fylgja aðgerðunum vel eftir svo þær skili sér til neytenda í lægra verði á innfluttum sem og innlendum garð- og gróðurhúsaafurðum. Hann telur breytingarnar leiða til helmingslækkunar á agúrkum, papriku og tómötum frá því verði sem annars væri. HEILDSÖLUVERÐ á agúrkum var lækkað um 50% hjá Banönum ehf. í gærmorgun. Almar Örn Hilm- arsson, framkvæmdastjóri Banana, segir að fullt listaverð á kílói af ag- úrkum hafi verið 390–420 krónur í síðustu viku og sé nú komið niður í 200 krónur. Algengast sé að gefa síðan mis- munandi afslátt af fullu listaverði, allt eftir umfangi viðskipta, frá 10– 25%. Nýjar beingreiðslur til garð- yrkjubænda tóku gildi í síðasta mánuði og segir Almar að þær breytingar séu stærsti þátturinn í lækkuninni nú. Bananar dreifa ag- úrkum í verslanir Nóatúns, 11-11, KÁ, Samkaupa, KEA og Þína versl- un. Hollenskar gúrkur „ástæða verðlækkunar“ Guðný Edda Gísladóttir, inn- kaupastjóri hjá Mötu, segir að fyr- irtækið hafi flutt inn hollenskar ag- úrkur í síðustu viku, sem sé ástæða þess að innlendu agúrkurnar hafi Verð á agúrk- um lækkar um helming  Mikilvægt/12STARFSMENN Skógræktar rík- isins hafa farið um höfuðborg- arsvæðið að undanförnu í þeim til- gangi að finna góðar aspir til að æxla þær við aðra klóna, sem hafa mikinn mótstöðuþrótt gegn ryð- sveppi, og rækta þannig öndveg- isaspir. „Við erum að framleiða ösp sem ryð fær ekki grandað,“ segir Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá. Asparryð kom til landsins 1999 og þá um sumarið var sett af stað rannsóknarverkefni til að finna lausn á vandanum, að sögn Guð- mundar. Hann segir að ástandið hafi verið mjög slæmt þetta sum- ar, til dæmis í Hveragerði og á Selfossi, og enn verra sumarið 2000, en sjúkdómurinn væri í örri framrás og væri kominn á höf- uðborgarsvæðið og víðar. Guðmundur segir að fyrstu við- brögð hafi meðal annars falist í því að athuga hvort til væru asp- arklónar, sem stæðust þennan sjúkdóm. Eftir að hafa farið í gegnum allan klónaefnivið, sem til væri í tilraunum víða um land, hefðu fundist þrír klónar, Sæ- landsösp, Haukur og Súla, sem nær öruggt megi telja að standist sjúkdóminn. Þar með væri búið að finna erfðaefnið sem nægði og hægt væri að byggja alla asp- arrækt í landinu á þessum klónum, en ekki væri gott að byggja ein- göngu á þremur klónum. Því væri næsta skref að sameina þessa góðu eiginleika í þessum öspum við góða eiginleika í einhverjum öðrum öspum. Tveir mælikvarðar um hvaða aðrar aspir væru góðar væru fyrir hendi. Í fyrsta lagi þær aspir sem hefðu komið vel út úr tilraunum sem gerðar hefðu verið á Mógilsá í meira en áratug. Í öðru lagi gamlar og fallegar aspir í bæjum, en hálfrar aldar gömul, falleg ösp sýndi að hún hefði stað- ist öll áföll. Það væru trén með eiginleika sem menn vildu tengja sjúkdómsþolinu og því hefðu verið klipptar blómgreinar af þeim til að nota í kynbæturnar. Að sögn Guðmundar er öspin mjög fljót til og því taka kynbæt- urnar skamman tíma. Hann segir að í vetur fari fram forpróf sem gefi vísbendingar um hvað efnivið- urinn sé góður. Tilrauna- plönturnar verði síðan gróð- ursettar á höfuðborgarsvæðinu og sumarið 2004 verði þær prófaðar með því að smita þær með þessum sjúkdómi. Um haustið liggi síðan fyrstu niðurstöður fyrir. Tilraunin verði endurtekin og gangi allt eft- ir verði þá hægt að mæla með þessum trjám, enda verða þau fal- leg og sjúkdómsþolin. Morgunblaðið/Jim Smart Karl Gunnarsson, starfsmaður Skógræktarinnar, klippir blómgreinar af ösp við húsið Sjónarhól í Hafnarfirði. Berjast við ryðsvepp í öspum með kynbótum ÁREKSTUR varð á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi í gær- morgun er áætlunarbíll og snjó- blásari rákust saman. Bæði far- artækin voru á suðurleið frá Stykkishólmi er áreksturinn varð. Tildrög árekstursins eru þau að snjóblásarinn fór í veg fyrir rút- una er hún reyndi að taka fram úr samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Stykkishólmi. Skafrenn- ingur var á veginum er árekst- urinn varð. Engir farþegar voru í rútunni en ökutækin eru bæði mjög mikið skemmd og óökufær og þurfti að draga þau af vettvangi. Lögregla var kölluð á vettvang og var veg- urinn yfir Vatnaleið lokaður tíma- bundið í gærmorgun af þessum sökum. Vatnaleið er nýr vegur sem opn- aður var á síðasta ári og kemur í stað vegarins yfir Kerlingarskarð- ið. Snjóblás- ari og rúta í árekstri BOEING 757-200-þota Flugleiða, sem lenti í flugatviki við Gardermoen- flugvöll í Noregi, hefur verið í sér- stakri skoðun hjá Tæknistöð Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli. Ekkert at- hugavert hefur fundist og er reiknað með að rannsókninni ljúki í dag. Eftir atvikið við Gardermoen 22. janúar var vélinni flogið án farþega og síðan sett í svonefnda C-skoðun 25. janúar. Slík skoðun fer árlega fram á þotum og er sú ítarlegasta á gerð þessara flugvéla. Við skoðunina var sérstaklega tekið tillit til atviksins og fóru þá fram ýmsar sérathuganir samkvæmt leiðbeiningum frá Boeing- verksmiðjunum. Þessari skoðun lauk 8. febrúar og var þotan í áætlunar- flugi allt til 14. mars þegar Boeing- verksmiðjurnar ráðlögðu nánari skoðun á ákveðnum þáttum. Var það í varúðar- og öryggisskyni og gert í framhaldi af athugun Boeing á gögn- um úr flugrita þotunnar um atvikið. Sérskoðun á þotunni að ljúka  Hélt að/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.