Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 24. MARS 2002 70. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Síbería 70º norður Lífið á rússnesku túndrunni er ekki fyrir aðra en þá sem þola kulda og langar nætur. Náttúruöflin eru óblíð, efnahagurinn nú í kaldakoli og lífsbaráttan hörð. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari dvaldi á mörkum hins byggilega heims, norðan við heimskautsbaug.  12 Sælkerar á sunnudegi Ávextir, möndlur og hunang Heimspekilegar vangaveltur um réttlæti kvótakerfisins Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 24. mars 2002 B Allir lykilþættir stefnunnar skoðaðir 10 Viðskiptavenjur hafa mikil áhrif á nýsköpun 14 Eina markmiðið að verða góðir 16 RÖÐ af Óskarsstyttum skreytir Hollywood Boulevard við inngang Kodak-hallarinnar en þar verða Óskarsverðlaunin afhent við hátíð- lega athöfn í dag, sunnudag. Miklar öryggisráðstafanir eru á staðnum enda gert ráð fyrir um 3.300 gest- um og áætlað er að hundruð millj- óna manna um allan heim fylgist með atburðinum í sjónvarpi. Lík- legust til að hljóta styttuna frægu er sögð vera myndin A Beautiful Mind með Russell Crowe en verð- launin fyrir bestu erlendu myndina gætu fallið Norðmönnum í skaut fyrir Elling. Beðið eftir Óskari AP LEIÐTOGAR nær 60 ríkja um allan heim samþykktu á fundi sínum í Mont- errey í Mexíkó í vikulokin áætlun um baráttu gegn fátækt í heiminum. Ætl- unin er að auka fjárhagsaðstoð við fá- tækar þjóðir, fella niður skuldir þeirra og ýta undir milliríkjaviðskipti. George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði á hinn bóginn áherslu á að fátæk ríki yrðu að opna markaði sína auk þess að verja réttarríkið og lýðræðið. James Wolfensohn, forstjóri Al- þjóðabankans, sagði að með áætlun- inni væri sagt að leiðtogar jafnt ríkra sem fátækra bæru sameiginlega ábyrgð. „Þetta er viðurkenning á því að tækifæri og eigin styrkur – ekki góðgerðastarfsemi – geta eflt okkur öll,“ sagði Wolfensohn. Ekki er um að ræða bindandi loforð, ákveðin pen- ingaleg markmið eða tímasetningu. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að óhjákvæmilegt hefði verið að hafa orðalag loðið til að ná fram samstöðu. Í fyrstu drögum var hvatt til þess að ríkar þjóðir legðu fram alls 50 milljarða dollara, um fimm þúsund milljarða króna, aukalega til þróun- araðstoðar á ári og tvöfölduðu þannig núverandi framlög. En þótt jafnt Wolfensohn sem Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, styddu þá hug- mynd var hún ekki samþykkt þar sem Bandaríkjastjórn var á móti. Bush telur að aukin áhersla á einkafram- tak, fjárfestingar einkafyrirtækja og frjáls viðskipti séu líklegri til að draga úr fátækt en bein fjárhagsaðstoð. Talsmenn Evrópusambandsins segja á hinn bóginn að ósennilegt sé að einkafjárfestar muni sýna snauðustu Afríkulöndunum mikinn áhuga og þar verði því að koma til bein, opinber framlög auðugra ríkja. Einkaframtak og frjáls við- skipti leysi fátæktarvanda Monterrey. AFP, AP. Tillaga í Monterrey um 50 milljarða dollara framlag til þróunarlanda felld RÁÐAMENN í nokkrum bandarísk- um sambandsríkjum þar sem mikið er um framleiðslu á vefnaðarvöru krefjast þess nú að innlend fyrirtæki fái vernd gagnvart ódýrri vöru frá Asíulöndum. Er bent á að undanfar- in ár hafi mörgum verksmiðjum ver- ið lokað og hundruð þúsunda Banda- ríkjamanna hafi misst vinnuna. Ríkisstjórar Suður-Karólínu, Georgíu og Norður-Karólínu hvöttu til þess á föstudag að alþjóðlegum viðskiptasamningum yrði breytt og jafnframt að alríkisstjórnin í Wash- ington veitti fé til starfsþjálfunar fyrir þá sem hafa misst vinnuna. Ráðamenn í fyrirtækjunum segja að í viðskiptasamningum sé látið undan kröfum erlendra ríkja þar sem vinnuaflið sé ódýrt. Ríkisstjórarnir þrír viðurkenndu að þeir gætu lítil áhrif haft á þróun atvinnugreinarinnar en sögðust vona að þeir fengju alríkisstjórnina til að aðstoða hana á sama hátt og stálfyrirtækjum og flugfélögum hef- ur verið rétt hjálparhönd síðustu mánuði. Krefjast verndar Washington. AFP. ALLT að tvær milljónir manna tóku í gær þátt í útifundi sem ítölsk stétt- arfélög efndu til í Róm til að mót- mæla fyrirhuguðum breytingum stjórnar Silvios Berlusconis for- sætisráðherra á vinnumarkaðs- löggjöf, en einnig var mótmælt harðlega morði hryðjuverkamanna á efnahagsráðgjafa ríkisstjórn- arinnar, Marco Biagi, fyrr í vik- unni. Hér er mannfjöldinn við Col- osseum. Biagi var myrtur við heimili sitt í Bologna og er talið að þar hafi ver- ið að verki Rauðu herdeildirnar svonefndu, samtök sem stóðu fyrir fjölmörgum hryðjuverkum á átt- unda áratugnum. Biagi mun hafa verið einn af aðalhöfundum nýrra tillagna ráðherrans sem miða að því að veita fyrirtækjum aukinn rétt til að ráða og reka starfsfólk. Stærstu verkalýðssamtökin, CGIL, leigðu um 10.000 rútur til að flytja stuðningsmenn frá fjarlægum landshlutum til höfuðborgarinnar. Að sögn BBC var ákveðið að fella niður nokkrar menningaruppá- komur til að minnast Biagi og jafn- framt var fólkið hvatt til að ganga þögult um borgarstrætin en hrópa ekki slagorð. AP Tvær milljónir á útifundi í Róm NORSKA stjórnin ætlar að slaka á hömlum sem settar hafa verið á auglýsendur svonefndra náttúru- lyfja og verða meðal annars ekki gerðar jafn strangar kröfur um rannsóknir er sanni árangurinn. Að sögn Aftenposten mega fram- leiðendurnir framvegis fullyrða að lyfið minnki óþægindi af kvillum og sjúkdómum en sem fyrr mega þeir ekki halda því fram að lyfið beinlín- is lækni sjúklinginn nema það þyki sannað með tilraunum. Dagfinn Høybråten heilbrigðis- málaráðherra segir markmiðið með breytingunni vera að fjölga Aukið frelsi fyrir náttúrulyf viðurkenndum náttúrulyfjum á markaðnum. „Ef við slökum dálít- ið á kröfunum tel ég að við fáum aukið eftirlit með innihaldinu og meira öryggi fyrir neytendurna. Jafnframt fá fyrirtækin á þessu sviði fleiri tækifæri til að setja vörur sínar á markað,“ segir ráð- herrann. Nú eru aðeins seld um 30 viðurkennd náttúrulyf í Noregi. Samkvæmt gömlu lögunum sem sett voru 1995 ríkir fullt frelsi til að selja hvers kyns varning og segja að hann bæti líðanina en heitið náttúrulyf má ekki nota nema búið sé að fá til þess opinbert leyfi. Róm. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.