Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ N ORÐMENN gengu í gengum ítarlegar aðild- arviðræður við Evrópu- sambandið ásamt Finn- um, Svíum og Austurríkismönnum árið 1994, þar sem sjávarútvegur var ofarlega á baugi vegna mik- ilvægis hans á stórum landsvæðum í Noregi. Aðildin að Evrópusamband- inu var hins vegar felld í Noregi, eins og kunnugt er, en samþykkt í hinum löndunum öllum, sem gengu í sambandið í ársbyrjun 1995. Norsk stjórnvöld töldu hins vegar að þau hefðu náð fram öllum helstu kröfum sínum í sjávarútvegsmálum í samn- ingaviðræðunum. Helstu atriðin í samningum Norð- manna við Evrópusambandið vegna sjávarútvegsmála voru að þeir áttu að annast stjórn fiskveiða norðan 62. breiddargráðu tímabundið í þrjú ár til 1. júlí 1998, en sú lína liggur nálægt Sognsfirði, nokkru fyrir norðan Bergen. Jafnframt áttu þeir að setja heildarkvóta á svæðinu og viðhalda fiskveiðisamningnum við Rússa en eftir mitt ár 1998 átti sam- eiginleg sjávarútvegsstefna Evrópu- sambandsins að taka gildi á svæð- inu. Í sameiginlegri ályktun, sem var viðauki við norska aðildarsamning- inn, er einnig ítrekað mikilvægi þess, að fyllstu varfærni sé gætt varðandi sókn í fiskistofna í norskri landhelgi. Segir að nauðsynlegt sé að hafa samvinnu við hafrannsókn- arstofnanir í Noregi og samtök sjáv- arútvegsins þar við ákvarðanir um veiði. Þegar aðlögunartímanum lauk og allar veiðar í norskri landhelgi áttu að verða hluti af sameiginlegri sjáv- arútvegsstefnu sambandsins voru ákvæði um að norska fiskveiði- stjórnunarkerfið yrði tekið upp af ESB við ákvarðanir um heildarveiði norður af 62. breiddargráðu. Þann- ig var gert ráð fyrir því að ESB myndi gera norska fiskveiðistjórn- un á svæðinu að sinni. Jafnframt var gert ráð fyrir því að kvótaákvarðanir yrðu ekki tekn- ar í Brussel og í aðildarsamningi Norðmanna var kveðið á um að þeir myndu halda sama hlutfalli fisk- veiðiheimilda og þeir höfðu haft. Norska sjávarútvegsráðuneytið sagði að með aðildarsamningnum væri tryggt að fiskveiðiskip annarra ríkja fengju ekki aukinn aðgang að norskum fiskimiðum varðandi aðra fiskistofna en makríl. ESB-ríkin haldi þeim 2,9% af heildarafla, sem þau höfðu samkvæmt eldri samn- ingum, og við bætist þau 1,57% af heildarafla til ESB-ríkjanna í suður- hluta Evrópu, sem veitt voru í tengslum við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. Það séu því fyrst og fremst ákvarðanir um ár- legan leyfilegan heildarafla, eftirlit og annað þess háttar, sem formlega færist til Brussel. Þá kemur fram að þeir sem hafi hingað til fiskað innan 12 mílna við Noregsstrendur sitji að þeim veið- um, samkvæmt reglum ESB, fram að endurskoðuninni 2002. Norð- menn fengu sérstaka viðurkenningu á mikilvægi fiskveiða og að reglan um hlutfallslegan stöðugleika yrði virt. Þá máttu Norðmenn setja hömlur við kaupum erlendra aðila á norskum fiskiskipum um þriggja ára skeið frá inngöngu og Norð- menn, líkt og Svíar og Finnar, fengu þriggja ára undanþágu til að vinna síld til annars en manneldis. Þá var ákvæði þess efnis að aðild- arlönd ESB ættu að taka upp veiði- leyfakerfi frá og með 1. janúar 1995. Það tæki til allra fiskiskipa banda- lagsins sem veiddu á fiskimiðum þess, á úthafinu eða miðum þriðju landa. Einnig var gert ráð fyrir því að Norðmaður skipaði embætti framkvæmdastjóra sjávarútvegs- mála hjá Evrópusambandinu. Með samningnum fengu Norð- menn aukinn markaðsaðgang, en tollfrelsi samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið náði ekki til lax, síldar, rækju, makríls, silungs og hörpuskeljar, að því er fram kom hjá norska sjávarútvegs- ráðuneytinu á þessum tíma. Tollar á þessum tegundum voru á bilinu 12– 25%, en þeir átt að falla niður við að- ild. Miðað við útflutning Norðmanna á sjávarafurðum til ESB-ríkja á árinu 1993 var gert ráð fyrir að hagnaður þeirra af niðurfellingu tolla yrði um 380 milljónir norskra króna eða 180 milljónum umfram þann hagnað sem þeir höfðu af EES- samkomulaginu, þegar það hafði tekið gildi að öllu leyti. Í þessum töl- um var ekki tekið tillit til aukinna markaðsmöguleika og þess að ekki yrði lengur hægt að grípa til tækni- legra viðskiptahindrana gagnvart Norðmönnum. Þá töldu norsk stjórnvöld einnig að aðgangur að styrkjakerfi Evr- ópusambandsins myndi styrkja sjáv- arútveg þeirra verulega í sam- keppni á Evrópumarkaði og nyrstu héruð Noregs myndu ekki hvað síst njóta þess. Misjafnar viðtökur Samningur Norðmanna fékk mis- jafnar viðtökur á Íslandi og í Noregi og mismunandi mat var lagt á það hvað í honum fælist. Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráð- herra Noregs, sagðist sannfærð um að samkomulagið væri norskum sjávarútvegi mjög hagstætt. Norð- mönnum hafi tekist að halda yfir- ráðaréttinum yfir auðlindum sínum. „Nú geta Norðmenn sjálfir ákveðið hvort Norðmenn eigi að taka þátt í því samstarfi sem mun móta fram- tíð Evrópu. Við höfum gert það sem við gátum, náð samningi sem trygg- ir sjálfsákvörðunarrétt Norð- manna,“ sagði Brundtland. Norsk stjórnvöld töldu sig ná fram helstu kröfum ALMENNT er ekki gertráð fyrir að róttækarbreytingar verði gerðará sameiginlegri sjávar-útvegsstefnu Evrópu- sambandsins í þeirri reglubundnu endurskoðun sem nú er komið að og stendur yfir á vegum framkvæmda- stjórnar ESB. Endurskoðuninni á að vera lokið í ár og ný stefna á grund- velli hennar að ganga í gildi í byrjun næsta árs. Þó er ljóst að endurskoð- unin tekur til allra lykilþátta sameig- inlegu sjávarútvegsstefnunnar og eftir því sem best er vitað miða breytingar að því að tryggja betur að sjávarútvegur geti verið sjálfbær at- vinnugrein, án þess að hrófla við grunnþáttum fiskveiðistjórnunar- kerfisins, t.a.m. reglunni um hlut- fallslegan stöðugleika eða aðgengi innan tólf mílna lögsögu. Breyting- arnar miða að því að draga úr mið- stýringu og auka svæðabindingu sjávarútvegsins, hertum stjórnunar- reglum, langtímaáætlunum um stöðu fiskistofnanna og veiða úr þeim, samræmingu á veiðigetu fiski- skipaflotans, sem er alltof stór, við afrakstur fiskistofnanna, endurskoð- un á styrkjakerfinu og fleira. Fyrsta heildarstefna Evrópusam- bandsins í sjávarútvegi var sam- þykkt árið 1983 og fyllir því formlega séð tvo áratugi í lok þessa árs. Stefn- an var endurskoðuð tíu árum síðar og tóku breytingar gildi í ársbyrjun 1993, en þar var jafnframt kveðið á um endurskoðun stefnunnar miðað við ársbyrjun 2003. Fyrstu sameiginlegu reglugerð- irnar í sjávarútvegi voru þó settar árið 1970 og byggist það á stefnu- mörkun í sjálfum Rómarsáttmálan- um, stofnsáttmála Evrópusam- bandsins, frá árinu 1957. Sú stefnumörkun sem þar er að finna er þó með mjög lauslegum hætti. Grænbók í fyrravor Til að undirbúa endurskoðunina nú gaf framkvæmdastjórnin út grænbók um framtíð sjávarútvegs- stefnunnar í mars á síðasta ári, sem vera átti grundvöllur umræðu og gefa aðilum tækifæri til að tjá sig um kosti og galla stefnunnar. Undirbún- ingur endurskoðunarinnar hófst þó mun fyrr eða strax á árinu 1998. Spurningar voru þá sendar út til 350 aðila í sjávarútvegi innan Evrópu- sambandsins og síðan voru haldnir tugir funda með hagsmunaaðilum, vísindamönnum og stjórnvöldum á ýmsum svæðum. Í kjölfar útgáfu grænbókarinnar var haldin almenn ráðstefna um stefnuna með þátttöku um fjögur hundruð aðila um mitt ár í fyrra, auk þess sem hægt var að koma á framfæri skriflegum athuga- semdum við stefnuna og efnisatriði grænbókarinnar fram til loka sept- ember í haust. Eftir það fór málið til umfjöllunar innan framkvæmda- stjórnarinnar, sem síðar á þessu ári, nánar tiltekið upp úr miðjum næsta mánuði, mun leggja tillögur sínar fyrir Evrópuþingið og ráðherraráðið til umfjöllunar. Á heimasíðu sjávarútvegsdeildar framkvæmdastjórnarinnar segir að sameiginlega sjávarútvegsstefnan sé tæki Evrópusambandsins til að stjórna fiskveiðum og fiskeldi. Hún hafi verið sett á laggirnar til að stjórna sameiginlegri auðlind og til að mæta þeim skyldum sem settar voru fram í stofnsáttmála Evrópu- sambandsins og forvera þess. Þar sem fiskur sé náttúruleg og hreyf- anleg auðlind sé um sameiginlega eign að ræða. Til viðbótar sé í stofn- sáttmála sambandsins kveðið á um það að það eigi að vera sameiginleg stefna á þessu sviði, þ.e.a.s. sameig- inlegar reglur sem gildi í öllum aðild- arríkjunum. Í Rómarsamningnum, stofnsátt- mála Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins, sem undirritaður var 1957, segir þó ekki annað um fiskveiðar en að þær falli undir landbúnaðarkafla sáttmálans, en þar segir orðrétt: „Sameiginlegi markaðurinn skal ná til landbúnaðar og verslunar með landbúnaðarafurð- ir. Hugtakið landbúnaðarafurðir nær hér yfir afurðir jarðræktar, bú- fjárræktar og fiskveiða sem og af- urðir á fyrsta vinnslustigi sem tengj- ast beint þessum afurðum.“ Sjávarútvegsstefnan hefur síðan þróast með útgáfu reglugerða og til- skipana á þessum grundvelli, meðal annars í ljósi stækkunar sambands- ins og aðildarviðræðna sem átt hafa sér stað í tengslum við hana. Má ekki mismuna á grundvelli þjóðernis Rómarsamningurinn gerir ekki kröfur um að mótuð verði sérstök stefna um nýtingu annarra náttúru- auðlinda en sjávarútvegs og land- búnaðar. Aðrar auðlindir falla undir almenna skilmála samningsins. Við mörkun landbúnaðarstefn- unnar og þar með fiskveiðistefnunn- ar er lögð áhersla á að ekki megi mis- muna framleiðendum eða neytendum í aðildarríkjunum á grundvelli þjóðernis, en í 7. grein samningsins segir: „Hvers konar mismunun á grundvelli þjóðernis er bönnuð á gildissviði samnings þessa nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans.“ Öll ríki sem gerst hafa aðilar að Evrópubandalaginu og sem hyggja á inngöngu í Evrópusambandið hafa orðið að gangast undir þessa skipan mála, líkt og aðra löggjöf og dóma- fordæmi bandalagsins (acquis communautaire) sem í gildi eru við inngöngu. Það er grundvallaratriði, þannig að ef um einhvern sveigjan- leika er að ræða þarf hann að vera innan þess ramma sem þetta setur. Að forminu til á þannig aðgangur að fiskveiðiauðlindinni að vera sam- eiginlegur og fiskiskip aðildarþjóða að njóta sömu réttinda til veiða innan lögsögu ESB, en í raun er hann tak- markaður og skilyrtur að ýmsu leyti. Í því sambandi má bæði nefna til regluna um hlutfallslegan stöðug- leika sem tryggir aðildarríkjum óbreytta hlutdeild í heildarkvótanum frá ári til árs og einkarétt heimaríkja á veiðum innan tólf mílna lögsögu. Báðar þessar reglur eru til endur- skoðunar nú eins og annað sem snertir sameiginlegu sjávarútvegs- stefnuna, en ólíklegt, eins og áður sagði, að gerðar verði á þeim breyt- ingar sem nokkru máli skipta vegna mikilvægis þeirra beggja og þeirra erfiðleika sem myndu fylgja því að ná samkomulagi um breytingar með- al aðildarríkja ESB. Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er til reglubundinnar endurskoðunar Allir lykilþættir stefn Tuttugu ár eru síðan heildarstefna Evrópusam- bandsins í sjávarútvegsmálum var fyrst samþykkt. Reglubundin endurskoðun stefnunnar stendur nú yfir og er tillagna framkvæmdastjórnar ESB þar að lútandi að vænta um miðjan apríl, en í samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að ekki er búist við róttækum breytingum á stefnunni. Heildarafli ákveðinn af sjávarútvegsráðherrum ESB Fjallað er ítarlega um efnisþætti sameiginlegu sjávarútvegsstefnunn- ar í skýrslu utanríkisráðherra til Al- þingis vorið 2000 um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi. Almennt er stefn- unni skipt upp í fjóra meginþætti, þ.e. stjórnun og verndun, uppbygg- ingu greinarinnar, markaðsmál og veiðar utan yfirráðasvæðis ESB. Ákvörðun um leyfilegan heildar- afla úr einstökum stofnum er tekin af sjávarútvegsráðherrum sambands- ins í sameiningu að fengnum tillög- um framkvæmdastjórnarinnar, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.