Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ RAMALLAH, Ramallah,Ramallah,“ kalla leigu-bílastjórarnir við Dam-askus-hliðið í Jerúsalem.Það er laugardagsmorg- unn og rúmlega einn sólarhringur er liðinn frá því að skriðdrekar og her- menn ísraelska hersins drógu sig út úr Ramallah eftir stærstu innrás hersins í 20 ár. Fólk fyllir á ný leigu- bílana á leið til borgarinnar. Að kvöldi þriðjudagsins 11. mars réðst Ísraelsher inn í Ramallah og nærliggjandi byggðir, en Ramallah er stærsta borg Palestínumanna á Vesturbakkanum. Flóttamannabúð- irnar Al-Amari og Kadura urðu einna verst úti, en einnig urðu tals- verðar skemmdir á verslunum og heimilum í miðborg Ramallah. Þrettán Palestínumenn og einn er- lendur fréttaljósmyndari létu lífið í innrásinni, auk þess sem fjöldi al- mennra borgara var lokaður inni á heimilum sínum og vinnustöðum dögum saman. Þegar við komum til varðstöðvar hersins við Qalandya, rétt utan við Ramallah, bíða langar raðir af bif- reiðum, fólki og vörubílum eftir inn- göngu inn í borgina. Engin hreyfing er á röðunum, svo við veljum þann kost að ganga yfir hæðirnar rétt ut- an við varðstöðina, rétt eins og margir íbúar Ramallah hafa neyðst til að gera undanfarnar vikur og mánuði. Í þetta sinn er andrúmsloftið við stíginn rafmagnaðra en venjulega, vegna þess að hermenn eru á ferli í hæðunum í kring og sá orðrómur gengur að þeir sem fara inn í Ram- allah þennan daginn fái ekki að fara út aftur. Fáir leggja því af stað eftir stígnum, en við sláumst í för með skrafhreifnum Palestínumanni og ísraelsku hermennirnir láta það gott heita. Af hverju gerir enginn neitt? Í miðbæ Ramallah eru verslanir opnar í fyrsta sinn í marga daga og bílar aka um götur þar sem aðeins skriðdrekar voru á ferli fyrr í vik- unni. Ummerkin eftir skriðdrekana sjást þó enn, þar sem víða eru bogin umferðarskilti, skemmdir bílar og brotnir kantsteinar. Fólkið, sem hafði verið innilokað í húsum sínum, er aftur komið út á göturnar og verslunareigendur sópa upp glerbrotum og kanna skemmd- irnar sem orðið hafa á húsnæði og varningi. Með reglulegu millibili fara bíla- lestir framhjá í fylgd fjölda fótgang- andi manna. Skotið er úr byssum upp í loftið og slagorð hljóma úr há- tölurum. Verið að bera til grafar þá sem dóu í innrásinni, en alls létu fjórtán manns lífið. Jarðarfarirnar minna að sumu leyti meira á mót- mælasamkomur en líkfylgdir eins og við þekkjum þær, en þó að fólk sé reitt er sorgin líka augljós. Einkennisklæddir lögreglumenn bera líkið á börum síðasta spölinn og karlmenn jafnt sem konur tárast. Menn heilsast og sýna ættingjum og vinum samúð. Þeir sem látið hafa líf- ið í innrásinni eru álitnir píslarvottar og fá því útför við hæfi. „Þetta er hræðilegt,“ segir kona í hópi syrgj- endanna. „Af hverju gerir enginn neitt?“ Þremur dögum síðar er haldin minningarathöfn um ítalska frétta- ljósmyndarann Raf- aele Ciriello, sem var skotinn til bana 13. mars. Hann er fjórði fréttamaðurinn sem lætur lífið frá því að uppreisn Palestínu- manna hófst. Daginn áður en Rafaele lést hafði Ísraelsher skotið á City Inn Palace hót- elið þar sem 50 palest- ínskir og erlendir fréttamenn voru innan dyra, en engan sakaði. Öllum er sama um Palestínumenn Stór hluti þeirra rúmlega 200 þúsund íbúa sem búa í Ram- allah og nágrenni eru flóttamenn frá Ísrael og afkomendur þeirra. Þeir komu til Ramall- ah í stríðinu 1948 og hafa verið í borginni síðan. Þar á meðal er Mohamad Ali Abu Amouneh, 75 ára vefnaðarvöru- kaupmaður, sem rekur verslun í miðbæ Ramallah ásamt tveimur son- um sínum. Sonur hans, Wahib Abu Amoun- eh, afgreiðir viðskiptavini á milli þess sem hann sýnir mér skemmd- irnar sem orðið hafa á versluninni. Allir gluggar verslunarinnar eru brotnir og málmhlerar sem voru fyr- ir verslunargluggunum eru sundur- skotnir. Flestir klæðisstrangarnir í versluninni eru með kúlnagötum og feðgarnir sýna mér fjölbreytt safn af kúlum og sprengjubrotum sem þeir hafa tínt saman úr búðinni „Það tek- ur okkur mörg ár að vinna þetta upp,“ segir Wahib, sem metur tjónið á rúmlega 10.000 bandaríkjadali eða yfir eina milljón íslenskra króna. Wahib var, eins og aðrir íbúar í Ramallah, fastur á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni á meðan á innrás Ísraelshers stóð. Hann á þrjár dætur og sú yngsta er aðeins sólarhrings gömul. „Við ætluðum að fara á sjúkrahúsið í fyrradag, en enginn sjúkrabíll vildi koma. Ég hringdi í bandaríska sendiráðið af því að ég er bandarískur ríkisborg- ari. Þeir sögðust hugsanlega geta fengið sjúkrabíl til að flytja okkur á Ramallah-sjúkrahúsið, en það var umkringt af skriðdrekum. Sem bet- ur fer fór herinn áður en dóttir mín fæddist, annars veit ég ekki hvað hefði getað gerst.“ Eins og margir aðrir Palestínu- menn er Wahib ekki vongóður um að þjóð hans fái sjálfstæði. „Öllum er sama um Palestínumenn,“ segir hann. „Við erum búnir að vera í sömu stöðu frá 1948. Kannski þurf- um við 50 ár í viðbót áður en friður kemst á.“ Ég bað til Allah að vernda okkur Í nálægri götu er fatahreinsun sem varð fyrir miklum skemmdum í árásinni þegar eldur kviknaði í henni. Við hliðina er lítill veitinga- staður sem heitir því skemmtilega nafni Mickey Mouse Restaurant, en eigandi hans er Zakaria Farhat. Zakaria býr í þorpinu Yarbroud, sem er um 500 manna þorp 12 km frá Ramallah. Zakaria og 22ja ára gamall sonur hans urðu að liggja á gólfinu á efri „Innra með mér græt ég“ Ísraelsher hefur verið kallaður frá borg- inni Ramallah og nærliggjandi byggðum en eftir sitja íbúarnir skelfingu lostnir líkt og Svala Jónsdóttir komst að er hún tók þá tali. Khamees Aba Ataya og börn í Al-Amari-flóttamannabúðunum. Börn og fullorðnir virða fyrir sér eina af mörgum ónýtum bifreiðum í Kadura-flóttamannabúðunum. Wahib Abu Amouneh við sundurskotna hlera og búð- arglugga vefnaðarvöruverslunar í miðbæ Ramallah. Æskulýðsmiðstöðin í Al-Amari-flóttamannabúðunum varð sérstaklega illa úti í innrás ísraelska hersins. ’ Við erum búnir að vera í sömu stöðu frá 1948. Kannski þurfum við 50 ár í viðbót áður en friður kemst á ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.